Pressan - 21.09.1989, Side 27
Fimmtudagur 21. sept. 1989
27
siónvarp
FIMMTUDAGUR
21. september
Stöð tvö kl. 23.15
SKYTTAN OG
SEIÐKONAN
(The Archer and the Sorceress)
Bandarísk btómynd
Leikstjóri: Nick Corea
Adalhlutverk: Lane Caudell, Victor
Campos, Belinda Bauer og George
Kennedy.
Myndarleg, ung skytta leitar af full-
um krafti galdramannsins Laszar-
Sa, því einungis hann getur hjálpað
skyttunni ungu að ná sinni réttu
nafnbót og aðstoðað hana í að ná
fram hefndum vegna föður síns.
Bönnuð börnum.
FÖSTUDAGUR
22. september
Stöö tvö kl. 21.50
ÁSTSJÚKIR
UNGLÆKNAR ★★
(Young Doctors in Love)
Bandarísk gamanmynd
Leikstjóri: Gary Marshall
Adalhlutverk: Michael McKean,
Sean Young, Hector Elizondo og
Harry Dean Stanton
Þessi læknamynd á víst að vera í stíl
AIRPLANE-myndanna, en nær því
alls ekki. Það er samt allt á útopnu
í myndinni, sama hvort drepið er
niður fæti á skurðstofunni, skóla-
stofunni eða á göngum skólans.
Kvikmynd í sápuóperustíl, enda
leikstjórinn kunnastur fyrir slík
verk.
Ríkissjónvarpið kl. 22.15
DROTTNING
TÍSKUNNAR ★★
(Chanel Solitaire)
Frönsk/bandarísk bíómynd
Leikstjóri: George Kaczender
Abalhlutverk: Marie-France Pisier,
Timothy Dalton, Rutger Hauer og
Karen Black.
Flestir (konur þó sennilega í meiri-
hiuta) kannast við snyrtivörurnar
frá Chanel, sem ku vera ágætar.
Færri kannast við konuna á bak við
merkið, en þessi mynd fjallar ein-
mitt um hana. Hér er fylgst með
Coco Chanel til 38 ára aldurs og er
kastljósinu aðallega beint að ástalífi
hennar. Umfjöllunin er frekar yfir-
borðsleg.
Stöð tvö kl. 1.30
í TVÍBURAMERKINU
(I tvillingernes tegn)
Dönsk, Ijósblá gamanmynd
Leikstjóri: Werner Hedman
Abalhlutverk: Ole Seltoft, Arthur
Jensen, Karl Stegger og Cia
Lowgren
Jæja, þá eru farnar að birtast á
skjánum þessar ljósbláu sem Stöð
tvö var búin að lofa. í þessari mynd
segir frá tveimur hljómplötuútgef-
endum'(ímyndið ykkur Steinar Berg
og Jón Ólafsson í Skífunni!!!) sem
keppast um að ná samningi við hina
heimsfrægu Dolores Rossi. Báðir
eru til í að leggja nánast allt í sölurn-
ar til að ná settu marki. Glens og
gaman og hopp og hí „pá sænge-
kanten”.
Bönnuð börnum.
Stöð tvö kl. 3.05
AF ÓÞEKKTUM TOGA
★★
(Of Unknown Origin)
Kanadísk kvikmynd
Leikstjóri: George P. Cosmatos
Abalhlutverk: Pe.ter Weller,
Jennifer Dale, Lawrence Dane og
Kenneth Welsh
Fjölskylda nokkur býr í kastala utan
skarkala heimsins og unir sér vel.
Þegar heimilisfaðirinn þarf að vinna
mikilvægt verkefni fer konan ásamt
börnunum í burtu í nokkra daga.
Þegar maðurinn er orðinn einn fer
hann að skynja ailskonar undarlega
strauma í kringum sig, og áður en
hann veit af er um líf hans að tefla.
