Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 1. júní 1989 19 Heimspressan Hvaö gera forsetar og fyrirmenn, þegar aðrir taka við stjórninni? REAGAN MALAR GULL í NÝRRIRULLU Sá tímierlöngu liðinn að fyrrverandiforsetar Banda- ríkjanna setjist í helgan stein að loknu kjörtímabili og dundi í mesta lagi við að skrifa endurminningar sínar. Hafiþeir áhuga geta þeir haft nóg að gera og haft marg- falt meira fé handa á milli en í forsetatíð sinni. GREIN: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR, BYGGT Á NEWSWEEK OG THÉ SUNDAY TIMES Jiinmy Carter og Gerald Ford hafa báöir átt annríkt eftir að þeir hættu aö gegna embætti forseta í Bandaríkjunum. í maímánuði síö- astliðnum voru þeir t.d. báðir i ai- þjóðlegri sendinefnd, sem fór til að fylgjast með kosningunum í Panama. Carter hefur haft mikil afskipti af utanríkismálum og hvers kyns mannúðarmálum frá því hann lét af forsetastörfum árið 1981. Hann stofnaði Carter-miðstöð í borginni Atlanta í Georgíufylki, sem ver ár- lega rúmlega 900 milljónum ís- lenskra króna til að styrkja ýmis málefni. Má t.d. nefna Iandbúnað- arverkefni í Ghana í Afríku og fundahöld til að finna lausnir á milliríkjadeilum. En Jimmy Carter eyðir ekki bara peningum. Hann vinnur líka fyrir dágóðri summu, ef marka má heimildir vikuritsins Nevvsweek. Þeir segja hann t.d. hafa haft nokkrar milljónir króna fyrir fyrir- lestraferð um Japan skömmu eftir að kjörtímabili hans lauk. Richard Nixon hefur lítið gert af því að nota frægðina sem gróða- lind, en Gerald Ford hefur engu síð- ur en Carter haft dágóðar tekjur eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. Sagt er, að á tímabili hafi hann ver- ið launaður ráðgjafi átta fyrir- tækja, átt tvær útvarpsstöðvar, tengst fasteignaviðskiptum og hald- ið fyrirlestra við ýmis tækifæri fyrir Ronald Reagan kemur til með að vinna fyrir hærri fjárhæð á tíu dög- um í októbermán- uði en hann gerði á átta árum í Hvlta húsinu. rúmar 800 þúsund krónur í hvert skipti. Ford hefur þó ávallt einnig sinnt góðgerðarmálum og núna ku hann þar.að auki hafa dregið veru- lega úr viðskiptaumsvifunum. Samt sem áður er hann sagður hafa í árslaun sem samsvarar 28—42 milljónum króna. Ronald Reagan virðist ætla að feta í fótspor fyrirrennara sinna og nýta frægðina til að drýgja ellilíf- eyrinn. í október er hann t.d. vænt- anlegur til Tókýó í Japan til þess að vera nokkurs konar veislustjóri á listahátíð, sem fyrirtækið Fujisan- kei Communications Group efnir til. Fær Reagan u.þ.b. 114 milljónir króna fyrir að mæta á hátíðina, sem stendur í tíu daga, og halda eina eða tvær ræður. Það er rúmum tuttugu milljónum meira en hann fékk í Iaun á áttd áruni í forsetastól. En það eru l'Ieiri „stjörnur" eftir- sóttar af Stórfyrirtækjum en fyrr- verandi Bandaríkjaforsetar. Þessi tíska teygir sig einnig yfir hafið, því bresk blöðhafa flutt fregnirafýms- unt tilboðum, sem borist hafa í Downingstræti númer tíu. Margrét Thatcher, sem þar býr, hefur alls ekki látið í það skína að hún hyggist láta af embætti í bráð — hvorki sem formaður íhaldsflokksins né for- sætisráðherra Bretlands — en sanit er farið að bjóða í hana. Sagt er að henni standi til boða að l'ara i fjöl- margar fyrirlestraferðir, m.a. um Bandaríkin, og halda ræður við alls kyns tækifæri. Talið er að Járnfrú- in svokallaða