Pressan - 21.09.1989, Side 6
Fimmtudagur 21. sept. 1989
6
Guðjón Þórðarson:
„Gæti eklci staðið í
þessu ón
eiginkonunnar"
Guðjón Þórðarson er Skagamað-
ur í húð og hár. Hann er skyldur öðr-
um frægum knattspyrnuköppum og
eru hann, Karl Þórðarson og Sig-
urður Jónsson þremenningar.
Guðjón er fæddur 14. september
1955 og byrjaði að æfa knattspyrnu
strax á barnsaldri. Hann lék fyrsta
meistaraflokksleik sinn með IA
Hinn sérstæði KA-
| húmor nær hámarki
fyrir og eftir æfingar.
„Ormari Örlygssyni
leist hreint ekki á
blikuna þegar hann
kom aftur til liðsins
og hélt ad vid værum
orðnir eitthvað
skrýtnir þegar
brandararnir byrjuðu
að fjúka.. .“
1972, þá 16 ára að aldri. Árum sam-
an var hann fastamaður í liðinu sem
hægri bakvörður og vann fjölda
titla. Guðjón þótti harðskeyttur og
traustur leikmaður. 1987 þjáifaði
hann lið Skagamanna, sem þá urðu
í 3. sæti, en 1988 tók hann við KA.
Það ár varð KA í 4. sæti, sem var
besti árangur í sögu félagsins, en
allir vita hvernig til hefur tekist í ár.
Guðjón er rafeindavirki að mennt
og hefur starfað að mestu við það.
Eiginkona hans, Hrönn Jónsdótt-
ir, er kennari en Guðjón er 5 barna
faðir. Öll börnin hans æfa íþróttir og
einn sonur hans, Þórður Guðjóns-
son, varð markahæstur á Norður-
landamóti drengjalandsliða í ár.
Annar sonur hans, Bjarni, var kos-
inn besti leikmaður Tommamóts-
ins.
„Hugarfarsbreytingin var kannski
erfiðasta verkefni mitt hjá KA,“ seg-
ir hann. ,,Ég reyndi að láta þá fá trú
á því að þeir gætu náð langt. Ég
gerði það bæði með því að tala við
hópinn í heild en líka í einkasamtöl-
um við einstaka leikmenn. Ég varð
var við að umfjöllun dagblaðanna
hafði mikil áhrif á þessa stráka. Eftir
nokkrar umferðir voru Valsmenn í
efsta sæti deildarinnar og þá fóru
blöðin strax að tala um þá sem
væntanlega meistara. Það hefur
verið tilhneiging í sumar að gera of
mikið úr stóru liðunum út af fornri
frægð þeirra, en önnur lið eru síðan
ekki metin að verðleikum. Við lögð-
um lið á borð við Fram og Val að
velli í sumar og ég fór ekki varhluta
af því að menn voru tapsárir. Fór sá
orðrómur að komast á kreik að KA-
liðið spilaði óvenjulega gróft og að
ég legði upp leikaðferð fyrir strák-
ana sem byggði á hörku. Þetta var
auðvitað algjör firra, en svo rammt
kvað að þessu að rétt fyrir einn leik-
inn kom dómarinn til mín og spurði
mig hvort þetta væri virkilega satt.
Ég held að í þessu efni hafi verið
vegið að okkur á óheiðarlegan hátt.
Við erum örugglega ekki verr stadd-
ir en aðrir hvað snertir gul og rauð
spjöld. Menn geta bara athugað það
ef þeir vilja. Þetta sýnir kannski að
mönnum getur sviðið að tapa. En
þegar mótið er á enda erum við allir
bestu vinir og ekkert ósætti til leng-
ur þó að menn tilheyri ekki sama
liði.
Ég neita því ekki að maður tekur
þjálfarastarfið nokkuð inn á sig.
Þegar maður var leikmaður var
hægt að slappa af eftir leiki og
hugsa um eitthvað annað en fót-
bolta þegar heim kom. 1 þjálfara-
starfinu fylgja áhyggjurnar manni
hins vegar stöðugt. Eg hlýt því að
vera alveg hræðilega leiðinlegur á
„Sá ordrómur komst á
kreik að KA-liðið
spilaði óvenjulega
gróft. Þetta var
auðvitað algjör
firra,. .“
köflum því maður er alltaf að tala
um það sama heima hjá sér. Konan
mín hefur hins vegar sýnt mér ótrú-
lega þolinmæði og stuðning. Starf-
inu fylgir mikil sálræn pressa og ég
hefði aldrei náð neinum árangri án
eiginkonunnar. Hún mætir á alla
leiki, sýnir þessu mikinn áhuga og
stappar í mig stáiinu af öllum mætti.
Auðvitað verður hún stundum
dauðþreytt á mér, en það ristir ekki
djúpt.
Það kemur fyrir að maður lendir
í sálrænni krísu sem þjálfari og þá
þarf maður að taka sjálfan sig til
endurmats, rýna í sálartetrið. Þjálf-
ari má hins vegar aldrei láta leik-
mennina sjá að hann sé langt niðri.
Hann verður hreinlega að sýna
sparihliðina í búningsklefanum því
finni leikmennirnir.ekki að þjálfar-
inn hafi 100 prósent tru á liðinu geta
þeir ekki sjálfir haft trú á því sem
þeir eru að gera.
Mistök eru óhjákvæmileg í knatt-
spyrnu. Aðalatriðið er hins vegar
ekki hvort maður gerir mistök held-
ur hvað maður gerir eftir mistökin.
