Pressan


Pressan - 21.09.1989, Qupperneq 10

Pressan - 21.09.1989, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 21. sept. 1989 LIK I LIFEYRIS- SJÓÐI VESTURLANDS? RÁÐUNEYTISSKÝRSLA BREYTIR EKKI KÆRU VERKALÝÐSFÉLAGA TIL RÍKISSAKSÓKNARA Innan skamms gerir rilcissaksóknari upp hug sinn til þess hvort lögreglurannsókn fer ffram ó Liffeyrissjóði Vesturlands. Þrjú verkalýðsfélög kærðu lífeyrissjóðinn þann 11. september siðastliðinn. Dular- fullar misfellur i bókhaldi sjóðsins ffrá fyrri árum ffást ekki skýrðar og takmark- aðar upplýsingar auka á tortryggni i garð sjóðsins. Ársskýrslur siðustu þriggja ára liggja ekki ffyrir og banka- menn visa á bug þeim staðhæffingum stjórnar sjóðsins að töfin sé bankastofn- unum á Vesturlandi að kenna. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON Allt frá árinu 1984 til ársloka 1988 var ekki haldinn fulltrúaráðsfundur í Lífeyrissjóði Vesturlands. Fulltrúar verkalýðsfélaga á Vesturlandi áttu þess vegna óhægt um vik að afla upplýsinga um starf og stöðu sjóðs- ins. Þegar verkalýðsfélög leituðu til starfsmannanna var þeim sagt að vegna mistaka í tölvuvinnslu væri ekki hægt að gefa upp stöðu sjóðs- ins. Um 2500 manns borga reglu- lega i hann. Vaxandi gagnrýni og kröfur um að skipt yrði um stjórn sjóðsins leiddu til þess að haldinn var fundur í Borgarnesi um miðjan desember 1988 með fulltrúum verkalýðsfé- laga. Formaður stjórnar lífeyrissjóðsins var Valdimar Indriðason, fyrrver- andi þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins og jafnframt annar af tveimur fulltrúum atvinnurekenda í fjögurra manna stjórn. Verkalýðsfélögin vildu koma Valdimar og stjórninni frá sjóðnum og samþykkti Verka- lýðsfélag Borgarness kröfu þess efn- is 8. desember 1988. Bárður Jens- son, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, segir að verka- lýðsfélögum hafi verið sagt fyrir desemberfundinn að Valdimar myndi ekki gefa kost á sér til endur- kjörs. Annað kom á daginn og kallaði Valdimar sér til fulltingis Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands. Þórarinn tók að sér að verja Valdi- mar og stjórn lífeyrissjóðsins. Skuldinni var skellt á bankastofn- anir sem sjóðurinn skiptir við og Þórarinn sagði við fjölmiðla í des- ember að bankar hefðu ekki inn- heimt réttar afborganir og vexti af skuldabréfum. Þetta væri megin- ástæðan fyrir vandræðum Lífeyris- sjóðs Vesturlands. Bankamenn vísa ásökunum á bug ,,Ég vísa þessum ásökunum á bug,“ segir Friðjón Sveinbjörns- son, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu. Friðjón segir sparisjóð- inn hafa staðið full skil á vöxtum og afborgunum á skuldabréfum sem eru í innheimtu fyrir lífeyrissjóðinn. Ólafur Jónsson, skrifstofustjóri útibús Landsbankans á Akranesi, tekur í sama streng og segir útibúið aldrei hafa fengið athugasemd frá Lífeyrissjóði Vesturlands vegna inn- heimtu á afborgunum skuldabréfa. Utibússtjóri Alþýðubankans á Akranesi, Ingveldur Valdimars- dóttir, kannast heldur ekki við að hafa fengið athugasemdir frá lífeyr- issjóðnum. Eini bankamaðurinn sem segist þekkja til mistaka í skiptum við líf- eyrissjóðinn er Örnólfur Þorleifs- son, útibússtjóri Samvinnubankans á Akranesi. Örnólfur sagði misskiln- ing hafa orðið við útreikning á af- borgun skuldabréfa. „Þetta kom upp í fyrra og við fengum athuga- semd frá endurskoðanda lífeyris- sjóðsins og þá var málið leiðrétt." Bergþór Guðmundsson, for- stöðumaður Lífeyrissjóðs Vestur- lands, segir engan vafa leika á að mistök hafi orðið í viðskiptum banka og sjóðsins. Hann vill þó ekki gefa upp umfang misiakanna og ekki heldur nefna þá sem bera ábyrgð á þeim. Ráðuneytisskýrsla gagnrýnir sjóðinn í sumar báðu þrjú verkalýðsfélög á Vesturlandi fjármálaráðuneytið að gera athugun á Lífeyrissjóði Vestur- lands. Gunnar Zoega endurskoð- andi var fenginn til verksins og skil- aði hann skýrslu í september. Skýrslan tekur aðeins til áranna 1986 og þar eftir, en grunur fulltrúa verkalýðsfélaganna er að eitthvað