Pressan - 16.11.1989, Side 18

Pressan - 16.11.1989, Side 18
18 Fimmtudagur 16. nóv. 1989 sjúkdómar og fólk Keititarar, fyrirlesarar og kennslutæki Námskeið eru mjög í tísku um þessar mundir. Alls staðar eru aug- lýsingar um námstefnur og lærdóm sem stendur til boða. Til að mennta allt þetta fróðleiksfúsa fólk þarf ara- grúa af kennurum, en þeir eru mis- jafnir eins og gengur. Á sjúkrahús- um fer mikil kennsla fram og ég hef kynnst mörgum kennurum á þess- um árum, sem ég hef eytt sem stúd- ent og læknir. Eg hef lengi ætlað mér að skrá niður hugrenningar mínar um kennslu og fyrirlesara en aldrei komið því í verk fyrr en nú. Fyrsti kaflinn mun fjalla um sitt af hverju sem hefur angrað mig í ótal fyrirlestrum liðinna ára en verði ég einhvern tímann jákvæðari í hugs- un mun ég skrifa um það sem vel er gert. « Flokkun á fyrirlesurum Ég skipti fyrirlesurum í nokkra undirflokka, eftir því hvernig geng- ur að koma boðskapnum út. Flestir fyrirlesarar nota einhvers konar hjálpartæki til að koma lærdómn- um til þeirra sem hlusta. Vinsælust eru myndvarpa og glærur en í öðru sæti kemur myndsýningarvél, sem kölluð var skuggamyndavél í mínu ungdæmi. Önnur hjálpartæki eru tafla og krit og svo alls konar fjöl- blöðungar sem fyrirlesarinn dreifir til áheyrenda. Sumir fyrirlesarar nota aldrei nein hjálpargögn og þeir eru kapítuli út af fyrir sig. Myndvörpufyririesarar eru lang- fjölmennastir, en margir kunna þó ekki að nota þetta ágæta tæki. Ál- gengt er, að menn komi með möpp- una sína með öllum glærunum og ætla sér síðan, þegar fyrirlesturinn er byrjaður, að velja hvaða glærur skuli sýna. Slíkir fyrirlestrar verða yfirleitt mjög þreytandi, því fyrirles- arinn bregður hverri glærunni á fætur annarri á myndvörpuna en ákveður síðan, þegar glæran er komin upp á vegg, að hann ætli ekki að sýna þessa heldur einhverja aðra, sem sé annars staðar í möpp- unni. Síðan hefst leit að henni. Á meðan bregður hann upp öðrum glærum, sem hann eiginlega ætlar ekki að sýna heldur, uns hann loks finnur glæruna sem hann ætlaði að sýna en þá er hún ekki nógu góð. Hann skellir henni þó á myndvörp- una, en tekur hana af strax aftur og leitar að einni enn, sem á að sýna þetta tiltekna atriði betur en allar hinar. Sú glæra finnst svo aldrei, enda hafði hann lánað BB kollega sínum hana áður en BB fór á stóra alþjóðaþingið í Río de Janeiro, þar sem hann svo týndi glærunni ásamt glórunni og ærunni í stóra máls- verðinum á Aðalhótelinu. Þegar hér er komið eru stúdentarnir löngu búnir að týna öllum áttum sem eig- inlega voru aldrei til. Fyrirlesarinn bregður síðan 5—6 glærum í viðbót á myndvörpuna og segir í leiðinni, að þessar glærur sýni eiginlega ekk- ert nýtt, en hann bregði þeim upp til gamans. Fyrirlestrinum lýkur síðan og stúdentarnir velta því fyrir sér á leiðinni út hvað fyrirlesarinn var að tala um. Meira um glœrur Aðrir glærufyrirlesarar búa sig mun betur undir fyrirlestrana en átta sig ekki á takmörkunum glær- anna. Slíkir fyrirlesarar koma oft með þéttskrifaðar síður af texta sem þeir bregða upp á myndvörpuna og byrja síðan að lesa af glærunni. Letrið er alltof smátt fyrir þá sem sitja aftar en á öðrum bekk til að sjá' hvað skrifað stendur og kvarta flest- ir því hástöfum. Góður tími af slík- um fyrirlestri fer í að stilla „fókus- inn“ á vélinni, myndina á veggnum og býsnast yfir því, hvað lelrið sé smátt og birtan slæm. Stúdentarnir reyna til hins ýtrasta að rýna í letrið á veggnum en gefast von bráðar upp og tapa þræðinum. Slíkir fyrir- lesarar eiga það til að hripa upp á glærurnar alls konar töflur og tölur með smáu letri sem enginn skilur