Pressan - 16.11.1989, Side 21

Pressan - 16.11.1989, Side 21
Fimmtudagur 16. nóv. 1989 21 KÝRKJÖT HORFIÐ og smygí á skinku nánast heimskuiegt Það er ekki svo ýkja langt síðan kjötborð í matvöru- verslunum voru líkust illa heppnuðum abstraktlistaverk- um og ekki ætlaður annar tilgangur en só að vera geymslustaður matvæla. Þarna ægði saman kjötfarsi, ýsu, kinda-, nauta- og folaldahakki og kannski, ef neyt- andinn var heppinn, fóeinum vörutegundum í viðbót. Sem betur fer hefur þarna orðið mikil breyting á undanfarin ár. Um- sjónarmenn kjötborða hafa í aukn- um mæli orðið meðvitaðir um að kjötborðið er í raun ekkert annað en umbúðir vörunnar sem þeir eru að selja, nokkurs konar sýningar- gluggi, og ef þar ægir öllu saman í óskipulögðum hrærigraut er það ekki til að vekja aðdáun viðskipta- vinarins, hvað þá að innihaldið freisti bragðlauka hans. Samkvæmt heimildum Pressunn- ar er þó lítil sem engin áhersla lögð á útstillingar í kjötborð í námi kjöt- iðnaðarmanna hérlendis, sölu- mennskan virðist einhverra hluta vegna verða útundan. Samt er það svo að margir þeirra virðast hafa næmt auga fyrir því hvað heillar neytendur og því má nú sjá listilega skreytt borð í fjölda verslana. Auk þess eru margir kjötiðnaðarmenn líka kokkar og það ýtir enn frekar undir þá hvöt hjá þeim að láta mat- inn líta girnilega út, þótt hrár sé. Þrátt fyrir að ekki sé boðið upp á kennslu í útstillingum í því námi sem kjötiðnaðarmönnum er skylt að stunda hefur félag þeirra á und- anförnum misserum boðið upp á námskeið þar sem þessir hlutir eru meðal annars teknir fyrir. Síðastlið- in ár hafa komið hingað til lands menn frá Danmörku og Þýskalandi, á vegum þýska fyrirtækisins India, og hafa þeir meðal annars miðlað ís- lenskum kjötiðnaðarmönnum af þekkingu sinni. Meðal þeirra nýj- unga sem þetta hefur haft í för með sér eru tilbúnir kjötréttir sem nú má víða sjá í kjötborðum verslana. Þetta eru ýmist pönnu- eða pottrétt- ir sem taka sáralitla stund í mat- reiðslu og innihalda næringarríkt hráefni. Þess lags réttir eiga nú miklu fylgi að fagna í Evrópu, álíka miklu kannski og örbylgjuréttir í Bandaríkjunum. Örbylgjuréttirinir hafa aftur á móti ekki átt upp á pall- borðið hjá Evrópubúum í neinni lík- ingu við það sem gerst hefur vestra. Auk þess að vera fljótlegir í mat- reiðslu hafa þessir „pott- og pönnu- réttir" þann stóra kost að hægt er að kaupa nákvæmlega það magn sem neytandinn kýs hverju sinni. Jreyttaráherslurí fæðuvoli'Islendinga" Þegar vinnsla þessa aukablaðs hófst og menn fóru að velta vöngum yfir því hvar ætti að bera niður við gerð blaðs sem fjallaði um mat og matarvenjur komu strax upp tillögur um að sjónum skyldi beint að breytingum sem hafa orðið í þessum efnum á undanförnum órum. Sú leið var enda farin og hér birt- ist viðtal við næringarfræðing þar sem meðal annars er borin saman neysla í dag og áður fyrr. Er matur nútímamannsins hollari en sá mat- ur sem neytt var fyrir fáeinum árum og áratugum? Hvað ber að varast og hvað ber að leggja áherslu á í fæðu- vali? Vissuð þið til dæmis að smá- skammtur af kokkteilsósu inniheld- ur drjúgan hluta af dagsþörf fullvax- innar konu, hvað hitaeiningar varð- ar? Eða að óvíða finnast aðrir eins gosþambarar og hér á landi? Einnig er hér rætt við konu sem fyrir 12 árum ákvað að