Pressan - 21.09.1989, Page 19

Pressan - 21.09.1989, Page 19
Auður Hansen er sextán ára og fær bæði öku- og flugskírteini 1. mars á næsta ári Fimmtudagur 21. sept. 1989 Sextán ára flugnemi Þær eru örugglega ekki margar stelp- urnar sem læra að fIjúga flugvél áður en þær læra að aka bil. En það gerir Auður Hansen, 16 ára Verzlunarskólanemi, sem situr öll kvöld vikunnar á einkaflug- mannsnámskeiði hjá Vesturflugi. Hún viðurkennir að námið sé strembið, ekki sist með tilliti til þess að hún var að hef ja nám við Verzlunarskólann, þar sem hún er alla virka daga frá átta á morgnana fram til þrjú á daginn. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON Auður er ekki ein þeirra sem hafa gengið með þann draum að læra á flugvél í mörg ár. Hins vegar hefur alltaf átt vel við hana að fljúga í flug- vélum eða sigla með skipum; nokk- uð sem ekki ailir í fjölskyldunni eru jafnhrifnir af. En langaði hana þá aldrei til að veröa flugfreyja? Því er fljótsvarað: „Nei, þær hafa svo lágt kaup! Ef maður ætlar að gera hlut- ina þá er eins gott að gera þá al- mennilega." Ætlar að skreppa í kaffi til ömmu á Akureyri Fósturpabbi Auðar hefur stutt hana í því að byrja að læra flug. Reyndar á hann sinn þátt í því að Auður ákvað að hefja flugnámið: „Vinur fósturpabba míns er flug- maður og þegar hann kom heim var gjarnan rætt um flug og flugvélar. Við fórum stundum með honum út á flugvöll og þá stakk ég oft af og fór að skoða flugvélarnar á eigin spýtur. Mamma var ekkert alltof hress með að ég færi að læra flug, ekki síst þeg- ar henni varð hugsað til allra flug- slysanna sem hér verða. Hún styður mig þó ekkert síður en aðrir í fjöl- skyldunni. Reyndar minnist ég þess ekki að amma mín á Akureyri hafi óskað mér til hamingju með að vera byrjuð að læra, en hins vegar bíður hún nú spennt eftir þeirri stund þeg- ar ég skýst í kaffi norður á Akur- eyri...!“ Auður verður ekki sautján ára fyrr en 1. mars og þann dag vonast hún til að fá flugskírteinið sitt „ef veður leyfir" eins og hún segir. Þann dag ætlar hún einnig að fá ökuskír- teini: „Þetta er gríðarlega dýrt. Hver flugtími kostar yfir 5000 krón- ur og einkaflugmannsnámskeiðið kostar um 50.000. En ég borga þetta allt sjálf. Ég hef lagt fyrir í mörg ár og unnið hjá Rafveitunni á sumrin. Þótt kaupið þar sé kannski ekki mjög hátt er það þó gott innlegg í þetta nám.“ Fyrst eftir að Auður byrjaði að laera segir hún fáa hafa trúað því: „Ég var ekki nema fimmtán ára og þegar ég sagði vinahópnum að ég kæmist ekki þetta eða hitt því ég væri að fara í flugtíma trúðu því fáir. Núna fer ekki framhjá neinum að ég er í flugnámi því ég er í skólanum öll kvöld frá hálfátta til hálfellefu...“ Nóm I tiu tíma á dag — fyrir utan heimavinnuna Hvort flugnámið komi ekki niður á skólanáminu svarar hún: „Ég læt skólann ganga fyrir. Ég læri fyrir skólann um leið og ég kem heim og þangað til ég fer á námskeiðið. Hins vegar er ég dugleg að glósa á nám- skeiðinu og les þær glósur yfir fyrir svefninn. Oft endurskrifa ég allar glósurnar, því þannig finnst mér þær síast best inn.“ Þegar ég spyr hana hvort hún sé mikill námsmaður dregur hún að- eins við sig að svara: „Eg stóð mig ekki nógu vel í níunda bekk. Vin- kona mín lánaði mér nefnilega tvær spennandi skáldsögur í miðjum próflestri og ég freistaðist til að taka þær framyfir námsbækurnar! Ég hafði til dæmis alltaf fengið tíu í eðl- isfræði en í vorprófinu fór ég niður í átta og það var ekki nógu gott. Ég ætla bara að standa mig betur í vet- ur.“ Teiknar og yrkir Áður en flugáhuginn kviknaði hafði Auður átt margvísleg áhuga- mál. Hún lærði á píanó í sjö ár, lék handbolta og fótbolta og stundaði skíði, en núna finnst henni skemmtilegast að teikna og yrkja ljóð. Það er nokkuð dæmigert hvernig Ijóð hún semur: „Um flug- vélar," segir hún snöggt og dregur upp úr tösku sinni nokkur ljóð. Við fáum að birta eitt þeirra, sem leynir því ekki hvar hugur Auðar er oftast: FUGL NÚTÍMANS Hann hleypur eftir veginum hraöar — hraöar. Hann er á 56 snúningum á sekúndu og tekst tignarlega á loft. Flugvél svífur í burtu. Ég undirrituö tileinka Boeing 727 þennan óö minn til frelsislausu fuglanna. Flugvélanna. Það leikur enginn vafi í huga hennar á því hvert framtíðarstarfið á að vera: „Atvinnuflugmaður — ef ég kemst að. Það er orðin svo mikil samkeppni í þessari grein að það er aldrei að vita hvað verður." Auður er langyngsti nemandinn á einkaflugmannsnámskeiðinu. Með henni eru fjórar aðrar stúlkur, sú elsta 22 ára, tvær 21 árs og ein 19 ára. Þótt hinir fimmtán nemendurn- ir séu allt karlmenn tekst þeim ekki auðveldlega að gleyma því að kven- fólk er þarna líka: Kennarinn gleym- ir stundum að það eru ekki bara karlmenn í náminu," segir Auð- ur. „Honum hættir því stundum til að segja „strákar...“ en við stelp- urnar erum fljótar að leiðrétta hann! Stundum þarf ég líka að læra meira en hinir, því ég er sú eina sem hef ekki bílpróf." Hún hefur aldrei fundið fyrir loft- hræðslu, en.segir hins vegar tilfinn- inguna einkennilega þegar farið er á loft í fyrsta skipti: „Það sama gildir þegar verið er að sýna mér þegar flugvélin er á hvolfi!" segir hún bros- andi. „En ég verð aldrei beinlínis hrædd.“ Ödýrari verslunar- mannahelgar Þótt mörgum jafnöldrum hennar hafi þótt einkennilegt í fyrstu að vita af henni í flugnámi segir hún það þykja spennandi núna og hún sé þegar búin að ákveða framtfðina með vinkonum sínum: „Við sjáum okkur í anda skreppa upp í Kerl- ingafjöll á skíði, síðan í kaffi til Akur- eyrar og loks á ball í Reykjavík, allt á örfáum klukkustundum!" Hún segir systkini sín tvö, 19 ára bróður og 20 ára systur, líka hlakka til þess tíma að litla systir geti flogið með þau um allt: „Verslunarmannahelg- arnar verða að minnsta kosti ódýr- ari hjá þeim!" segir þessi hressa stelpa, sem lætur þess getið að hún hafi fullan hug á að kaupa sér hlut í flugvél næsta sumar.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.