heldur. Margir töflu- og krítarfyrir- lesarar eru þessu markinu brenndir líka. Þeir skrifa stöðugt á töfluna tor- ræð tákn, bókstafi og tölur, allt í ein- um graut. Þegar taflan er fullskrifuð er fyrirlestrinum lokið og allir ganga út. Hamar og nagli Einu sinni heyrði ég gamalt orð- tak amerískra járnbrautarverka- manna en þeir sögðu; ef þú átt góð- an hamar lítur allt út eins og nagli. Yfirfært á læknahópinn þýð- ir þetta, að sumir búa yfir þröngri sérþekkingu sem þeir telja hæfa á öllum stundum. Þetta á við um marga fyrirlesara í læknastétt, sem hafa kynnt sér til fullnustu einhvern sjaldgæfan sjúkdóm og eru afskap- lega færir í að greina hann. Vandinn er einungis sá, að þessi sjúkdómur er bara í frumbyggjum á einhverjum eyjaklasa í Kyrrahafinu, en hefur ekki komið til vesturheims svo vitað sé í áraraðir. Þrátt fyrir þetta „fyrir- les" læknirinn um sjúkdóminn sinn við öll hugsanleg tækifæri. Þeir voru margir þessir sjaldgæfu sjúk- dómar, sem ég kynntist í slíkum fyr- irlestrum. Þessi vitneskja hefur ekki komið mér að notum sem skyldi ennþá, enda hef ég aldrei stundað lækningar á þessum eyjum Kyrra- hafsins, þar sem þessi torkennilegu veikindi eru landlæg. Sumir læknar sýna skuggamyndir og eru þá stundum með alltof margar myndir. Þeir fara hratt í gegnum myndirnar sínar en segja alltaf öðru hvoru af- sakandi; fyrirgefið að ég fer svona hratt í þetta, en tíminn er naumur svo ég verð að fara hratt yfir. Síðan renna myndirnar hjá á tjaldinu og enginn veit hvað þær eiga að sýna. Svo er tíminn allt í einu liðinn og þeir sem sofnuðu undir myndasýn- ingunni verða að fara að vakna. Aörir fyrirlestrar Þegar læknarnir halda fyrirlestra hver fyrir annan verða þeir að vera varkárari og vanda betur fyrirlestur sinn, en þegar rætt er við stúdenta. Læknirinn verður að vera stöðugt á varðbergi og búast við eitruðum at- hugasemdum og spurningum. Á stóru sjúkrahúsunum er þaö merki um kynngimagnaða greind og djúp- úðgan skilning að spyrja sem mest á fundum og koma fyrirlesaranum í bobba. Margir fyrirlesarar eru þó viöbúnir slíku og hafa ávallt einhver svör á takteinum ef þeir eru spurðir óþægilegra spurninga. Best er að vitna stöðugt í eigin óbirtar rann- sóknir enda getur enginn efast um, hvað þar stendur; það hefur aldrei birst og er á engra vitorði. Annað ráð er að vitna í lækna sem enginn þekkir. Slík skoðanaskipti á lækna- fundi geta hljómað svona: Lœknafundur Fyrirlesarinn hefur lokið fyrir- iestri sínum og stendur sigri hrós- andi fyrir framan hópinn og lýsir eftir spurningum. Einn áheyrenda stendur þá strax á fætur og rífur nið- ur allt sem sagt var og segist hafa aðrar skoðanir og styður þær með dæmum úr eigin greinum um efnið. Reyndur og vel undirbúinn fyrirles- ari horfir á slíkan nöldrara vorkunn- sömum augum og svarar síðan að bragði: Samkvæmt eigin óbirtum athugasemdum við athugasemdir sem eiga eftir að birtast í Lækna- blaðinu, þegar búið er að birta greinina sem ég hef sitthvað að at- huga við, stenst þetta ekki sem þú segir og auk þess er hinn kunni vís- indamaður Sing Kú Binn mér hjart- anlega sammála í grein sem nýlega birtist í hinu þekkta tímariti Singa- pore Every Other Month Medic- al Journal. Fleiri spurningar??? Ef svo er ekki þakka ég fyrir. Þeir sem vilja lesa meira um rannsóknir mín- ar verða að bíða eftir ítarlegri grein sem kemur út innan skamms. pressupennar Fjölmiðlar og þriðja flokks pólitik Sennilega er þetta að verða búið í bili. Þetta með brennivínið og sið- gæðið. Einn daginn var það aðal- fréttin hvort forsætisráðherrann hefði örugglega skilað öllum af- gangsflöskunum sem hann fékk til veisluhalds