Pressan - 17.08.1989, Side 23

Pressan - 17.08.1989, Side 23
Fimmtudagur 17. ágúst 1989 23 sjonvarp LAUGARDAGUR Ríkissjónvarpið kl. 21.50 GROSVENOR-STRÆTI92 (92 Grosvenor Street) Bresk sjónvarpsmynd. Leikstjóri: Sheldon Harry. Adalhlutverk: Hal Holbrook, David McCallum, Ray Sharkey og Anne Twomey. Hér er á ferðinni mynd sem gerist á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. í henni er sagt frá óreyndum ofursta sem fær það verkefni að gera skæruárás á Noreg til að koma í veg fyrir að vísindamaður falli í hendur hinum illræmdu Þjóðverjum. Mjög sennilega er þessi mynd ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 23.20 FURÐUSÖGURIII (Amazing Stories III) Bandarísk bíómynd. Leikstjórar: Joe Dante, Robert Step- hens og Tom Holland. Adalhlutverk: Hailey Mills, Stephen Geoffreys, Jon Cryer og fleiri. Vinsældir þessara mynda hafa verið miklar frá því sú fyrsta kom á mark- að. Steven Spielberg á heiðurinn af hugmyndinni að baki Furðusögum og er hún langt frá því að vera galin. Að venju eru hér þrjár sögur á ferð- inni og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Sum atriði gætu verið varasöm fyrir börn. Stöö 2 kl. 00.30 BEINT AF AUGUM **w (Drive He Said) Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Jack Nicholson. Adalhlutverk: Michael Margotta, William Tepper og Bruce Dern. Körfuboltakappi á hápunkti ferils síns á í miklum útistöðum við keppi- naut sinn og bekkjarbróður. Og ekki skánar sambandið þegar gift kona fer að reyna við þá báða. Það er náttúrlega hið versta mál. Sennilega verður helst munað eftir þessari mynd fyrir þá sök að leikarinn góð- kunni Jack Nicholson leikstýrir henni. var í hernum. Hann krefst þess af fjölskyldumeðlimum að þeir fari í einu og öllu eftir skipunum hans. Ungur sonur hans er á öndverðum meiði við gamla manninn og neitar með öllu að fara í herinn. Þetta leið- ir til átaka milli feðganna og tvísýnt um hvort þeir eiga nokkurn tímann eftir að skilja hvor annan. Ríkissjónvarpið kl. 22.00 FJÁRSJÓÐSFLUGVÉLIN (Treasure of the Yankee Zephyr) Bandarísk sjónvarpsmynd Leikstjóri: David Hemmings. Adalhlutverk: Ken Wafil, Lesley Ann Warren og Donald Pleasence. Á Nýja-Sjálandi hefur sú saga geng- ið manna á milli í áratugi að banda- rísk herflutningavél með mikil verð- mæti innanborðs hafi farist á stríðs- árunum í nágrenni landsins. Dag Stöð 2 kl. 21.20 SKILNAÐUR: ÁSTARSAGA (Divorce Wars: Love Story) Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Donald Wrye. Adalhlutverk: Tom Selleck, Jane Curtin og Candy Azzara. Á yfirborðinu virðist allt leika í lyndi hjá Jack, en sökum mikillar vinnu eyðir hann ekki miklum tíma með fjölskyldunni. Heimilisstörfin hrúgast því öll á kelluna, sem er orð- in langþreytt á ástandinu. Jack kynnist stúlku á fyrirlestri í háskóla einum og á með henni stefnumót. Eiginkonan kemst náttúrlega að því og heimtar skilnað. Þá verður Jack eitt spurningamerki í framan og skilur ekkert í því hvað fór úrskeiðis og finnst að eiginkonan hafi gert of miklar kröfur til hjó'nabandsins. Mynd yfir meðallagi. 19. ágúst Stöð 2 kl. 21.45 SANTINI HINN MIKLI **,/2 (The Great Santini) Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Lewis J. Carlino. Adalhlutverk: Robert Duvall, Blyth Danner, Stan Shaw og Michael O'Keefe. Bull Mitchum er fyrrverandi orr- ustuflugmaður og stjórnar heimili sínu með þeim aga sem viðhafður 17. ágúst Stöð 2 kl. 21.35 SERPIC0 ***y’ Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Sidney Lumet. Aðalhlutverk: Al Pacino, John Randolph, Jack Kehoe og Biff Mc- Guire. Að vera lögga í New York er víst enginn leikur