Pressan - 21.09.1989, Page 7

Pressan - 21.09.1989, Page 7
Fimmtudagur 21. sept. 1989 7 Rúmlega 200 milliónum króna er þing- maðurinn og guðfaðir núverandi rikis- stjórnar, Stefún Valgeirsson, búinn að stýra i fiskeldisfyrirtækið Silfurstjörn- una hf. Fyrirtækið er að stórum hluta i eigu Stefóns og f jölsky Idu hans, en pen- ingarnir koma að mestu ley ti ffró Byggða- stofnun og þar situr Stefón i stjórn. Til að trygg ja tangarhald sitt ó Silff urst jörnunni stofnaði Stefún tvö pappirsfyrirtæki þar sem hlut eiga eiginkona, synir, dætur, tengdadóttir og einkavinur Stefóns, auk hans sjúlfs. Byggðastofnun lánaði papp- irsfyrirtækjunum fyrir hlutafé í Silfur- stjörnunni. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON Silfurstjarnan hf. er staðsett á Kópaskeri við Axarfjörð, í miðju kjördæmi Stefáns Valgeirssonar. Fyrirtækið var stofnað fyrir rúmu ári og peningaþörf þess er slík að þrátt fyrir 30 milljóna króna lán frá Byggðastofnun í síðustu viku verð- ur á næstu dögum lögð fram beiðni um að Byggðastofnun auki hlutafé sitt. Þegar hefur Byggðastofnun lán- að 140 milljónir og sé hlutafé talið með er stofnunin búin að leggja um 160 milljónir í Silfurstjörnuna. Stofnkostnaður fyrirtækisins er áætlaður um 210 milljónir og Byggðastofnun stendur því fyrir 75 prósentum af þeim kostnaði. Almenningshlutafé- lag í upphafi Fyrirtækið Seljalax hf. er undan- fari Silfurstjörnunnar. Seljalax var stofnað 3. maí 1986 af einstakling- um, félögum, fyrirtækjum og sveit- arfélögum við Axarfjörð. Hlutafé var samtals tíu milljónir og þar af átti Byggðastofnun tvær milljónir. Stefán Valgeirsson sendi sím- skeyti á stofnfund Seljalax og bað um að hann yrði skráður fyrir 50 þúsund króna hlut. Seljalax lét athuga möguleika á fiskeldi við Axarfjörð og þóttu þeir góðir, enda mikil jarðhitasvæði fyrir botni fjarðarins. Fiskeldið átti að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið á þessu svæði. Einhæft atvinnulíf var talið meginástæða þess að fólk flutti burt. Stefán stofnar papplrsfyrirtæki Sumarið 1987 þótti ljóst að fisk- eldi við Axarfjörð ætti framtíð fyrir sér. Undirbúningi var þó ekki að fullu lokið og ekki hafði verið tekin ákvörðun um hvernig standa ætti að rekstrinum. Um svipað leyti ákvað Stefán Val- geirsson að stofna tvö hlutafélög, Fiskeldisþjónustuna hf. og Valax hf. Fyrrnefnda félagið er skráð í eigu eiginkonu Stefáns, Fjólu Guð- mundsdóttur, sonar Stefáns, Guð- mundar Vals, vinar Stefáns til margra ára og núverandi aðstoðar- manns hans, Trausta Þorlóksson- ar, norsku verkfræðistofunnar Jan Berntsen og auk er Valax hf. skráð fyrir hlut í Fiskeldisþjónustunni. Eigendur Valax hf. eru eingöngu Stefán og fjöiskyida hans, það er eiginköna, tveií synir, þrjár dætur og tengdadóttir, auk Trausta Þor- lákssonar, vinar og aðstoðarmanns. Hlutafélögin eru stofnuð sama daginn, 7. júní 1987. Byggðastofnun lón- ar stjórnarmanni Engum sögum fer af starfsemi Fiskeldisþjónustunnar og Valax. Trausti Þorláksson segir í viðtali við Alþýðublaðið um síðustu helgi að „Fiskeldisþjónustan hefur ekki ver- ið starfandi síðan í fyrra. Það er eng- in starfsemi þar og hún verður ekki starfandi". Engu að síður lánaði Byggða- stofnun, þar sem Stefán situr í stjórn, hlutafélaginu Fiskeldisþjón- ustunni níu milljónir króna á siðasta ári. Lánið er til að fjármagna hluta- fjárkaup í nýja hlutafélaginu sem verið er að stofna og er ætlað að taka við Seljalaxi: Silfurstjarnan hf. er stofnuð 3. maí 1988. Stofnendur eru Seljalax (35%), Fiskeldisþjónust- an (35%), hjónin Jón Ingimundar- son og Björg Guðmundsdóttir á Núpi (10%), en þau leggja til land undir stöðina, og Byggðastofnun (20%). Leikflétta Stefáns Valgeirssonar með pappírsfyrirtækin tvö tryggir honum yfirráð yfir 35 prósenta hlut í Silfurstjörnunni, en í maí 1986 átti hann aðeins hálft prósent í Seljalaxi. Stefán Valgeirsson eignast risafyrirtæki Byggðastofnun leggur til peningana Ekkert samstarf við aðra Strax sama dag og Silfurstjarnan var stofnuð sendir stjórnarformað- urinn, Björn Benediktsson, láns- umsókn til