Pressan - 21.09.1989, Side 26
26
Fimmtudagur 14. sept. 1989
fjölmiðlapistill
sjónvarps-snarl
Plús og mínus
Kjúklingasalat
aö hœtti Hitchcocks
Eg má til að hrósa beinni útsend-
ingu Stöðvar 2 í þágu SEM-hóps-
ins síðastliðið sunnudagskvöld.
Málefnið var gott og vilji umsjónar-
manna til að hjálpa fórnarlömbum
umferðarslysa einlægur og smit-
andi. Ýmsar smágloppur voru að
vísu í dagskránni, en þetta var líka
löng og ströng útsending svo auð-
velt var að afsaka slikt. (Mér skilst
þar að auki að aðstandendur þáttar-
ins hafi ekki getað æft á Hótel ís-
landi fyrr en á útsendingardaginn.)
Sjálf dagskráratriðin voru fjöl-
breytt og þó oft væri slegið á létta
strengi fór grínið aldrei úr böndun-
um. Þarna voru einnig athyglisverð
viðtöl og man ég sérstakiega eftir
unga manninum, sem ekið hafði
ölvaður með hörmulegum afleiö-
ingum. í litlu samfélagi eins og á ís-
landi er ekkert auðvelt að koma
fram fyrir alþjóð og lýsa á hendur
sér slíkum verknaði. En þetta gerði
ungi maðurinn og sýndi það að
hann hefur greinilega þroskast mik-
ið við þessa átakanlegu lífsreynslu.
Hringiða Helga Péturssonar á
mánudagskvöld var hins vegar
hundleiðinleg, með fullri virðingu
fyrir því ágæta fólki sem þátt tók í
umræðunum. Spurning kvöldsins
(Hvers vegna búum við á íslandi?)
var þó langt frá því að vera leiðin-
leg. Hún var m.a.s. nokkuð ögrandi
viðfangsefni, en útkoman var með
eindæmum klisjukennt stagl. Þarna
sátu alkunnir einstaklingar frá al-
kunnum stjórnmála- eða hagsmuna-
samtökum og lýstu alkunnum skoð-
unum sínum á alkunnum vandamál-
um landsmanna hér á Fróni. Flestir
höfðu snjallar lausnir á reiðum
höndum, sem er auðvitað grátbros-
legt þar sem þessir sömu aðilar bera
einmitt sjálfir að meira eða minna
leyti ábyrgð á því hvernig komið er
fyrir þjóðinni.
Eitthvert slangur af ungu fólki var
líka í salnum, en það komst lítið að
fyrir gömlu jöxlunum, sem kunna
sko heldur betur listina að koma inn
orði á ská. Þá sjaldan að ungmennin
fengu að tjá sig kom hins vegar í Ijós
að þau virtust upptendruð af hug-
sjónum — en alveg óskaplega ein-
föld á köflum. Þau minntu mig satt
að segja á þá Geir Haarde og Þór-
arin V. Þórarinsson á málfundun-
um í MR í gamla daga, en nú eru
þeir komnir i hóp hinna lífsreyndu
landsfeðra, í jakkafötum með al-
vöruþrunginn svip. Þetta er víst iífs-
ins gangur...
Þetta kalda kjúklingasalat er að
vísu ekki ódýrt, en það er hins veg-
ar svo gott að eyðslusemin gleymist
um leið og fyrsta bitanum er kyngt.
Þetta er kjörinn réttur til að fram-
reiða á föstudagskvöldum og nýtist
jafnt sem kvöldmatur og snarl síðar
um kvöldið, til dæmis meðan horft
er á Hitchcock-þættina, enda mun
Alfred Hitchcock hafa verið annál-
aður kjúklingaaðdáandi.
Helsti kosturinn við þennan rétt
er hversu fljótlegt er að koma hon-
um saman. Sniðugast er að kaupa
tilbúinn, grillaðan kjúkling og
brytja hann niður. Annað sem notað
er í réttinn er:
tómatar (4—6 stk),
ananasbitar úr dós (1/2 dós),
paprika (1 stk.)
agúrka (1/2),
salathðfuð (iceberg) (1/2) og
Brié-ostur {'/2 stykki).
Þetta er skorið niður og blandað
við kjúklingabitana. Því næst er bú-
in til sósa úr: 2 msx. af sýrðum
rjóma og 3 msk. af Voga-ídýfu
(með kryddblöndu), sem síðan er
krydduð með hvítlaukskryddi og
steinselju og hellt yfir kjúklingabit-
ana og grænmetið. Það er mjög gott
að kæla þennan rétt vel áður en
hann er borðaður og ef þið nennið
er gott að borða snittubrauð með,
en það er kannski frekar gert þegar
hann er notaður sem aðalmáltíð.
Sérlega bragðgóður og hollur réttur
með hrollvekjunni á föstudags-
kvöldum!