Pressan - 04.05.1989, Side 6

Pressan - 04.05.1989, Side 6
6 Fimmtudagur 4. maí 1989 y\f ástarsorgarlögum og öörum hugljúý'um lummum DAPURLEGUSTU Ákveðin lög eru vinsælli en önnur. Ákveðin lög bregða upp myndum liðinna tíma og ákveðin lög minna okkur á þá daga sem við vorum ást- fangin af ástinni. Var ekki yndislegt í þá daga að geta velt sér upp úr ástarsorginni með því að hlusta á sama lagið aftur og aftur? En um leið og við fengum leið á laginu vissum við að þessi ástarsorg var ekki þess virði að lifa hana. „One day while I was not at home, when she was there and all al- one, the angels came...“ Gvuuð, hvað maður gat grenjað yfir þessu lagi! Honey með Bobby Goldsboro. Manst þú eftir því? En eftir Sökn- uði með Roof Tops? „Er ég hitti þig einn haustdag, og hljótt var yfir bæ...“ Hvað er eiginlega að gerast? Er rómantíkin horfin, eða erum við flest orðin svo sjóuð að enginn texti getur framkallað tár í augunum og kökk í hálsinum? Ætli karlmenn hafi einhvern tíma gert eins og við stelpurnar, lyft nálinni af plötunni, leikið sama lagið aftur og aftur — velt sér upp úr ástarsorginni? Já, al- veg örugglega ef marka má samtöl okkar við nokkra menn á besta aldri, sem nú hugsa með söknuði til þeirra ára þegar tilfinningarnar komust á flug við það eitt að hlusta á angurvært lag. Hver ætli séu þrjú dapurlegustu dægurlög liðinna ára? Áður en við hringdum út til nokkurra aðila þóttumst við nokkuð viss um að eitt þeirra væri fyrrnefndur Söknuður. Það kom líka á daginn. Söknuður með Roof Tops er eitt þeirra fáu laga, sem lifa enn í endurminning- unni. Og þeir sem nefndu það lag andvörpuðu — alveg eins og í gamla daga! ÁGÚSTA HREINSDÓTTIR skrifstofustjóri hjá auglýsingastof- unni „Nýjum degi“ minnist þeirra tíma þegar hún og vinkonur hennar hringdu minnst þrisvar á laugar- dagsnóttum á útvarpsstöðina á Keflavíkurflugvelli og báðu um lag- ið „Which way are you going Billy?“ „Þá var sú útvarpsstöð sú eina sem hægt var að hringja til á nóttunni!“ segir hún. „Ég er ekki endilega viss um að við höfum skil- ið allan textann í þá daga... En ég man ennþá eftir þessu lagi, þótt ég muni ekki lengur hverjir fluttu það. Ég er þó næstum viss að það var einhver ,,family“, gott ef ekki Bob- by’s Family.“ Þau lög sem þó voru enn dapur- legri fannst Ágústu vera „Honey“ með Bobby Goldsboro og „Sökn- uður“ með Roof Tops: „Þetta voru allt angurvær lög sem gátu komið fólki í ástarsorg þótt það hefði aldr- ei verið ástfangið! Þó ég hafi ekki hlustað á þessi lög í mörg ár man ég ennþá eftir þeim. Ég lagði alltaf meira upp úr lögunum en textan- um. Hrynjandin réð því alveg hvort maður fékk tár í augun eða ekki!“ Þrjú dapurlegustu lögin að mati Ágústu: 1. Honey. Bobby Golds- boro. 2. Söknuður. Roof Tops. 3. Which way are you go- ing Billy? Bobby's Family. GREIN: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR - TEIKNINGAR: ARNÞÓR HREINSSON HEIÐAR JONSSON snyrtir segir lagið Glókoll vera eitt það al- dapurlegasta sem hann hafi heyrt: „Sofðu nú, sofðu nú, senn kemur nótt,“ sönglaði hann í símtólið. „Lagið er fallegt, en söngtextinn sérlega væminn! Mér finnst lögin skipta meira máli en textinn. Eins og „Please release me, let me go“ með Jim Ree- ves; lagið alveg draumur, en textinn varla minnisstæður. En eitt væmn- asta lag allra tíma finnst mér vera „Oh Danny boy, the pipes, the pipes are calling, from Glenn to Glenn, and down the mountain side. It’s you, it’s you, it’s you that they are calling, Oh Danny boy, oh Danny boy.“ Hins vegar finnst mér lagið við Danny Boy mjög fallegt og nálgast ókurteisi að flokka það undir væmnustu lögin!“ Textar þeirra laga sem Heiðar minnist á eru alveg á hreinu hjá honum ennþá, en ekki tengir hann neitt þeirra ástarsorgum unglings- áranna: „Nei, ég grét aldrei yfir neinu lagi. Líf mitt hefur alltaf ver- ið svo skemmtilegt að sorgleg lög hafa ekki getað komið mér til að gráta! Svo er nú annað lag sem er sérlega væmið, „I’m sorry, so sorry“ með Brendu Lee. Ef það er ekki til að setja mann í óstuð þá veit ég ekki hvaða lag það er!