Pressan


Pressan - 04.05.1989, Qupperneq 9

Pressan - 04.05.1989, Qupperneq 9
9 Fimmtudagur 4. mai 1989 Biarni P. oq Sigrún með 100 þúsund • Vilhjálmur Þ. með tæp 200 þúsund BORGARSTJÓRNARMANNA Borgarfulltrúarnir Bjarni P. Magnússon, Alþýðuflokki, og Sigrún Magnúsdóttir, Framsóknarflokki, hafa rétt rúmar 100 þúsund kronur ó mánuði fyrir störf að borgarmálum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, S jálfstæðisf lokki, er með yfir 170 þúsund á manuði. Munurinn þarna á milli er sá að Vilhjálmur Þ. starfar í mun fleiri og „feitari" nefndum en þau Bjarni P. og Sigrún. Borgarstjórnarmenn, sem einnig sitja í borgarráði, hafa rúmar 100 þúsund krónur í lágmarkstekjur á mánuði. Það fer síðan eftir nefnda- setu hversu háar samanlagðar tekj- ur borgarfulltrúa verða. Oftast fá menn greitt mánaðarlega fyrir setu í nefndum og ráðum borgarinnar. Reykjavíkurborg greiðir borgar- ráðsmönnum sínum mánaðarlega 75 prósent af þingfararkaupi al- þingismanna. Það má þess vegna líta svo á að starf borgarráðsfull- trúa sé á milli þess að vera hluta- starf og fullt starf. Það kemur heim og saman við þá staðreynd að sumir borgarráðsmanna sitja í fáum nefndum en vinna önnur störf með- fram starfi í borgarráði á meðan aðrir vinna eingöngu að borgarmál- um og starfa í tiltölulega mörgum nefndum. Alþingismenn fá greitt sitt þing- fararkaup, 137 þúsund á mánuði, og fá ekki aukagreiðslur fyrir setu í nefndum á vegum þingsins. Aftur á móti eru margir þingmenn duglegir að komast í nefndir framkvæmda- valdsins og þiggja peninga fyrir. í borgarstjórn eru kosnir 15 full- trúar i sveitarstjórnarkosningum á fjögurra ára fresti. Borgarstjórn heldur fundi tvisvar í mánuði og tekur sumarfrí í júlí og ágúst. Borg- arstjórnarfulltrúar fá 30 prósent af þingfararkaupi. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON Borgarstjórn kýs fimm borgar- ráðsmenn til eins árs í senn og auk þess sitja borgarráðsfundi tveir áheyrnarfulltrúar. Borgarráð held- ur fundi einu sinni í viku og er í raun framkvæmdastjórn Reykjavíkur- borgar. Háannatími borgarráðs er í des- ember og janúar þegar unnið er að gerð fjárhagsáætlunar fyrir borg- ina. Fundir eru þá haldnir tvisvar í viku og stundum unnið á laug- ardögum. Nefndir sem starfa á vegum borg- arinnar krefjast mismikillar vinnu af þeim sem þær sitja. Fjórir taxtar eru í gildi fyrir setu í ráðum og nefndum borgarinnar og er um að ræða mánaðargreiðslur. I. flokkur 17.933 krónur II. flokkur 12.804 krónur III. flokkur 7.683 krónur Fjórði taxtinn er notaður til að greiða fyrir setu í nefndum sem funda óreglulega. Þá eru greiddar 2.560 krónur fyrir hvern fund. Pressan tók saman greiðslur til fimm borgarráðsmanna. Upplýs- ingar um taxta fengust hjá Gunnari Eydal borgarritara og nefndaseta borgarráðsmanna miðuð við skrá sem borgin gaf út í janúar 1988 undir heitinu „Stjórnkerfi Reykja- víkurborgar”. Skráin er úrelt, því ýmsar breytingar hafa verið gerðar á nefndaskipan síðan hún var gefin út og sumar nefndir raunar lagðar af, til dæmis launamálanefnd. Engu að síður gefa þessar upplýs- ingar til kynna hvernig nefndaseta skiptist á milli borgarráðsmanna og hvaða laun þeir þiggja fyrir. Árslaun eru reiknuð á þeim taxta sem gildir í dag og inn í meðallaun- in eru aðeins reiknaðar greiðslur sem koma til vegna borgarfulltrúa- starfsins. VILHJALMUR Þ. VILHJÁLMSSON MAGNÚS L. SVEINSSON SIGURJÓN PÉTURSSON Sjálfstæðisflokki Sjálfstæðisflokki Alþýðubandalagi Borgarstjórn: 494.647 Borgarstjórn: 494.647 Borgarstjórn: 494.647 Borgarráð: 741.971 Borgarráð: 741.971 Borgarráð: 741.971 Bygg.nefnd aldraðra: 92.196 Atv.málanefnd: 92.196 Stjórn Sparisj. Rv.: (ca.) 324.000 Hafnarstjórn: 153.648 Innkaupst., form.: 258.235 Veitustofnanir: 153.648 Launamálanefnd: (ca.) 153.648 Samtals krónur 1.587.049 Launamálanefnd: (ca.) 153.648 Stjórn sjúkrastofn.: 153.648 Meðallaun á mán. 132.254 Stjórn Landsvirkj.: 224.823 Skip.nefnd, form.: 258.235 Onnur störf: Stjórnarformaður VR Samtals krónur 2.092.737 Samtals krónur 2.047.993 Meðallaun á mán. 174.394 Meðallaun á mán. 170.666 Önnur störf: Á skrifstofu Trésmiðafé- Önnurstörf: Engin lags Reykjavlkur SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR BJARNI R MAGNÚSSON Framsóknarflokki Alþýðuflokki Borgarstjórn: 494.647 Borgarstjórn: 494.647 Borgarráð: 741.971 Borgarráð: 741.971 Nefnd um löggæslum: (ca.) 15.360 Svæðist.málefn. fatl.: 12.000 Nefnd Rvík.prófastsd.: (ca.) 15.360 Samtals krónur 1.248.618 Samtals krónur 1.267.338 Meðallaun á mán. 104.051 Meðallaun á mán. 105.611 Onnur störf: Vinnur hjá Skjásýn Onnur störf: Kaupmaður

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.