Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 04.05.1989, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 4. maí 1989 kvikmyndir og leikhús LEIKHÚSIÐ FRÚ EMILÍA „Gregor eða Sérð þú það sem er?“ eftir Franz Kafka í leikgerð Hafliða Arngrímssonar. Leikstjóri: Guðjón Pedersen. Ixúkendur: Ell- ert A. Ingimundarson, Árni Pétur Guðjónsson, Margrét Árnadóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Einar Jón Briem og Erla Skúladóttir. Leikhús Frú Emilíu er einna þekktast af hinum litlu „sjálf- stæðu“ leikhópum bæjarins. Það hefur sett upp nokkur verk á und- anförnum árum og skapað sér virð- ingarsess í leikhúsheiminum. Eins og fleiri áþekkir hópar hefur hann þurft að glíma við áleitinn húsnæð- isvanda. Sá vandi leystist fyrir skömmu þegar Frú Emilía fékk inni í iðnaðarhúsnæði í Skeifunni 3c. Þar verður einmitt frumsýnt næst- komandi sunnudag nýjasta leikverk hópsins, sem nefnist Gregor eða Sérð þú það sem er? Þetta Ieikverk er frjálsleg túlkun á frægri skáld- sögu tékkneska rithöfundarins Franz Kafka. Það er Hafliði Arn- grímsson sem annast leikgerð verksins og bætir við og fellir jafn- framt niður ýmsa hluti úr upprunalegu sögunni. Hamskiptin eru einföld en þó margslungin lýsing á óvenjulegu og mögnuðu sálarlífi. Lýsing á mikilli ógæfu, sem er fólgin í því að ungur maður er ekki lengur hlutverki sínu vaxinn. Hann var fyrirvinna fjöl- skyldu sinnar en verður óvænt að fremur óaðlaðandi, risavaxinni pöddu og þ.a.l. ónytjungur. Fjöl- skyldan lítur á það sem hverja aðra ógæfu, sem þarf að bera. Paddan vekur leiðindi og andúð og ekki er laust við að örli beinlínis á skelf- ingu. Að lokum verður ástandið á heimilinu slíkt að til örlagaríkra tíð- inda dregur. Aðrir aðstandendur sýningarinn- ar eru Guðjón Ketilsson, sem sér um leikmynd og búninga, Hans Gústafsson, aðstoðarmaður hans, Ágúst Pétursson, sem annast lýs- ingu, leikhljóð eru umsjón Arnþórs Jónssonar og Guðrún Þorvarðar- dóttir sér um hárgreiðslu. Frumsýning sunnudaginn 7. maí kl. 20.30. 2. sýning miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30 og 3. sýning fimmtu- dag 11. maí kl. 20.30. LEIKHUSIÐ ÞIBILJA „AÐ BYGGJA SÉR VELDI EÐA SMÚRTSINN' eftir Boris Vi- an í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir. Leikendur: Þór Túliníus, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ingrid Jónsdótt- ir, Erla Ruth Harðardóttir, Barði Guðmundsson og Rósa Guðný Þórsdóttir. Síðustu ár hefur leikhúsheimur- inn hérlendis orðið vitni að örum uppgangi litilla og „sjálfstæðra“ leikhópa. Reyndin hefur verið sú að þessir hópar, sem oft njóta lítils sem einskis styrks frá ríkinu, eru að setja upp verk sem oftar en ekki skáka því sem stóru Ieikhúsin eru að gera. Ástæðurnar fyrir þessu eru sjálfsagt mýmargar, en ein er hugs- anlega það frjálsræði í verkefnavali og uppfærslu sem þessi litlu leik- hús sýna. Leikhópurinn Þíbilja er einn slík- ur hópur. Hann samanstendur af ungu atvinnufólki í Ieiklist og var stofnaður í fyrra með sýningunni „Gulur, rauður, grænn og blár“. Sýningunni var vel tekið, bæði af gagnrýnendum og áhorfendum, en nú er Þíbilja komin á kreik með nýtt verk eftir franska leikskáldið Boris Vian. Að byggja sér veldi eða smúrtsinn er heiti verksins, sem telst til frægustu verka Boris Vian, en hann er af flestum talinn einn af betri frönskum höfundum þessarar aldar. Leikritið kynnir okkur fyrir fjöl- skyldu sem er á flótta undan ein- hverju skelfilegu, óskilgreindu hljóði. Hún flýr sífellt í minni og minni íbúðir og í þeim flótta týna meðlimir fjölskyldunnar smám saman tölunni, þar til fjöl- skyldufaðirinn stendur að lokum einn eftir í herbergi undir súð. Eins og aðrar menntaðar, siðprúðar og vandaðar fjölskyldur reyna þau að halda reisn sinni, en tekst misjafn- lega. Verkið telst til leikhúss fárán- leikans eða absúrdleikhúss og er fullt af dásamlegri kímni. Það sýnir einmitt á spaugilegan hátt hvernig maðurinn er fastur í fjötrum van- ans. Höfundur leikritsins, Boris Vian, dó árið 1959, þá tæplega fertugur. Hann var fjölhæfur maður, ekki einungis rithöfundur, skáld og leik- ritahöfundur, heldur að auki verk- fræðingur, söngvari, tónskáld, djasstrompetleikari og leikari. Hann samdi alls þrjú verk fyrir leik- hús og þar af er þetta verk sem Þí- bilja sýnir langfrægasta verk hans. Innan