Pressan - 17.08.1989, Page 10

Pressan - 17.08.1989, Page 10
10 Fimmtudagur 17. ágúst 1989 María Anna Kristjánsdóttir kynntist drottningu Spánar í opinberu heimsókninni í sumar og fékk far með þotu kon- ungshjónanna, þegar þau héldu héðan. TAU6A0STYRK 06 FEUUN — oi ástœðulausu Jesus var staddur á Spáni þegar konungshjónin komu. Útlend- ingaeftirlitiö leitaði í staðinn aöstoðar Maríu, sem upplifði þrjá daga í glœsivagni, umkringd spænskum og íslenskum öryggis- vörðum. „Ævintýri sem maður iendir örugglega ekki í nema einu sinni á ævinnil" segir María meðal annars um þessa upp- lifun. Kannslci |»ykir engum merkilegt ad setjast inn a kaffihús i Kringlunni og ffá sér kaffi og sneið af súkkulaðitertu. En það þætti orugglega flestum merkilegt að hafa gert sfikt i fylgd drottningar. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR — MYNDIR: BJÖRG María Anna Kristjánsdóttir er starfsmaður í gestamóttöku Hót- els Loftleiða. Hún er gift Spánverj- anum Jesus Potenciano menntaskólakennara og lærði spænsku af honum. Þau kynntust fyrir 18 árum á Spáni þar sem ^María Anna var fararstjóri á vegum Utsýn- ar og frá 1972 til 1984 störfuðu þau bæði á vegum þeirrar ferðaskrif- stofu í spænskumælandi löndum: „Jesus kunni lítið sem ekkert í ensku þegar við kynntumst og ég kunni ekkert í spænsku. Það tungu- mál lærði ég eins og lítil börn læra að tala, af Spánverjum en mest af Jesus." Þau bjuggu á Spáni í rúm tvö ár áður en þau ákváðu að hafa heimili sitt á íslandi. Fleiri túlkar en ferðamenn! Fyrsta verkefnið sem Jesus fékk á vegum Útsýnar var að taka á móti fótboltaliði Keflavíkur, sem kom til að keppa á móti Real Madrid. Þá reynslu segir hann hafa verið sögu- lega: ,,Ég þekkti auðvitað heimaborg mína Madrid út og inn, en vanda- málið var bara það að geta sagt frá því sem fyrir augu bar! Það bjargað- ist þó alveg því Kiddi Dan, sem starf- ar nú hjá Samvinnuferðum-Land- sýn, hjálpaði mér. Á endanum voru orðnir fleiri túlkar en farþegar, því allir vildu hjálpa til! Þetta var sögu- leg ferð því þegar rétta orðið loksins fannst vorum við löngu komin fram- hjá þeim stöðum sem verið var að ræða um. Svo var ég ekki alltaf sam- mála þeirra túlkun á hlutunum!!!" Það var spænskukunnátta Maríu Önnu sem leiddi hana á fund Soffíu drottningar og Juan Carlos kon- ungs. Hún var á leið í sumarfríið, var að fara á sína síðustu næturvakt áð- ur en það hæfist, þegar síminn hringdi. í símanum var Árni Sigur- jónsson, yfirmaður Útlendingaeftir- litsins, sem spurði eftir Jesus. Þegar hann heyrði að Jesus væri staddur á Spáni spurði hann Maríu Önnu hvort hún gæti tekið að sér smá- verkefni þá daga sem konungshjón- in væru hér. í glæsivagni i konunglegri bílalest „Ég vissi auðvitað ekkert hvað ég var að taka að mér fyrr en ég mætti niðri á lögreglustöð daginn sem þau komu. Þar var heil bílalest til staðar, þeirra á meðal glæsivagninn — Volvoinn — sem páfi hafði ekið í. Hlutverk mitt var að vera túlkur milli Víkingasveitarinnar og spænsku öryggissveitarinnar. Ég var því sett í þennan glæsivagn með Jóni Bjartmarz, yfirmanni Vikinga- sveitarinnar, Luis Ferreiro, sem er æðsti maður öryggissveitar kon- ungshjónanna, herra Vargas, sem er næsti maður við hann, og svo Hauki frá Víkingasveitinni, sem ók bifreið- inni. Ef eitthvaö hefði gerst, sem enginn vissi jú fyrirfram, hefði öll- um öryggisaðgerðum verið stjórn- að frá þessari bifreið og því nauð- synlegt að hafa túlk. Ég lét Árna Sig- urjónsson vita að ég væri sjálf á leið til Spánar á föstudagsmorgninum og gæti því aðeins verið með þeim fyrstu tvo dagana." í glæsivagninum ók María Anna ásamt Víkingasveitarmönnum út á flugvöll til að taka á móti konungs- hjónunum: „Ég lét eins lítið á mér bera og ég gat, stóð til hliðar við ör- yggisverðina, enda aldrei ætlunin að ég væri í fremstu línu! Frá flug- vellinum var komið fyrst við á Hótel Sögu ...“ — Þú hefur ekki reynt að fá þá til að beygja niður á Hótel Loft- leiðir, verið trú vinnustaðnum?! „Jú, ég neita nú ekki að ég benti þeim á Loftleiðahótelið og sagðist vinna þar!“ svarar hún hlæjandi. „Það var mjög auðvelt að tala við spænsku öryggisverðina, og á leið- inni frá Keflavík kom fararstjórinn auðvitað upp í mér og ég sagði þeim frá því sem fyrir augu bar . . .!