24. september
Stöð tvö kl. 23.35
APAPLÁNETAN
UNNIN ★★14
(Conquest of the Planet
of the Apes)
Bandarísk bíómynd
Leikstjóri: J. Lee Thompson
Aöalhlutverk: Roddy McDowall,
Don Murray og Ricardo
Montalban
Fjórða kvikmyndin í flokki mynd-
anna um apaplánetuna. í þessari
hyggst munaðarlausi apinn Sesar
bjarga hinum öpunum frá því að
verða þrælar mannanna. Þrettánd-
inn þynnist með hverri mynd, en þó
hægt að horfa á þetta ef ekkert ann-
að er við tímann að gera.
Stöð tvö kl. 20.55
ÍSMAÐURINN ★★★14
(lceman)
Bandarísk bíómynd
Leikstjóri: Fred Schepisi
Abalhlutverk: Timothy Hutton,
Lindsay Crouse og Jeff Lone
Vísindamenn, bæði í fortíð og nútíð,
hafa keppst við að útskýra og fræða
okkur hin, sem erum fáfróðari, um
þróun tegundarinnar Homo sapi-
ens, mannskepnunnar. í þessari
kvikmynd koma við sögu olíuleitar-
i.iei.n sem finna Neanderdalsmann
sem legið hefur frosinn í jörðu í
40.000 ár. Með hjálp tækninnar
tekst vísindamönnum að lífga þann
gamla við, en svo upphefjast deilur
um hvort hann sé fyrst og fremst
rannsóknarefni eða mannleg vera.
Hér er á ferðinni þrælgóð vísinda-
skáldsaga, vel leikstýrt, og frum-
maðurinn frábærlega leikinn af Jeff
Lone.
Abalhlutverk: Matt Dillon, Cindy
Fisher og Christopher Connelly
Snauður drengur verður ástfanginn
af stúlku af auðugum ættum. Þau
ákveða að hefja búskap strcix og þau
hafa aldur til, eri þangað til þurfa
þau að hittast á laun. Foreldrar
krakkanna eru náttúrulega ekki par
hrifnir af þessum áætlunum ungvið-
isins og ýmislegt á eftir að ganga á.
Ríkissjónvarpið kl. 21.20
ÁST í MEINUM ★★14
Bandarisk biómynd
Lnkstjári: Daoéd Fáher
Stöð tvö kl. 23.50
Á TVENNUM
TÍMUM ★★/,
(Time After Time)
Bandarísk bíómynd
Leikstjóri: Nicholas Meyer
Abalhlutverk: Malcolm McDowel!
og Mary Steenburgen
Hinn frægi H.G. Wells er. neyddur til
þess að fara í ferð í nýsmíðaðri tíma-
vél sinni til að finna morðingjann
Jack the Ripper. í upphafi ferðar er
hann staddur á Englandi á tímum
Viktoríu drottningar, en í lok ferðar-
innar er hann staddur í San Fran-
cisco árið 1979. Steenburgen er víst
nokkuð góð í þessari mynd, en ann-
að er varla hægt að segja kvikmynd-
inni til hróss.
Ríkissjónvarpið kl. 23.05
SP0RÐDREKINN ★★14
(Scorpio)
Bandarísk njósnamynd
Leikstjóri: Michael Wir.ner
Abalhlutverk: Burt Lancaster,
Alain Delon og Paul Scofield
Tveir samstarfsmenn hjá banda-
rísku leyniþjónustunni CIA eiga
erfitt með að treysta hvor öðrum,
vegna þess að annar beirra liggur
undir þeim grun að vera sovéskur
njósnari.
Sæmileg mynd. Ekki við hæfi
barna.
Stöð tvö kl. 23.25
HÁRID *★*
(Hair)
Bandarísk hippamynd
Leikstjóri: Milos Forman
Abalhlutverk: John Savage, Treat
Williams, Beverly DAngelo og
Annie Golden
Nú þegar er verið að minnast þess
að 20 ár eru frá Woodstock-tónleik-
unum er kannski við hæfi að sýna
þessa frægu kvikmynd, sem þó var
kannski frægari (og betri?) sem
söngleikur. Hárið er þó ekkert ann-
að en vettvangslýsing frá þessum
tíma og sýnir okkur á raunsæjan
hátt hvernig hipparnír nöfðu það.
Sumir fá kannski tár í augun þegar
endurminningarnar um forna tíð
sækja á þá. Gömlu hippar; hafið því
vasaklút við höndina ef þið horfið á
Hárið.
