Pressan - 16.11.1989, Page 28

Pressan - 16.11.1989, Page 28
28 Fimmtudagur 16. nóv. 1989 Langur vinnutimi eiginmanna virðist ekki endilega haffa neikvæðar aff leiðing- ar i för með sér. Mikið vinnuálag getur meira að segja bætt kynlifið — a.m.k. i sumum tilvikum. EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR ' " , , IMourstöour könnunar Gylfa Asmundssonar sálfræðings og Sigrúnar Júlíusdóttur fé- lagsráðgjafa sýna jákvæö áhrif langs vinnutíma karla á kynlíf innan hiónabands- llr«l Nú er í prentun bók um fjölskyldu- líf á Norðurlöndum, byggð á rann- sóknum sem framkvæmdar voru sem samnorrænt samstarfsverk- efni. Spurningalistarnir voru ekki nákvæmlega eins í hverju landi, en þó er hægt að bera þar saman ákveðin atriði og fá þannig hald- bæran samanburð. Á íslandi mótast líf fólks mjög af löngum vínnutíma og þess vegna var m.a. lögð áhersla á það séríslenska fyrirbrigði í könn- uninni hér á landi. Niðurstöðurnar koma þó óneitanlega svolítið á óvart. Jafnvel óhófleg vinna bætir hjónabandið Það voru þau Gylfi Ásmundsson sálfræðingur og Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi, sem stóðu að frarm kvæmd íslensku rannsóknarinnar. í grein í Geðvernd, riti Geðverndarfé- lags Islands, segja þau m.a.: „Eitt af því sem einkum greinir ís- lenskar fjölskyldur frá fjölskyldum á hinum Norðurlöndunum og trúlega flestum öðrum löndum í hinum vestræna heimi er hinn óhemju langi vinnutími heimilisföðurins og oft reyndar beggja hjónanna. Því var ákveðið að leggja sérstaka áherslu á þetta atriði í íslensku rann- sókninni. Tilgáta okkar var sú að lengd vinnutímans leiddi til ófull- nægjandi samveru og tengsla hjón- anna og barna þeirra og kæmi fram í auknum vandamálum i hjónalífi og fjölskyldulífi almennt." Þegar rýnt er í íslensku þjóðarsál- ina virðist þessi tilgáta þeirra Gylfa og Sigrúnar mjög rökrétt. Sú var þó ekki raunin, þegar niðurstöður könnunarinnar lágu fyrir. Þvert á móti bentu þær „til þess að mikil og jafnvel óhófleg vinna heimilisföður- ins stuðli að betra hjónabandi, minni hjúskaparvandamálum og meira og betra kynlífi", eins og segir í fyrrnefndri grein í Geðvernd. Tlðari og betri kynmök hjó þeim vinnuþjökuðu I könnuninni var spurt að því hvort fólkið teldi vinnu sína of mikla, hæfilega eða of litla. Svörin voru notuð sem mælikvarði á það hversu miklu vinnuálagi viðkom- andi telur sig vera undir. Flestar konurnar töldu sig vinna hæfilega, en rúmur helmingur karlanna taldi sig vinna of mikið. Enginn taldi sig vinna of lítið. Listinn innihélt líka spurningar, sem áttu „að leiða í Ijós tilfinninga- leg tengsl og samstöðu á ýmsum sviðum í hjónabandinu, svo sem að hve miklu leyti ást, traust og gagn- kvæm virðing væri fyrir hendi". Svör við þessum spurningum voru notuð sem mælikvarði á hjóna- bandsvandamál. Einnig var spurt um tíðni kynmaka og átti fólkið þar að auki að meta hversu gott kynlífið væri. Niðurstöðurnar urðu í stuttu máli þessar, svo vitnað sé enn í fyrr- nefnda grein Gylfa og Sigrúnar: 1. „Eiginkonurnar telja vandamál- in að jafnaði minni þar sem karl- arnir unnu lengri vinnudag. Eig- inkonur þeirra karla, sem töldu vinnuálagið of mikið, telja sömu- leiðis að vandamálin séu að jafn- aði minni." 