Pressan - 04.05.1989, Page 10
10
Fimmtudagur 4. maí 1989
DAGSKRÁRGERÐARMÖNNUM
Bjarna Degi Jónssyni var sagt að
taka pokann sinn klukkustund áð-
ur en útsending átti að hefjast á
þætti hans, Af líkama og sál, mánu-
daginn 3. apríl. Bjarni Dagur, sem
er einn af fyrstu dagskrárgerðar-
mönnum Stjörnunnar, telur sig
hafa átt tvær vikur eftir af samningi
við Stjörnuna.
Jörundur Guðmundsson kom
heim úr páskaferðalagi og var sagt
að þátturinn sem hann var með á
Stjörnunni, í hjarta borgarinnar,
yrði ekki framar sendur út í loftið.
Jörundur og sjö samstarfsmenn
hans töldu sig hafa samning til 14.
maí um vikulegan skemmtiþátt.
í bæði skiptin var það Þorgeir
Ástvaldsson sem tilkynnti dag-
skrárgerðarmönnunum samstarfs-
slitin. „Deilan snýst um það hvort í
gildi hafi verið samningar við
Bjarna Dag og Jörund. Ég tel svo
ekki vera,” segir Þorgeir, en bætir
við: „Ég ber samt fulla ábyrgð í
þessu máli og vil ekki skjóta mér
undan henni!’
Þorgeir viðurkennir að það hafi
verið „talað um það” að Jörundur
og félagar héldu þættinum áfram til
vors, „en það var ekki fastmælum
bundið”. Þorgeir veit minna um mál
Bjarna Dags, enda gerði hann ekki
samning við Bjarna Dag heldur
meðeigandi Þorgeirs á Stjörnunni,
Jón Axel Ólafsson.
„Púkaleg framkoma"
Samningarnir við Bjarna Dag og
Jörund og félaga voru munnlegir.
Að sögn Þorgeirs tíðkaðist ekki að
gera skriflega samninga á Stjörn-
unni.
„Mér finnst þetta púkaleg fram-
koma. Ég var með samning um að
gera klukkustundarþátt fimm daga
vikunnar og það voru ekki nema
tvær vikur eftir af samningstíman-
um. Þorgeir Ástvaldsson hafði
samband við mig og spurði hvort ég
vildi vinna þáttinn fyrir lægra kaup
en um var samið. Ég féllst ekki á
kauplækkun og þá sagði Þorgeir að
Jón Ólafsson neitaði að þátturinn
yrði sendur út. Þorgeir var miður
sín út af þessu, en hann ræður litlu
eftir sameininguna;’ segir Bjarni
Dagur Jónsson.
Bjarni Dagur fékk 5000 krónur
fyrir hvern þátt og innifalin var
undirbúningsvinna, sem oft tók
þrjár til fjórar klukkustundir.
„Uppsögnin er fruntaskapur og
við ætlum ekki að sætta okkur við
þetta” segir Jörundur Guðmunds-
son. Jörundur og Guðmundur Ól-
afsson, Magnús Ólafsson, Árni
Scheving og fjórir aðrir hljóðfæra-
leikarar unnu við þáttinn „i hjarta
borgarinnar” og gerðu samning um
vikulegan þátt á Stjörnunni til 14.
maí. Jón Óddsson hæstaréttarlög-
maður hefur tekið að sér að inn-
Tveir vinsælir þættir á útvarpsstöðinni Stjörnunni, „Af líkama og sól" og „í
hjarta borgarinnar", voru fyrirvaralaust teknir af dagskrá skömmu eftir að
Stjarnan sameinaðist Byigjunni. Þeim starfsmönnum sem ekki fengu sparkið
er gert að vinna fyrir lægri laun en áður.
EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON — MYND: EINAR ÓLASON
heimta peninga sem þeir eiga inni
hjá útvarpsstöðinni. „Við gefum
ekkert eftir í þessari deilu og ætlum
okkur að fá þá peninga sem við eig-
um inni, jafnvel þó það kosti máls-
höfðunj’ segir Jörundur.
„Þorgeir Ástvaldsson sagði mér
að þættirnir væru teknir af dagskrá
að kröfu Jóns Ólafssonar. Við
fengum engan fyrirvara og þetta
kom sér mjög illa fyrir okkur.
Menn voru búnir að ráðstafa tekj-
um sem samið var um og gerðu ráð
fyrir að hafa þessa vinnu franr í
miðjan maí. Ég sé heldur enga
ástæðu fyrir því að þættinum var
slátrað. Auglýsingar gerðu betur en
að standa undir þættinum og hann
skilaði hagnaði” segir Jörundur.
„Ekki mitt mál"
Pressan bar þessi mál undir Jón
Ólafsson, stjórnarformann ís-
lenska útvarpsfélagsins, en svo heit-
ir hlutafélagið sem rekur Stjörnuna
og Bylgjuna. „Þetta er ekki mitt
mál. Talaðu við Þorgeir Ástvalds-
son. Hann er maðurinn sem réð
Jörund og félaga og hann rak þá’’
Bylgjustjór-
inn Jón Ól-
afsson rœð-
ur öllu eftir
sameiningu
við Stjörn-
una. Máls-
höfðun yfir-
vofandi.
sagði Jón. Aðspurður sagði Jón að
íslenska útvarpsfélagið bæri ekki
ábyrgð á þeim samningum sem
Stjarnan gerði fyrir sameiningu.