hafi farið úrskeiðis í sjóðnum árið 1984 og jafnvel fyrr. Endurskoðandinn gagnrýnir ým- islegt í starfi sjóðsins, meðal annars það að ávöxtun peninga á banka- reikningum sé fyrir neðan það sem eðlilegt geti talist. Ástæðan er af tvennum toga, annarsvegar að fjár- munum er dreift á marga reikninga, 32, og hinsvegar að þriðjungur pen- inganna (um 25 milljónir) liggur á al- mennum sparisjóðsreikningum og þar með á lægstu innlánsvöxtum. Bergþór Guðmundsson, sem hóf störf hjá lífeyrissjóðnum í sumar, segist vinna að því að fækka inn- lánsreikningum sjóðsins og lág- marka lausafjárstöðuna. Önnur aðfinnsla í skýrslunni er að lífeyrissjóðurinn lánar ekki í sam- ræmi við reglur sjóðsins. Meðal ann- ars er nefnt dæmi af kaupum á skuldabréfum af fjármögnunar- leigufyrirtæki í Reykjavík. Bergþór viðurkennir að þarna hafi mistök átt sér stað. „Þetta var eitt skuldabréf upp á 3,7 milljónir króna og það var greitt í síðustu viku.“ Bergþór vill ekki gefa upp hvaða fjármögnunarleiga naut við- skipta við sjóðinn. Halda kæru til streitu Skýrsla fjármálaráðuneytisins fullnægir ekki verkalýðsfélögunum og þau halda til streitu kæru til ríkis- saksóknara, sem lögð var inn mánu- daginn 11. september. „Skýrslan breytir ekki afstöðu okkar og við viljum fá botn í þetta mál,“ segir Jón Agnar Eggerts- son, formaður Verkalýðsfélags Borgarness. Bergþóri Guðmundssyni líst illa á að rannsókn fari fram á sjóðnum, enda myndi það tefja þá vinnu sem lögð er í frágang ársreikninga fyrir árin 1984, 1986, 1987 og 1988. Máli sínu til stuðnings bendir Bergþór á að „það hefur ekki verið bent á neitt saknæmt í þessu máli". Bergþór segir sjóðinn engu að síður vel þola rannsókn. Spurningin er hvort líkið, sem sumir segja að leynist í Lífeyrissjóði Vesturlands, reynist bara vera vofa. Hefur y enda þeirr _____________ Forsaga þossa n.áÍT’aTTú, TThaustiö 1986 var ákveSiS a5 flytja bókhald og endurskoBur lífeyrissjóSsins frá Reykjavík, þar sem bókhaldsgögn höfðu verið færð a serstakri bókhaldsstofu og reikningar uppsettir og endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda. Ástæöur þessa flutnings voru þær, að það var mat sjóðsstjórnarinnar að hentugra væri að þessi starfsemi færi fram í nánari tengslum.við skrifstofu sjóðsins heima í héraði. Verkið var falið Endurskoðunarskrifstofu Jóns Þórs Hallssonar. Samfara þessari þreyt- ingu voru grunngögn sjóðsins yfirfarin og komu þá fram ýmsar misfellur í þókhaldi, bæði að því er varðaði fjárhagsbókhald og iðgjaldafærslur. Hisfellur í fjárhagsbókhaldi lágu m.a. í mistökum bankastofnana við útreikning og ín^ heiratu skuldabréía. Hafa innheimtumálin verið yfirfarin og bankastofnanir ' mismun þar sem þvi' hefur verið að skipta og er þeim þætti málsins nú. SKRIFSTOFA K*V,ot»*Ol40 300 *»•»"«} SlMI (93)11040 Úr bréfi Valdimars Indriðasonar, formanns stjórnar lifeyrissjóðsins, til fjármálaráðuneytisins 2. júní. Þar segir Valdimar að misfellur í bókhaldi hafi komið fram árið 1986 þegar ákveðið var að flytja það frá Reykjavík heim i hérað. Ástæðan hafi m.a. legið í mistökum banka viö útreikning og innheimtu skulda- bréfa. STÁLIN STINN frh. ur hvort margir hefði sýnt áhuga á að kaupa þrotabú Stjörnunnar. „Það eru ekki margir sem hafa áhuga á því, nei. Það eru ákveðnir aðilar að hugsa sig um, en það er ekki um auðugan garð að gresja." Er rétt að þú hafir talið æaldlegt að Stjarnan héldi starfsemi sinni áfram um tíma? „Ólafur Laufdal fór þess á leit að svo yrði og ég taldi að það væru hagsmunir búsins að sendingar féllu ekki niður meðan verið væri að kanna málin, og skiptaráðandi taldi það líka rétt. Það er alltaf slæmt þegar hlutirnir stöðv- ast alveg. Ólafur Laufdal rekur Stjörnuna á eigin ábyrgð í tvo eða þrjá daga og síðan verður tekin af- staða til þess hvað verður." Nú er látið að því liggja að Ólafur sé í betri aðstöðu en aðrir að semja um kaup á þrotabúinu. Er eitt- hvað til í þessu? „Nei. Þarna er leigusamningur til staðar og innrétt- uð útvarpsstöð