Pressan


Pressan - 16.11.1989, Qupperneq 12

Pressan - 16.11.1989, Qupperneq 12
12 Fimmtudagur 16. nóv. 1989 VIÐTAL VIÐ UNU ÁRNADÓTTUR, FERTUGA FIMM BARNA MÓÐUR SEM TÓK STÚDENTSPRÓF í VOR Hún er fimm barna móðir og heitir Una Árnadóttir. Síðastliðið vor lauk hún stúdentsprófi úr öldungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti og dúxaði í tveimur greinum. Þegar hún hóf nóm voru börnin ó aldrinum fjögurra til 13 óra. Var henni kappsmól að útskrifast órið sem hún yrði fertug — og það tókst. VIÐTAL: HARPA SIF JÓHANNSDÓTTIR OG BERGLIND JÓNA ÞRÁINS LJÓSMYNDIR: BERGLIND JÓNA ÞRÁINS Við sitjum í stofunni hjá Unu og spyrjum hvers vegna hún hóf skóla- göngu á ný eftir 20 ára hlé. ,,Eg bjó í Bandarikjunum frá 7—13 ára aldri og lauk barnaskóla þar. Þegar ég kom heim til íslands fór ég beint í 1. bekk í „gaggó“, kláraði skólaskylduna og tók síðan lands- próf. Eftir það réð ég mig í sumar- vinnu hjá O. Johnson & Kaaber hf. Ég fór að vinna á skrifstofunni hjá þeim og líkaði mjög vel. Þessi sum- arvinna varð að tæplega tíu ára samfelldu starfi hjá fyrirtækinu. Ég var 23 ára þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn. Sex árum síðar kom annað og aðeins tveimur árum síðar komu þrjú til viðbótar með um árs millibili. Nú var ég alveg bundin yfir fimm börnum. Það gefur auga- leið að húsmóðir með fimm börn — átta ára, tæplega þriggja ára, rúm- lega eins árs og nýfædda tvíbura — hefur ekki tækifæri né tíma til að stunda mikið félagslíf utan heimilis. Þó verða allir að hafa eitthvað fyrir sjálfan sig til að losna úr daglegu amstri og slaka á. Ég fór þá leið að ég byrjaði að læra á píanó. Fór í spilatíma einu sinni i viku, hálftíma í senn, og það er alveg ótrúlegt hvað þetta gerði mér gott. Ég kom alltaf endurnærð úr píanótímunum og gat svo stundað þetta áhugamál mitt innan veggja heimilisins þess á milli. Þetta gerði ég í fjögur ár og hafði út úr því þrjú stig á píanó og fjögur í tónfræði og tónheyrn. Börnin stækkuðu og ég fór að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera þegar þau væru orðin það sjálf- bjarga að ég gæti farið að stunda vinnu utan heimilisins. Þá datt mér í hug að það gæti verið upplagt að fara í Tónlistarskólann og verða tón- menntakennari. Til þess að komast inn í þá deild þarf maður þrjú stig á hljóðfæri og stúdentspróf. Þarna var því komin ástæða til að dusta rykið af skólabókunum og setjast á skólabekk að nýju." Ekkert Ajax-heimili — Hvernig er hægt að stunda menntaskólanám og vera hús- móðir með sjö manns í heimili? „Það er allt hægt ef góður vilji er fyrir hendi. Við hjónin vorum alveg samtaka um að það skipti ekki meg- inmáli að rykið væri samviskusam- lega þurrkað af einu sinni i viku og að allt væri eins og í Ajax-auglýs- ingu hér á heimilinu. Það sem skipti máli væri að allt gengi eðlilega fyrir sig varðandi börnin og að ég væri heima hjá þeim á meðan þau væru í barnaskóla. Ég gat notað tímann á meðan þau voru í skólanum til að læra og fór síðan sjálf í skólann klukkan sex. Stuttu seinna kom pabbi þeirra, Kristján Jónasson, heim þannig að þetta lukkaðist allt með góðri samvinnu. Börnin lærðu svo að taka tillit til þess að stundum þurfti mamma frið til að læra fyrir próf eða gera verkefni og ég held að þau hafi bara haft gott af því.