Pressan - 16.11.1989, Page 13

Pressan - 16.11.1989, Page 13
Fimmtudagur 16. nóv. 1989 73 PRESSU MOi,AR lýlega greindum við frá því að Guðjón Arngrímsson, fréttamað- ur á Stöð 2, hefði sagt starfi sínu lausu. Guðjón mun fara til starfa hjá Athygli hf., sem hann er hluthafi i ásamt Ómari Valdimarssyni og fleirum. Aðrir sem sagt hafa upp á Stöðinni nýlega eru Sighvatur Blöndal, sem var markaðsstjóri, og Birna Björgvinsdóttir skrifta, sem iðulega hefur verið aðstoðarmann- eskja Maríönnu Friðjónsdóttur útsendingarstjóra. . . Hnnan tíðar getur Aðalstöðin átt von á því að missa nokkra af ný- ráðnum dagskrárgerðarmönn- um sínum. Er þar um að ræða þrjá starfsmenn hjá Frjálsu framtaki hf. og segir sagan að búið sé að setja þeim stólinn fyrir dyrnar; annað- hvort vinni þeir hjá tímaritaútgáf- unni eða útvarpsstöðinni. Þykir mönnum skjóta skökku við þar sem útgáfufyrirtækinu ætti að vera akk- ur í að „þeirra" fólk sé kynnt sem víðast. Einnig er bent á að Frjálst framtak gæti haft hag af því að hafa starfsfólk sitt innan útvarpsstöðva og í því sambandi er rétt að geta þess að Katrín Baldursdóttir blaðamaður hjá Frjálsu framtaki og dagskrárgerðarmaður á Aðal- stöðinni er eiginkona Eiríks Jóns- sonar, þess sem sér. úm frétta- tengdan þátt síðdegis á Aðalstöð- inni. Aðrir dagskrárgerðarmenn á Aðalstöðinni sem einnig tengjast Frjálsu framtaki eru íris Erlings- dóttir ritstjóri Gestgjafans og Ragnheiður Davíðsdóttir rit- stjóri tímaritsins Við sem fljúg- um.. . ff I ari svo að Frjálst framtak banni starfsmönnum sinum að starfa hjá öðrum fjölmiðlum getur Bylgjan átt von á að sjá á bak ein- um dagskrárgerðarmanni sínum, Þorgrími Þráinssyni ritstjóra Iþróttablaðsins. . . meistarinn Dúddi. Óvanalega fáir landar verða því viðstaddir keppn- ina sem margir íslendingar hafa sótt á síðustu árum, enda vegalengdin meiri en áður hefur tíðkast. . . k i k eppnin um Ungfrú heim verður haldin í Hong Kong næst- komandi miðvikudag, 22. nóvem- ber. Fegurðardrottningin Hugrún Linda Guðmundsdóttir kom til Hong Kong fyrir nokkru, en í gær héldu áleiðis þangað þeir tveir ís- lendingar aðrir sem við vitum að verða viðstaddir keppnina. Þar ber að sjálfsögðu fyrsta að telja al- heimsfegurðardrottninguna 1988, Lindu Pétursdóttur, en samferða henni var hárgreiðslu- nýjasta tölublaði Veru er grein eftir borgarfulltrúa Kvennalistans, Elínu G. Ólafsdóttur. Ræðir hún þar m.a. um konurnar í „blönduðu" stjórnmálaflokkunum og mun sum- um þeirra hafa sárnað sú umfjöllun. Það er eftirfarandi klausa, sem fjór- flokkakonunum þótti ómakleg: „Það er hins vegar sorglegt að horfa á konurnar í meirihlutanum svo al- gerlega ofurliði bornar, að þær bera ekki einu sinni hönd fyrir höfuð sér í eigin hagsmunamálum, en lúta al- gerlega karlaveldi flokksins. í gömlu flokkunum í minnihlutanum hafa karlarnir hægara um sig um þessar muridir og leyfa konunum að sprella með mjúku málin". . . Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Eðvarðsson hefur tekið að sér að gera framhaldsþætti í léttum dúr fyrir Stöð 2. Munu þeir nefnast Borð fyrir tvo og hefjast upptökur í desember. Fyrstu þættirnir koma á skjáinn um jólaleytið og eru aðal- leikararnir þeir Laddi og Eggert Þorleifsson. . . lú hefur Maríanna Friðjóns- dóttir, útsendingarstjóri á Stöð 2, sagt upp störfum á Stöðinni. Óvíst er hvað hún tekur sér fyrir hend- ur. . . Þ I smáauglýsingum gefur oft að líta auglýsingar um húsnæði í boði þar sem tekið er fram að aðeins barnlausum verði leigt. Sjaldnar birtast auglýsingar eins og sú sem birtist í DV í gær, miðvikudag, þar sem sagði að til leigu væri 140 m'- viðhafnaríbúð sem hentaði barn- lausum. Leigan — sjötíu þúsund á mánuði. .. ótt mörgum kunni að þykja nægur tími til jóla eru aðrir þegar farnir að gera jólahreingerning- una. Á Hótel Borg hefur síðustu dagana allt verið í fullum gangi við að skipuleggja jólamánuðinn og vill hótelið með því leggja sitt af mörkum við að efla lífið í gamla miðbænum. Hyggjast veitinga- stjórar Borgarinnar fá þekkta ein- söngvara til að koma fram meðan gestir ylja sér á heitu kakói eða jóla- glöggi. Tími jólaglöggsins rennur nefnilega upp eftir tvær vikur eða Folaldakjöt af nýslátruðM á KYNNINGARVERBI: Buff 775.00 pr. kg. File 845.00 pr. kg. Karbónaði 295.00 pr.kg. Hakk 295.00 pr.kg. Baconbauti 295.00 pr.kg. Framhryggur 495.00 pr.kg. Hnakkafile 595. pr.kg. Ossobuco 255.00 pr.kg. Beinlausir fuglar 990.?°^ Kótilettur 655.00 pr.kg. Mínutusteik 990.00 pr.kg. Innra læri 880.00 pr.kg. Valið reykt folaldakjöt 445.00 pr.kg. Saltað folaldakjöt, valið 364.00 pr.kg. Gúllas 695.00 pr.kg. Vöðvar í 1/1 steik 775.?r°kg. Hýtt á fslandi: PAMPERES BLEIUR .sérhannabarfvrtrstraka og steipur ggg oQ PYNGD BARNS: pAKKWN 4-10 kg. 52 stK. 10-16 kg. 40 stk 10-20 kg. 44 stk. Úrval af nyslatruðu SVÍNAKJÚTI á Danskan máta! Stórar pizzur 289.00 PRIPPS bjúr 1/2 líter KJOTMIÐSTOOIN Garðabæ og v Laugalæk 0PNUNARTÍMI Föstud. kl. 9-20 í GARÐABÆ: Laugard. kl. 10-18 Sunnud. kl. 11-18 Ath. á Laugalæk er opið á laugardag frá kl. 9-16. Samkort Nú er tilvalið að flytja jólin til Mallorka. Jóiastemningin er ekki síðri þar en heima. Vöruúrvalið er meira en þú átt að venjast, svo ekki sé minnst á lágt vöruverð. Hvernig væri að gefa konunni frí frá jól- aundirbúningnum ??? Sláðu til og njóttu jólanna í góðu veðri og fallegu umhverfi. íslensk fararstjórn. OTWMTIK 20/12 - 4/1 s FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SlMAR 28388 - 28580

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.