Pressan - 17.08.1989, Side 14
14
Fimmtudagur 17. ágúst 1989
sjúkdómar og fólk
Um hlaup í tilefni Reykjavíkur-maraþons
Maraþon í stórborgum
Flestar stórborgir Evrópu og Am-
eríku hafa á seinni árum „komið sér
upp“ maraþonhlaupum. Þá er
ákveðnum hlutum borganna lokað
fyrir bílaumferð, borgarbúar hvattir
til að koma út á göturnar og æpa og
hvetja hina. Síðan hleypur mikill
fjöldi fólks maraþon fyrir borgirnar
og í stærstu hlaupunum taka þátt
mörg þúsund manns á þessum há-
tíðisdögum hlaupsins. Ég var með í
árlegu maraþonhlaupi New York-
borgar í fyrra og var það ógleyman-
leg lífsreynsla. Um 24.000 hlauparar
hlupu hlaupið og mikið margmenni
stóð meðfram brautinni og hvatti
þátttakendur með húrrahrópum,
fánum og ópum. Hlaupiö var mjög
erfitt en stuðningur áhorfenda bar
mig hálfa leið. Reykjavíkur-mara-
þonið verður hlaupið á sunnudag-
inn og vonandi verða sem flestir
með og mikill manngrúi á götunum
til að horfa á. Ég hef tvisvar áður
hlaupið í Reykjavíkur-maraþoninu,
fyrst í skemmtiskokkinu (7 km) en
síðast í hálfu maraþoni (21 km).
Reykjavíkurhlaupið er ákaflega
dauft miðað við sambærileg hlaup
annars staðar í heiminum. Áhorf-
endur eru fáir og standa þegjandi á
gangstéttunum eða sitja inni í bílum
sínum og virða fyrir sér hlauparana.
Margir láta bílana vera í gangi með-
fram hlaupaleiðinni og gera þannig
hlaupið erfiðara en ella vegna út-
blásturs og mengunar. Jafnvel í
markinu er fátt um manninn og lítil
stemmning. Við þetta bætist svo ís-
lensk veðrátta, sem oft gerir okkur
Ijótan grikk með slagveðri og roki.
Skipulagning hlaupsins er auk þess
heldur leiðinleg, þar sem hlaupnir
eru tveir hringir um borgina. Það er
ákaflega niðurdrepandi að þurfa að
hlaupa sömu leiðina tvisvar. En
þrátt fyrir þessa vankanta munu
1.500 manns fara út á göturnar til að
hlaupa á sunnudaginn og einhvers
staðar í hópnum ætla ég mér að
verða, því að svona stórhlaup eru
lífsreynsla og alltaf gaman að vera
með.
Af hverju hlaupa menn?
En af hverju fer allur þessi fjöldi út
á göturnar til að hlaupa gegnum
borgirnar á æfingum eða í keppni?
Flestir hlaupa sér til skemmtunar og
njóta þess að geta hlaupið einhverja
ákveðna vegalengd án þess að
mæðast um of. Margir segjast
hlaupa sér til heilsubótar, til að
megra sig eða komast í form. En er
hollt að hlaupa eins og byssu-
brenndur oft á viku út um borg og
bæ? Læknar eru sammála um að
hlaupin hafi mjög jákvæð áhrif. Þeir
sem hlaupa reglulega eiga betra
með að ráða við aukakílóin, hlaupin
auka magn HDL (high density lipo-
protein) sem stundum er kallað
góða kólesterólið og lækkar aðra
blóðfitu. Hlaupin koma í veg fyrir
beinþynningu og styrkja vöðva-
byggingu. Regluleg hlaup hafa góð
áhrif á hjarta og blóðrásarkerfi,
samdráttarhæfni hjartans eykst og
æðakerfið styrkist. Hlaupin gera
menn hæfari til að fást við~st*eitu og
álag og lækka blóðþrýsting. En
koma hlaupin í veg fyrir kransæða-
stíflu og hjartasjúkdóma? Menn eru
ekki á einu máli um það og til eru
þeir sem telja að hlaupin geri í raun
lítið sem ekkert gagn. Einhver fræg-
asti hlaupari í Bandaríkjunum var
maður að hafni Jim Fixx. Hann var
stundum kallaður hlaupagúrúinn,
maðurinn sem boðaði hlaup eins og
trúarbrögð. Hann hneig niður ör-
endur á hlaupabrautinni aðeins 53ja
ára gamall fyrir nokkrum árum.