“ Þegar þarna var komið sögu voru börnin hennar Unu öil að tínast inn og höfðu þau frá mörgu að segja; t.d. að mesti spenningurinn hefði verið í kringum útskriftarveisluna. Þau vissu að það yrði stór veisla þar sem slá átti saman fertugsafmæli og út- skriftarveislu. — Hvers vegna valdir þú FB „í fyrsta lagi var Fjölbraut svo ná- lægt mér að það var alveg sjálfsagt. I öðru lagi þá gat ég nýtt þar þau próf, sem ég hafði tekið í tónfræði og tónheyrn. Ég stundaöi nám á fé- lagsfræðibraut. Mér fannst gífurlega erfitt að hefja nám að nýju eftir svo langt hlé. Ekki síst vegna þess að ég var í öldungadeild og kennslan þar er mun minni en í dagskólanum. Það má segja að öldungadeild sé að vissu leyti einungis aðstoð við heimanám þar sem öldungar fá að- eins helminginn af þeim tímum sem dagskólinn fær. Þetta var því erfitt, en jafnframt mjög skemmtilegt. í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti er gífurlega mikil verkefnaskylda. Þessi verkefni eru tekin með í lokaeinkunn hvers áfanga. Vegna þessa komast nem- endur ekki upp með að slaka á hálfa önnina og ætla sér að bæta það upp með því að taka glæsilegt lokapróf í áfanganum. Ef nemendur skila ekki tilskildum verkefnum og taka ekki skyndipróf á önninni hafa þeir ekki próftökurétt þegar kemur að loka- prófi. Þess vegna verður að stunda námið samviskusamlega alveg frá byrjun annar. Ég er mjög hlynnt þessu fyrirkomulagi og alveg viss um að þetta stuðlar að betri vinnu- brögðum hjá nemendum. Skemmtilegar kennsluaðferðir Eitt af því sem kom mér skemmti- lega á óvart var hvernig kennslunni var háttað í ýmsum greinum, t.d. sögu. Kennarinn hafði það að leið- arljósi að nemendur gætu öðlast skilning á sögunni frekar en að geta svarað alveg upp á hár hvenær viss- ir atburðir áttu sér stað. Ég er viss um að margir á mínum aldri hafa í endurminningunni mynd af kennar- anum með prikið að hlýða yfir ártöl og atburði. Það hlýtur hins vegar að vera meira virði fyrir nemendur að geta rakið þróun ýmissa þátta sög- unnar í gegnum aldirnar en að geta þulið upp ártöl eins og páfagaukar. Ég er þar með ekki að segja að mað- ur eigi að gleyma öllum ártölum, heldur að það skipti ekki meginmáli að muna þau alveg rétt. Þessi kennsluaðferð var ekki ein- göngu notuð í sögu. Mér fannst hún höfð að leiðarljósi í flestum bókleg- um fögum. Maður fór ekki heim með bækurnar til að geta svarað beinum spurningum um efnið held- ur varð að gefa sér tíma til að túlka og skilja það sem verið var að læra. Ég þurfti að beita ýmsum ráðum til að hafa tíma til að læra. Ég notaði t.d. segulband þó nokkuð. Las inn á það og hlustaði síðan við húsverkin. Þegar ég straujaði hafði ég glósur í augsýn og velti svona ýmsu fyrir mér við strauborðið. Ég hafði líka oft segulbandsspólur með mér í bíl- ipn og gat þannig nýtt tímann betur. Ég notaði sumrin einnig til að undir- búa mig fyrir veturinn." — Hvað varst þú lengi í FB? „Ég tók ekki nema fjögur ár i þetta nám, vegna þess að markmið- ið var að útskrifast sama árið og ég yrði fertug." — Hafðir þú aldrei hugsað þér að halda áfram námi eftir lands- próf? „Eins og ég sagði áðan þá fékk ég vinnu hjá rótgrónu og traustu fyrir- tæki, þegar ég var 16 ára. Mér fannst ég vera á grænni grein. Ég bjó þá hjá afa mínum og hann var alveg sammála því að þar sem ég væri komin í vinnu hjá svona góðu fyrirtæki væri ekki nauðsynlegt að mennta sig frekar. Þessi afstaða hans var mjög skiljanleg. Hann fæddist fyrir aldamótin og mundi tímana tvenna. Sennilega hefði ég þurft á hvatningu að halda á þessum aldri til að halda áfram námi. í dag eru allt aðrar kröfur. Atvinnuvegirn- ir krefjast sífellt menntaðra starfs- fólks og þvi er nauðsynlegra að standa sig i námi. Ég er samt ekki hlynnt þeirri stefnu sem er ríkjandi