Pressan - 21.09.1989, Side 3
Fimmtudagur 21. sept. 1989
3
Guðjón B. Ólafsson
farinn til San Francisco:
Á SAMKOMU MEÐ
FORSTJÓRUM RISA-
FYRIRTÆKJA HEIMSINS
Gudjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bandsins, fór utan um siðustu helgi.
Ferðinni var heitið til San Francisco ó
vesturströnd Bandarikjanna þar sem
Guðjón settist ó raðstefnu með forstjór-
um margra helstu og stærstu fyrirtækja
heimsins.
EFTIR ÓMAR FRIÐRIKSSON
Hér er um að ræða nokkurs konar
klúbb toppanna í viðskiptalífi
heimsins og eru fundir haldnir á
fjögurra ára fresti. Á þessum fund-
um hafa m.a. verið forstjóri General
Motors, aðalbankastjóri Citibank,
háttsettur viðskiptafulltrúi frá Sov-
étríkjunum og auðjöfrar frá Suð-
ur-Ameríku, svo fátt eitt sé nefnt.
Fyrst og fremst sitja þessar ráðstefn-
ur forstjórar leiðandi fyrirtækja í
heiminum, en einnig má þar finna
virta vísindamenn og háttsetta
embættismenn og dæmi eru um
fulltrúa frá smærri fyrirtækjum sem
hafa átt velgengni að fagna.
Það eru Stanford-háskóli og Con-
ference Board, sem er gömul og virt
stofnun í New York, sem standa á
bak við þessar samkomur.
Ráðstefnur þessar hófust árið
1971. Þar er oft rætt um afmörkuð
mál s.s. þróun efnahagsmála í heim-
inum, verðbólgu, orkumál o.fl.
Forstjórar Sambandsins hafa sótt
þessar ráðstefnur frá árinu 1977. Er-
lendur Einarsson, forveri Guðjóns,
fór þrívegis á slíka fundi en upphaf-
lega mun það hafa verið aðalbanka-
stjóri Citibank sem bauð Erlendi
þátttöku í samkomunni. Auk þeirra
Erlendar og Guðjóns mun Jónas
Haralz a.m.k. einu sinni hafa setið
Forstjórar Sambandsins hafa sótt þessar ráðstefnur frá 1977 en þær
eru haldnar á fjögurra ára fresti.
þessar samkomur á meðan hann
var bankastjóri í Landsbankanum.
Heimildarmenn PRESSUNNAR í
SÍS kváðust furða sig mjög á því að
Guðjón skuli verja heilli viku í að
ferðast á samkomu sem þessa á
sama tíma og Sambandið berst fyrir
lífi sínu. „Ég er satt að segja undr-
andi á Guðjóni, þegar svona stendur
á og Sambandið er að berjast fyrir
lífi sínu,“ sagði háttsettur sambands-
maður í samtali við PRESSUNA í
gær. Guðjón mun vera væntanlegur
heim næstkomandi sunnudag.
b
■Vessi Bjarnason leikari hef-
ur verið fastráðinn á Stöð 2 og þar
af leiðandi sagt upp störfum í Þjóð-
leikhúsinu. Hefur Bessi þegar tek-
ið að sér þátt á móti Bryndísi
Schram, Kynin kljást, en hann
mun einnig sinna öðrum tilfallandi
verkefnum s.s. talsetningu á barna-
efni...
L
Heyrst hefur af nýrri útvarps-
stöð sem nokkrir núverandi og fyrr-
verandi starfsmenn Bylgjunnar
hyggjast setja af stað. Hafa í því sam-
bandi heyrst nöfn á borð við Valdísi
Gunnarsdóttur og Bjarna Ólaf
Guðmundsson og að dagskrár-
stjóri verði Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson. Stöðin mun eiga að
heita Nýbylgjan...
I setningarræðu sinni sagði Þor-
varður Elíasson, skólastjóri Verzl-
unarskóla íslands, að nemendur
mættu búast við að lagðir yrðu
dráttarvextir á vangoldin skóla-
gjöld. Þorvarður segir enga stefnu-
breytingu vera hér á ferðinni;
áminningin hafi öllu heldur verið
ábending til nemenda um að semja
við gjaldkera skólans um greiðslur
fyrir veturinn. Dráttarvextir munu
verða sama prósenta og Seðla-
banki íslands boðar hverju
sinni...
AFMÆLISUTGAFA
AUKABUNAÐUR FYRIR KR. 35.000 - OKEYPIS
í tilefni 35 ára afmælis BIFREIÐA & LANDBÚNAÐAR-
VÉLA, gefur fyrirtækiö nú aukabúnaö aö verðmæti kr.
35.000, meö hverjum 5 dyra Lada Samara 1300.
Opið kl. 10-14 laugardag.
Aukabúnaður: Stereo útvarps- og segulbandstæki,
^ hátalarar, límrendur á hliöar,
1 1 ■ Allt þetta ókeypis í
afmælisútgáfunni.