Þolinmæði er stór þáttur í árangrin-
Guðjón Þórðarson:
„Það kemur fyrir að
maður lendir í
sálrænni krísu sem
þjálfari. ..“
um. Maður verður að reyna að
halda sínu striki, fylgja þeirri leið
sem maður hefur varðað, þó maður
verði fyrir áföllum."
Vill að Ásgeir
Elíasson verði
næsti landsliðs-
þjálfari
,,Ég held að það sé löngu tíma-
bært að fá íslenskan landsliðsþjálf-
ara og raunar held ég að Ásgeir
Elíasson hljóti að koma sterklega
til greina í starfið í Ijósi þess árang-
urs sem hann hefur náð með Fram-
liðið undanfarin ár. Það er stundum
sagt að atvinnumennirnir okkar
taki ekki mark á íslenskum þjálfara,
en ég held að þjóðerni þjálfarans
skipti ekki máli í því sambandi. Ef
þjálfarinn ætlar sér að láta menn
gegna þá gegna þeir. Og ef þeir gera
það ekki þá eiga þeir ekki heima í
landsliðinu, alveg sama hvort þeir
eru atvinnumenn eða ekki. Ég hef
heldur ekki alltaf verið sáttur við
landsliðsvalið. Atvinnumennirnir
verða að sýna að þeir geti eitthvað,
það er ekki nóg að vera bara leik-
maður með erlendu liði, menn
verða líka að sanna sig í landsleikj-
um. Við höfum ekki efni á að velja
annað lið en það sem er best hverju
sinni, en ég held að það hafi orðið
dálítill misbrestur á þessu undan-
farið.“
Aðspurður segist Guðjón ekki
telja sig harðan þjálfara: ,,Nei,“ svar-
aði hann eftir nokkuð langa um-
hugsun, „staðreyndin er sú að ég er
alltof linur. En það er líka ekki ann-
að hægt. Þetta eru áhugamenn sem
þurfa að stunda langan vinnudag ut-
an boltans og það er ekki hægt að
ganga of hart að þeim."
Húmoristi
en harður þjálfari
Leikmenn KA eru ekki sammála
þessari lýsingu Guðjóns á sjálfum
sér sem þjálfara. Steingrímur Birgis-
son: „Guðjón er vissulega harður
þjálfari en hann brýtur engan niður.
En menn komast ekki upp með
moðreyk við hann og eru heldur
ekki að reyna það. Hann hefur já-
kvæð áhrif á alla og byggir menn
upp. Og hann er líka mikill húmor-
isti. Guðjón er mikill skapmaður en
hann stjórnar skapi sínu." Skv. um-
sögnum leikmanna er Guðjón í senn
mikill stemmningarþjálfari en um
leið mjög faglegur. Bjarni Jónsson:
„Maður sér að hann pælir mikið.
Hann stúderar hlutina og hugsar
um málin frá öllum hliðum." Þjálf-
arahæfileikar virðast hins vegar
meðfæddir. Hann segist lítið hafa
hugsað um þjálfun þegar hann var
sjálfur leikmaður, en atvik þróuðust
með þeim hætti að á sínum tíma var
hann látinn stjórna æfingum ÍA-liðs-
ins stuttan tíma þegar Rip Kirby,
þáverandi þjálfari liðsins, var í fríi.
Þetta leiddi síðar til þess að hann
tók við þjálfun ÍA-liðsins 1987. En
líklega er það ekki fyrr en í sumar
sem honum sjálfum og öðrum hefur
„. . .hann hefur lagt
sig fram um að gera
liðinu ljóst hvað það
sé dásamleg
tilfinning að komast
á toppinn. Þannig
hefur hann fengið
menn til að trúa því
af öllum mætti að
það sé þess virði að
fórna öllu til að ná
þessu marki.“
orðið Ijóst að hæfileikar hans í fag-
inu eru langt umfram það sem geng-
ur og gerist, þó vissulega séu til
margir góðir islenskir þjálfarar.
Hann hefur beitt athyglisverðri
skynsemi við að efla mönnum löng-
un eftir íslandsmeistaratitlinum. í
stað þess að hamra á því að liðið hafi
aldrei unnið titil hefur hann lagt sig
fram við að gera liðinu ljóst hvað
það sé dásamleg tilfinning að kom-
ast á toppinn. Þannig hefur hann
fengið menn til að trúa því af öllum
mætti að það sé þess virði að fórna
öllu og leggja sig allan fram við að
ná þessu marki.
Steingrímur segir eftirtektarvert
hvað Guöjón sé sjálfum sér sam-
kvæmur sem þjálfari: „Hann gerir
þá skýlausu kröfu til okkar að við
leggjum okkur alla fram og ef við
gerum það þá er hann ánægður,
sama hvernig leikurinn hefur farið.
Þannig hefur hann átt það til að
skamma okkur eftir sigurleiki ef við
höfum leikið illa en unnið á heppni
en jafnframt því hefur hann verið
ánægður með okkur þrátt fyrir tap
ef við höfum lagt okkur alla fram.
Hann sér hlutina nefnilega í stóru
samhengi og með tilliti til lokamark-
miðsins."
Eitt besta dæmið um metnað Guð-
jóns er veganesti sem hann gaf lið-
inu rétt áður en það hljóp inn á völl-
inn einu sinni í sumar. Hann heimt-
aði 110 prósent framlag allra í leikn-
um því hann yrði að vinnast þó að
strákarnir hnigju niður í lokin. Það
skipti engu máli. — Hann skyldi
bera þá sjálfur út af hvern og einn!