Byggðastofnunar. Björn sagði fyrirtækið vanta 75 milljónir króna „sem fyrst“. í Öxarfirði var fyrir seiðastöðin Árlax og lýstu forsvarsmenn hennar yfir áhuga á samstarfi við Silfur- stjörnuna. Ein hugmyndin var að Árlax myndi sjá um seiðaeldi, enda var sú aðstaða fyrir hendi, og Silfur- stjarnan um framhaldseldi og slátr- un. Ráðamenn í Silfurstjörnunni höfnuðu þessari hugmynd og vildu að sitt fyrirtæki hefði 'alla fram- leiðsluna á hendi. Byggðastofnun er hluthafi í báð- um fyrirtækjunum, Silfurstjörnunni og Árlaxi, og samkvæmt heimildum blaðamanns var forstjóri Byggða- stofnunar, Guðmundur Malm- quist, fylgjandi hugmyndum um samstarf og jafnvel sameiningu. Fundað var um málið á skrifstofu Guðmundar 1. júlí 1988. Silfur- stjörnumenn höfðu hinsvegar sitt fram og ekkert varð úr samstarfi. Guðmundur er í fríi þessa dagana og ekki tókst að bera þetta atriði undir hann. Það kostar mikla peninga að byggja upp fiskeldi og sökum þess að stofnkostnaður Silfurstjörnunnar er mestmegnis fjármagnaður með lánsfé er vaxtakostnaður byrði á framtakinu. Við stofnun var hlutafé Silfur- stjörnunnar 33 milljónir króna. Það var aukið upp í 50 milljónir í ágúst- mánuði síðastliðnum og enn er stefnt að aukningu. Björn Bene- diktsson stjórnarformaður segir að ef vel eigi að vera þurfi að auka hlutafé upp í 70 milljónir króna, eða 33 prósent, af 210 milljón króna stofnkostnaði. „Það er ekki búið að leysa rekstr- arfjármagnsvanda stöðvarihnar og ég veit ekki til þess að Byggðastofn- un hafi neitað að auka frekar hlutafé sitt," segir Björn. í Alþýðublaðinu um síðustu helgi var haft eftir Guðmundi Malmquist, forstjóra Byggðastofnunar, að síð- asta lán til Silfurstjörnunnar, upp á 30 milljónir króna, væri „lokalán" til fyrirtækisins. Þessi afstaða kemur vitanlega ekki í veg fyrir að stofnun- in auki hlutafé sitt í Silfurstjörnunni. Vantar flugvöll undir laxinn Sagan er ekki nema hálf þegar eldis- stöðin er komin á laggirnar, eftir er að selja afurðina. Að sögn Björns Benediktssonar hafa engar ákvarðanir verið teknar um markaðsmál Silfurstjörnunnar. „Við einbeitum okkur að því að koma eldinu af stað og það er ekki fyrr en á seinnijjluta næsta árs sem fyrsta laxinum 'verður slátrað. Við munum jafnvel sjá um markaðssetn- inguna sjálfir,” segir Björn. Björn sér þann vanda helstan á sölu á laxinum að samgöngur til Kópaskers og frá eru erfiðar. Hann nefnir sérstaklega að stórar flugvél- ar geta ekki lent á flugvellinum á Kópaskeri. „Ef flugvöllurinn í Aðaldal yrði stækkaður, eins og rætt hefur verið um, myndi aðstaða okkar batna til muna. Við værum þá í svipaðri að- stöðu og Reyknesingar með tilliti til flugsamgangna,” segir Björn. Síðustu misserin hefur staðið styr um stækkun flugvallarins í Aðaldal, enda gert ráð fyrir að NATO borgaði brúsann og notaði flugvöilinn sem varaflugvöll. Þá sagði Björn að vegir á þessum slóðum væru slæmir og þyrfti að breikka þá. Það er eitt hlutverka Byggða- stofnunar að bæta samgöngur á landsbyggðinni. Silfurstjarnan á þar hauka í horni. SILFURSTJARNAN Stofnuð 3. júní 1988 35% I 10% 35% 20% SEUALAX Stofnað 3. maí 1986 Byggðastofnun, einstaklingar og félög í Öxarfirði (algengasti hlutur er 10 þús. krónur) FISKELDISÞJÓNUSTAN HF. Stofnað 7. júní 1987 Guðmundur Vaiur Stefáns- son (sonur Stefáns Valg.) Fjóla Guðmundsdóttir (eiginkona Stefáns) Trausti Þorláksson (aðstoðarmaður Stefáns) Verkfræðistofa Jan Berntsen Valax hf. Hjónin Jón Ingimundarson og Björg Guðmundsdóttir (leggja til land undir Silfurstjörnuna) VALAX HF. Stofnað 7. júní 1987 Valþór Stefánsson (sonur Stefáns Valg.) Anna Gilsdóttir (tengdadóttir Stefáns) Guðmundur Valur Stefáns- son (sonur Stefáns) Stefán Valgeirsson Fjóla Guðmundsdóttir (eiginkona Stefáns) Anna K. Stefánsdóttir (dóttir Stefáns) Lilja Stefánsdóttir (dóttir Stefáns) Hildur Stefánsdóttir (dóttir Stefáns) Svona er Silfurstjarnan hf. byggö upp. Pappírsfyrirtæki Stefáns Valgeirssonar og fjölskyldu eiga 35 pró- senta hlut. Hiutafjárkaupin voru fjármögnuð meö lánsfé frá Byggðastofnun.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.