Pressan


Pressan - 17.08.1989, Qupperneq 8

Pressan - 17.08.1989, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 17. ágúst 1989 JHMIMIilM PRESSAN VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi: 6818 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 11000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið. „AHYGGJULAUS OG ÖRUGG ÁVÖXTUN“ Nú er tæpt ár liðið frá gjaldþroti Ávöxtunar sf. Ljóst þykir að mikill fjöldi fólks hafi orðið fyrir gífurlegu fjárhagstjóni vegna þessa. Ekk- ert bendir til þess að skilanefnd verðbréfasjóða Ávöxtunar nái að innheimta það fé sem tapaðist við gjaldþrotið. Þá mun eigendum verðbréfanna verða gert að greiða allan kostnað við störf skila- nefndarinnar þegar upp verður staðið. Eigendur Ávöxtunar færðu á sínum tíma tugi milljóna króna úr verðbréfasjóðunum og stofnuðu til skuldar við fyrirtæki sem þeir áttu hluti í. Þau mál eru til meðferð- ar hjá ríkissaksóknara en einnig hafa sparifjáreigendur Ávöxtunar kært til Umboðsmanns Alþingis sem nú rannsakar hvort bankaeftir- lit Seðlabankans hafi brugðist og stórkostleg mistök hafi átt sér stað af hálfu opinberra aðila. Nokkrum mánuðum áður en Ávöxtun var lokað sagði stjórnarfor- maður Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. af sér og skv. frétt Pressunnar í dag var Bankaeftirlitinu fullkunnugt um ástæður þess á sínum tíma. Grípa hefði mátt í taumana löngu áður en kom til gjaldþrots en þess í stað var Ávöxtunarmönnum óáreittum leyft að auglýsa „áhyggjulausa og örugga ávöxtun" eins og það var orðað og fjöldi sparifjáreigenda lagði peninga sína í ávöxtunar- og rekstrarbréf þessara sjóða, í trausti þess að þeir störfuðu undir opinberu eftirliti. Þegar Verðbréfasjóður Ávöxtunar var stofnaður í nóvember 1986 lögðu eigendur fram 500 þúsund kr. hlutafé í féiagið. Innan tveggja ára var Ávöxtun sf. gjaldþrota en sölugengi Ávöxtunarbréfanna í verðbréfasjóðnum nam um 350 milljónum króna. Flest þykir benda til að það sé glatað fé. UPPSTOKKUN RÁÐUNEYTANNA Enn á ný eru lagðar fram róttækar tillögur um viðamikla upp- stokkun á Stjórnarráði íslands. Nú eru það tillögur frá svonefndri stjórnsýslunefnd sem rætt er um, en hún leggur til fækkun ráðu- neyta, sameiningu þeirra og stofnun nýrra ásamt viðamiklum flutn- ingi málaflokka og stofnana á milli ráðuneytanna. Tillögur af þessu tagi hafa nokkrum sinnum verið settar í frumvarpsform en lítið orð- ið úr framkvæmdum, enda enginn hægðarleikur að stokka upp flók- ið stjórnskipulag þegar hagsmunir og pólitík koma til sögunnar. Árið 1983 var frumvarp af þessu tagi samið og gert m.a. að tillögu að stofnað yrði sérstakt innanríkisráðuneyti og iðnaðar- og sam- gönguráðuneyti sameinuð. í heild yrðu ráðuneyti stjórnarráðsins að- eins 8 að tölu. Ári siðar samdi svokölluð stjórnkerfisnefnd frumvarp þar sem gert var ráð fyrir 10 ráðuneytum. Þar var m.a. ákveðið að stofnað yrði sérstakt iðnaðar- og verslunarráðuneyti. Þá var fallið frá þeirri tillögu sem gerð var árið áður um að setja sérstakan ráðherra- ritara yfir hvert ráðuneyti og yrði hann ráðinn pólitískri ráðningu við hver stjórnarskipti. Hins vegar var gerð tillaga um að fella niður æviráðningu embættismanna. Ekki var minnst einu orði á sérstakt umhverfisráðuneyti, sem nú er helsta baráttumálið. Fyrir fáum árum var gerð sú breyting á stjórnarráðinu að utanrík- isviðskipti voru færð úr viðskiptaráðuneyti yfir í utanríkisráðuneyt- ið. Mikil átök áttu sér stað um þá breytingu og stríð diplómatanna við utanríkisráðherra