Pressan - 16.11.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 16. nóv. 1989
PRESSU
MflLÆP
Þ
eim dettur ýmislegt í hug í
henni Ameríku. Nýverið rákumst
við á klausu í þarlendu blaði, sem
fjallaði um nýja heimsendingar-
þjónustu sem okkur finnst nú svolít-
ið skondin. Sokkabuxnaframleið-
andi nokkur býður sumsé upp á þá
þjónustu að konur geti hringt og
pantað hjá honum nælonsokka og
fengið þá senda heim að dyrum
strax næsta dag — sama hvar þær
eru staddar í Bandaríkjunum. . .
lö nýir sjónvarpsþættir um
Pappírs-Pésa verða teknir til sýn-
ingar hjá ríkissjónvarpinu á
næsta ári. Það er kvikmyndagerðar-
félagið Hrif hf. sem framleiðir þætt-
ina, en sama félag gerði þættina
Bítla og blómabörn sem Stöð 2
sýndi í fyrra. Kvikmyndatökumaður
þáttanna um Pappírs-Pésa er Svíinn
Tony Forsberg, sá hinn sami og
annaðist tökur á Nonna og
Manna...
1
lögreglan virðist á varðbergi í
gamla miðbænum um þessar mund-
ir, enda nokkuð verið um frásagnir
af þjófnuðum og árásum á fólk upp
á síðkastið. Um síðustu helgi voru
lögregluþjónar m.a. staðsettir við
enda Miðstrætis í Þingholtunum
og fréttum við af tveimur mönnum,
sem stöðvaðir voru síðla kvölds og
beðnir að sýna persónuskilríki áður
en þeir fengu að halda leiðar sinn-
ar. . .
■slendingar hafa löngum verið
hvattir til að fara og sjá íslenskar
kvikmyndir og sýna í verki stuðning
sinn við íslenska kvikmyndagerð.
Hins vegar virðast kvikmyndahús-
in ekki hugsa nákvæmlega út í
hvernig búa megi sem best að gest-
um. Þannig hefur kvikmyndin
Magnús nú verið flutt í lítinn sal
sem stigar liggja upp í og fatlaðir
hafa enga möguleika á að komast
upp. Til að bæta gráu ofan á svart
eru gestir ekki látnir vita af stað-
setningu salarins þegar miðar eru
keyptir og verða því að snúa við
þegar tröppurnar taka við. . .
’umum pörum reynist erfitt að
eignast barn, en nú eru komin á
markaö svokölluð frjósemipróf
(sbr. þungunarpróf) sem ættu að
auðvelda þessu fólki að reikna út
hvenær egglos verður hjá konunni.
Ýmsir framleiðendur hafa sett slík
próf á markað og eru flest þeirra
þannig að litastrimli er dýft í þvag-
prufu og gefur liturinn til kynna
hvort egglos er í nánd. Eftir því sem
næst verður komist eru öll þau frjó-
semipróf, sem seld eru hér á landi,
af þessari gerð, en erlendis er til enn
tæknilegra mælitæki. Það er hita-
mælir, sem konan notar daglega, og
25
kviknar rautt Ijós þegar hún er á
frjósamasta tímabili mánaðarins.
Og ekki nóg með það. Ef hún gleym-
ir að mæla sig fer flauta í gang í hita-
mælinum, sem ekki þagnar fyrr en
konan tekur tækið í notkun. . .
TADAI/flPDl
+ + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + * ^
*
Y9. NÓVEMBER
4” *
*á hótel ISLAIMDI
* *
* »
ffn:
S-Jll
USIÐOPNAR KL. 19:00
KEPPNIN HEFST KL. 20:00
IÐAVERÐ:
1000 KR.
14ÁRA0G ELDRI
EPPENDUR:
16ÁRA0G ELDRI
Æ'ht
DANSAR
STANDARD
ENSKUR WALTZ ■
SLOW FOXTROT ■
•TANGO •
• QUICK STEP •
SUÐUR AMERISKIR
CHACHACHA'
• RUMBA•
•SAMBA•
• JIVE •
SJÁIÐ FÆRUSTU DANSPÖR ÁHUGAMANNA Á ÍSLANDI
^DANSRÁÐ
ÍSLANDS
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN I
ÖLL ALMEIin EARSEÐLASALA OQ SLUPULA GmriG EERÐA PERSÓnULEG ÞJÓnUSTA
NORRÆNA FBTOASKRIFSTOFAN HF. LAUGAVEGI 3, REYKJAVÍK | V/FJARÐARGÖTU, SEYÐISFIRDI , SÍMI 91-628362 TELEFAX: 91-29460 1 SÍMI 97-21111 TELEFAX' 97-21105