Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 16. nóv. 1989 Deilur hafa spunnist innan kaþólsku kirkjunnar i Reykjavik. Þær snúast m.a. um biskup kaþólikka, dr. Alfred Jolson, um harðsnúðið trúboð sem svokallað Maríu-legion stendur fyrir og um sölu ó húseign kirkjunnar til fjölskyldu innan safnaðarins. EFTIR ÓMAR FRIÐRIKSSON MYND: EINAR ÓLASON I raun er sagt að tvær fylkingar hafi myndast innan kirkjunnar. Annars vegar er hinn gamli kjarni kaþólikka — stundum kallaður „Landakotsklíkan" — íslendingar og kaþólikkar af erlendum uppruna sem hafa aðlagast íslenskum að- stæðum — hins vegar eru svo eink- um írskir prestar og fylgismenn þeirra, svonefnt Maríu-legíon, sem vilja harðsnúið trúboð með því að fara á heimili og vinnustaði og veiða sálir í söfnuðinn. „írska trúboðið#/ Þrír írskir prestar innan kaþólska safnaðarins, undir forystu séra Ro- berts Bradshaw, hafa undanfarin ár staðið fyrir miklu trúboði á Is- landi sem mætt hefur mikilli gagn- rýni annarra kaþdlikka. Auk þeirra er einn hollenskur prestur við Premítaklaustrið í Hafnarfirði í þessari hreyfingu. „Menn eru marg- ir mjög ósammála þessum aðferð- um,“ segir Torfi Ólafsson, formað- ur félags leikmanna innan kaþólsku kirkjunnar. Að hans sögn kemur fólk hingað til lands frá íriandi og fer hús úr húsi til að breiða út trúna. Fyrir þessu standa írsku prestarnir, en nokkrir fundir hafa verið haldnir um málið innan kaþólska safnaðar- ins þar sem hart er deilt á þessa að- ferð. Síðast var slíkur fundur hald- inn sl. vor. „Ég held að biskupinn sé þessu samþykkur, a.m.k. leyfir hann þetta og það gerði síðasti biskup, dr. Henrik Frehen, líka. En það eru ekki allir ánægðir með þetta. Allra síst á sama tíma og verið er að tala um samkirkjulega starfsemi því þá er ekki viðeigandi að vera að senda fólk af stað til þess að krækja í fólk úr þjóðkirkjunni," segir Torfi. „Það er ekkert leyndarmál að ég hef alla tíð verið andvígur þessari starfsemi," segir séra Hjalti Þor- kelsson, prestur kaþólska safnað- arins í Hafnarfirði. Að sögn séra Hjalta hafa írsku prestarnir haft hér töluverðan hóp fólks frá írlandi í lengri eða skemmri tíma sem stunda trúboðið. Að hans áliti hefur þetta starf skaðað starfsemi kirkj- unnar fremur en hitt. Maríu-legíon-hreyfingin á rætur að rekja til þriðja áratugarins á ír- landi. Hún beindist fyrst og fremst að utangarðsfólki. Því er talið að hún eigi alls ekki við hér á landi. „Hér áður fyrr, þegar við störfuð- um með Maríu-legíon, unnum við þannig að ef einhver óskaði eftir að við kæmum og fræddum um kaþ- ólska trú, þá gerðum við það. Það hentar ekki Islendingum að láta banka upp á hjá sér og að reynt sé að snúa þeim frá sinni trú,“ segir full- orðin kona sem verið hefur í kaþ- ólska söfnuðinum í áratugi. „Það er mikill meirihluti í kaþ- ólska söfnuðinum á móti þessu starfi. Báðar fylkingar skýrðu mál sitt á fundi í vor en ekkert breyttist. Biskuparnir hafa ekki viljað hlusta á rök okkar sem erum mótfallin þessu. Að vísu hafa menn haft skiln- ing á því að dr. Alfred Jolson þurfi að setja sig inn í mál hér á íslandi og menn vonast til að hann geri eitt- hvað, en ef hann gerir ekkert þá get- ur þetta orðið mjög hatrömm deila," segir Sigmar B. Hauksson, sem starfað hefur innan kaþólska safn- aðarins um tveggja áratuga skeið. „Menn eru orðnir langþreyttir á þessu. Ég er að hugleiða að safna undirskriftum hér í söfnuðinum sem yrðu sendar til Rómar þar sem við mótmælum þessu starfi," segir Sig- mar B. Hauksson. „Ég vil þó taka það fram,“ segir hann, „að þetta írska fólk gerir margt