Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 1. júní 1989 27 sjonvqrp 1. júní Stöð 2 kl. 21.10 Upp á yfirborðið (Emerging) Bandarísk sjónvarpskvikmynd. Leikstjóri: Kathy Mueller. Aðal- hlutverk: Shane Connor, Sue Jon- es, Robyn Gibbes. Atorkusamur ungur maður lendir í mótorhjólaslysi og á erfitt með að sætta sig við afleiðingar þess; að vera í hjólastól það sem eftir er æv- innar. Hann lendir í allskyns deilum við foreldra, unnustu og starfsfólk sjúkrahússins. Skyndilega birtist á sjúkrahúsinu ung leikkona í hjóla- stól og hyggst hún gera þjáningar- bræðrum sínum lífið léttara. Að- ferðir hennar vekja athygli unga Stöð 2 kl. 22.55 Uns dagur rennur á ný (The Allnighter) Stöð 2 kl. 21.25 Flugraunir*** (No Highway in the Sky) Bandarísk spennuinynd. Leikstjóri: Henry Koster. Aðalhlutverk: James Stewart og Marlene Dietrich. Vísindamaður hyggst brjóta til mergjar slys sem hendir nýja breska flugvél. Hann kemst að því að smíðagalli er í stéli og til að sanna mál sitt tekst hann á hendur ferð til Bandaríkjanna og hyggst sannfæra forráðamenn flugfélagsins. Á leið- inni uppgötvar hann að flugvélin sem hann er í er slysagildra af sömu tegund. Bráðvel leikin mynd með léttleikandi húmor inn á milli. Stöð 2 kl. 23.25 Spilling innan lögreglunnar* * * (Prince of the City) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Sidney Lumet. Aðalhlutverk: Treat Williams, Jerry Orbach og Richard Foronjy. Myndin segir frá yfirmanni fíkni- efnadeildar í New York og hefur deildin sú ekki hreinan skjöld, því innan hennar þrífst allskyns spill- ing, þ.á m. eiturlyfjasala. Saksókn- araembættinu fara að berast skýrsl- ur um spillinguna og þegar yfir- maður deildarinnar kemst að því gengur hann í lið með saksóknaran- um. Það á eftir að reynast honum dýrkeypt. Dúndrandi spenna byggð á sannsögulegum atburðum. Alls ekki við hæfi barna. FÖSTUDAGUR 2. júní Ríkissjónvarpið kl. 21.15 Eltingaleikur**,/2 (Fuzz) Létt bandarísk bíómynd. Leik- stjóri: Richard A. Colla. Aðalhlut- verk: Burt Reynolds, Raquel Welch og Yul Brynner. Farsakennd lögreglumynd sem gengur út á leit lögreglunnar að hættúlegum glæpamanni sem hef- ur þá undarlegu ástríðu að sprengja hina ýmsu hluti í loft upp. Sæt gella í einu aðalhlutverkanna en karl- mennirnir eru svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir. Sennilega best að horfa á þessa mynd með öðru aug- anu og hvíla hitt á meðan, svona r.étt eins og Tarsan gerir þegar hann sefur. Ríkissjónvarpið kl. 22.45 Morðið í háskólanum (Inspector Morse — The last Enemy) Bresk sakamálamynd. ímyndið þið ykkur bara ef það fyndist lík við Háskóla íslands! í þessari bresku mynd finnst lík við hinn fræga háskóla í Oxford. Morse lögregluforingi fær málið til meðferðar og er fljótur að komast að því að morð hafi verið framið. Sennilegast þykir honum að morð- inginn sé námsmaður í hinum virta háskóla. Kjörin mynd fyrir há- skólastúdenta. og aðra almenna borgara. FIMMTUDAGUR mannsins þar til hann uppgötvar að hún hefur villt á sér heimildir og sett leikrit á svið. Bandarísk gamanmynd. Leikstjóri: TamarS. Hoffs. Aðalhlutverk: Sus- anna Hoffs, Dedee Pfeiffer, Joan Cusak og Tohn Terlesky. Þrjár vinkonur ákveða að gera sér ærlegan dagamun eftir að hafa lok- ið langri