absúrdleikhúss er gjarnan sagt að með þessu verki og fáeinum öðrum leikritum rísi sú stefna hvað hæst. Nýtt leikhús verður tekið til notk- unar þegar Þíbilja frumsýnir á fimmtudagskvöld, því sýningar munu fara fram í gamla Stýri- mannaskólanum á Öldugötu. Þar stendur til að reisa menningarmið- stöð Vesturbæjar í framtíðinni. Aðrir aðstandendur sýningarinn- ar eru Guðrún Sigríður Haralds- dóttir, sem annast leikmynd, Hilm- ar Örn Hilmarsson, sem semur tón- list, Egill Árnason, sem annast lýs- ingu, Kristín Thors, sem sér um förðun, og Kristján Franklín Magn- ús framkvæmdastjóri. Frumsýning fimmtudagskvöld í gamla Stýrimannaskólanum á Óldugötu 23. kvnlifsdálkurÍMn LESBÍA Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. SAMLIF Kæra Jóna. Ég skrifa einfaldlega af forvitni, en ekki vegna þess að ég eigi við vanda- mál að stríða, svo þú ræður hvort þú svarar mér. Mig hefur bara allt- af langað til að vita hvað í ósköpunum tvær konur geta gert saman í rúminu. Samkvæmt mínu ímyndunarafli er það óskaplega takmarkað sem þær geta fundið upp á þegar við karlarnir er- um ekki með í leiknum. Er þetta ekki mikið vandamál fyrir lesbíur? Fertugur karl og forvitinn. Svar: Það er sjálfsagt að skrifa mér bréf og koma með fyrirspurnir, þó svo vandamál sé ekki til staðar. Spurning þín endurspeglar svo sannarlega þau viðhorf að samfarir milli karls og konu séu næstum það eina sem samlíf fólks geti snúist um. Ef þér finnst erfitt að ímynda þér önnur ástaratlot en tippi-í- leggöng-samfarir er ímyndunarafl þitt frekar takmarkað — eins og þú sjálfur viðurkennir. Ef þetta væru einu ástaratlotin sem fyrirfyndust væri gagnkvæm fróun, kynórar (kynferðislegar fantasíur), sjálfs- fróun, munúðarnudd, hjálpartæki, munn-kynfæragælur, kynæsandi fatnaður, lestur erótísks lesefn- is/skoðun myndefnis og fullt, fullt af annarri kynhegðun alveg út úr myndinni. Phallus-dýrkun Þegar þú segir „þegar við kar- larnir erum ekki með í leiknum" finnst mér skína út úr setningunni ákveðin phallus-dýrkun (tipparem- ba“ væri nær lagi í þínu tilviki!). Eins og ekkert sé hægt að gera ef þetta líffæri er ekki nálægt! Ásta- ratlot elskenda, sama hver kyn- hneigðin er, snúast fyrst og fremst um andlega og líkamlega nálægð við þann, sem maður er hrifinn af. Ég heyrði einu sinni bandarískan strák segja, að svo lengi sem hann hefði tungu sem væri í lagi þá gæti hann lifað ágætu ástalífi. Þessi strákur var lamaður upp að hálsi. Sumir skilja ekki alveg hvað hann á við og þá skal hér með útskýrt að hann átti við að hann gæti notað tunguna til að örva maka sinn og fá sjálfur kynferðislega örvun með þeim hætti. Sú vísa verður aldrei of oft kveðin að stærsta kynfærið er á milli eyrnanna, ekki á milli fótanna (og enn til útskýringar: hér er átt við heilann!). Möguleikar þeir sem við höfum til að njóta okkar í ástalífinu takmarkast af huganum, ekki kyn- færunum eða kynhneigðinni. Goðsagnir um samlíf lesbía Ósamkynhneigðir furða sig stundum á því hvað lesbíur geti eig- inlega gert saman í rúminu. Sumir halda líka oft að þeim nægi alúðleg faðmlög og kossar — að samkyn- hneigðar konur hafi í rauninni ekki áhuga á samlífi eða fullnægingu. Þetta er ekki rétt. Enn aðrir halda að tvær konur hljóti að lifa mjög góðu samlífi, því þær ættu að vita hvað konum finnst gott og hvað ekki Pat Califia bendir réttilega á í bók sinni „Sapphistry — The Book of Lesbian Sexuality" (Naiad Press 1983, U.S.A.) að þessi hugmynd um að Iesbíur séu súperelskhugar sé einnig alröng. Lesbíur hafi alist upp við sömu félagsmótun og aðrar konur. Það eru því til lesbíur sem eiga við fullnægingarerfiðleika að striða, geðjast ekki að eigin líkama og hafa ekki lært að þekkja sig með sjálfsfróun. Konur eru heldur ekki allar eins í sambandi við það, sem örvar þær kynferðislega. Lesbíur þurfa líka, líkt og allir aðrir, að ræða kynt'erðislegar þarfir sínar í sambandinu. Vandamál lesbía er heldur ekki það að þær hafi ekki tippi, vilji vera karlmenn eða eitthvað, sem hægt er að „lækna“ með góðum karlkyns- elskhuga. Það er ekki hægt að breyta kynhneigð. Vandamálið sem blasir við samkynhneigðu og tví- kynhneigðu fólki er viðhorf annar- ra í þjóðfélaginu, sem einkennast af vanþekkingu og þarafleiðandi oft geysilegum fordómum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.