Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 12

Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 12
ÍSLESSKA AUCL ÝSINCASTOFAN HF 12 Fimmtudagur 1. júní 1989 Tónlist - Islenskur dægurlagaþáttur, Ljádu mér eyra, á hverju föstudagskvöldi. Bylmingur, nýr þungarokksþáttur á þriðjudögum. Líka uháða rokkið. Fimmtudagskvöidin líða með jazzþætti. Stuðmenn koma fram í þætti sinum Listin að lifa - á 17. júní. Skemmtiþættir þar sem áskrifendur fá sín tækifæri til að hafa hönd i bagga með Helga Pé og féiögum. Ekki má heldur gleyma þeim erlendu, sem eru fjölmargir og feikna skemmtilegir; Ruglukollar, . Kæri Jón, Bjartasta vonin. Fræðsluþættir, á borð við Dýraríkið (Wild kingdom) eru líka á dagskrá okkar, einnig Framtiðarsýn, Leyndardómar undirdjúpanna, Háskólinn fyrir þig og Mannslíkaminn. Kvikmyndir júnimánaðar eru frábærar. Nefnum nokkrar: Lady sings the blues - þar sem Diana Ross fer með hlutverk Billy Holiday; 40 karöt eitt meistaraverka Katselas með Liv Ullmann í aðalhlutverki og Fyrsta dauðasyndin með Frank Sinatra og Faye Dunaway - já og miniserían Hands of a stranger. Æsileg mynd. Barnaefnið - mikill hluti þess er talsettur, því Stöð 2 þekkir þarfir ungra áhorfenda. Brakúla greifi, Selurinn Snorri, Andabær, Elsku Hobo, Drekar og dýflissur, Prumukettir og Begga frænka. II/ M //, | Ferða- og bilaþættir. Lagt i 'ann eru ferðaþættir, fjölbreyttir og fræðandi. Sigmundur Ernir og Guðjón Arngrímsson kynna perlur náttúru og menningar heima og heiman. Og Birgir Bragason stýrir bílaþætti Stöðvar 2 af alkunnri snilld og þekkingu. <] ý ^iwumni n Princess Daisy er i einu orði sagt stórfengleg framhaldskvikmynd um magnþrungin örlög, ótrúlegar leikfléttur lífsins - þar sem heimurinn ýmist rls eða hrynur til grunna. f Min iii ii/Tl íþróttaþættir Stöðvar 2 eru löngu heimsfrægir á Islandi enda engu gleymt í heimi þessa kappsfulla kjarnafólks sem þar birtist. Golf, fótbolti, svif og stökk, handbolti, sund og fimleikar. Listinn er langur og vel gerður. Frótdr - innlendar sem erlendar fréttir líðandi stundar - ferskar af vettvangi. Framhaldsþættir eru margir: Bjargvætturinn, Falcon Crest, Fríða og dýrið, Santa Barbara, Bernskubrek, Dagbók smalahunds - hollenskir þættir sem fara sigurför um Evrópu. Spenna? Stöð 2 sinnir vel þeim áhoriendum sem kunna að meta spennumyndir, gæsahúð og ærlegan hroll. Sumarið verður skemmtilegt á Stöð 2. Áskrifendur stöðvarinnar geta valið um fjölbreytt, fræðandi og skemmtilegt efni af öllum stærðum, gerðum og lögun. Það verður hálfleiðinlegt að þurfa sífellt að vera að hlaupa á milli húsa til að fá að kíkja á Stöð 2 I sumar. Þeir framsýnu kaupa myndiykii - þeir sem eig’ann slepp'onum ekki. Gleðilegt sumar með Stöð 2.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.