Margir urðu til að ræða dauðdaga
Jims og töldu hann sanna, að hlaup
væru einskis nýt og jafnvel bráð-
drepandi. Aðrir sögðu að Jim hefði
haft alvarlega hjartasjúkdóma í ætt-
inni og margir ættingjar hefðu dáið
úr kransæðasjúkómi rétt um fer-
tugt. Spurningin væri sú, hvort
hann hefði lengt líf sitt um nokkur
ár með hlaupunum eða stytt það.
Þessu getur enginn svarað.
Það er svo gott ad hlaupa
Við, sem hlaupum regiulega, trúum
því, að hlaupin séu holl en samt held
ég, að enginn hlaupi einvörðungu
hollustunnar vegna. Flestir sem
hlaupa reglulega gera það vegna
þess að það er gott. Ég hleyp 4—5
sinnum í viku, 5—10 km í hvert sinn
og stundum meira, hleyp í öllum
veðrum allan ársins hring. Þegar
veður eru verst horfa ökumenn bif-
reiða á mig eins og furðumann frá
Mars, enda finnst öllum það hin
mesta fásinna að vera á hlaupum
ótilneyddur. En hlaupin skapa mér
svo mikla vellíðan, að ég get ekki án
þeirra verið. Það er yndisleg tilfinn-
ing að vera kominn á skrið, láta fæt-
urna bera sig á jöfnum hraða í
45—60 mín. og finna lífið ólga í
brjóstinu. Þá finnst mér ég vera alis
megnugur, mér líður vel og ég fæ
tröllatrú á eigin líkama. Hugurinn
leysist úr læðingi og reikar út um
allt. Eftir hlaupin fer ég í sturtu og
yfir mig færist vellíðan og værð.
Endorfín losnar úr lœdingi
Vísindamenn sem rannsakað hafa
hlaup og hlaupafíknina telja, að
ákveðið boðefni losni í heilanum,
þegar hlaupið er. Þetta boðefni heit-
ir endorfín og er náskylt morfíni.
Talið er, að þetta efni skapi hlaupur-
unum þessa vellíðan, sem ég þekki
vel. Ef ég hleyp ekki um tíma finn ég
fyrir mikilli vanlíðan. Ég verð upp-
stökkur, kvíðinn, sef illa og sjálfs-
traustið minnkar. Þetta er þekkt fyr-
irbæri hjá hlaupurum og vísinda-
menn telja þetta vera fráhvarfsein-
kenni, sem stafi af skorti á endorf-
íninu. Hlaupin verða þannig að já-
kvæðri fíkn, sem hlauparinn lætur
stjórna lífi sínu að ákveðnu marki.
Ég er eiginlega alveg hættur að
hugsa um , hvort hlaupin eru holl
eða ekki, hvort þau lengi líf eða
ekki, þau auka lífsnautnina. Ég lít
stundum á þau eins og kynlíf. Eng-
inn, sem ég veit um, stundar kynlíf
af því að það sé hollt eða lengi lífið
um einhver ár, heldur einfaldlega
vegna þess að það eykur lífsnautn-
ina. Síðan verða menn jú að ráða því
sjálfir hvernig kynlífi þeir iifa,
hversu oft og hvenær, og sama máli
gegnir um hlaupin. Ég vona, að sem
flestir komi út á göturnar á sunnu-
daginn og hlaupi með, og haldi síð-
an áfram að hlaupa og kynnist
þannig nýrri lífsnautn og aukinni
vellíðan.
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON JT
pressupenni
AF LITLUM OG MIKILVÆGUM MÁLUM
Það er dálítið skrýtin tilfinning, að
vera í sumarleyfi á suðrænni sólar-
ströndu um þriggja vikna skeið, í
nánast algjöru fréttasvelti frá ls-
landi, nema ef vera skyldi daglegar
lausafregnir um stanslausar rigning-
ar heima; koma svo heim og skynja
fljótlega að í þjóðmálum er nánast
eins og tíminn hafi staðið kyrr.
Sömu málin í umræðunni á ná-
kvæmlega sama stigi. Fjölmiðlarnir
með sömu fréttirnar af ríkisstjórn-
inni, atvinnuvegunum, vöxtunum
og öllu hinu. Það var tæpast að fyrir-
sagnirnar hefðu tekið breytingum á
þriggja vikna tímabili.