og strangri skólagöngu. Þær hafa fengið til umráða strand- hús og fyrr en varir er allt komið í fullan gang. Þess má geta að Susan Hoffs er aðalsöngkonan í hljóm- sveitinni The Bangles, en i mynd- inni er m.a. tónlist eftir þá þekktu kvennasveit, Madonnu og Cyndi Lauper. Semsagt; stelpumynd, um stelpur og stráka, fyrir stelpur og stráka á öllum aldri. Stöð 2 kl. 00.25 Geymt en ekki gleymt (Honorable Thief) í New York býr utangarðsmaðurinn Mike Parker. Dag einn fær hann upphringingu frá gamalli kærustu sem er ofsalega rík barónessa. Hún hefur sterk ítök í undirheimunum og vill gera samning við Mike sem hljóðar upp á að hann steli fyrir hana listaverkum sem hún síðan flytji til Mið-Austurlanda. Dálítið dellulegur þráður en aldrei að vita hvað gerist. LAUGARDAGUR 3. júní Stöð 2 kl. 21.35 I hefndarhug (Positive I.D.) Bandarísk bíómynd. Ungri eiginkonu og tveggja barna móður er nauðgað. Hún brotnar saman við verknaðinn, hættir að veita börnum og eiginmanni athygli og sekkur í lyfjaneyslu. Án vitn- eskju fjölskyldunnar verður hún sér úti um nýtt ökuskírteini og fæð- ingarvottorð. Hún tekur að lifa tvö- földu lífi, húsmóðir á daginn en vopnuð kona í hefndarhug á kvöld- in. En það kemur að því að önnur persónan verður að víkja fyrir hinni og þá vandast málin fyrir alvöru. Ríkissjónvarpið kl. 21.50 Leiftur liöinna daga**'2 (The Rosemary Clooney Story) Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Jackie Cooper. Aðalh/utverk: Sondra Locke, Tony Orlando, Pene- lope Milford. Það getur verið erfitt að vera fræg- ur. Sérstaklega ef viðkomandi þolir ekki álagið. Það er einmitt saga þessarar myndar sem er byggð á sannsögulegum atburðum úr lífi söngkonunnar Rosemary Clooney, sem náði miklum vinsældum á sjö- unda áratugnum. Hún „koxaði" á frægðinni og kynntist þ.a.l. öllum skuggahliðum hennar. Þess má geta í gamni að alvörurödd söngkon- unnar er notuð í tónlist kvikmynd- arinnar og gefur það myndinni auk- ið gildi. Rikissjónvarpið kl. 23.35 Sprengt á blöörunni***,/2 (Blow Out) Bandarísk spennu- og tryllings- mynd. Leikstjóri: Brian De Palma. Aðalhlutverk: John Travolta, Nancy Allen og John Lithgow. Hljóðmaður, sem er við kvik- myndatöku utanhúss, verður vitni að umferðarslysi þar sem stjórn- málamaður lætur Iífið. Með hjálp hljóðupptöku sem hann náði af at- burðinum hyggst hann sanna fyrir lögreglunni að byssukúla hafi lent á bílnum í slysinu. En eyru lögregl- unnar eru „full af bómull“ og ekki bætir úr skák að þagga á málið nið- ur. Örugglega besta kvikmynd sem Travolta hefur leikið í, þrælmagnað stykki sem fyllilega er þess virði að sitja spenntur yfir. Alls ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 00.00 Kastalinn (Riviera) Leikstjóri: Allan Smithee. Aðal- hlutverk: Ben Masters, Elyssa Davalos og Patríck Bauchau. Til að bjarga kastala föður síns í S- Frakklandi skríður Kelly, fyrrum starfsmaður alríkislögreglunnar, úr fylgsni sínu. Sér til skelfingar upp- götvar hann að sótt er að honum úr öllum áttum. Þá byrja hlaupin fyrst fyrir alvöru og á Kelly virkilega fót- um fjör að launa. Ekki við hæfi barna. SUNNUDAGUR 4. júní Stöð 2 kl. 22.50 Á síðasta snúningi* * * (Running Scared) Bandarísk grín- og spennumynd. Leikstjóri: Peter Hyams. Aðalhlut- verk: Billy Crystal og Gregory Hines. Háðfuglarnir Billy og Gregory fara á kostum í þessari meinfyndnu ræmu sem gerist í heimi banda- rískra glæpamanna. Þeir félagarnir leika tvær löggur sem reyna eftir fremsta megni að þrauka í starfinu nógu lengi til að komast á eftir- launaaldur, því þá ætla þeir að opna bar á Flórída. Bráðsmellin af- þreying af bestu gerð þar sem svart og hvítt leiða saman hesta sína. Jafnrétti og bræðralag skal það vera! Ekki við hæfi barna. dagbókin hennar Þetta sumar verður ekki jafnglat- að og ég hélt. Ég er nefnilega búin að fá alveg sjúklega góða vinnu. Hún er að vísu alveg ferlega illa borguð, en ég held að það verði ofsa fjör. Það var náttúrulega amma á Einimelnum, sem reddaði mér eins og alltaf. Hún þekkir einhverja kell- ingu, sem þekkir manninn sem á Hótel Borg, og hætti ekki fyrr en ég fékk vinnu þar. Ég er viss um að kallinn hefur ekkert vantað mann- eskju, en amma hringdi í hann þrisvar á dag og álíka oft í þessa vinkonu sína, sem síðan hringdi líka í kallinn — svo hann hefur orð- ið að ráða mig til að fá vinnufrið á daginn. (Amma segir, að hann viti ekki aura sinna tal og muni ekkert um að hafa mig í vinnu. Einhver í saumaklúbbnum hennar mömmu sagði hins vegar að hann væri alveg að fara á hausinn, en amma segir að þá muni hann heldur ekkert urn einn starfsmann til eða frá. Hún amma getur nú verið kúl, þó hún sé orðin svona hundgömul!) Ég byrjaði í fyrradag og það eru a.m.k. þrir óðgeðslega sætir gestir á hótelinu, sem ég gæti vel hugsað mér að kynnast betur. Tveir eru sænskir, en einn er enskur. Hann er reyndar nteð mömmu sinni og hún fylgir honum eins og skugginn hans með augun alls staðar. Og ég heyrði þessa sænsku segja að ég væri „ró- leg“, svo þeim finnst ég greinilega Iítið spennandi. Það er barasta verst að ég móðg- aði mömmu enska stráksins soldið, þegar þau tékkuðu inn. (Ég er í gestamóttökunni, því amma laug að ég væri gjörsamlega „fúllbefar- in“ málamanneskja!) Þau eru í her- bergjum sitt hvorum megin við ganginn og mamman spurði hvort væri betra: Ég sagði henni auðvitað að það væri meiri hávaði í herberg- inu, sem sneri að Austurvelli, en þar væri útsýnið samt fallegra, og hún skyldi bara velja það sem henni hentaði betur. Þá varð hún ferlega reið og sagðist ætla að klaga mig fyrir hótelstjóranum. Ég skildi ekki neitt í neinu, en sonur kellingarinn- ar bjargaði lífi mínu með því að út- skýra að ég hefði bara borið eitt orð vitlaust fram. (Ég sagði víst „sjút“ yourself í staðinn fyrir „sút“ your- self og þess vegna hélt konan að ég væri að segja henni að skjóta sig!) Mikið hryllilega roðnaði ég, maður. Og í hvert skipti, sem ég sé enska strákinn núna, spyr hann hvort ég hafi skotið nokkurn nýlega! Annars er það besta við djobbið að ég fæ að vera í búningi. Mig hef- ur alltaf langað æðislega að vera í svoleiðis. Þessi er að vísu ekki jafn- flottur og flugfreyjubúningur, en samt soldið fullorðinslegur ogf smart. Það er sko pils og hvít blússa og amma gaf mér slæðu til að hafa um hálsinn og skó með smá hæl. Ég> virka ofsalega „dömuleg" í þessu, þó ég segi sjálf frá. (Pabbi segir að ég sé eins og þriðja klassa mella, en amma segir að hann hafi ekkert vit á málinu.)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.