Pressan - 21.09.1989, Blaðsíða 23
sjálf. Hún hafði samband við eig-
endur mexíkansks veitingastaðar í
Amsterdam og fékk leyfi til að
dvelja þar í eldhúsinu í nokkurn
tima til að læra listina: „Mexíkönsk
matargerð er mjög stílhrein og ein-
föld og hefur ekkert breyst í gegnum
aldirnar," segir Einar. ,,Það er hægt
að búa nánast hvað sem er til á
franska vísu, en mexíkönsk inat-
reiðsla er aðgreind frá öllu öðru.“
O nei góði! Fjögur-
hundruð og sextíu
— og þoð hjó
heildsala!
Anna Peggy er greinilega komin
vel inn í íslenskt samfélag. Hún fylg-
ist með öllu. Ekki bara hvernig
gengið er um á stöðunum þeirra,
hvernig matreiðslan fer fram eða
hvernig gestunum líkar. Þegar Einar
nefnir hversu miklu ódýrara hráefn-
ið er erlendis, til dæmis í Amster-
dam, er auðheyrt að Anna Peggy
veit nákvæmlega hvernig verðlagi
er háttað hér. Dæmi: „Kílóið af
kjúklingum kostar 100 krónur í
Amsterdam en um 300 krónur
hér .. ." byrjar Einar þegar Anna
Peggy grípur fram í: „ÞRJÚHUNDR-
UÐ?! O nei góði minn, fjögurhundr-
uð og sextíu, og það hjá heild-
sala. . .!!“
Islenskir gestir veitingahúsa eru
sjálfsagt ekki þeir auðveldustu í
heimi að eiga við. Þeir vilja fá sinn
mat hér og nú, enga bið og borga lít-
ið, ekki satt? „íslendingar eru tilætl-
unarsamir," það viðurkenna þau.
„Þeir geta fjasað yfir engu. Ef það er
einhver bið eftir þjónustu vilja þeir
fá irish coffee sem afsökun eða af-
slátt af matnum. Við bendum á að
við rekum ekki skyndibitastaði og
gestir verða alltaf að reikna með að
það taki einhvern tíma að framreiða
matinn." Anna Peggy segir okkur
líka vera kröfuhart fólk og hún hafi
haft orð á því í Amsterdam að ef hún
leyfði sér að bjóða upp á þjónustu
eins og þar tíðkaðist þá hefði hún
aldrei rekið nema einn matsölustað
hér, og hann ekki lengi: „Og svo er
óþolar.di þegar fólk flautar á þjón-
inn,“ segir Einar líffræðikennari,
sem hefur tekið að sér þjónshlut-
verkið af og til í mörg ár. „Það er af-
skaplega ruddalegt að flauta á fólk
til að vekja á sér athygli. Einhverju
sinni þegar maður flautaði á mig
gekk ég að honum og beit hann.
Sagði honum svo að nákvæmlega
þetta gerðu hundar sem flautað
væri frekjulega á. ..“
Sá maður hefur líklega ekki verið
í hópi þeirra viðskiptavina sem hafa
fylgt Önnu Peggy og Einari milli
veitingastaða á þeim fjórum árum
sem þau hafa staðið í veitingahúsa-
rekstri. Þau segjast eiga marga fasta
viðskiptavini sem gaman sé að
sinna: „Það er skemmtilegt að um-
gangast þetta fólk og kynnast því,“
segja þau og eru síður en svo á því
að nú sé tímabært að hætta. Þau
eiga marga leynda drauma sem þau
eru staðráðin í að láta rætast ein-
hvern tíma. Hverjir þeir eru er enn-
þá leyndarmál, en sjálfsagt verða
þeir allir að veruleika einhvern dag-
inn. „Við erum að minnsta kosti
komin með reynsluna!" segja þau
brosandi. „Nú eigum við líka eigið
húsnæði við Hverfisgötuna, fjórar
hæðir, og það er hægt að láta ýmsa
drauma verða að veruleika í slíku
húsnæði...“
Indversk-kínverski efnafræðingurinn Anna Peggy Friðriksdóttir
sem sér Reykvíkingum fyrir japönskum, mexíkönskum, ftölskum
og indverskum mat
Kíkfru „aðeins" í
Morgunblaðið. . .
Þau voru ákveðin í að taka það ró-
lega. Síðustu fjögur árin höfðu farið
í mikla vinnu við veitingahúsarekst-
urinn, og nú voru þau ákveðin í að
lifa rólegu lífi. Það leið þó ekki á
löngu uns þau voru farin að kíkja í
Morgunblaðið: „Aðeins til að vita
hvort nokkur veitingastaður væri til
sölu. ..!“ segja þau brosandi. Svo
reyndist vera. Það var veitingastað-
urinn Ítalía sem var auglýstur og
fyrr en varði höfðu þau ekki aðeins
fest kaup á honum heldur einnig á
veitingahúsi við Laugaveginn. „Mig
langaði svo til að setja aftur upp ind-
verskan veitingastað," segir Peggy.
þá svara ég bara NEI! Ef fólk nennir
ekki að vinna, þá eru dyrnar
þarna.Einar segir að þótt hún sé
ákveðin sé hún sanngjörn, enda
fylgi þeim ennþá fastur kjarni starfs-
fólks, sem hafi unnið hjá þeim í
mörg ár.
Anna Peggy er mjög hugmynda-
rík og fylgist vel með. Hún réð tilsín
indverska matreiðslumenn, en
þeim leist ekki á sig hér. Hún dó þó
ekki ráðalaus; sendi Ólaf Harðarson
matreiðslumann til London þar sem
hann lærði indverska matargerðar-
list á veitingahúsi þar í borg: „Við
Óli vitum miklu meira hvað Islend-
ingarnir vilja heldur en indverskir
kokkar!" segir hún brosandi. En
hver ætlar að elda matinn á nýja
veitingastaðnum? Jú, Anna Peggy
„Viðskiptavinirnir gömlu voru sífellt
að spyrja hvort Taj Mahal kæmi ekki
aftur. Mér datt í hug að hafa bland-
aðan stað, kannski kínverskan og
indverskan, en hér var komið nóg af
kínverskum stöðum. Og með ís-
lenskan fisk sem hráefni var auðvit-
að ákjósanlegt að opna sushi-bar.“
Þau létu ekki þar við sitja. í fyrra-
dag opnuðu þau þriðja veitingahús-
ið, Bandidos við Hverfisgötu, sem er
mexíkanskur staður. Mamma Önnu
Peggyar hefur dvalið hér hjá þeim
um tíma og saumað allan einkennis-
klæðnað á starfsfölk: „Þetta er ekta
mexíkanskur staður!" segja þau.
„Tónlistina fengum við frá Sigurði
Hjartarsyni sem bjó lengi í Mexíkó
og á hér mesta plötusafn á landinu
með tónlist þaðan."
Ef fólk nennir ekki
að vinna, þó eru
dyrnar þarna
Veitingahúsareksturinn hefur í för
með sér mikla vinnu: „Eigendur
þurfa að vera sem mest á staðnum
sjálfir," er skoðun þeirra hjóna. Þeim
finnst viðhorfið „ég vinn bara
hérna" vera alltof ríkjandi hjá ís-
lendingum: „Peggy er miklu harð-
ari en ég!,“ segir Einar. „Ég gef
meira eftir." Peggy viðurkennir fús-
lega að hún sé harður húsbóndi: „Ef
einhver biður mig um frí og ég segi
nei þýðir ekkert að fara til Einars og
fá hann til að segja „já“,“ segir hún.
„Þegar fólkið kemur til mín aftur og
segir „Einar segir að ég megi frá frí“