gera þá meg- inbreytingu á lífsmynstri sínu að hætta algjörlega að neyta kjöts og fiskjar. I heila viku svelti hún sig og hreinsaði með því líkamann. í dag heyrir hún líkamann þakka fyrir fæðu sem hún segist vera sannfærð um að sé manninum mun eðlilegri en hugsandi ferfætlingar! Hún hikar hvergi þegar hún er spurð hvort hana langi aldrei í safaríka steik? Þrátt fyrir breytt mataræði er varla hægt að segja að hún viti mun á potti og pönnu! I þriðja lagi er hér að finna grein sem snertir kjötvinnsluna í landinu. Hvað hefur breyst á því sviði að und- anförnu? Hvað hefur batnað og hvað mætti betur fara? Vissir þú til dæmis að vinnuaðferðir starfs- manna verðlagsstofnunar hefta að vissu leyti kjötiðnaðarmenn í þeirri viðleitni að bæta vörur sínar? Eða að spægipylsa er á undanhaldi? Eða að skinkusmygl þykir orðið heimskulegt og að kýrkjöt kostar í rauninni ekkert minna í innkaupum fyrir kaupmanninn en kjöt af ný- slátruðum úrvalstudda? Ofangreint kemur fram í þessu blaði, auk margra annarra forvitni- legra atriða. Þetta er ekki einungis blað um mat, heldur eins og til var ætlast, blað um breyttar venjur. Framleiðsla gosdrykkja á íslandi 1977-1988 DÚsund tonn . .11 1 1 1 B 1 1 1 ■ 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1977 1979 1981 1983 1985 1986 1987 1988 Neysla gosdrykkja í ýmsum löndum 20 00 80 60 40 20 0 — Lítrar/mann/ári mu p PRW Tyri i I || 1 11 B y 1 i 1 ■ . I:. l l|| ii i i liland Danmork Finnland Frakkland Þýskaland íialia Noregur Svíþjóð Brelland I Kóladrykkir |$|§íí£j Aðrir drykkir Kýrkjöt — nokkurs konar köttur í sekk Óhætt er að segja að gjörbylting hafi orðið í kjötvinnslu hérlendis á undanförnum 6—7 árum. í dag er mikil áhersla lögð á það af flestum kjötiðnaðarmönnum að bjóða að- eins úrvalshráefni og heimildamað- ur Pressunnar fullyrðir að vart þekkist að keypt sé kýrkjöt og kall- að nautakjöt þegar í kjötborðið er komið, eins og nokkuð mun hafa verið um hér áður fyrr. Slíkt mun einnig vera vafasamur sparnaður því holdfyllingin á kúnni er mun minni en á nautinu og beinin vega hlutfallslega þyngra, svo að eigin- legt verð kjötsins er svipað fyrir hvert kíló þegar öll kurl eru komin til grafar. Enn þekkist það þó í nokkrum verslunum að þar er ekki um 1. flokks hráefni að ræða og er slíkt vitanlega mjög bagalegt. Gæði vörunnnar hefur neytandinn þó að nokkru leyti í hendi sér, því með því að veita kaupmönnum aðhald og versla aðeins þar sem boðið er upp á gott hráefni er hinum gert erfiðara fyrir, sem halda að þeir græði með því að kasta krónunni og hirða aur- inn. Auk þess sem kýrkjöt mun að mestu eða öllu leyti horfið úr kjöt- borðum verslana, þ.e.a.s. í dulbún- ingi nautakjöts, herma heimildir Pressunnar að smygl á skinku til landsins sé í dag að mestu eða öllu leyti óþekkt fyrirbæri. Ástæðurnar eru einkum þær að í dag er hér boð- ið upp á vörur sem standast fyllilega Frh. á næstu síðu ttur veislusalur Afmselisueislur Árshátíöir Bíaöarnannafuu ir Brúökaupsueislur ö Dansleikir Danssýningar Erfidrykkjur Eermingameislur Fundir Qrímudansleikir jólaböll jvjatarboö Ráös tefnur Sumarfagn^jr Vetrarfagnaöir porrablót Ættarmót u,ra Stutt og taggo11 Eðam frá a-ö. fullkomta hljóökerfi semnen«r Eitt símtat- „eisla" í »0?n- 1 1 fifl6880.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.