Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 15

Pressan - 01.06.1989, Blaðsíða 15
15 Fimmtudagur 1. júni 1989 Ég hoppa t.d. ekki upp í bíi með hverjum sem er. Fyrst þarf ég að fá svör við nokkrum spurningum og eftir slíka yfirheyrslu er viðkom- andi bílstjóri stundum orðinn gjör- samlega afhuga því að skutla mér þangað, sem ferðinni er heitið. Flver vill svo sem aka um með brjálaða manneskju í framsætinu! Eða getur kona verið heil á geði, sem lætur eins og sakleysislega bifreiðin þín sé stórhættuleg þangað til þú hefur upplýst hana um eftirfarandi: 1. Áttu hund? 2. Áttu kött? 3. Ekki það, nei, en þekkirðu ein- hvern, sem á hund eða kött? 4. Hefurðu leyft þeinr að korna með dýrin inn í bílinn þinn? 5. Ertu alveg viss? 6. Ertu lika öruggur á því að ntaki þinn hleypi aldrei hundi eða ketti upp í drossíuna? 7. En sonur þinn eða dóttir, þegar þau nota bílinn? 8. Heyrðu, Gunni, varstu ekki að bjóða mér far?! Gunnnniiiii... Er þetta ekki bara ímyndun? Ég verð lika að yfirheyra fólk, sent í elskulegheitum ætlar að gleðja mig nteð heimboði. Og fólk, sent ég þarf að taka viðtal við vegna vinnunnar. Manneskja með dýra- ofnæmi segir aldrei í lífinu „já, takk“ umhugsunarlaust, þegar henni er bóðið inn á heimili senr hún hefurekki heimsótt áður. Hún bregst við slíkum vinarhótunr nteð þvi að fara í spurningaleik svipaðan þeim, sem rakinn var hér að framan. „Áttu hund? En kött? Á einhver nágranni, ættingi eða vinur þinn dýr, sem stundum kemur í heimsókn til þín? Hvað er langt síðan gæludýr kom síðast inn fyrir dyr hjá þér?“ Langoftast svarar fólk slíkum spurningum sannleikanum sam- kvænrt, en einu sinni var mér sagt ósatt. Mér var boðið í mat hjá sér- lega elskulegu kunningjafólki, sem sagðist ekki eiga nein gæludýr, en þegar komið var að borðhaldinu var ég orðin afar illa haldin. Það var erfitt að ná andanum, hálsinn á mér var að lokast og augun voru rauð og þrútin. Þá viðurkenndu húsráðend- ur að það væri köttur á heimilinu. Þetta var auðvitað ekki viljandi gert. Fólkið langaði einfaldlega til að geta boðið mér heim og hélt að það nægði að fjarlægja köttinn og láta mig ekki vita af tilvist hans. Þetta með hárin hlyti að vera ímyndunarveiki, en til vonar og vara ryksugu þau þó bæði teppið, sófasettið og gardínurnar. Þá hlaut öllu að vera óhætt. En þau hefðu betur trúað nrér, því ævintýrið kost- aði tveggja eða þriggja daga veik- indi. Dýrkeypt heimboð það... Reykjavíkurdömunni fært kaffi út í bíl Dýraofnæmið varð þess líka vald- andi að ég móðgaði afa og ömrnu eiginntanns míns fyrir lífstíð. Þau bjuggu á bóndabæ í Skagafirði og sonarsonur þeirra var nýtrúlofaður einhverri Reykjavíkurdömu — þ.e.a.s. mér — sem auðvitað þurfti að kynna fyrir gömlu hjónunum. Við drifum okkur því hið snarasta í kurteisisheimsókn. Þegar bíllinn renndi í hlað kom fallegur fjárhundur hlaupandi og í stofuglugganum lá kisa og horfði út. Ég hefði svo sem mátt vita það. Bóndabær = dýr. Dýr = ofnæmi. Heimsókn = fíaskó. Afi og amma skildu ekkert í því að Reykjavíkurdaman skyldi ekki rjúka út úr bílnum til að heilsa þeim. Það var heldur ekki hægt að ætlast til þess. Þau hlustuðu á út- skýringar sonarsonarins, læstu hundinn inni í fjárhúsi og köttinn inni í svefnherbergi, en samt vildi ég ekki ganga í bæinn! Þau röbbuðu því við mig á hlaðinu og færðu mér kaffi og pönnukökur út í bíi. En þau skildu þetta ekki. Skildu ekki þessa uppátekt í