Pressan - 04.05.1989, Page 15
rétt ríkissjónvarpsins um sendi-
herrastsöðu til handa Jóhannesi
Nordal í Washington vakti ekki lítið
fjaðrafok. Hið eina sanna í málinu
var víst það að einn af leiðtogum
Sjálfstæðisflokksins laumaði
„fréttinni“ að einum fréttamanna
sjónvarps, sem lét hana fara út án
þess að leita frekari staðfestingar á
tilgátunni. Það mun hins végar
aldrei hafa staðið til að bjóða Jó-
hannesi eitt fremur en annað sendi-
herrastarfið, í bráð a.m.k . . .
ca
dögunum fóru Samkort
fram á það við VISA og Eurocard
að kortafyrirtækin kæmu á sam-
vinnu um að koma upp um
greiðslukortamisferli. Risarnir á
kortamarkaðnum höfnuðu tilboð-
inu. Tveim dögum síðar uppgötvar
Samkort dularfullar úttektir á far-
miðum tveggja íslendinga með
gullfarrými Arnarflugs til Amster-
dam sem aðeins giltu aðra leiðina.
Þegar farið var að skoða málið kom
í Ijós að þarna voru á ferðinni ungir
menn sem höfðu nýverið fengið
kortin i hendur og höfðu vakið eft-
irtekt starfsfólks fyrir það hve
glæsilega þeir voru tilhafðir í
klæðaburði og vel til fara á allan
hátt. Meðmælendur þeirra á
ábyrgðarvíxlunum eru tvær ungar
konur og kom í Ijós að undirritun
þeirra var fölsuð. Samkort lét VISA
og Eurocard umsvifalaust vita og
kom þá í ljós að mennirnir höfðu
einnig fengið kort hjá báðum þess-
um fyrirtækjum. Ef Samkort hefði
ekki varað kollegana við hefði trú-
lega ekkert komið í ljós fyrr en við
uppgjör um næstu mánaðamót . . .
A
g víkjum þá að ferð Islend-
inganna tveggja. Þegar Samkort
hafði sent VISA og Eurocard við-
vörunina brugðu þau skjótt við og
fóru að kanna úttektir á kortin er-
lendis. Kom í ljós að mennirnir
höfðu notfært sér kortin óspart og
mátti m.a. sjá stóra, tvöfalda úttekt
á kunnu gleðihúsi í Amsterdam.
Haft var samband við INTERPOL
og gefin út skipun í öllum Euro- og
VISA-kerfunum sem kallast 03 og
þýðir að handtaka eigi handhafa
kortanna á staðnum. Víðast hvar
eru fyrirtæki sem veita kortaþjón-
ustu í beinni símatengingu, sem
tendrar aðvörunarljós þegar eftir-
lýstu korti er rennt í gegnum rauf á
símtækinu og mætir þá Iögreglan
þegar á staðinn til að handtaka
kortasvikarana. Þegar til átti að
taka höfðu íslendingarnir tveir þó
horfið á braut og skaut þeim næst
upp í Flórída. Þegar hér var komið
sögu birtist frétt um misferlið á
Bylgjunni og áður en hægt var að
ná til íslendinganna við iðju sína í
Bandaríkjunum hættu skyndilega
allar úttektir að berast. Þótti það
ótvírætt benda til þess að einhver
kunningi þeirra hér á landi hefði
látið þá vita að allt væri komið upp.
Þrátt fyrir yfirheyrslur hefur eng-
inn játað á sig að vera í sambandi
við hina eftirlýstu korthafa sem
hafa staðið að stærsta greiðslu-
kortamisferli sem komið hefur upp
hér á landi . . .
SAFNAR
MAKIÞINN
SKULDUM?
Ef svo er, hafðu þá í huga að
fjölda hjónaskilnaða og sam-
búðarslita má rekja til þess að
annar aðilinn safnaði skuldum
en hinn fylgdist ekki með.
Dæmi um þetta eru fjölmörg.
Á ÞEYTINGI MILLI
LÁNASTOFNANA?
Sumir þræða lánastofnanir,
án þess að maki hafi hugmynd
um. Stundum er þetta vegna
draumóra um skjótan gróða,
stundum vegna rangra fjárfest-
inga sem komnar eru í óefni og
svo kemur jafnvel fyrir að fólk
tekur á sig skuldir vina og
vandamanna.
BERÐ ÞÚ EKKI LÍKA
ÁBYRGÐ?
Þið berið bæði ábyrgð á fjár-
málum heimilisins, og því er al-
veg sjálfsagt að fylgjast vel
með þeim. Of seint er að setja
sig inn í málin eftir á.
Stuðlaðu að því að treysta
sambúðina við maka þinn og
fylgstu því með hvaða skuldum
hann eða hún safnar. Þið berið
sameiginlega ábyrgð á velferð
fjölskyldunnar.
HAFÐU ÞITT Á HREINU
RÁDGIAFASTOÐ
HÚSNÆÐISSTOFNUNAR
iT'l' • ,T'J
SVINASKROKKU
•“i*
borg w S1s-'
Aðeins 395 kr. kg tilbúið í frystinn.
Aukakostnaður við reykingu kr. 55 pr. kg.
Sendum um allt land.
Rislið pöruna í ræmur niður aö fitulagi. Setjið steikina á pönnu með pöruna niður
I ca. 2sm vatnsborö paran nú soöin 110—15 mln. Steikin tekin uppúrog paran þurrk-
uð vandlega. Núið salti og möluöum pipar vandlega I steikina, lárberjablöðum
stungiöIpörunaogsteikinsettáristlofnskúffunaogsteikt 1160° heitumofni. Eftir
’/z klst. steikingu ersoðinu hellt i pönnu og flysjaður laukurinn settur i soðið. Steik-
in steikt áfram I 1 klst. Hellið soðinu frá og stillið ofninn á 250° hita og hafiö rifu
á ofnhuröinni meðan steikin er snöggbrúnuð I 5—15 mln. eöa þar til paran verður
stökkog loftkennd. Slökkviöáhitanumen látið steikinavera I ofninum 110—15mín.
með ofnhurðina opna.
FRAMREIÐSLA: Framreiðið steikina eins og myndin sýnir eða ristiö pöruna af og
skeriö kjötið I ekki of þykkarsneiðarog setjið pörunavið hliðinaákjötinu. Framreið-
iö soönar eða smjörsteiktar kartöflur, sósu, grænsalat eöa gúrkusalat og ef vill
hrafnklukkublöð með steikinni.
SÓSA: Fleytið feitina ofan af soðinu og sjóðið það vel nióur. Hrærið saman 1—2
msk. hveiti og 3—4 msk. vatn I jafning, sem erhrærðurút I soðiö. Sósan bragðbætt
meó salti og pipar og lituð meö sósulit ef vill. Sjóöió sósuna vel upp.
HRYGGSTEIK MEÐ PÖRU
KjötSHxnR
Glæsibæ
0 685168.
EURO-VISA
~E\