gott en við er- um að mótmæla því að farið sé i heimahús óg á vinnustaði og fólk truflaö með trúboði. Það hefur alltaf verið mjög góð samvinna á milli kaþólsku kirkjunnar hér og þjóð- kirkjunnar, sem sannaðist best við páfaheimsóknina sem var þjóð- kirkjumönnum til mikils sóma. En við höfum orðið vör við að þessi starfsemi Maríu-legíóna fer fyrir brjóstið á sumum prestum þjóð- kirkjunnar og við viljum ekki lenda í útistöðum við hana,“ segir hann. Illskiljanlegar ræður í Landakoti Annað deilumál sem sprottið hef- ur upp snertir tilflutninga presta á milli safnaða. Margir urðu mjög ósáttir við það er séra Hjalti Þorkels- son var sendur í Hafnarfjörð, en hann hafði áður starfað í fimm til sex ár við Landakot við miklar vin- sældir. I Hafnarfirði stendur til að byggð verði kirkja. Söfnuðurinn, að meðtöldum Garðabæ og Suðurnesj- um, telur um 300 manns, og telja margir að séra Hjalti sé manna hæf- astur til að taka við því verki. En því miðar hægt. Að sögn séra Hjalta er þó von til að þýsk stofnun samþykki sem strandað hefur á fjárskorti. í Landakoti eru nú eingöngu prestar af erlendu bergi brotnir að séra Sæmundi Vigfússyni undan- skildum. Finnst mörgum safnaðar- meðlimum erfitt að hlýða á þessa menn við messur og helgihald þar sem þeir tala fæstir íslensku. „Eftir að séra Hjalti fór skilur maður varla ræðurnar. Al Jolson biskup flæmdi hann í burtu. Hann ræður þessu auðvitað en ég ræð hvað mér finnst um kirkjuna mína," segir eldri kona í söfnuðinum sem ekki vildi láta nafns getið. „Foreldrar leggja tölu- verða áherslu á að börnin gangi til íslensks prests — án þess að verið sé að halla á þessa erlendu menn," seg- ir Sigmar B. Hauksson. Skiptar skoðanir um biskup Meðal margra viðmælenda PRESSUNNAR var hreyft gagnrýni á biskupinn, Alfred Jolson, sem hér hefur starfað í um tvö ár. „Jolson kemur úr amerísku menningarum- hverfi inn í evrópskt. Það tikkar ekki alveg saman eins og skot. Hann hefur önnur viðhorf þar sem hann kemur úr stórríku samfélagi inn í litinn, fátækan söfnuð. Því er ekki að neita að það eru ekki allir ánægðir," segir áhrifamaður innan kirkjunnar í samtali við blaðið, en leggur mikla áherslu á að deilumál af því tagi séu mjög viðkvæm og menn vilji ekki bera þau á torg. Annar kaþólikki í Reykjavík er á öndveröum meiði: „Mér er afskap- lega vel við A1 Jolson biskup og hef enga ástæöu til að vera óánægður með hann. írskum prestum hefur fjölgað í kaþólsku kirkjunni og ef- laust hefur það farið fyrir brjóstið á einhverjum," segir Leifur Þórar- insson tónskáld. Meðal þeirra sem rætt var við og gagnrýndu hversu lítið biskup og hinir erlendu prestar reyndu að taka tillit til íslenskra aðstæðna var kona sem sækir Landakotskirkju: „Þeir vilja ekki hafa neitt sem er íslenskt. Það er almenn óánægja með þetta. Þegar ég gekk í kirkjuna töluðu margir góða íslensku, en þeir eru allir farnir burt," segir hún. Heimsókn pófa Þá er sagt að íslenskir safnaðar- meðlimir hafi orðið óánægðir þegar á heimsókn páfa stóð, með að að- gangur þeirra að Landakotskirkju var takmarkaður við móttöku páfa. Hins vegar hafi fjölmargir Amerík- anar sem komu í hópferð til landsins til að hitta páfa fengið aðgang að kirkjunni. Þetta sýni að ekki sé tekið nægilegt tillit til íslendinganna. „Þetta er eitt af viðkvæmu málun- um,“ segir einn viðmælenda. „Það er ekki hægt að neita þessu," segir Torfi Ólafsson. „Ég veit um menn sem komust ekki að en ég veit líka að það var amerískur ferðamanna- hópur þarna. Hversu stór hann var veit ég ekki, en það var ekki ánægja með þetta." Sala ó eign