Pressan - 16.11.1989, Page 31

Pressan - 16.11.1989, Page 31
i t I 'v 's* \ .'S 1 !*tí ^L c L J I ii < . i i Fimmtudagur 16. nóv. 1989 31 sfonvarp FINIMTUDAGUR 16. nóvember Stöö 2 kl. 22.15 SLÆM MEÐFERÐ Á DÖMU***,/2 (No Way to Treat a Lady) Bandartsk bíómynd gerd 1968 Leikstjóri: Jack Smight Adalhlutverk: Rod Steiger, Lee Remick, George Segal, Eileen Heckart, Michael Dunn Þægileg blanda af rómantískri gam- anmynd og morðsögu. Rod Steiger leikur mann sem hefur það helst fyrir skemmtan að koma konum : fyrir kattarnef. George Segal leikur lögguna sem er á hælunum á hinum morðóða manni, en hann á í erfið- leikum með að hafa hendur í hári hans þar sem sá óði skiptir sifellt um gervi, enda skemmtikraftur á Broadway að atvinnu. Lee Remick leikur ástkonu löggunnar og sífellt auknar líkur benda til þess að hún verði næsta fórnarlamb morðingj- ans. Hina bestu skemmtan má hafa af þessari mynd segir Maltin. FÖSTUDAGUR 17. nóvember Sjónvarpið kl. 22.05 KONA HER- MANNSINS**54 (Johnny Bull) Bandarísk sjónvarpsmynd gerö 1986 Leikstjóri: Claudia Weill Adalhlutverk: Jason Robards, Colleen Dewhurst, Peter McNicol, Suzanna Hamilton. Mynd um brostnar vonir sem ein- kennist af ákaflega sterkum og kröftugum leik. Segir af enskri stúlku frá Cockney sem kemur til Bandaríkjanna ásamt amerískum eiginmanni sínum, sem er hermað- ur. Hún gerir sér háar vonir um að lífið í Ameríku muni færa henni hamingju og gleði, en verður fyrir sárum vonbrigðum þegar þau hjónakornin setjast að í níðurníddu hreysi foreldra eiginmannsins í Pennsylvaníu, þar sem námurekst- ur hefur verið aðalatvinnugreinin en stendur ekki lengur undir nafni. Maltin segir myndina ofar meðal- lagi. Stöð 2 kl. 22.05 HLJÓMSVEITA- RIDDARAR**14 (Knights and Emeralds) Bresk bíómynd gerd 1986 Leikstjóri: lan Emes Adalhlutverk: Christopher Wild, Beverley Hill, Warren Mitchell Mynd sem hefur að viðfangsefni kynþáttavandamál og -fordóma. Segir frá ungu fólki sem starfar i hljómsveitum og tvær þeirra heyja harða keppni um lýðhyllina. Önnur skipuð hvítum hljóðfæraleikurum, hin svörtum. Málið vandast enn frekar þegar drengur úr hvítu hljómsveitinni verður ástfanginn af stúlku úr þeirri svörtu. Þetta er á flestan hátt vel meinandi mynd sem tekur þokkalega á meginviðfangs- efni sínu, þ.e. kynþáttamálunum, og svo er auðvitað ástarsagan sem einnig fær dágóðan skerf. Þá eru i myndinni tónlistaratriði sem ekki þykja þó sérlega eftirminnileg. Framleiðandi myndarinnar er Dav- id Puttnam, sem er þekktastur fyrir framleiðslu mynda eins og Chariots of Fire, Killing Fields og Mission. Þessi mynd er hinsvegar í meðallagi eða rétt yfir þvi. Stöð 2 kl. 23.40 BOBBY DEARFIELD 0 Bandarísk bíómynd gerö 1977 Leikstjóri: Sidney Pollack Abalhlutverk: Al Pacino, Marthe Keller, Romolo Valli, Anny Duperey Mynd um kappaksturshetju sem fellir hug til stúlku af ríkum ættum í Flórens, en hún er haldin dularfull- um sjúkdómi sem ekki er frekar tí- undaður í myndinni. Hún liður mikl- ar kvalir sem Maltin segir að séu þó hégóminn einn miðað við þær kval- ir sem áhorfandanum er gert að líða undir sýningu myndarinnar. Enda gefur Maltin myndinni einkunnina BOMB, sem merkir langt fyrir neð- an allar hellur. Jafnvel Pacino er sagður hrútlélegur og leiðinlegur. Það þarf ekki fleiri orð: Finnið ykk- ur eitthvað annað að gera á meðan á sýningunni stendur. LAUGARDAGUR 18. nóvember Stöð 2 kl. 20.45 FÓTAFIMI*** (Footloose) Bandarísk bíómynd gerö 1984 Leikstjóri: Herbert Ross Abalhlutverk: