Pressan - 04.05.1989, Page 19
Fimmtudagur 4. maí 1989
Úrslit Sönglagakeppni íslands
árið 1989 voru gerð kunn í beinni
útsendingu frá Hótel íslandi síðast-
liðið föstudagskvöld. Fór keppnin
fram með miklum glæsibrag og
skemmtu viðstaddir sér konung-
lega. Hápunktur kvöldsins var að
sjálfsögðu sú stund, þegar tilkynnt
var hvaða lag hefði verið valið
Landslagið ’89. Og sigurvegarinn
reyndist vera lagið „Við eigum sam-
Ieið“ eftir Jóhann G. Jóhannsson,
sem Stjórnin og Sigríður Beinteins-
dóttir fluttu.
Þokkaleg lög þola
alls konar búning
PRESSAN náði tali af Jóhanni
nú í vikunni og innti hann eftir því,
hvort sigurlagið hefði verið samið
sérstaklega fyrir Sönglagakeppni
íslands.
„Nei, ég átti þetta lag í formi
prufu-upptöku, en það er samið ár-
ið 1967. Ef lög eru þokkaleg þola
þau alls konar búning. Það er jú
alltaf verið að gefa sömu lögin út
aftur og aftur í nýjum útgáf-
um . . .“
— Hafðirðu einhverja Eurovisi-
on-viðmiðun í huga, þegar þú
ákvaðst að senda þetta lag í keppn-
ina?
„Ákvörðunin mótaðist frekar af
því að ég var búinn að vinna lagið
nokkuð vel — og svo hafði ég auð-
vitað trú á því! Ég var búinn að
prófa þetta aðeins á fólki og fannst
það fá góðan hljómgrunn."
— Hvernig fannst þér hin /ögin í
Landslagskeppninni?
„Mér fannst keppnin yfir höfuð
mjög skemmtileg, því það var mikil
breidd í úrslitalögunum. Lag eins
og Dúnmjúka dimma er t.d. afar
sérkennilegt og hefði aldrei komist
inn í Eurovision-keppnina. Það
sama má segja um lag Bergþóru
Árnadóttur.
Þetta finnst mér gefa tilefni til að
hafa sama háttinn á og í suntuin
keppnum erlendis þar sem lögun-
um er skipt niður í flokka, þ.e.a.s.
vísnatónlist, rokk o.s.frv. Kannski
er ekki hægt að koma því við hérna,
en það má þá hugsa sér að mögulegt
væri að veita sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir frumlegasta lagið, besta
textann eða eitthvað slíkt. Það er
nauðsynlegt að gefa textum meiri
gaum, í Ijósi þeirrar umræðu sem
fram fer í þjóðfélaginu um mál-
vernd. Það gleymist nefnilega oft
hvað tónlistin er mótandi fyrir mál-
„Nú seturðu mig í vanda . . . Ég
hafði að mörgu leyti garnan af lag-
inu Dúnmjúka dimma. Vinnslan á
því höfðaði til mín og ég hefði hik-
laust valið það frumlegasta lagið í
keppninni. Svo fannst mér Ráðhús-
ið vinna mikið á eftir því sem ég
heyrði það oftar og það á einnig við
unt lagið hans Rúnars Þórs, sem
lenti i öðru sæti. Eiginlega „virk-
uðu“ öll lögin vel — hvert á sinn
hátt. “
— Hvernig ætlarðu að verja
vinningsupphœðinni?
„Ég er ansi hræddur um að það
séu margir um þessar krónur. Þær
l'ara eflaust í að borga skuldir — og
duga ekki til! Engu að siður var það
að sjálfsögðu mjög ánægjulegt fyr-
ir ntig að vinna og ntikill stuðningur
að fá þetta.“
Keppnin sýndi að
íslensk lög eiga hljómgrunn
— Hvað ertu að fást við þessa
dagana, Jóhann?
„Ég er að undirbúa heilntikla
dagskrá í tengslum við Eurovision í
samvinnu við rás 2. í fyrra vorum
við með fjáröflun fyrir félagsheim-
ili tónlistarmanna nteð því að láta
fólk hringja inn i beinni útsendingu
og spá fyrir unt úrslitin í keppninni
og einn heppinn hlustandi fékk bíl í
vinning. Núna verður það hins veg-
ar ferðavinningur og fullt af
smávinningunt.
Við höfum verið að berjast við
það í tíu ár að koma félagsheimilinu
upp og erunt komnir nteð það
nokkurn veginn í gagnið, en enda-
hnykkinn vantar. Vonandi getum
við lokið við það núna í sumar og til
þess er leikurinn gerður með dag-
skrána á rás 1.
Ég læt ntig hins vegar dreynta um
að gera plötu með ýmsum flytjend-
um. Það væri gaman að geta fylgt
sigrinunt i Landslaginu eftir með
því að senda frá sér plötu.
Svo er keppni í Bandaríkjunum,
sem ntig langar til að taka þátt í, og
auðvitað langar mig að nýta ferða-
vinninginn frá Veröld!“
Jóhann bað að Iokum fyrir þakk-
læti til aðstandenda Sönglaga-
keppni íslands, Kjötmiðstöðvar-
innar í Garðabæ, Vífilfells og
Ferðamiðstöðvarinnar Veraldar.
„Ég vona að það hafi sýnt sig með
þessu framtaki að íslensk dægurlög
eiga ntikinn hljómgrunn, enda
verður útkoman góð, þegar vel er að
öllu staðið. Vonandi verður Lands-
lagskeppnin árviss viðburður."
VIDTAL: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR — MYNDIR: EINAR ÓLASON
Sigurvegarinn í keppninni um Landslagið '89 vinnur hörðum höndum að f jór-
öflun vegna Félagsheimilis tónlistarmanna, en hefur síðan hug á að fylgja sigr-
inum eftir með útgafu nýrrar plötu.
Jóhann fagnar sigrinum með kampavíni á sviðinu á
Hótel íslandi, ásamt Sigríði Beinteinsdóttur og hluta
Stjórnarinnar, sem flutti „Við eigum samleið".
far unga fólksins. Víða í Evrópu er
hreinlega ákveðinn lögboðinn kvóti
til að sporna á móti engilsaxnesku,
sem segir til um hve mikið má spila
af enskum lögum á móti innlend-
um.“
Dúnmjúka dimma
frumlegasta lagið
— Bjóstu við því að vinna?
„Ég hef nú tekið þátt í nokkrum
keppnum, bæði hér heima og er-
lendis, og reynslan kennir manni að
vera bara hóflega bjartsýnn. Maður
veit, að í keppni getur allt gerst.
Hins vegar var ég mjög ánægður
með vinnsluna á laginu, sönginn
hennar Sigríðar og myndbandið —
og þetta hjálpaðist allt að. Það er
ekki nóg að búa til gott lag og texta.
Þetta verður allt að fara saman og
þegar það gengur upp getur ýmis-
legt gerst!“
— Hvaða lag hefðir þú valið í
efsta sæti, ef þú hefðir ekki mátt
nefna eigin lag?
Þejpar tilkynnt hafði verið hvert sicjurlagið væri flutti
hljomsveitin það aftur við mikinn fögnuð óhorfenda.
t.
Jóhann G. Jóhannsson sigurvegari í keppn-
inni um Landslagið 1989: