Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 14
14
Fimmtudagur 1. júní 1989
„Hundur! Þá
verð ég að
versla í ann-
arri búð...#/
Um 15 þúsund Islendingar þjást af ofnæmi fyrir
dýrum og verða sífellt að vera á varðbergi til að
halda heilsu. Og það getur verið meira hundalíf en
marga grunar!
FLÓTTINN
sönn sagci
Tíu þúsund íslendingar eru með ofnæmi fyrir köttum.
Svipaður fjöldi hefur ofnæmi fyrir hestum. Og um fimm
þúsund einstaklingar þjást af hundaofnæmi. Alls um 25
púsund manns, en þar sem hóparnir skarast eitthvað
telur yfirlæknir Vífilsstaðaspítala að líklega þjáist um
15 þúsund íslendingar af dýraofnæmi. Allt þetta fólk
verður að varast viðkomandi dýr eins og heitan eld, en
það er oft hægara sagt en gert.
GREIN: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR - MYNDIR: EINAR ÓLASON
Mér finnst ég oft vera fötluð. Þó
ber ég engin sýnileg merki fötlunar
og virðist því í fljótu bragði ekki
hafa neina ástæðu til að telja mig til
þeirra, sem eiga við slíkt vandamál
að stríða. Ég er hins vegar ein af
u.þ.b. fimmtán þúsund íslending-
um, sem verða að haga lífi sínu
þannig að þeir komist aldrei nokk-
urn tímann í snertingu við ákveðnar
dýrategundir — og stundum hellist
sú tilfinning yfir mig að það sé jafn-
snúið og að ferðast um í hjólastól!
Flóttinn hefst
Þegar ég var lítil átti ég sandkassa
úti í garði, en kettirnir í hverfinu
héldu að þetta væri sérhönnuð sal-
ernisaðstaða fyrir þá og notuðu
kassann sem slíkan. Með árunum
kom í ljós að ég var með kattaof-
næmi, sem lýsti sér í alvarlegum
öndunarerfiðleikum eða svokölluð-
um astmaköstum í hvert sinn sem ég
komst i návígi við kött. Sú alþýðu-
skýring hefur síðan verið við lýði í
fjölskyldunni að ofnæmið sé til
komið vegna kattahlandsins í sand-
kassanum.
AHt frá barnaskólaárum hef ég
sem sagt þurft að forðast ketti eins
og þeir væru djöfullinn holdi
klæddur. Og brátt bættust hundar í
hópinn. Það kom í ljós, þegar ég
brá mér eitt sinn á hundasýningu og
gaf í kjölfar þess næstum endan-
lega upp öndina. Upp frá því hef ég
verið á flótta, því það er ekki jafn-
auðvelt og ætla mætti að varast
þessa ofnæmisvalda.
Málið yrði strax einfald.ara, ef
það væru bara hundar og kettir „á
fæti“ sem yllu ofnæminu. Þá gæti
maður einfaldlega tekið til fótanna
um leið og eitt stykki gæludýr birt-
ist út við sjóndeildarhringinn. En
það er nú ekki aldeilis. Þessar elsk-
ur skilja nefnilega eftir sig hár út
um allt með kærri kveðju til mín og
annarra ofnæmissjúklinga. Hár,
sem ekki eru endilega svo mörg eða
áberandi að maður taki eftir þeim,
en nægja þó til að valda afar síæmu
kasti.
Yfirheyrslur af
þriðju gróðu
Alla daga verð ég að leika Sher-
lock Holmes, þar sem það er ekki
nóg að kvei.kja á perunni um leið og
maður kemur auga á hund eða kött.
Það eru litlu gráu sellurnar, sem oft
ráða úrslitum i baráttunni við dýra-
ofnæmi.