höfuðstaðarstelp- unni, sem var greinilega of fín með sig til að stiga fæti inn í íslenskan sveitabæ. Stokkið frá mat og drykk Ég er svo sem ekkert óvön skiln- ingsleysi á dýraofnæminu. Margir halda t.d. að þetta sé bara afsökun fyrir óstjórnlegri hræðslu minni við hunda og ketti. Og fólk, sem ég hef oft og mörgum sinnum í gegnunt tíðina beðið vinsamlegast að fara með hvutta litla út úr tnyndbanda- leigum, búðum og biðsölum, hefur ekki beinlíriis sent mérskilningsríkt augnaráð. Þó er dýrafárið hér á landi hátíð miðað við það stapp, sent maður lendir í á erlendri grund. Víðast hvar í Evrópu er mun meira um gæludýr en á íslandi og þar þykir það alveg sjálfsagt mál að taka hunda með sér inn á veitinga- staði. Mér er lífsins ómögulegt að telja saman allar þær máltíðir, sem ég hef orðið að hlaupa frá í miðjum klíðunt, vegna þess að einhver gest- ur mætti á svæðið með hundinn sinn. Á síðustu árum er ég þó orðin harðari af nrér og læt fyrst reyna á það hvort eigandinn samþykkir ekki að binda hundinn fyrir utan veitingahúsið, en slíkum óskum er ekki alltaf rnætt með skilningi. Fjöldinn allur af kisum á þar að auki hreinlega heima á krám (t.d. á Bretlandi) og ótrúlega algengt er einnig að sjá hunda liggja í makind- um bakvið afgreiðsluborö á börum. Þau eru nefnilega lika ófá glösin, sem ég hef stokkið skýritigarlaust frá í miðjum klíðum, enda seint lal- in sú skemmtilegasta til að l'ara með út að borða eða drekka á ferðalögum. Má ég koma með hundinn minn? Verst cr þó að finna gistingu við hæfi, því í Evrópu er það tegla fremur en undantekning að hafa rnegi hunda og ketti með sér inn á hótel. Og hafi dýr verið inni á hótel- herbergi getur ofnæmissjúklingur veikst hastarlega — jafnvel þó langt sé um liðið — sem þýðir auðvitað að nota verður Sherlock Holm- es-aðferðina við bókun á utan- landsferðum: 1. Sannfæra þarf starfsmann ferða- skrifstofu eða flugfélags hér á landi um að viðskiptavinurinn (ég!) sé hvorki klikkaður né meiriháttar kverúlant. 2. í samvinnu við fyrrnefndan starfsmann verður síðan að leita Ijósum logunr að hóteli, senr bann- ar algjörlega hunda og ketti í sínum húsum, en ekki skal taka trúanlegar yfirlýsingar hótela í glansbækling- um um að dýr séu óæskileg á staðn- unt. Undirrituð hefur þjáningar- fulla reynslu af þvi að hótelstarfs- fólk gerir gjarnan undanþágur, ef um litla og vel uppalda hunda er að ræða. Þess vegna verður ferðaskrif- stofu/flugfélags-starfsmaðurinn ávallt að láta eins og viðskiptavinur hans eigi liund, sem hann vilji taka með sér á hótelið. Gististaðurinn er einungis „öruggur", el' starfsfólk hótelsins harðneitar að verða við þessari ósk, þó það viti að ella fari kúnninn annað. Það er kannski ekkert skemnrti- legt aö standa í stappi sem þessu, cn ég hætti alveg að veigra mér við þvi að undirbúa ferðalög með þessu móti, þegar ég hafði nokkrum sinn- um þurft að flýja hótelherbergi í er- lendum borgum um miðjar nætur og sol'a i baksætinu á bílaleigubíln- um mínum... Þakstál með stfl þakstáE Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Plannja Hjáokkurfærðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla og vandaða þakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri litaáferð, svartri eða tígulrauðri. ISVOR HF. Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur. Póstbox: 435, 202 Köpavogur. S: 91-67 04 55, Fax: 67 04 67 g.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.