og í þessari mynd kynnumst við lögregluþjóninum Serpico sem afhjúpar spillingu með- al starfsbræðra sinna. Vegna þess er hann settur út í kuldann og rekinn úr lögreglunni. Stórleikarinn Al Pacino sýnir í myndinni hvers hann er megnugur og var hann m.a. tii- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðuna. Myndin er alls ekki við hæfi barna. FÖSTUDAGUR 18. ágúst FIMMTUDAGUR einn finnur hjartarbani nokkur kassa fullan af heiðursorðum og þá fara ævintýramenn af stað til að leita að fjársjóðnum. í þeirri leit er enginn annars bróðir. Ríkissjónvarpið kl. 23.30 JARÐARFÖRIN (The Funeral) Japönsk kvikmynd. Leikstjóri: Juzo Hanni. Aðalhlutverk: Tsutomu Yamazaki, Nobuko Miyamoto og Kin Sugai. Dags daglega eru Japanir ekki mjög trúræknir (ekki frekar en við íslend- ingar!), en þegar ættingi deyr nær formfestan tökum á þeim. í þessari japönsku verðlaunakvikmynd er gert góðlátlegt grín að jarðarfarar- siðum Japana, sem flestir eru búddatrúar. Stöð 2 kl. 00.25 LEiKIÐ TVEIMUR SKJÖLDUM *** (Little Drummer Girl) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: George Roy Hill. Aðalhlutverk: Diane Keaton, Klaus. Kinski og Yorgo Voyagis. Myndin er byggð á metsölubók hins fræga rithöfundar Johns le Carré og segir frá ísraelsmanni sem er stað- ráðinn í því að uppræta Palestínu- menn sem standa fyrir sprengjutil- ræðum víða um Evrópu. í þeim til- gangi neyðir hann til samstarfs við sig unga bandaríska stúlku og reynir þetta mjög á þolrif hennar. Keaton og Kinski sýna hér bæði frábæran leik í mjög frambærilegri mynd. I ‘ M 20. ágúst Stöð 2 kl. 23.30 LÍF ZAPATA **** (Viva Zapata) Bandarísk bíómynd. Leikstjóri: Elia Kazan. Aðalhlutverk: Marlon Brando, Ant- hony Quinn og Jean Peters. Handritið að þessari mynd skrifaði enginn annar en rithöfundurinn John Steinbeck. Sagan segir frá Mexíkananum Zapata, sem á ungl- ingsárum stýrði sendinefnd til Mexíkóborgar til að mótmæla stuldi á iandi fólks síns. Þannig fór að Zapata var gerður útlægur en þá gerðist hann skæruliðaforingi og steypti stjórn landsins. Marlon Brando er mjög góður leikari og er nær fullkominn í þessu hlutverki. Anthony Quinn hefur einnig oft sýnt góða takta og fyrir sitt hlutverk hlaut hann Óskar. fjölmiðlapistill Monthanar og flissandi hœnur Fliss, einkum í kvenfólki, er eitt óáheyrilegasta útvarpsefni sem ég get ímyndað mér. Almennt finnst mér útvarpsfliss til vansa. En ástæð- an fyrir því að kvenfliss leggst verr í mig en karlfliss er sú að eyru mín eiga erfiðara með að greina fliss í einni konu frá flissi í annarri en fliss í einum karli frá flissi í öðrum karl- manni. Það er út af fyrir sig óþol- andi að hlusta á fliss. En það er ekki síður bagalegt að vita ekki hver er að flissa. í útvarpi er fliss allfyrirferðarmik- ið í spjall-, rabb- og umræðuþáttum af hinu svokallaða léttara tagi. Hve- nær sem tveir eða fleiri skrafa sam- an í hljóðstofu er hægt að hengja sig upp á það að nú verður farið að flissa. Tveggja manna fiiss er sök sér; a.m.k. er þá hægt að geta sér til um það hvor flissar. Þegar fleiri flissa vandast málið, ekki síst þegar konur eru í hópnum. Útkoman verður þá iðulega einn allsherjar flisskór. Ákaflega hvimleitt fyrir- bæri, fliss. Það verður að segjast. Einn helsti flissþattur ríkisút- varpsins núna heitir í liðinni viku og er á laugardagsmorgnum klukk- an 11.05. Yfirflissarar þar eru vand- aðar útvarpsmanneskjur, Páll Heið- ar Jónsson og Sigrún Stefánsdóttir, sem maður hefði að haldið að væru reyndari í starfinu en svo áð meiða vísvitandi hlustir útvarpshlustenda með flissinu í sér. Þó flissa þáttar- gestir oft sýnu meira