“ „Þetta er óviðráðanlegt!" skýtur Jesus inn í. „You can’t beat the feel- ing" ... Þú ættir að koma með okkur til Spónar . . . Það var á Bessastöðum sem hug- myndin fæddist um að María Anna færi til Spánar í konunglegri fylgd: „Við sátum í holinu, ég og öryggis- verðirnir, og spjölluðum saman. Meðal annars spurðu þeir hvort ég færi oft til Spánar og ég sagði svo vera; væri reyndar að fara sama dag og þeir. „Heyrðu, þú kemur bara með okkur!" sagði einn þeirra. Síð- an var ekkert meira um það rætt nema hvað þeir sögðust ætla að tala við yfirmenn sína um það. Ég hugs- aði svo ekkert meira um það, enda var ég með farseðil til London og átti að fara í loftið klukkan átta á föstudagsmorgun." En áður en að endalokunum kom hafði María Anna kynnst drottning- unni betur: „Þegar við ókum að Hótel Sögu eftir hádegisverðinn hjá forseta íslands sagði Vargas við mig að þegar drottningin ætti einhvern tíma aflögu vildi hún gjarnan fara eitthvað og spurði hvort ég væri til í að verða eftir og fylgja henni í verslunarferð ef hún vildi. Eftir hálf- tíma bið fyrir utan Hótel Sögu komu drottningin og fylgdarlið hennar og við ákváðum að fara í Kringluna. Öryggisverðirnir höfðu ákveðið hversu margir bílar færu og það var því lítil bílalest sem ók þangað." í kaffi I Kringlunni Þegar í Kringluna var komið byrj- uðu þær á að fara í Rammagerðina, þar sem Soffía drottning heillaðist af íslenskri silfursmíði. María Anna segir hana hafa keypt þó nokkuð af skartgripum þar, nælur, hringi og hálsmen með „galdrastöfum” frá heiðinni trú. „Hún skoðaði líka ull- arvörurnar og var sérstaklega hrifin af sjölunum,” segir hún. Síðan lá leiðin í Pennann, þar sem drottning- in keypti kort af íslandi og nokkur póstkort með landslagsmyndum. „Drottningin hafði orð á því þegar við gengum um Kringluna hversu líkar vörur væru á boðstólum um allan heim, að Rammagerðinni und- anskilinni," segir María Anna. „Við fórum loks inn í Tékk-Kristal, þar sem Unnur Steinsson, fyrrverandi Ungfrú ísland, sýndi drottningunni vörur. Hún átti auðvitað ekki von á þessari heimsókn fremur en aðrir verslunarmenn í Kringlunni, en þegar við vorum að fara úr verslun- inni færði hún drottningunni að gjöf lyklakippu með kristalskúlu á. Sú gjöf gladdi drottninguna rnjög." Eftir verslunarferðirnar langaði drottninguna í kaffi, og þær lögðu leið sína á kaffihús Myllunnar, ásamt þremur öryggisvörðum. Aðr- ir öryggisverðir stilltu sér upp við vegg kaffihússins. „Þá vildi svo skemmtilega til að stúlkan sem af- greiddi okkur var spænsk og bauð okkur upp á kaffi og stærðar súkku- laðitertu," segir María Anna. „Við sátum þarna í klukkustund og spjöll- uðum saman. Drottningin er bráð- skemmtileg og hress og sagði okkur frá ýmsum ferðum sem hún hefur farið í. Ennfremur rifjaði hún upp spennandi mynd sem hún hafði séð í finnska sjónvarpinu tveimur dög- um áður og sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar hún uppgötvaði að þetta var framhaldsmynd. „Og ég fæ ekki að vita hvernig hún end- ar!“ bætti hún við. „I miðjum sam- ræðum okkar skellti Soffía allt í einu upp úr og sagði: „Ef blaðamennirnir bara vissu hvað ég væri að gera núna!" Hún kunni vel að meta hversu mikinn frið hún fékk þarna til að vera hún sjálf." María Anna segir marga greini- lega hafa borið kennsl á drottning- una, en_ enginn hafi gengið að henni. Á göngu sinni um húsið höfðu þær hitt spænska konu með tvær dætur sínar og þegar þær voru á leið út komu þær til drottningar- innar og færðu henni stóran blóm- vönd: „Og svo klöppuðu allir þegar drottningin fór út. Henni þótti vænt um þessar hlýlegu móttökur og sagði að ferðir af þessu tagi væru ein besta leiðin til að kynnast landi og þjóð." „Já oa ég er Napóíeón Bonaparte!" Jesus segir að konungshjónin þyki bæði sérlega alþýðleg og segir sögur sem birst hafa um konunginn í spænskum dagblöðum: „Juan Carlos er mikill mótor- hjóladýrkandi og fer oft eldsnemma á morgnana í vélhjólaferð í stórum skemmtigarði í Madrid. Einhverju sinni hjólaði hann fram á konu sem þar stóð með reiðhjót sem sprungið var á. Konungurinn lagaði hjólið og þegar konan var að þakka honum fyrir sagði hún: „Það er einkenni- legt, en þú ert nákvæmlega eins og konungurinn!" Juan Carlos var auð- vitað með hjálm á höfði og því kannski ekki alveg auðþekkjanleg- ur en hann svaraði að bragði: „Já, veistu hvers vegna? Ég er Juan Carl- os, en ekki hafa það eftir mér!" Kon- an uppveðraðist auðvitað og lét blöðin vita! í annað skipti tók hann upp ferða-

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.