Pressan - 04.05.1989, Side 28

Pressan - 04.05.1989, Side 28
r ■ addir eru uppi um að á næsta aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands muni formaðurinn, Gunnar J. Friðriksson, láta af þvi starfi. VSÍ-menn munu vilja fá hvassari talsmann og hefur nafn bjargvætt- arins l.inars Odds Kristjánssonar frá Flateyri oftast borið á góma... I nýju fréttabréfi starfsmanna Kíkisútvarpsins er greint frá þeim tíðindum að Baldur Hermannsson liafi verið ráðinn sem sérstakur starfsmaður fyrir verkefnið „bú- ferlaflutningur sjónvarpsins af Laugavegi í Efstaleiti". Baldur var sem kunnugt er hægri hönd Hrafns Gunnlaugssonar er hann gegndi starfi dagskrárstjóra innlendrar dagskrár sjónvarpsins, en hvarf úr starfi við brottför Hrafns í byrjun árs. Hefur sérstakur forkönnunar- hópur verið skipaður til að gera frumdrætti að verkáætlun þegar sjónvarpið færir sig á milli húsa, en Baldur er sem fyrr segir skipaður sérstakur starfsmaður þessarar nefndar. Hefur ráðning hans í þetta starf vakið ftirðu starfsmanna hjá RÚV, sem vita lítt hvað staða þessi felur í sér og hvort um fullt starf er að ræða. Ekki var staðan auglýst laus til umsóknar... L Bótelstjórarnir á Hótel Örk í Hveragerði eru með ýmislegt á prjónunum. í sumar ætla þeir t.d. að halda bæði tennis- og golfnám- skeið og einnig hefur heyrst að hugsanlega verði efnt þar til þriggja daga blústónlistarhátíðar með haustinu... yrir skömmu hætti Ólína Þor- varöardóttir hjá fréttastofu ríkis- sjónvarpsins og mun nú m.a. starfa við málverndarátak menntamála- ráðuneytisins. Þá flýgur sú saga víða að framsóknarmenn hafi orð- að við hana sæti á framboðslista flokksins í Vestfjarðakjördæmi við næstu þingkosningar, en Ólína er ísfirðingur að uppruna . . . Til þess að kynnast landi og þjóð er nauðsynlegt að leita út fyrir borgirnar. Á bílaleigubíl, með lestum eða rútum, siglandi eftir skurðum og síkjum eða jafnvel gangandi. Norður-England og þjóðgarðarnir Lake District, North York Moors, Yorkshire Dales og Peak District búa yfir heillandi ósnortinni náttúmfegurð ásamt fjölskrúðugu jurta- og dýraríki sem löngum hafa heillað göngugarpa og náttúruunnendur. Cornwall. Að aka milli litlu fiskiþorpanna á Cornwallskaganum er eins og að skjótast aftur í aldir. Myndræn fegurð t.d. Clovelly, Lynton og Lynmouth er ógleymanleg og Jamaica-kráin á Bodmin Moor er jafn dulúðug og í samnefndri sögu Daphne de Maurier. Suður-England hefur sannarlega margt að bjóða þeim sem njóta vilja sólar og skemmtunar. Einkar milt loftslag, ljós strandlengja, pálmatré og annar suðrænn gróður hafa gert suðurströndina að einum vinsælasta sumarbaðstað í norðanverðri Evrópu. Wales. Óvíða er að fmna jafnmarga sögufræga kastala og kastalarústir og í Wales. I grasi grónum hlíðunum, innan um sauðfé á beit eða sitjandi við \ lítið vatn með stöng, gætirðu haldið að þú værir eina manneskjan í \ heiminum. Skotland. Skosku hálöndin hafa árum saman dregið að ferðamenn, með hinu dularfulla Loch Ness, undurfagra Loch Lomond og hinu sérstæða Great Glen, ekki síður en hinir heimsþekktu skosku golfvellir. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Fáðu nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Flugleiða, Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni, eða hjá ferðaskrifstofum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR BRESKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.