Stöð tvö kl. 1.40
HEIMSÓKNARTIMI
(Visiting Hours)
Kanadísk spennumynd
Leikstjóri: Jean Claude Lord
Abalhlutverk: Lee Grant, William
Shatner og Michael Ironside
Sjónvarpsfréttakona, sem er nokk-
uð umdeild, gerir sér far um að
vckja athygli á málefnum líðandi
stundar. Eitt af því sem hún fjallar
um er réttur kvenna í nútímaþjóðfé-
lagi. Að sjálfsögðu eru viðbrögð
áhorfenda misjöfn og einn þeirra
lætur sér ekki nægja að tjá frétta-
konunni hatur sitt á henni. Rusl-
mynd sem er stranglega bönnuð
börnum.
23. september
LAUGARDAGUR
dagbókin
hennar
Það eru alltaf einhverjar krísur
hjá ömmu á Einimelnum. (Mamma
segir að amma láti bara svona
vegna þess að hún lifi svo ferlega til-
breytingasnauðu lífi og þurfi að
krydda það soldið með hysteríulát-
um, en ég er alveg hætt að hafa
húmor fyrir þessum uppákomum.)
Núna sefur manneskjan t.d. ekki af
áhyggjum út af þessum Austur-Þjóð-
verjum, sem eru að flýja að heiman.
Hún er alveg pottþétt á því að þeir
séu allir á leiðinni til íslands og að
Einimels-slektin sé í sjúklegri út-
rýmingarhættu.
Amma er sko með það á tæru að
ísland sé langbesta land í öllum
heiminum — og þó víðar væri leitað
— og er sannfærð um að allar
(mann)verur í geimnum vildu helst
af öllu búa hér í góða loftinu og
fjallafegurðinni. Henni finnst allt
flottast á íslandi. Konurnar, lands-
lagið, húsin, börnin, súrefnið,
klæðaburðurinn, menningin og ég
veit ekki hvað... (Þegar hún er í því
stuði að hérna sé allt æðislega tipp-
topp gleymir hún öllu hinu, sem
henni finnst ómögulegt. En það er
sko líka hellingur.) Amma er m.a.s.
tilbúin að lofsama veðrið, ef hún er
í jákvæðu stellingunni!
Vegna þess hvað allt er ógeðslega
guðdómlegt hér á íslandi er amma
alveg klár á að útlendingar út um
alla veröld séu á kafi í pælingum til
að komast hingað í sæluna. Þess
vegna fékk hún ,,fitt“, þegar fréttir
bárust af Þjóðverja-flóðinu. Hún sá
fyrir sér askvaðandi sjarmöra, sem
myndu giftast öllum sætu íslensku
stelpunum, kaupa upp öll húsbréfin
og gjaldþrota fyrirtækin og flytja
inn í allar nýju kaupleiguíbúðirnar
vítt og breitt um landið — og íslend-
ingar yrðu bara þrælar. Svo hún
dreif sig í að stofna eitthvert ættjarð-
arvarnarfélag með höfuðstöðvar á
Einimelnum til að koma í veg fyrir
að útlendingar taki landið (og stelp-
urnar) með trompi.
Það gengur hins vegar eitthvað
illa að fá fólk í félagið. Amma ætlaði
að vera voða klár og fá eiginkonur
ráðherra og þingmanna og svoleiðis
kalla til að vera í þessu með sér. Hún
sagði, að þær hefðu hvort sem er
ekkert annað að gera á milli kokk-
teilboðanna og hárgreiðslutímanna.
En það var nú heldur betur eitthvað
annað. Fínu frúrnar voru bara nán-
ast allar útivinnandi á fullu og sögð-
ust ekki hafa nokkurn einasta tíma
fyrir svona fundastand og vesen.
Ein var m.a.s. læknir! (Svo fannst
þeim þetta líka örugglega soldið fas-
istalegt hjá ömmu, þó þær þyrðu
ekki að segja það beint út.)
Amma ákvað þess vegna að kýla
bara á þetta með saumaklúbbnum
sínum, en þær kellingar eru flestar
annaðhvort heyrnarlausar, sjón-
lausar eða út úr heiminum, svo fé-
lagið endist örugglega ekki lengi. ..