og verr en stjórnendurnir. I þessum útvarpsþætti er allt fyrir- komulag í mjög föstum skorðum — og svo sem ekkert út á það að setja. Þó er ég ekki frá því að þetta gefi flissinu byr undir báða vængi. Þátt- takendur vita svona hérumbil á hverju þeir eiga von og geta því ekki annað en flissað — mikið eða lítið eftir atvikum — þegar spurningunni sem þeir bjuggust við er varpað fram. Fliss, fliss! Mest er flissað þegar menn eru beðnir að telja upp helstu afreks- verk liðinnar viku — „og draga nú ekkert undan". Mestu monthanarnir flissa því út úr sér að þeir hafi nú al- deilis unnið afrek og farið í sund. Það bregst ekki að tekið er hressi- lega undir, einkum á meðal við- staddra kvenna, sem flissa eins og hænur á priki. Nóg af svo góðu? dagbókin hennar Nú er amma á Einimelnum aldeil- is búin að koma sér í klípu. Hún var að reyna að redda kalli fyrir Fríðu föðursystur og lenti þá í þessum voða vandræðum, maður . . . Sko, núna er það mál núiner eitt hjá ömmu að splæsa Fríðu saman við einhvern mann til að fá frið fyrir hysteríuköstunum í henni, sem eru soldið erfið þessa dagana. Fríða er nefnilega alveg um það bil að fá taugaáfall af þreytu. Á daginn vinnur hún í banka og er síðan á kafi í fé- lagsstarfi langt fram á kvöld — nema um helgar, þegar hún er á karlaveiðum á Hótel Islandi. Þetta er ógeðslegt álag, því hún er örugg- lega í trilljón nefndum. Ein berst fyr- ir betri stólum í kaffistofunni í bank- anum, önnur var stofnuð til að lækka ökuhraðann á Hagamelnum, enn önnur reynir að fá meiri mat- reiðslukennslu í Meló og svo er líka einhver rosa tímafrekur stuðnings- hópur fyrir tvíburaforeldra. Það var reyndar Fríða, sem kom flestum þessum nefndum í gang, af því mamma sagði henni að hún hitti miklu frekar mann við sitt hæfi með því að sinna félagsmálum en með því að þvælast blindfull á skemmti- stöðum. Fríða þorir þó ekki alveg að sleppa veiðiferðunum um helgar og þess vegna er hún alltaf svo rosa- lega þjökuð og tæp á taugum. (Pabbi segir að hún sé búin að prufukeyra alla piparsveina á landinu, en þeir flýi strax eftir fyrstu nóttina, þegar hún byrjar að sauma nafnið þeirra í handklæðin og flauta brúðarmars- inn!) Um daginn sagðist amma ekki lengur halda það út að sjá „litlu stúlkuna sína” (he-hemm ...) svona ógurlega óhamingjusama og án þess að láta Fríðu vita setti hún aug- lýsingu í DV — og svoleiðis gera ekki Vesturbæjar-aristókratar nema í botnlausri desperasjón! En amma er líka búin að lækka standardinn niður úr öllu valdi. Hún er eiginlega alveg tilbúin að samþykkja tengda- son, sem er ekki með háskólapróf. Hann þarf ekki einu sinni að vera stúdent og má vel vinna við ein- hverja þrifalega iðngrein. (Það er ekki komið að því að henni finnist pípari skárri en enginn. Ömmu finnst svo vemmilegt að tengjast manni, sem er á kafi í klósettum og svoleiðis.) Amma fór í dulargervi niður á DV að ná í svörin við auglýsingunni, en hún henti flestum. Það voru bara þrjú bréf, sem henni fannst koma til greina, og þeim köllum bauð hún heim í sérrí (einum í einu, auðvitað) til að spá í þá áður en þeir fengju að hitta Fríðu. En þar feiiaði sú gamla sig heldur betur. Sá eini, sem slapp í gegnum þessa síu hennar, er nefni- lega orðinn bálsko tinn í henni sjálfri og harðneitar að láta kynna sig fyrir Fríðu „með náin kynni og sambúð í huga", eins og stóð í auglýsingunni. Aumingja amma veit ekkert í sinn haus. Hana dauðiangar að „slá sér upp” með kallinum (það þýðir víst að fara á fast á Einimelsmáli), en kvelst af sektarkennd út af Fríðu. Grey kellingin ...

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.