Pressan - 17.08.1989, Blaðsíða 20
2.0
fímmtudagur 1.7t ágúót 1989
kynlifsdálkurinn
Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni.
Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár-
múla 36, 108 Reykjavík.
BERIR BOSSAR
í dag ætla ég að fjalla um nekt. ís-
land er einungis bananalýðveldi að
nafninu til og blessuð pólskiptin
koma víst ekki í bráð. Veðráttan hér
á landi er með því skrautlegasta
sem þekkist á jarðríki. í dag skrapp
ég t.d. út í Viðey með son minn og
þá skein blessuð sólin, en það rigndi
iíka á sama tíma. Vegna veðurs eru
íslendingar yfirleitt kappklæddir,
þó svo þeir séu fljótir í stuttbuxurn-
ar þegar smásólarglæta skín, svona
allra náðarsamlegast. Ætli kapp-
klæddir íslendingar séu þess vegna
bældari í viðhorfum til nektar en
þegnar í suðrænum löndum?
En það eru ekki bara fötin, sem
firra okkur tækifærum til að sjá
ólíka líkama í allri sinni dýrð og
nekt. Einhver mæt manneskja sagði
eitt sinn að ef fjölskyldur færu að
sofa aftur í einu litlu herbergi (bað-
stofu) myndi það útrýma þörfinni
fyrir kynfræðslu. Ég er ekki alveg
sammála þessu, en það er nú samt
nokkuð til í því. í gamla daga fóru
ástaleikir foreldranna ekki framhjá
neinum, en nú kemur fólk af fjöllum
ef það reynir að ímynda sér foreldra
sína elskast uppi í rúmi. Prófaðu
bara sjálf(ur) að ímynda þér þína
eigin foreldra og taktu eftir við-
brögðum þínum.
Kynfrœösla í sundlaugum
Eitt sérfyrirbæri höfum við ís-
lendingar þó, sem kannski bjargar
málunum í viðhorfum okkar til
nektar: sundlaugar. Þar sér maður
kynsystur sínar og -bræður af öllum
stærðum og gerðum. Ef þú þjáist af
svæði líkamans tækir þú fyrst eftir?
Eru ánægð(ur) með það sem þú
sérð? Sýndu foreldrar þínir hvor
öðrum hlýju og ástríki i augsýn
þinni? Sástu þá einhvern timann
nakta? Strax sem ungbarn byrjaðir
þú að móta sjálfsmynd þína og lík-
amsímynd í gegnum snertingu við
umheiminn. Hvort og hvernig
mamma þín eða pabbi héldu á þér
skiptir máli svo og öll atlot. Gastu
fengið að hlaupa um ber, busla í
baði og kynnast líkama þínum?
Tippi og „rifa“?
Það er misauðvelt fyrir stráka og
stelpur að kynnast kynverunni í sér
í gegnum líkamann. Kynfæri stráka
eru auðsjáanleg og þegar þeir pissa
snerta þeir alltaf tippið. Þeir vita
strax frá unga aldri að „þetta er
tippið og þetta er pungurinn". En
hvað læra stelpur? Líffræðilega séð
er erfiðara fyrir þær að þekkja sín
eigin kynfæri með því einu að sjá sig
naktar. Spegill kæmi hér að góðum
notum. Stelpum er í „besta falli"
sagt að þær hafi „pissugat" og „hitt
gatið" (leggöngin). En þær þurfa
lika að vita af snípnum, skapabörm-
unum og fá að velta fyrir sér þægi-
legu og fallegu nafni á kynfærunum
á sér. Nýlega fletti ég kennslubók
fyrir 12 ára krakka þar sem fullyrt
var að orðið „rifa" væri einna al-
gengasta orðið, sem notað væri yfir
kynfæri kvenna!
Betra kynlíf
Ef stelpur og strákar læra að
minnimáttarkennd yfir líkama þín-
um og ert að reyna eftir fremsta
megni að móta hann samkvæmt
„staðalímýndinni" er heillaráð að
fara í laugarnar og komast að raun
um að slíkar tilraunir eru óhugsandi
því hver og ein(n) hefur sinn sér-
staka líkama; enginn er eins.
Viðhorf þín til nektar hafa mikið
að segja um það hversu vel þér líður
kynferðislega. Líður þér vel þegar
þú ert nakin(n) eða vildir þú helst
alltaf vera kappklædd(ur)? Ef þú
stæðir fyrir framan spegil, hvaða
þekkja líkama sinn og sjá aðra nakta
verður það ekki eins erfitt þegar
fullorðinsárin nálgast að vera nak-
inn í návist maka síns. Reyndar hafa
rannsóknir sýnt að það hefur ekki
skaðleg áhrif fyrir börn að sjá for-
eldra sína bera. Þeir einstaklingar
sem njóta þess að upplifa likamlega
snertingu og væntumþykju koma
oftast frá fjölskyldum þar sem nekt
þótti ekkert tiltökumál. Við getum
líka, út frá heilbrigðri skynsemi,
sagt okkur það sjálf að ef foreldrar
eða uppalendur líta á nekt sem ósið-
samlegan hlut og forðast slíkt atferli
inni á heimilinu er líklegra að börn-
in fái það viðhorf í heimanmund.
Sumir foreldrar gæta þess líka sér-
staklega að vera ekki berir í augsýn
barns síns af gagnstæða kyninu.
Sifjaspellaumræðan siðasta vetur
gerði marga foreldra afar meðvit-
aða um málefnið, en því miður olli
hún því að sumir foreldrar héldu að
sér höndum hvað varðaði eðlileg at-
lot og væntumþykju í garð barna
sinna. Ég hef í þessum pistli bent á
mikilvægi nektar og að hver og einn
skoði viðhorf sín í því máli.
JÓNA INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
HJÚKRUNAR- OG
KYNFRÆÐINGUR
Gervigæsir
margar gerðir.
Verð frá kr. 460
Gæsaskot
í úrvali.
Verð frá kr. 300
Gæsaflautur
ásamt kennslusnældu.
Goretex
hlífðarfatnaður
og gönguskór.
---------------------
Landsins mesta úrval
af byssum, skotfærum,
byssutöskum, hleðslutækjum
o.s.frv. o.sfrv.
Besta verðið í bænum
Nóatún 17,105 Reykjavík
Síml 91-84085/622702