2. „Því lengri vinnutími og því meira vinnuálag á eiginmannin- um, því oftar hafa hjónin kyn- mök.“ 3. „Því lengur sem eiginmaðurinn vinnur og þvi meira sem hann telur vinnuálag sitt vera, — því betra kynlíf, og þó sérstaklega betra hjónaband að mati kon- unnar." Svarhópurinn mjög vel settur Rannsóknin var framkvæmd á þann hátt að spurningalistar voru sendir til 225 hjóna og sambýlisfólks á höfuðborgarsvæðinu, sem upp- fyllti þau skilyrði að vera 25 til 44 ára og eiga a.m.k. tvö börn undir 16 ára aldri. Meðalaldur karlanna var 36,5 ár, en kvennanna 35,2 ár. Svör bárust frá 113 hjónum eða rúmlega helmingi þátttakenda og voru það nokkru minni heimtur en á hinum Norðurlöndunum. Ymsar ástæður geta verið fyrir því að svör- unin varð ekki meiri, t.d. var spurn- ingalistinn langur og spurningarnar mjög persónulegar. Og í jafnlitlu þjóðfélagi og við búum í hér á ís- landi er fólk vart um sig, þegar það er beðið um upplýsingar um kynlíf og annað í einkalífinu — þó svo að fyllsta trúnaði sé heitið. Niðurstöður könnunarinnar geta því verið ónákvæmar, ef mikill munur er á því fólki sem svaraði og hinum, sem ekki sendu spurninga- listann til baka. Þau Gylfi og Sigrún könnuðu málið og telja þau svar- hópinn betursettan fjárhagslega, fé- lagslega og menntunarlega en hjón eru almennt á þessu aldursbili. Yfir 30% karlanna höfðu t.d. menntun á háskólastigi og 25% kvennanna. Nær 60% karlanna og 30% kvenn- anna voru líka í stjórnunar-, ábyrgð- ar- og sérfræðistöðum í þjóðfélag- inu og um helmingur hjónanna bjó í einbýlishúsum. Reynslan sýnir að þeir, sem hafa vandamál á þeim sviðum sem um er spurt í könnunum, hafa tilhneigingu til að svara síður en hinir. Fólk, sem á við áfengisvanda að stríða, er t.d. litt hrifið af því að taka þátt í rann- sókn um áfengisnotkun, svo dæmi sé nefnt. Séu allir vísindalegir fyrir- varar í hávegum hafðir endurspegla niðurstöðurnar því ekki endilega ástandið hjá öllu venjulegu hjóna- fólki í landinu. Tafla 2. Mat eiginkvenna á nokkrum þáttum hjónabandsins í samanburði við vinnutíma og vinnuálag eiginmannanna Vinnustundir eigin- Vinnuálagað manns á viku mati eiginmanns of .55 st. > 56 st. hæfil. mikið Fjöldi 61 43 47 58 Vandamál 2.79 2.10 2.91 2.11 Kynmök pr. mán. 7.94 8.26 7.54 8.48 Ánægja m. kynlíf!) 1.64 1.57 1.66 1.52 Ánægja m. hjónab.0 1.40 1.32 1.55 1.19* * t= 3.29, p< 0.01 u matskvarði frá l=mjög ánægð til 4=mjög óánægð Tafla 1. Skipting vinnustunda á viku utan heimilis Karlar Konur Hjón Fj- Fj. Fj. Heimav. eingöngu 18 1-19 stundir 17 20-39 stundir 2 66 40-59 stundir 62 12 9 60-79 stundir 36 47 80-99 stundir 3 33 100 st. eða fleiri 1 15 Ósvarað 9 9 Samtals 113 113 113 Meðaltal 55.8 21.5 77.8 Þessar töflur birtust með grein Gylfa Ásmundssonar og Sigrúnar Júlíusdóttur i Geðvernd í upphafi þessa árs.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.