gæti margfaldað tekj- ur sínar með því að hætta í stjórnmálunum og taka þessum gylliboðum. Komin er út bók um skyndilegt dauðsfall Jóhannesar Páls páfa I árið 1978 DULARFULLUR DAUÐDAGI Höfundur nýútkominnar bókar um dauðdaga síðasta páfa kemst að því að sögusagnir um að hann hafi verið myrtur séu uppspuni. Telur hann að Jóhannes Páll I hafi dáið vegna vinnuálags, sem hann réð ekki við, og að starfsfólk Vatíkansins hefði getað komið honum meira til hjálpar. JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR, BYGGT Á THE SUNDAY EXPRESS „Svipti síðasti páfi sig lífi?“ Þannig spyr breska blaðið The Sunday Express í fyrirsögn fyrir skemmstu. Umrædd grein er þó ekki afrakstur harðrar rannsóknar- blaðamennsku, heldur er þetta fyr- irsögn á bókardómi eftir bók- menntaritstjóra blaðsins og til um- fjöllunar er bókin A THIEF IN THE NIGHT (Þjófur á nóttu) eftir John Cornweil. Bók þessi kom nýverið út hjá Viking-bókaforlaginu og segir í greininni að núverandi páfi, Jó- hannes Páll II, hafi hvatt höfund- inn til að skrifa hana og skipað starfsmönnum Vatikansins að svara spurningum hans. Tilgangurinn á að hafa verið sá að kveða niður orð- róm um að síðasti páfi hafi verið myrtur. Niðurstaða Cornwells eftir ítarlegar rannsóknir er raunar sú, að Jóhannes Páll I hafi örugglega ekki verið myrtur, en bókin inni- heldur engu að siður ógnvekjandi upplýsingar. Hann álítur páfann hafa framið nokkurs konar sjálfs- víg, án þess að neinn hafi lyft litla fingri til að bjarga honum. Cornwell heldur því ekki fram að páfinn hafi tekið of stóran lyfja- skammt eða neitt í þeim dúr. Hann segir hins vegar að páfi hafi verið orðinn alvarlega veikur, þegar hann tók við embætti, og strax hafi verið Jóhannes Páll I dó, þegar hann hafði einungis verið páfi I 33 daga, og af ýms- um ástæðum kom- ust þá á kreik sögur um að hann hefði verið myrtur. útséð um að liann réði ekki við álag- ið, sem þvi l’ylgdi. Fullyrðir höf- undurinn að Jóhannes Páll 1 hafi daglega beðið Guð um að fá að deyja og að endingu dáið vegna vanrækslu á eigin heilsu eða jafnvel vegna þess að hann hætti að taka þau lyf, sem liann þurfti á að halda. Rannsóknir Cornwells leiddu í Ijós að páfinn kvartaði nokkrum sinnuni um verki síðasta daginn, sem liann lifði, en um nóttina fékk hann blóðtappa og lést á gólfinu i íbúð sinni. Þá varð uppi fótur og fit á meðal ritara páfans, sem ekki þótti sá dauðdagi góður til afspurn- ar. Þeir báru hann í rúmið, þar sem hann átti að „finnast" um tnorgun- inn. Það gerðist hins vegar fyrr en til hafði verið ætlast, því ráðskona páfa, sem er nunna, kont með kaffi til hans klukkan hálfsex. Það þótti ekki viðeigandi að láta það fréttast að kona hefði uppgötv- að lát páfa um sólarupprás og því varð hin opinbera útgáfa sögunnar sú, að Magee biskup hefði fyrstur komið að honum andvana í rúm- inu. Og þannig byrjuðu kjaftasög- urnar, því við þessa hagræðingu sannleikans reyndist nauðsynlegt að grípa til hvítra lyga og brátt voru staðreyndir farnar að stangast á og menn orðnir tvísaga. Cornwell segir langflestar sög- urnar uppspuna, en hann er hins vegar harðorður í garð starfsfólks Vatíkansins. Segir hann páfann ekki hafa notið neinnar virðingar og að enginn hafi reynt að hjálpa eða Iétta undir með honum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.