Kevin Bacon, Lori Singer, John Lithgow, Dianne West, Christopher Penn. Segir af sigri danslistarinnar yfir eldpredikara og kenningum hans. Ungur drengur úr stórborg flyst til smábæjar í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna. í þessum smábæ ríkir eld- klerkur sem predikar eilífan eld og brennistein og snýst þveröfugur gegn því að fólk skemmti sér eða geri nokkuð sem lífgað getur upp á tilveruna, annað en að ákalla al- mættið. Drengurinn segir þessari hugmyndafræði stríð á hendur og hefst handa í garði predikarans sjálfs, hjá konu hans og dóttur. Menn geta skemmt sér við að giska á endinn í þessari afar einföldu ungl- ingamynd sem er uppfull af tónlist og einhver dansatriði fylgja í kjölfar- ið. Karakterarnir eru dálítið of ein- faldir og öfgafullir til að þessi mynd sé trúverðug. Kevin Bacon hefur hinsvegar til að bera sjarma sem lyftir myndinni upp á við. Betra tækifæri til að sjá þann sjarma má fá í Laugarásbíói um þessar mundir í myndinni Criminal Law eða Refsi- réttur sem er býsna góð mynd. Stöð 2 kl. 23.20 SAMBÚÐAR- RAUNIR***,/2 (The Goodbye Girl) Bandarísk bíómynd Leikstjóri: Herbert Ross Abalhlutverk: Richard Dreyfuss, Marshú Mason, Quinn Cummings Myndin er byggð á leikriti eftir þann þekkta leikrita- og handritahöfund Neil Simon. Þetta er eitt hans hlýj- asta verk, en hann fjallar oftast um venjulegt fólk á manneskjulegan hátt með gamansömu ívafi þó gamnið sé oftast á lágu nótunum. Sagan segir af ungum leikara, ieikn- um af Dreyfuss, sem lendir i því að leigja íbúð ásamt konu nokkurri sem hefur nýlega sagt skilið við eig- inmann sinn. Samband þeirra er oft erfitt og venjur leikarans gera hann erfiðan í sambúð. Myndin tekur á því hvernig samband þeirra þróast smámsaman. Hágæðahandrit helst í hendur við frammistöðu leikar- anna, enda fékk Dreyfuss Óskars- verðlaunin fyrir leik sinn í mynd- inni. Maltin segir þetta alveg pott- þétta mynd að öllu leyti og gefur næsthæstu einkunn. Sjónvarpið kl. 22.35 UPPREISNAR- SEGGURINN*** (The Revolutionary) Bandarísk bíómynd gerö 1970 Leikstjóri: Paul Williams Abalhlutverk: Jon Voight, Jennifer Salt.Robert Duvall. Mynd um ungan námsmann sem tekur þátt i pólitískri undirróðurs- starfsemi. í fyrstu er það eins og hver annar leikur en tekur fljótlega á sig aðra mynd og alvarlegri. Þetta er þétt og vel skrifuð mynd, eins- konar sálfræðileg stúdía á skólapilt- inum sem tekst á hendur verkefni sem honum verður á margan hátt ofviða en hann sér enga leið til að losa sig við. Þarna má sjá Jon Voight ungan, en hann hefur síðar getið sér gott orð fyrir leik sinn í mörgum myndum á áttunda og níunda ára- tugnum. Maltin er tiltölulega hress með þessa mynd, gefur þrjár stjörn- ur af fjórum mögulegum. Stöð 2 kl. 01.05 ÓBLÍÐ ÖRLÖG** (From Hell to Victory) Bandarísk bíómynd gerd 1979 Leikstjóri: Hank Milestone Abalhlutverk: George Hamilton, George Peppard, Jean Pierre Cassel, Horst Bucholz Fjórir menn af ólíku þjóðerni sitja saman á krá í Paris árið 1939, nánar þann 24. ágúst. Þeir ræða hugsan- lega þróun mála í Evrópu (heims- styrjöldin skall á 1. september) en komast ekki að niðurstöðu, ákveða aðeins að hittast á þessari sömu krá, sama dag að ári liðnu. Þetta er klúð- ursleg stríðsmynd, fær næstlægstu einkunn. 19. nóvember Stöö 2 kl. 15.20 CARMEN** Frönsk/ítölsk bíómynd gerb 1984 Leikstjóri: Francesco Rosi Abalhlutverk: Julia Migenes- Johnson, Placido Domingo, Ruggero Raimondi, Faith Esham o.fl. Fræg kvikmynd byggð á óperu Biz- ets um sígaunastúlkuna Carmen, sem er einhver sú frægasta ópera sem skrifuð hefur verið, lögin enda alþýðleg oftast nær. Migenes-John- son þessi er ekki einasta söngkona, heldur og dansari og leikari og nýtir sér það vel. Placido Domingo leikur márann, svartur í andliti og tilkomu- mikill. Þessi mynd hefur fengið mis- jafna dóma, Maltin gefur henni tvær stjörnur, þ.e. næstlélegustu ein- kunn, og segir að óperuunnendur muni að vísu hafa gaman af, en að- eins ef þeir loki augunum. Tónlistin svíkur ekki, en þvi miður hefur eitt- hvað misfarist við gerð kvikmynd- arinnar. Það er í henni margt til- komumikið atriðið. dagbókin hennar dúllu Mig hefur aldrei á ævinni langað jafnmikið til að vera í útlöndum og einmitt núna. Eg fíla svo æðislega stemmninguna í Berlín að ég er viss um að ég var þýsk í öllum fyrri líf- um! Fyrst var ég nú alveg skíthrædd fyrir hönd grey fólksins þarna, sem tók sénsinn á að fara í kröfugöngur og heimta frelsi og þannig. Það hefði getað lent í því að vera drepið eða sett í fangelsi eða eitthvað voða- legt. (Það er sko algjört frat ef þetta fólk fær ekki friðarverðlaunin hans Nóbels á næsta ári. Mér finnst þau hafa verið meiriháttar hugrökk í þessu öllu.) Eiginlega skil ég ekki af hverju löggan og herinn og stjórnin í Austur-Þýskalandi leyfðu liðinu að mótmæla svona opinberlega og láta það fréttast til hinna Evrópuland- anna eins og ekkert væri... Amma á Einimelnum segir að rík- isstjórnin þarna fyrir austan hafi verið orðin gjörsamlega uppgefin á því að stjórna þessu basli, sem var á þjóðinni, og verið guðs lifandi fegin að losna við ábyrgðina á öllu vesen- inu. Það var víst ekkert til í búðun- um nema reykt síld og gaffalbitar og engin tískuföt eða neitt. Meira að segja gallabuxur og geisladiskar voru ófáanlegir. Ráðherrarnir í land- inu fengu ekki einu sinni almenni- lega bíla, heldur þurftu að keyra um á Lödum og Skódum og Traböntum. Svo þetta hefur náttúrulega ekki verið nokkurt einasta líf og mesta furða að kallarnir hafi nennt þessu svona lengi. Ég var samt rosa hrædd um fólkið í mótmælagöngunum, því Bella vin- kona segir að löggur og hermenn í kommúnistalöndum séu alveg ógeðslega hættuleg fyrirbæri. Ég bjóst alveg við að það yrði ofsa blóðbað og allir mótmælendurnir myndu verða píndir til að hætta, en þá var Berlínarmúrinn barasta opn- aður eins og ekkert væri. Og Guuuð, hvað mig langaði að vera viðstödd, maður. Ég vakti í heila nótt til að hlusta á enska útvarpsstöð, sem var með beina útsendingu, og það vareinsog 17. júní og gamlárskvöld i einum pakka. Alveg sjúkleg stemmning!!! Ég er viss um að krakkar á mínum aldri hafa fengið að gera allt, sem þeim sýndist. Vaka og drekka og allt... Amma á Einimelnum er að hugsa um að bjóða mér kannski í nokkra daga með sér til Berlínar næsta sumar, en ég er viss um að fjörið verður löngu búið þá. Kallarnir gætu þar að auki verið búnir að skipta um skoðun og loka öllu aftur. Ég hamra þess vegna á því við ömmu hvað það sé eitursnjallt að skreppa í jólainnkaup til Berlínar. Þar sé allt trilljón sinnum ódýrara en á íslandi og búðafólkið gæti líka haldið að við værum Austur-Þjóð- verjar og gefið okkur æðisgenginn afslátt út af þvi hvað allir eru pósó út í þá. Ég sá, að amma var soldið veik fyrir þessu með jólainnkaupin, svo nú ligg ég á bæn frá morgni til kvölds. Ég bókstaflega verð að komast í fjörið í Berlín — og helst fá geggjaða mynd af mér uppi á múrn- um!

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.