í dag byggist í raun á því að ráðherra er að laga ráðuneytið að nýju hlutverki. Miðað við reynslu bæði hérlendis sem í öðrum löndum er deginum ljósara að allsherjaruppstokkun á stjórnarráðinu verður ekki fest í lög eins og ekkert sé. Tillögur stjórnsýslunefndar eru um margt skynsamlegar, en mestar líkur eru á að þeirra bíði sömu örlög og fyrri frumvarpa um sama efni. Pólitík og stofnanatogstreita munu sjá til þess. hin pressan „Ég var líka heppinn aö vera ein- hleypur öll keppnisárin." — Skúli Óskarsson lyftingamaður í Morgunblaðinu „Þú ert skyldugur til að kjósa þó þú vitir ekki hvað stendur upp eða niður í stjórnmálum, annars ertu sektað- ur." — Matthildur Björnsdóttir í grein um Astralíu í Timanum „Kvikmyndaeftirlit víðs vpgar um heim hafa tekið þá furðulegu stefnu að telja erótík verri andanum en of- beldið." — Þorfinnur Ómarsson i kvikmyndaum- fjöllun i Þjóðviljanum „Ég er ekki nógu mikill snillingur til að skriffa um annað eins séni og ég er." — séra Kári Valsson í viötali í Morgunblaðinu „Fólk lœtur uel af þjón- ustu og mat í Hótel Djúpuvík og margir tala um hvaö dýnurnar séu góöar í rúmunum þar. “ — Frétt i DV „Erla segir að mikið sé um álfa á Englandi, þó álfakynið þar sé alit annað en hérlendis." — Frétt i Morgunblaðinu „Sum þeirra muna ekki hvað biörööin viö kamr- ana var löng, enda muna þau e.t.v. lítid úr túrnum yfirleitt og eru fegnust lífi eftir daudann. “ — Guðmundur Einarsson líffræðingur í Alþýðublaðinu „ Annars er þetta allt undir gengi myndarinnar komið. Ef hún gengur vel heff ég effni á þessu, ef miður gengur þá verð ég að gera þetta." — Þráinn Bertelsson í Alþýöublaðinu um fyrirhugaöa blaðaútgáfu sína „Ekki þætti mér ólíklegt að sumir þeirra sem höndla með grásleppu- hrogn fæðist sem rauðmagar í næsta lífi." — Eysteinn Björnsson i Alþýöublaðinu „Enn á ný spyr ég, en nú eins og túperað fjallalamb." — Heimir Már Pétursson í tónlistarum- fjöllun í Þjóðviljanum LEIÐRÉTTING I síðasta tðlublaði Pressunnar sagði í grein um laxveiði að Blik- dalsá í Kjós væri ófiskgeng. Rétt er að Biikdalsá er á Kjalarnesi og er fiskgeng og á síðustu árum hefur verið sleppt í hana laxa- seiðum. Blaðið biðst velvirðing- ar á rangfærslunni. SAS-MENN SAKLAUSIR í síðasta tölublaði sögðum við frá því í lítilli frétt að kanadísk yfirvöld hefðu áhyggjur af því að eiturlyfjasalar reyndu að fá flug- áhafnir þar í landi til að smygla heróíni til Evrópu. Af þvi tilefni skal tekið fram að átt var við áhyggjur Kanadamanna af eigin flugliðum, en alls ekki áhafnir skandinavíska flugfélagsins SAS, þó glöggir menn hafi getað þekkt merki þess á mynd af flug- vél sem fylgdi greinarkorninu. „Ég vil að það verði dregið stór- kostlega úr utanlandsferðum .. — Kristján frá Djúpalæk í viðtali i Þjóðvilj- anum „Klám er svo áberandi í daglegu lífi Japana, að það þykir orðið alveg ómissandi þáttur hversdagslifsins þarlendis." — Úr grein í Lesbók Morgunblaösins „Ég kýs nú ekki aö ræða um ástandið á einum stað öðrum frem- ur..." — Magnús Einarsson yfirlögregluþjónn í upphafi opnuviðtals í Timanum „Nú hafa þeir komist að þeirri nöt- urlegu niðurstöðu að dúfum þeirra hafi verið sporðrennt af gestgjöfun- um." — Frétt um bréfdúfur í Morgunblaðinu „Fólk hlustar á þá (kjaftaþætti í út- varpi) dag eftir dag og skilur ekki að nokkur maður hafi áhuga á þeim og nenni að hafa kveikt." — Ásgeir Friðgeirsson í Morgunblaðinu „Andvígir sölu á óveiddum fiski." — Fyrirsögn í TTmanum Ritstj.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.