kirkjunnar Þá ríkir reiði vegna sölu á raðhúsi, sem er í eigu kirkjunnar, til banda- rískrar fjölskyldu sem hér er búsett og starfar í söfnuðinum. Biskup stóð fyrir þessu á síðasta ári en gagnrýn- in beinist að því að selt hafi verið langt undir sannvirði. Þetta mál hef- ur farið hljótt en heimildir herma að þarna hafi eignin verið seld fyrir um 3 milljónir, en hún sé metin á átta/níu milljónir. „Þetta eru stórar upphæðir sem fara þarna í súginn og jafngilda árstekjum kirkjunnar í sóknargjöldum," sagði áhrifamaður innan kirkjunnar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að fá staðfest hverskonar sala þarna hefur átt sér stað sem svo mjög er gagnrýnd. „Ég veit það eitt að þessi húseign var seld fjölskyld- unni og það hefur hleypt illu blóði í marga. Éinkanlega þegar haft er í huga að við fáum hluta fjármagns til rekstrar kirkjunnar frá Þýskalandi. Ég er ekki vel inni í þessu máli en þessi húsakaup eru óskiljanleg," segir Sigmar B. Hauksson. Torfi Öl- afsson staðfesti einnig að húsið hefði verið selt og að ágreiningur væri um hvort það hefði farið fyrir sannvirði, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það mál. Vísaði á fjárhags- nefnd kirkjunnar. Séra Hjalti Þor- kelsson er gjaldkeri kaþólsku kirkj- unnar. Hann kannaðist einnig við þessa sölu: „Þetta heyrir undir bisk- up og fjármálanefnd kirkjunnar. Nefndinni ber að taka slíkar ákvarð- anir og biskupi ber að hafa samráð við hana. Mér hafa ekki borist nein plögg um þessa sölu þannig að eign- in er ennþá, í mínu bókhaldi, talin eign kaþólsku kirkjunnar." Gunnar J. Friðriksson, einn þriggja full- trúa i fjárhagsnefnd kirkjunnar, kannaðist hins vegar ekkert við þessa sölu; „Fjárhagsnefndin er ráð- gefandi hópur og þetta hefur ekkert komið inn á okkar borð. Reikningar kirkjunnar eru lagðir fyrir einu sinni á ári. Það hefur því ekkert komið til okkar um þetta, a.m.k. ekki ennþá, hvað sem seinna kann að verða," segir hann. PRESSAN hafði sam- band við dr. Alfred Jolson biskup og spurði hann um þessa gagnrýni og sölu raðhússins: ,,Mér er ókunnugt um nokkurn ágreining," svaraði Al Jolson. „Ég staðfesti að eignin var seld vegna þess að kirkjan hafði ekki not fyrir hana." Aðspurður sagðist hann hafa endanlegt vald til að ákveða svona nokkuð. „Þetta er einkamál og átti sér stað fyrir rúmu ári. Fjárhagsnefndin er aðeins ráð- gefandi og þeir höfðu ekki haldið fund þegar salan átti sér stað." Að- spurður um ástæður þess að eignin væri enn bókuð í eigu kirkjunnar svaraði biskup því að það væri vegna þess að ekki væri búið að ganga endanlega frá sölunni að forminu til. Hann vildi ekki gefa upp söluverð íbúðarinnar og ítrekaði að þetta væri einkamál. Mönnum ber ekki saman um hvort biskup hafi vald til sölunnar skv. kirkjulögum. „Skv. þeim lögum eru hið andlega vald og fjárhags- lega valdið aðskilin. Biskup er ekki einráður. Hann verður að hlíta til- mælum fjárhagsráðsins," sagði einn viðmælandi. Annar benti á að bisk- upi væri skylt að hafa samráð við fjármálanefndina, sem hann hefði ekki gert. Sjálfur segist Alfred Jol- son biskup hafa hið endanlega vald og undir það tóku fleiri viðmælend- ur blaðsins, en málið hefur engu að síður vakið upp gagnrýni og ýtt undir deilur innan kaþólsku kirkj- unnar. Deilt um erlend áhrif i kaþolska starfinu á íslandi. Sala a húseign kirkjunnar vekur gagnrýni. „íhuga aö safna mótmælaundirskriftum og senda til Rómar vegna truboðs írsku kaþólikkanna," segir Sigmar B. Hauksson. að leggja til fjármagn í bygginguna,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.