Pressan - 16.11.1989, Side 15
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
15
Um þessar mundir er að koma út bók með smásögum eftir
Hrafn Gunnlaugsson. Það er Almenna bókafélagið, sem gefur
verkið út, en það nefnist Þegar það gerist.
í smásagnasafninu eru tólf sögur og birtum við hér upphaf einn-
ar þeirra, en hún nefnist Hetjusaga. Fjallar Hrafn þar m.a. um
Ekkju, Skáld og Menningarmálaráðherra, sem minna óneitanlega
á Jacqueline Picasso, Halldór Laxness og Ragnhiídi Helgadóttur
eða jafnvel Vigdísi Finnbogadóttur— hvort sem það er nú tilviljun
eður ei.
FYRIRMYNDIR?
Madame var ekkjaað atvinnu. Eftir lát eigin-
manns síns hafði hún ferðast vítt og breitt um
heiminn og haldið sýningar á verkum hans. Á
þessum sýningum lék hún ly kilhlutverkið, því
öll voru verkin úr dánarbúinu sem hún hafði
erft. Og nú var hún mætt til íslands, til að
skoða aðstæður og athuga hvaða áhuga inn-
fæddir hefðu á verkum „eins áhrifamesta list-
málara aldarinnar", svo vitnað sé orðrétt í
merkan listgagnrýnanda. Og Madame hafði
ekki yfir neinu að kvarta, því helstu stórmenni
landsins buðu heim og héldu veislur.
Ráðherrann bauð til morgunverðar í ráð-
herrabústaðnum. Boðsgestir voru í rauninni
aðeins fjórir, en Madame mætti þreföld. í fylgd
með henni voru einkalæknirinn, þunnhærður
og teygður maður sem minnti á safngrip, fjár-
greiðslukonan sem vár lítil og hnellin og svört
á hörund, af afrísku bergi brotin. Þá mætti
móttökustjóri listahátíðar ásamt Madame.
Móttökustjórinn var í hlutverki eins konar
leiðsögumanns og túlks fyrir hina frægu
ekkju. Hinir gestirnir tveir voru Þjóðskáldið
sem hlotið hafði fræg útlend verðlaun og frú.
í hraðbréfi til hátíðarinnar hafði Madame
sett fram þá frómu ósk, að fá að hitta Skáldið
sérstaklega. Madame sagðist eiga við hann
mikilvægt erindi. Móttökustjórinn hafði kom-
ið óskinni á framfæri við Skáldið. Að vísu hafði
hann ekki rætt við Skáldið sjálft, heldur eigin-
konuna sem hafði sagt, að Skáldið myndi
mæta.
Og nú var sú stund runnin upp, að þetta
fræga fólk hittist í ráðherrabústaðnum. Ma-
dame mætti fyrst á staðinn. Hún var um fimm-
tugt og fremur lágvaxin, með stílhreina and-
litsdrætti sem voru svo sterkir, að þeir sem
horfðu í andlit hennar, þó ekki væri nema einu
sinni, gleymdu því seint: Þunglyndisleg augu,
eins og nývöknuð og ennþá að dreyma. Tinnu-
svart hárið lifandi og skreytt einstöku gráu
hári. Með árunum höfðu einkenni andlitsins
skerpst. Há kinnbein og munúðarfullar varir
með óræðu brosi. Fas hennar og vöxtur bar
vott um eðalborna reisn, og samt kattmjúkar
hreyfingar, og stundum stútur á munninum.
Yfir henni hvíldi ævintýrabjarmi. Hún geisl-
aði.
Ráðherrann tók á móti Madame á tröppun-
um með hlýju brosi. Madame sýndi ráðherran-
um meira en tilhlýðilega virðingu og laut
höfði, þegar hún tók í hönd ráðherrans og
sagði:
— Þér eruð kona eins og ég, og mér er tjáð
að þér séuð fyrsta konan á íslandi til að gegna
embætti menningarmálaráðherra, og að þér
hafið sigrað þrjá karlmenn samtímis í lýðræð-
islegum kosningum, þess vegna votta ég yður
sérstakt þakklæti mitt fyrir að vera boðin í
þetta sögulega hús í dag og er það mikill heið-
ur.
Ráðherrann hengdi sjálf upp kápu Madame.
Þegar Madame hafði skráð nafn sitt í gesta-
bókina og gengið í stofu, færði hún ráðherran-
um bókargjöf með eftirprentunum af þekkt-
ustu verkum eiginmanns síns heitins.
— Þessi mynd hangir uppi í vinnustofu
Þjóðskáldsins, sagði ráðherrann og lyfti bók-
inni til að sýna viðstöddum, hvaða mynd hún
ætti við.
Madame brosti og kinkaði kolli eins og það
kæmi henni síður en svo á óvart og svaraði:
— Leónardó málaði þessa mynd af mér,
daginn eftir brúðkaupsnóttina. Þegar hún er
ekki á sýningum, hangir hún uppi í svefnher-
berginu mínu yfir hjónarúminu.
Lengra varð samtalið ekki, því nú heyrðist í
Skáldinu og frú frammi í fatahenginu. I gegn-
um opnar dyrnar mátti sjá, að ritari ráðherr-
ans hengdi upp hatt Skáldsins og frakka.
Skáldið var vel við aldur, en klæddur eftir
splunkunýjustu tísku og svo vel til hafður að
árum saman hafði hann ekkert elst, enda
löngu búinn að semja frið við þjóð sína og
harðsnúinn heim.