fyrir erlenda boðsgesti á heimili sínu. Nokkuð sem kom mörgum spánskt fyrir sjónir því ekki voru liðnir margir dagar frá því allir helstu siðgæðispostular úr fréttamannastétt og stjórnmálum (svona í bili a.m.k.) höfðu lýst því yf- ir að þeir hefðu akkúrat ekkert við það að athuga þótt fyrrverandi for- sætisráðherra hefði haldið upp á af- mæli sitt á kostnað ríkisins. Við sem vorum ekki á þessari línu, fannst þetta ekki vera í lagi, fórum nú að sperra eyrun. Það var greinilegt að hér var eitthvað undarlegt að ger- ast. Auðvitað áttuðu menn sig fljót- lega á því að þetta var pólitík. Engu að síður þótti ljóst að hver svo sem hvatinn að baki umræðunni væri þá væri hún í sjálfu sér að mörgu leyti gagnleg. í fyrsta lagi hefur hún varp- að skýru Ijósi á yfirborðsmennsku í stjórnmála- og fjölmiðlaumræðu og þá siðgæðismælikvarða sem þar eru notaðir. Menn hafa t.d. varpað fram þeirri spurningu hvort það sé hugsanlega raunsannari mæli- kvarði á siðgæði stjórnmálamanna hvernig þeir sinntu þörfum fjölfatl- aðra barna en hvort þeir veittu brennivín í boðum. Spurning um sidgœði í framhaldi af vangaveltum af þessu tagi hefur fóik furðað sig á því hvers vegna fréttamenn bregða sið- gæðismælikvarða á aðeins tiltekin mál en ekki önnur. Mælist fram- koma við fatlaða kannski ekki á sið- gæðismælikvarða? En bygging flug- stöðva og ráðhúsa? Svarið er að sjálfsögðu játandi. Auðvitað segir það meira um siðgæðisvitund ráð- herra hvernig hann beitir sér fyrir lausn á húsnæðisvanda fatlaðra en hvort hann hefur munað eftir því að skila viskífleyg úr partíi. Og auðvit- að er það mælikvarði á siðgæðisvit- und borgarstjórnarmanna þegar þeir grafa niður í tjörn fyrir bíla- geymslum og skrifstofum undir sjálfa sig fyrir mörg hundruð millj- ónir eða þá hitt hvernig þeir sinna dagvistar- og leikskólamálum. Auð- vitað er þetta allt spurning um sið- gæði. Niöurstaöa Moggans En málið er flóknara en þetta. Það sáum við fyrir nokkrum dögum, þegar hengja átti forseta Alþingis fyrir lán sem hún fékk frá vinnuveit- anda sínum. Það kann að orka tví- mælis, eins og viðkomandi benti reyndar sjálf á, hvort vinnuveitandi á yfirleitt að veita starfsfólki lán. I þessu tilviki hafði lánið hins veg- ar verið greitt á vöxtum og verðbót- um þannig að ekkert óheiðarlegt hafði í sjálfu sér átt sér stað þótt margir vildu láta svo í veðri vaka. Það sem merkilegast var þó við þessa umræðu var framlag leiðara- höfundar Morgunblaðsins. Niður- staðan sem hann komst að var sú, að synd væri til þess að vita hve lág laun þingmanna væru, þau yrði að sjálfsögðu að hækka svo þeir gætu fætt sig og klætt sómasamlega. Með öðrum orðum, með nógu háum launum væri hægt að koma í veg fyrir niðurlægingu, hvers kyns fylgi- fisk blankheita þingmanna. Þarna erum við komin að kjarna málsins. Nú ætla ég ekki að gera blaðamanninum sem skrifaði um- ræddan leiðara upp skoðanir. Vel má vera að hann sé þeirrar skoðun- ar að laun allra þeirra sem ekki geta klætt sig og fætt á sómasamlegan hátt þurfi að hækka. Sé svo þá er ég honum sammála. Ef hann á hins vegar við fáa útvalda, eins og mér þótti óneitanlega skína í gegnum skrifin, þá hugsar hann og skrifar í anda siðblindu margra stéttar- bræðra sinna. Menn laga ekki spillingu með því að lögleiða hana — festa misréttið í lög. Að sönnu má berjast gegn spill- ingu með lögum. En þegar allt kem- ur til alls er spillingu að finna í mis- rétti. Gegn því eigum við að beita okkur. Annað er bara pólitík, meira að segja þriðja flokks pólitík. Og af henni höfum við mikið í fjölmiðlum um þessar mundir.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.