“ Þrjú dapurlegustu lög Heiðars: 1. I'm sorry, so sorry. Brenda Lee. 2. Glókollur. Póló og Bjarki. 3. PÍease release me. Jim Reeves. Önnur lög sem komast á lista: Danny Boy. VILHJÁLMUR RAGNARS- SON kvikmyndagerðarmaður seg- ir lagið „í Londonborg með losta- fans“ eitt dapurlegasta Iag sem hann minnist: „Þá var „Angelína“ með Dúmbó sextett og Steina afskap- lega dapurt og þriðja dapurlegasta lagið fyrr og síðar finnst mér vera „By the time I get to Phoenix“ með Frankie Lane. Mér er líka minnis- stætt lag sem innihélt þessa setn- ingu: „...the angels came“.Var það kannski Honey? „Já! Honey, pass- ar. Þessi lög fannst mér alveg hræðilega sorgleg, bæði lag og texti. „By the time I get to Phoenix“ sagði frá manni sem var að yfirgefa konu sína og eftir því sem hann nálgaðist Phoenix varð lagið sorg- legra. Þetta eru í rauninni „ástar- sorgarlög"; lög sem fjalla um brostnar vonir. „In the Ghetto" með Elvis Presley fannst mér líka afar sorglegt lag og reyndar finnst mér alveg kominn tími á eitt gott, væmið og sorglegt lag!“ 1. Honey. Bobby Goldsboro. 2. BythetimelgettoPho- enix. Frankie Lane. 3. In the Ghetto. Elvis Presley. Önnur lög ó lista: í London- borg. Savanna tríóið. Angelína. Dumbó sextett og Steini. ELSA HARALDSDÓTTIR hár- greiðslumeistari segist ekki muna til þess að sér hafi þótt neitt lag það sorglegt að ástæða hafi verið til að gráta yfir því: „Mér fannst einna mest koma til lagsins „Til eru fræ“, sem Haukur Morthens söng. Það lag fól í sér einhverja dapurlega feg- urð; eitthvað sem maður nær ekki til sjálfur. „Yesterday" var eitt af mínum eftirlætislögum á tánings- árunum, ekta ástarsorgarlag og vekur upp rtíinningar frá þeim tím- um. Þriðja lagið sem ég minnist að mér hafi þótt fremur sorglegt var „Söknuður" með Roof Tops, en eins og ég sagði áðan var ekkert þessara þriggja laga nógu sterkt til að ég felldi tár yfir því hérna áður fyrr — hvað þá heldur núna!“ 1. Til eru fræ. Haukur Morthens. 2. Yesterday. The Beatles. 3. Söknuður. Roof Tops. MAGNÚS GUÐMUNDS- SON fyrrum söngvari hljómsveit- arinnar Þeys segir lagið „What about love“ með Till Tuesday lenda í efsta sæti hjá sér yfir dapurleg dægurlög: „Texti lagsins er í sjálfu sér afskaplega venjulegur dægur- lagatexti, en orðum er vel raðað saman og það sem gerir lagið svo tregafullt er rödd söngkonunnar, sem alltaf er á mörkum þess að bresta. Maður bara grætur með henni. Gítarsólóið er líka magnað, algjört Búrfell.“ I öðru sæti setur Magnús lagið „Wild is the wind“ með David Bo- wie: „Það lag er hræðilega fullkom- ið,“ segir Magnús. „Þarna fara saman gott lag, góður texti og stór- kostleg túlkun Bowies. Út úr þess- um samsetningi kemur síðan tónlist sem kveikir á ákveðnum element- um í manni, þó maður geti ekki skilgreint hvers vegna. Ég hlusta oft á þetta lag, ekki hægt að fá ógeð.“ I þriðja sæti lendir titilstefið úr frönsku kvikmyndinni Diva: „Maður getur orðið „hooked“ á þessu aðalstefi kvikmyndarinnar Diva,“ segir Magnús. „Þarna er enginn texti, en það er eitthvað göldrótt við þetta lag; eins og mað- ur deyi í smástund. Hvernig er það annars? Maður verður einfaldlega háður þessu lagi líkt og maður verð- ur háður eigin náttslopp. Það er sama hversu mikil steikarfeiti er á honum eða mörg göt, þó hann nái ekki niður yrir rass og konan hendi honum í ruslið — maðurinn bara sækir hann.“ En hefur Magnús velt sér upp úr ástarsorginni með því að leika ákveðið lag aftur og aftur? „Já já, maður gerði það. Það getur ennþá lekið af manni væmnin!“ 1. What about love? Till Tuesday. 2. Wild is the wind. David Bowie. 3. Titillag kvikmyndar- innar Diva.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.