í leiguhúsnæði. Það eru ekki margir sem geta nýtt sér slíkt. Það eru aðrir í þessum rekstri og það getur vel verið að þeir vilji kaupa það innbú sem þarna er. En Ólafur Laufdal er alls ekki í sterkari stöðu en aðrir." Að því er öruggar heimildir PRESSUNNAR herma, og reyndar kom fram í samtali við bústjórann, Brynjólf Kjartansson, lágu ársreikn- ingar 1988 fyrir við sameiningu stöðvanna, sem og milliuppgjör gert 10. mars 1989, daginn fyrir undirrit- un samnings um sameininguna. „ís- lenska útvarpsfélagið vissi því ná- kvæmlega að hverju það var að ganga," segir heimildamaður okkar. „Það breyttist ekki margt á þessu hálfa ári.“ Annar heimildamaður segir að sameiningin hefði aldrei gengið upp hvort eð var: „Jón Ólafs- son og Ólafur Laufdal eru bara tveir smákóngar í persónulegu stríði," segir hann. Stærstu skuldirnar við menningarsjóð svo og söluskatts- skuldir Stærstu skuldir Hljóðvarps hf. munu vera við Menningarsjóð út- varpsstöðva, um 13 milljónir, og söluskattsskuldir vegna afskrifaðra reikninga upp á tuttugu milljónir króna. Er þar um að ræða gjaldþrot ýmissa stórra fyrirtækja sem höfðu verið í viðskiptum við stöðina og Stjarnan þurfti að standa skil á sölu- skatti tekna sem skiluðu sér aldrei inn. Ein aðalástæða þess að Stjarn- an neitaði að greiða í Menningarsjóð útvarpsstöðva á sín- um tíma var sú að einn af þremur mönnum í stjórn menningarsjóðsins var Jón Ólafsaon, sem þá var stjórnarformaður Bylgjunnar, að- alkeppinautar Stjörnunnar. í Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva renna 10% af brúttótekjum útvarps- og sjón- varpsstöðva, en mikiil hluti þeirra peninga skilar sér aftur til innlendr- ar dagskrárgerðar. Umsókn til menningarsjóðs þurfa að fylgja mánaðarlegar upplýsingar um tekj- ur stöðvarinnar auk útskýringa á því til hvaða innlendrar dagskrár- gerðar peningunum skuli varið. Með því að leggja bókhald og dag- skrá komandi tíma upp í hendurnar á aðalkeppinauti sínum munu Stjörnumenn hafa talið að þeir væru að gera sjálfum sér illt, og því ákveð- ið að greiða ekki tilskilin gjöld. Hins vegar munu þeir hafa verið í samn- ingagerð um greiðslur til menning- arsjóðs við menntamálaráðuneytið. Hluthafar Stjörnunnar löaðu þrettán oa hálfa milljón fram í sumar Eins og fram kom í máli Brynjólfs Kjartanssonar lögðu aðaleigendur Stjörnunnar fram þrettán og hálfa milljón króna í hlutafé í sumar. Á þennan þátt var bent í grein PRESS- UNNAR í síðustu viku, þar sem sú hlutafjáraukning þótt styðja þá kenningu að eigendur Stjörnunnar hefðu síður en svo hag af því að fyr- irtækið hryndi. Þeir Þorgeir Á»t- valdsson, Gunnlaugur Helgason og Jón Axel Ólafsson auk Ólafs Laufdal munu hafa verið í persónu- legum ábyrgðum fyrir stórum lán- um sem Hljóðvarp hf. tók og því ljóst að við þremur þeim fyrrnefndu blasir persónulegt gjaldþrot. Berst tilboð í þrotabúið frá íslenska útvarpsfélaginu? Heimildir PRESSUNNAR herma að meðal þeirra sem séu að íhuga að gera tilboð í þrotabú Hljóðvarps hf. sé Jón Ólafsson stjórnarformaður Islenska útvarpsfélagsins. Þá hefur því verið fleygt að nýja út- varpsstöðin Effemm ætli jafnframt að gera tilboð í innbú Stjörnunnar, en samkvæmt heimildum okkar er afar ótrúlegt að nokkur fótur sé fyr- ir slíkum fréttum, þar sem Effemm sé ung stöð með miklar skuldir á bakinu. Ennþá er því allt óljóst um framtíð Stjörnunnar, en Ólafur Lauf- dal hefur hins vegar lýst því yfir að með einum eða öðrum hætti muni hann halda útvarpsrekstri áfram. Sameining útvarpsstöðvanna var gerð í þeirri von að hægt væri að koma upp öflugri útvarpsstöð í einkarekstri. Sú von er að engu orð- in og því eðlilegt að fylgjendur rekstrar útvarpsstöðva í einkaeign líti ekki björtum augum til framtíð- arinnar. Ekki náðist í Jón Ólafsson, stjórn- arformann íslenska útvarpsfélags- ins, sem var upptekinn á fundi. Eig- endur Stjörnunnar vildu ekki tjá sig um neitt atriði í greininni á þessu stigi málsins.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.