Skáldið leit inn í stofuna. Madame hafði stillt
sér upp á miðju gólfi og horfði á hann eins og
stjörnuleikari sem bíður eftir að tjaldið sé
dregið frá í leikhúsi. Andlit Skáldsins Ijómaði
upp og hann gekk rakleiðis inn í stofuna til Ma-
dame. Hún rétti honum höndina eins og konur
gera í bíómyndum um riddara og fljóð sem
sitja í festum. Skáldið tók hönd hennar, kyssti
hana margsinnis og hélt henni upp að vörum
sér og sagði lágum rómi á útlensku:
— Þetta er stór stund fyrir mig og gleður
mig innilega að fá að hitta yður. Ég hef svo oft
horft á yður í stórbrotnu málverki. Ég á að vísu
aðeins ósköp ómerkilega eftirprentun af þessu
snilldarverki sem hangir uppi á vinnustofunni
minni, en þótt eftirprentunin sé ómerkileg, er
myndin svo stórkostleg og hefur verið slíkur
hluti af mínum hvunndegi í mörg ár, að ég veit
að þér fyrirgefið mér, þótt ég tali við yður eins
og gamlan vin.
Madame kinkaði kolli og í þunglyndislegum
augunum fæddist bros sem virtist breiðast út
um allan líkamann og sendi frá sér rafmagn-
aða strauma og svo rafmagnaða að Skáldið
festist við hönd hennar og kyssti hana aftur og
lækkaði róminn svo engu var líkara en skrjáf-
aði í orðunum:
— Fegurð yðar sem er varðveitt í málverki
er mikil og stórbrotin, en miklu meiri er sú feg-
urð sem mætir mér núna, þegar ég lít yður
augliti til auglitis.
Þetta var hátíðleg stund í febrúar, þegar sól-
in kemur næstum því ekki upp og rauðir og
hálfkulnaðir geislarnir seytluðu í gegnum
gluggatjöldin og brotnuðu í kristalglösum eða
björmuðu á veggjunum og þögnin og hátíð-
leikinn í stofunni voru slík, ef frá er skilið hjal
Skáldsins, að engu var líkara en vetrarkyrrðin
handan gluggans gerði einmana álft, sem
gargaði á ísa grárri spöng, að stórsöngvara.
Loks opnaði Madame munninn og setti stút
á varirnar um leið og hún sagði lágt: Mér finnst
ég líka vera að hitta gamlan vin. Vin sem ég
þekki gegnurn ótal bækur, og góðir vinir þurfa
ekki að þérast. Þú ert vinur og þetta er endur-
fundur.
Skáldið tók undir þessi orð með nokkrum
lágværum jáum sem hljómuðu eins og sönglag
sem hækkar sig frá einni áttund upp í aðra án
þess að breyta um tón.
Aðrir í stofunni steinþögðu og horfðu lotn-
ingarfullir á þessar tvær manneskjur sem virt-
ust svo hugfangnar hvor af annarri.
Allt í einu kallaði hvell rödd frammi úr fata-
hengi:
— Snorri, þú ert ekki búin n að skrifa í gesta-
bókina.
Skáldið virtist ekki heyra, en Madame leit
rannsakandi í gættina, þar sem kona Skáldsins
stóð og hélt báðum höndum um töskuna stna.
Skáldið missti augnsamband við Madame
og leit í sömu átt og hún. Skáldið virti fyrir sér
konuna í gættinni, eins og hann hefði aldrei
séð hana áður, og tók um hökuna og hugsaði
eitt andartak alvarlegur á svip, en svo leit
hann aftur á Madame og brosti sínu blíðasta.
Eiginkonan endurtók ögn hærra:
— Snorri, þú ert ekki búinn að skrifa í gesta-
bókina.
— Gestabókina, át Skáldið upp og kallaði
yfir öxl sér: Geturðu ekki bara skrifað fyrir
mig?
Konan í gættinni hristi töskuna sína eins og
aktygi og gaf skipun:
— Komdu og skrifaðu í gestabókina og
vertu ekki með þennan leikaraskap.
— Ég skrifa í bókina, þegar ég fer, sagði
Skáldið og sneri sér heilshugar að Madame um
leið og hann bætti við:
— Etikettur, etikettur, hvers vegna alltaf að
eltast við etikettur ... Við sem elskum listina,
eigum aðeins eina etikettu, og það er listin
sjálf.
En Skáldið komst ekki lengra, því eiginkon-
an strunsaði yfir gólfið, greip í öxl hans og dró
hann af stað í áttina að fatahenginu.
Skáldið ætlaði ekki að sleppa hönd Ma-
dame, og nú togaði Einbjörn í Tvíbjörn og Tví-
björn í Þríbjörn og Madame fylgdi með fram í
fatahengið, dregin á útréttri hendi af Skáldinu
sem Einbjörn ætlaði að pína til að skrifa í
gestabókina.
Skáldinu hitnaði í hamsi við þessa uppá-
komu. Þegar eiginkonan sleppti af honum tak-
inu, snerist hann um sjálfan sig í fatahenginu,
og fann engan penna og spurði ásakandi:
— Hef ég ekki sagt þér að vera með penna?
Þú átt alltaf að vera með penna.
— Það er penni þarna á borðinu, hjá bók-
inni, svaraði konan hans kalt.
Madame losaði sig út úr þríeiningunni og
hvarf aftur til stofu, án þess svo mikið sem taka
eftir eiginkonunni. Skáldið greip pennann og
skrifaði fljótaskrift í gestabókina og var þotinn
aftur inn í stofuna eins og fluga sem flýgur
blindandi á ljósker. Hann tók aftur í höndina á
Madame.