Pressan - 17.08.1989, Page 18
18
Fimmtudagur 17. ágúst 1989
Það er tiltölulega auðvelt að komast i
sviðsljósið ó íslandi og verða umtalaður,
jafnvel frœgur, ,,inni## eins óg sagt er.
Fólk snýr sór við ó götu þegar það mætir
frægum manni og hann fær betri af-
greiðslu i þvottahúsinu en bara einhver
Pótur eða Póll. Frægðin ó þó ef laust sinar
skuggahliðar. Frægu fólki er t.a.m. ekki
talið ráðlegt að láta mikið sjá sig á
skemmtistöðum; það skilur á milli feigs
og ófeigs i frægð hvort kássast er upp á
menn þegar þeir láta sjá sig opinberlega
eða hvort þeir kássast upp á aðra. Dæmi-
gerður fferill frœgs íslendings er að hann
skilur við maka sinn, verður þvi næst
áfenginu svo gott sem að bráð, hverfur
svo i nokkrar vikur og birtist loks aftur i
forsiðuviðtali i glanstimariti þar sem fyr-
irsögnin er: „Á timamótum## — og undir-
fyrirsögnin: „Nú er mér ekkert að van-
búnaðil##
TEXTI: ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON MYNDIR: BJÖRG O.FL.
Trausti Jónsson vedurfrœdingur:
LEIÐUR Á BULLINU
„Ég var orðinn ákaflega leiður á
því að vera talinn vera annar en ég
er. Það er í rauninni ótrúlegt að í
gegnum það eitt að segja veðurfrétt-
ir í sjónvarpi verði maður að ai-
menningseign. Það væri villandi að
segja að persóna mín hafi verið á
milli tannanna á fólki; það var frem-
ur hugtakið „Trausti veðurfræðing-
ur“ eins og fólki fannst að hann ætti
að vera sem kjaftasögurnar mögn-
uðust um. Þessar ranghugmyndir
um mig voru orðnar mjög þreytandi
— það var farið að biðja mig um að
koma fram á þorrablótum og grín-
samkundum eins og ég væri ein-
hver atvinnugamanleikari þótt ekk-
ert væri mér í rauninni eins fjar-
lægt.“
Þrátt fyrir að Trausti veðurfræð-
ingur yrði allhvekktur á því að vera
í sviðsljósinu á sínum tíma er hann
nú aftur mættur í veðurfréttirnar í
sjónvarpinu eftir nokkurt hlé. Er
hann ekkert hræddur um að sagan
endurtaki sig og þjóðin taki hann
aftur með trompi? „Nei, ég held að
þjóðin sé orðin fjölmiðlavanari en
hún var fyrir nokkrum árum. Sem
betur fer hef ég enn ekki verið beð-
inn að koma fram á neinni skemmt-
un það sem af er sumri,“ segir
Trausti Jónsson veðurfræðingur
sem finnst íslenska þjóðin hafa farið
offari í dálæti sínu á sér og kann því
vel að vera að mestu kominn út úr
sviðsljósinu.
Hitt er annað mál að sumir, sem
hefur skotið upp á stjörnuhimininn
með heilmiklum hvelli og gný þann-
ig að þeir hafa verið óskaplega mik-
ið „inni“ um skeið, verða aftur ,,úti“
eiginlega án þess að nokkur taki eft-
ir því. Það er kannski ekki fyrr en
menn spyrja: „Hvar er þessi eða
hinn nú aftur?" að þeir átta sig á því
að hlutaðeigandi er horfinn af sjón-
arsviðinu eins og jörðin hafi gleypt
hann: Frægur í gær, gleymdur í dag.
Ut af fyrir sig er eðlilegt að frægð-
arsól manna dvíni þegar þeir eldast.
Það er varia hægt að ætlast til að
skemmtikraftar og íþróttamenn, til
dæmis, fari ekki úr tísku eða haldi
óskertum æskuþrótti fram yfir miðj-
an aldur, hvað þá lengur. Einstaka
tekst það þó, t.d. Ómari Ragnars-
syni, Ríótríóinu og Valbirni Þor-
lákssyni. En hvar eru nú skemmti-
kraftarnir Bjarki Tryggvason í
Póló og Bjarka, EUen í 04U, Halli
(sbr. Laddi), Bergþóra Arnadótt-
Sverrir Stormsker
tónlistarmaöur:
SKALLA-
POPP
ARI... ?
„Nei, þó það sé náttúrlega á
hreinu að líftími flestra í poppbrans-
anum er örskammur. Þegar menn
eru komnir yfir þrítugt í poppinu fá
þeir óskaplegá minnimáttarkennd.
Mér finnst ég vera orðinn allgamall
sjálfur og samt er ég ekki nema tutt-
ugu og fimm." Sverrir viðurkennir
að íslendingar séu miklir keppnis-
menn og að sama skapi tapsárir.
Hann segist þó ekki fallast á að þjóð-
in hafi snúið við sér baki út af
frammistöðunni í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva. „Ef lag-
ið mitt tapaði þá tapaði þjóðin því
að hún var búin að velja það og ís-
lenska þjóðin er óskaplega vitlaus
þótt hún sé ágæt. Ég var T rauninni
bara senditík íslendinga, þessara
feluhomma með minnimáttar-
kennd. Að vísu hætti Steinar við að
gefa út plötu með okkur Stefáni
Hilmarssyni rétt eftir keppnina —
en það var vegna þess að ég nennti
ekki að standa í neinu veseni þá.
Hins vegar ætla ég að gefa út plötu
nú fyrir jólin — hún á að heita Sverr-
ir Stormsker í auga eða eitthvað
svoleiðis. „Sker í auga“ ... skil-
urðu?' £f: ■ * t’- . * i **f,. lr>j
ir vísnasöngkona, Rannveig og
krummi og Sigurður Bjóla tón-
listarmaður? Eða Savannatríóið
og Sverrir Stormsker? Eða Halla
Margrét og aðrir sakleysingjar sem
hafa brugðist islensku þjóðinni með
því að sigra ekki í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva? Éða
íþróttagarparnir Hreinn Halldórs-
son kúluvarpari, Skúli Óskars-
son kraftakarl, Pétur Guð-
mundsson körfuboltamaður,
Sigurður Dagsson markvörður
og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir
vaxtarræktarkona?
Sjónvarpsfrœgö er hverful
Fjölmiðlafólk, einkum það sem
kemur fram í sjónvarpi, verður iðu-
lega frægt á einni nóttu. En til lengd-
ar er tvennt til í dæminu um örlög
þess: annaðhvort verður það að
mublum sem enginn tekur í raun-
inni neitt sérstaklega mikið eftir