Menn voru að tala um Borgara-
flokkinn og ríkisstjórnina þegar ég
fór utan. Þá sagði Steingrímur nauð-
synlegt að taka ákvörðun um þátt-
töku Borgaraflokksins í ríkisstjórn-
arsamstarfi hið allra fyrsta. Þá sagði
líka einhver forystumaður Borgara-
flokksins að tíminn væri að renna
út. Þessar yfirlýsingar höfðu þá að
vísu heyrst og sést með reglulegu
millibili frá þessum aðilum um fleiri
mánaða skeið. Og viti menn. Það
fyrsta sem ég les í blöðunum þegar
heim er komið úr sólinni eftir
þriggja vikna fréttabindindi er sama
fréttin; ennþá er tíminn alveg að
hlaupa frá mönnum í framhaldssög-
unni um Borgaraflokkinn og ríkis-
stjórnina.
Að vísu er það ekki ný bóla í
fréttaþurrð sumarsins, í hinni svo-
kölluðu „gúrkutíð", að fjölmiðlar
vindi fréttirnar þar til ekki er deigur
fréttadropi eftir. En fyrr má nú vera.
Hitt er svo það hvort nokkur ástæða
er til að álasa fréttamönnum fyrir
hina grátbroslegu og ákaflega leiði-
gjörnu tuggu um Borgaraflokk, rík-
isstjórnina og timaglasið. Ætli sé
ekki alveg óhætt að kenna pólitík-
usunum sjálfum um í þessu tilfelli,
þó með réttu sé nú stundum hallað
óþarflega á þá í hinum ólíkustu mál-
um.
Annars er ég sjálfur auðvitað orð-
inn samsekur um þátttöku í þessum
leiðindum með því að bæta enn í
hið þykka bindi framhaldssögunnar
— „sögunnar endalausu". Og er því
mál að linni.
Aðeins eitt í viðbót við þetta: Mik-
ið lifandis skelfing væri það ánægju-
legt að botn fengist í „Ríkisborgara-
málið", þannig að einhver von væri
til þess að pólitísk fréttamiðlun tæki
aðra stefnu. Jafnvel sígildar sumar-
myndir úr sundlaugunum eða fréttir
af krökkum úr unglingavinnunni
væru betra fréttaefni. Meira að segja
klisjur um veðrið væru skárri.
Svo ekki orð meira um þetta.
Yfir í annað. Við íslendingar erum
orðnir alltof vanir því að nýsköpun
í atvinnulífi, sem í upphafi lands-
menn byggja vonir við, snúist í and-
stæðu sína og fari beint á höfuðið,
eða öllu heldur beint á ríkisjötuna.
Sár en sönn dæmi um þetta er loð-
dýraræktin annars vegar og fiskeld-
ið hins vegar. Hér skulu ekki raktar
ástæður þessarar dapurlegu þróun-
ar í þessum greinum tveimur né
heldur hvort raunhæfur möguleiki
er á því að snúa þar vörn í sókn.
Staðreyndin er hins vegar alltof Ijós:
Bjartsýni og kapp hefur snúist í
svartsýni og vonleysi.
Því er spurningin einfaldlega
þessi: Sjávarútvegur tekur ekki við
fleira fólki, sem vantar vinnu eða er
á leið á vinnumarkaðinn. Sömu
sögu er að segja af iðnaði. Hvaða
möguleikar eru því í stöðunni ef
raunhæft er skoðað? Sannleikurinn
er sá að á hendi eru stóriðjumálin
nærtækasti valkosturinn og þeim
meðfylgjandi virkjunarfram-
kvæmdir. Hvaða skoðanir sem
menn kunna að hafa á stóriðju og
þátttöku erlendra aðila í íslensku at-
vinnulífi verða þeir hinir sömu og
landsmenn allir einfaldlega að
skoða veruleikann í réttu ljósi. Nýtt
álver í Straumsvík, virkjunarfram-
kvæmdir fyrir austan eða annars
staðar, skoðun á nýjum stóriðju-
möguleika fyrir norðan eða austan
eru einfaldlega valkostir í atvinnu-
lífinu sem við höfum ekki efni á að
láta fara framhjá okkur. Við þurfum
að grípa þá gæs meðan gefst, með-
an álverð er í toppi. Islenskt át-
vinnulíf þarf þá vítamínsprautu sem
fylgir byggingu nýs álvers, nýrri
virkjun, nýjum vinnustað með fleiri
hundruð manns.
Þetta er bara svona einfalt, hvort
sem mönnum líkar það betur eða
verr.
GUÐMUNDUR ÁRNI
STEFÁNSSON