Jón kannaðist við að hafa fengið
bréf frá lögmanni Jörundar, en
hann hefði vísað því til Hljóðvarps,
sem var rekstraraðili Stjörnunnar
fyrir sameiningu.
Þorgeir Ástvaldsson kannast
ekki við að hafa sagt við Bjarna
Dag og Jörund að Jón Ólafsson
væri maðurinn sem ákvað að taka
af dagskrá þættina „Af líkama og
sál” og „í hjarta borgarinnar”.
„Eftir sameininguna var stofnuð
rekstrarstjórn og hún fer með dag-
legan rekstur útvarpsstöðvanna. í
rekstrarstjórninni sitja Páll Þor-
steinsson, Jón Ólafsson og ég,” seg-
ir Þorgeir. Hann sagði rekstrar-
stjórnina sameiginlega bera ábyrgð
á málum stöðvanna tveggja.
Bylgjan innbyrti Stjörnuna
Það fréttist af sameiningu Bylgj-
unnar og Stjörnunnar helgina 11.
og 12. mars. Á baksíðu DV mánu-
daginn 13. rnars birtist mynd af út-
Jörundur Guðmundsson á góðri stundu með Kristjáni Jóhannssyni söngvara í þætt-
inum „í hjarta borgarinnar". Jörundur og aðrir aðstendur útvarpsþáttarins telja
sig hafa orðið fyrir samningssvikum og háta málaferlum. Mynd/Einar Ól.
varpsstjórunum Páli Þorsteinssyni
á Bylgjunni og Þorgeiri Ástvalds-
syni á Stjörnunni þar sem þeir skál-
uðu fyrir átburði helgarinnar.
Stjarnan varð undir í samkeppn-
inni við Bylgjuna og var komin í
þrot. Eigendur Stjörnunnar voru
Ólafur Laufdal veitingamaður, sem
átti þrjár milljónir af fimm milljón
króna hlutafé, Þorgeir Ástvaldsson,
Jón Axel Ólafsson plötusnúður,
Gunnlaugur Helgason plötusnúður
og Ólafur Axelsson, hver skráður
fyrir 500 þúsund króna hlutafé.
Þeim sem þekkja til ber saman
um að Jón Ólafsson, aðaleigandi
íslenska útvarpsfélagsins, sem rek-
ur Bylgjuna, sé höfuðsmiður að
sameiningunni. Það er reyndar
vafasamt að tala um sameiningu því
hlutafélagið sem núna á Bylgjuna
og Stjörnuna heitir íslenska út-
varpsfélagið. Það sem gerðist í raun
er það að Stjarnan var sett undir-
yfirstjórn Bylgjunnar gegn þvi að
eigendur Stjörnunnar fengju 30
prósent hlut I íslenska útvarpsfélag-
inu. Þessi skipti voru staðfest á
hluthafafundi 21. mars og Jón Ól-
afsson og hans menn fengu þrjá
fulltrúa af fimm í stjórn.
Jón var kosinn stjórnarformaður
og jafnframt ráðinn til að sjá um
rekstur útvarpsstöðvanna. Núna
gerðust hlutirnir hratt.
Þrælasamningar
Starfsmönnum var sagt upp á
stöðvunum tveim. Þeir sem var
boðið að koma aftur til starfa
máttu sætta sig við mun verri kjör.
Helgi Rúnar Óskarsson var
starfsmaður Stjörnunnar. Honum
var boðið að halda starfinu en fá
minna kaup og vinna meira. „Mér
var boðinn samningur þar sem ég
hafði þriðjungi lægra kaup, en átti
að bæta við mig fjórðungi meiri
vinnu. Mig grunar að fleiri hafi
fengið svipað tilboð!’ segir Helgi.
Helgi féllst ekki á að vinna fyrir þau
kjör sem í boði voru og hætti störf-
um. Svo var einnig um fleiri starfs-
menn.
„Ég er ekki tilbúinn til að ræða
um innviði okkar félags, það er mál
félagsins sjálfs” er svar Jóns Ólafs-
sonar við spurningu blaðamanns
um lækkuð laun starfsmanna.
„Það er ömurlegur mórall á
Bylgjunni og Stjörnunni eftir sam-
einingu!’ segir dagskrárgerðarmað-
ur sem hætti stöfum nýverið.
Jóni Ólafssyni er kennt um
hvernig komið er fyrir vinnuandan-
um á útvarpsstöðvunum og hann
sagður óþarflega þjösnalegur í
framkomu. Bjarni Dagur segist
alltaf hafa borið blak af Jóni, enda
þekkt hann frá fyrritíð. „Það segja
flestir hann skíthæl, en ég hef hald-
ið uppi vörnum fyrir hann|’ segir
Bjarni Dagur.