í dag í menntamálum. Nú komast allir í framhaldsnám burtséð frá því hvort þeir hafa náð grunnskólaprófi. Er endilega æskilegt að allir komist í framhaldsskóla og hangi þar og skili engum eða litlum námsárangri? Það er ekki öllum gefið að hafa áhuga eða getu til að stunda nám til stúdentsprófs. Ég tel það ekki mannbætandi að senda einstakl- inga áfram í nám sem þeir ráða ekki við og láta þá finna vanmátt sinn. Ef til vill gætu þessir sömu einstakling- ar komist prýðilega vel áfram í ann- ars konar námi. Óvíst með framhaldið Mér finnst líka skjóta skökku við að á sama tíma og framhaldsskól- arnir eru opnaðir fyrir nemendum, sem ekki hafa staðist grunnskóla- próf, þarf að spara 140 milljónir í grunnskólanum. Viðveruskylda yngstu barnanna er of lítil nú þegar og minnkar við þennan sparnað. Hefði ekki verið nær að bíða með að hleypa öllum í framhaldsskóla, sem felur i sér aukinn kostnað, og hlú meira að grunnskólanum? Ég er sannfærð um að það væri hægt að nýta betur þau ár sem börnin eru þar. Það er kominn skilningur á því að börn sem eiga erfitt með að læra fái aðstoð sérfræðinga. En hvernig er með börnin sem hafa sérlega góða námshæfileika? Ég tel að illa sé farið með þau. Þau komast alltof létt út úr grunnskölanum. Hafa e.t.v. aldrei þurft að læra mikið heima vegna þess að þau klára alltaf verk- efnin sín í tímum. Mörg þessara barna læra ekki vinnusemi og oft á tíðum gengur þeim illa að skilja að þegar komið er í framhaldsnám er ekki nóg að vera klár — maður verður líka að nenna að gera hlut- ina. Mín reynsla er sú að börn hafa mjög gaman af því að vinna verk- efni fyrstu árin sem þau eru í skóla og njóta þess að vinna t.d. á eldhús- borðinu á meðan mamma eða pabbi eru eitthvað að sýsla. Þegar þau eru svo aftur á móti komin á unglingsárin fer maður að hafa minni stjórn á tíma þeirra og félags- skapur utan heimilisins skiptir þau meira máli.“ — Okkur skilst að þú haldir áfram námi í FB eftir stúdents- próf? „Já, ég tek tvo áfanga í stærð- fræði í dagskólanum. Ef það gengur vel ætla ég eftir áramótin að taka tvo í viðbót og þá er ég búin með þá stærðfræði, sem er í boði í FB. Mér finnst mjög gaman að glíma við stærðfræðina." — Hefur þú hugsað þér að halda áfram námi í háskólanum? „Ég hef hugleitt það en hef ekki ákveðið í hverju það ætti að vera. Fertug kona velur sér áframhald- andi nám með öðru hugarfari en tví- tug stúlka. Ég hef þegar útilokað nokkrar brautir sem ég hefði e.t.v. haft áhuga á ef ég væri yngri. Upp- haflega takmarkið var að verða tón- menntakennari, en í náminu hafa önnur áhugasvið komið frarn." — Hvernig er að vera orðin stúdent í dag? „Þetta hefur verið einstaklega ánægjulegur tími í FB. Ég var farin að sakna þess að mæta ekki í skól- ann í haust þar til ég ákvað að skrá mig í stærðfræðina. Hvort ég nota þetta próf til áframhaldandi náms finnst mér ekkert aðalatriði. Ég tel mig a.m.k. geta nýtt þessa menntun við að hjálpa börnunum mínum með skólanámið. Elsta dóttir mín er á listasviði í FB og hún getur leitað til mín með ýmislegt, sem ég hefði ekki verið fær um að hjálpa henni með áður en ég fór í FB. Ég segi stundum við börnin mín í hálfgerðu gamni: „Var mamma ekki sniðug að bíða með að verða stúd- ent svo að þið gætuð komið í veisl- una?“ Þá er öskrað í kór J 0 !“ Una Árnadóttir: „Það er ekkert aðalatriði hvort ég nota þetta próf til áframhaldandi náms. Ég tel mig a.m.k. geta nýtt þessa menntun við að hjálpa börnunum mínum með skólanámið."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.