Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 5
t-Yfösíádaytir 20töfeií 1989 5 DAGURINN Á WENCESLAS-TORGI í PRAG: SPARKAÐ MEÐ GADDASKÓM í MEÐVITUNDARLAUSA Það sem ber hæst þessa dag- ana eru fréttir af hörmungunum i Rúmeniu. Blóðbaðið sem þar heff- ur ótt sér stað ó siðustu dögum er sem betur fer einsdæmi. Menn lita til Austur-Þýskalands og Tékkóslóvakiu og hugsa til þess hversu heppnar þær þjóðir voru að öðlast frelsi án blóðsúthell- inga. TEXTI: ANNA KRISTINEMAGNÚSDÓTTIR Trylltir úlfhundar ,,adstodudu‘ sérsveit tékknesku lögreglunnar. Dauöskelkaö fólk reyndi aö flýja eftir húsþökum. Lögregluþjónar lokuöu öllum undankomuleiöum frá torginu. Tugir manna hlutu varanleg örkuml. PRESSAN birtir bréf frá tékkneskum lækni, sjónarvotti atburðanna 17. nóvember. En þaö að fjöldamorð voru ekki framin í þeim löndum segir ekki alla söguna. Tékkn- esk kona, Zuzana, sem er læknir við sjúkrahús í Prag, sendi í síðustu viku bréf til ættingja síns á íslandi, þar sem hún lýsir deginum á Wenceslas-torgi, 17. nóvem- ber. Sá dagur markar tíma- mót í sögu tékknesku þjóðar- innar, en frelsið fékkst ekki fyrirhafnarlaust. Tugir manna liggja enn í sjúkrahúsum í Prag, stórslas- aðir eftir barsmíðar lögregl- unnar og sérsveitar hennar. Sumir verða örkumla allt sitt líf eftir gaddaskó lögreglu- manna sem spörkuðu í liggj- andi og jafnvel meðvitundar- laust fólk. Grimmir úlfhundar lögðu lögreglunni lið. Risa- stórar trékylfur buldu á mót- mælendum sem báðu um frelsi og almenn mannrétt- indi. Þeirra vopn voru nellik- ur. PRESSAN birtir hér bréf ungu konunnar, sem þorði ekki fyrr en nú að skrifa hisp- urslausa frásögn af þessum viðburðaríka degi. Dagblöð í Prag, sem sögðu í fyrstu að allt hefði farið friðsamlega fram, hafa dregið yfirlýsingar sínar til baka. Yfirmaður kommúnistaflokksins t Prag, Stepan, sá sem fyrirskipaði að beita skyldi mótmælendur valdi, hefur verið handtekinn ásamt ritara kommúnista- flokksins, Jakes. Þeir eru mennirnir sem ábyrgir eru fyrir því sem gerðist á Wenc- eslas-torgi 17. nóvember. Fyr- ir þann verknað verða þeir látnir svara í réttarhöldum sem brátt verða haldin yfir þeim. Þeirskipuðu 1.585 lög- reglumönnum að beita al- menning „valdi, af hvaða toga sem væri". Af þessum tæplega 1.600 lögreglumönn- um voru 960 úr sérsveit lög- reglunnar, menn sem mættu með rauðar kollhúfur, í gaddastígvélum og með grimma úlfhunda sér til að- stoðar. Sérsveit lögreglunnar hefur nú verið lögð niður og tékkneska þjóðin getur um frjálst höfuð strokið. Mótmælt á friðsamlegan hátt. Enginn mótmælendanna átti von á þvi ofbeldi sem beitt var á torginu þennan dag. Þann 17. desember, mán- uði eftir að mótmælin hófust, fylktu íbúar Prag liði og kveiktu á kertum á torginu þar sem gangan til frelsis hófst. Bréf Zuzönu hefst á því að þar hafi menn lítið mátt vera að því að hugsa um jóla- skreytingar; þeirra hafi vart þurft við því gleðilegri jól hafi tékkneska þjóðin aldrei átt í vændum. Okkar „vopn” voru kerti og blóm ....En nú vík ég að því sem þið viljið sjálfsagt helst vita um: föstudeginum 17.nóvember. Þaðersvostórkostlegtaðgetanú skrifað ykkur að vild, vitandi það að ykkur berst þetta bréf án þess það hafi verið ritskoðað. Ég er viss um að þið hafið séð í sjónvarpinu og lesið í blöðum hvað gerðist hér 17. nóvember, en mig langar að segja ykkur hvernig þeir atburðir höfðu áhrif á okkur hér í Prag og sérstaklega kannski okkur hjónin. Sumir kalla byltinguna hér „rólega byltingu" og aðrir kalla hana „silkimjúku byltinguna". En ég verð að segja að frá mín- um sjónarhóli séð var hún síður en svo „mjúk". Fyrir mánuði brosti ég ekki eins og ég geri nú — þvert á móti. Það leið ekki sá dagur að ég væri ekki gráti næst, eða gréti. I fyrstu grét ég af reiði og vonleysi en síðar grét ég, eins og margir aðrir í Tékkóslóvakíu, af gleöi og hamingju yfir þvísem áunnist hafði. Þetta hófst allt föstudaginn 17. nóvember. Viku áður fréttist í Prag að þann dag klukkan fjögur síðdegis yröi efnt til mót- mæla meðal námsmanna í tilefni þess að fimmtíu ár væru liðin frá því stúdentamótmælin voru í Prag. Allir voru beðnir að taka með sér eitt kerti og eitt blóm. Opinberlega voru þessi mótmæli leyfð og voru skipulögð af æskulýðssamtökum og stúdentaráði háskólans. Nemendur áttu aö ganga ákveðna leið í átt að Albertov. Þar sem við eigum svo marga vini innan háskólans vildum við sýna stuöningokkar með því aötaka þátt í mótmælunum. Ég var að koma utan af landi þennan dag. Þegar lestin ók inn á járnbrautarstöðina í Prag var klukkan þrjú síðdegis og ég kom upp úr neðanjarðargöngunum við Wenceslas-torg þar sem þegar hafði safnast hópur ungs fólks, flestallir á aldrinum 14—30 ára. Allir höföu með sér blóm og kerti og gleðin geisl- aði af andlitum þeirra. Leiðin lá að Albertov, þar sem mótmæl- in 17. nóvember 1939 höfðu farið fram. Ég fór rakleiðis til sjúkrahússins og hringdi í Jon. Ég bað hann að sækja mig og koma með mér þangað sem mótmæiin fóru fram. Hann kom hálftíma síðar og við bættumst í hóp þeirra sem voru á leiðinni á staðinn. Einu vandkvæðin hjá okk- ur voru þau að við fengum hvergi blóm eða kerti; allt slíkt var uppselt. Samferða okkur voru margir starfsfélagar af sjúkra- húsinu. Það voru þúsundir staddar á torginu. Margir voru með borða með vinsamlegum mótmælaorðum og aðrir með þjóð- arfánann. Um klukkan fjögur gekk fólkið fylktu liði að mið- borginni. Þeirra á meðal voru ekki aðeins nemendur við há- skólann heldur líka kennararnir. Það var mjög kalt í veðri þennan dag, frost og rok. Með hjálma á höfði og gler fyrir andliti Þegar við komum að „Þjóðargötunni” voru um 50.000 manns þegar komnir þangað. Á miðju strætinu blasti við okk- ur sá mesti fjöldi lögreglubifreiða sem ég hef nokkurn tíma séð og strætisvagnar, fullir af lögregluþjónum. Þeir báru hvíta hjálma á höfði með plexigleri fyrir andlitum og héldu á stórum trékylfum, sem ég hef aldrei fyrr séð lögregluna nota. Þessir lögregluþjónar stöðvuðu gönguna og hindruðu að við kæm- umst áfram. Um klukkan sjö um kvöldið stóðu mótmælend- urnir og sungu þjóðsönginn og gamlar þjóðvísur. Nokkrir köll- uðu; „Hvers vegna stöðvið þið okkur? Við viljum frelsi! — Við viljum mannréttindi!" Af og til gengu nokkrir lögreglumenn að hópnum og reyndu að ýta okkur í burtu. Allir sneru aftur á sama stað strax og lögreglan fór frá. Flestir sátu á götunni og sungu. í höndunum höfðu þeir ekkert nema blóm. Sumir héldu á áletruðum borðum þar sem beðið var um frið og á mörgum þeirra stóð; „Beitið ekki valdi". „Þú verður barin ef þú ferð ekki heim" Nokkrir lögreglumenn komu og skiptu hópunum. Okkur var ýtt ásamt nokkrum öðrum í burtu og lögreglan meinaði okkur að komast að hinum hópunum. Einn lögreglumannanna sneri sér að mér og sagði: „Ekki fara inn í hópinn. Farðu heim. Þú verður barin ef þú verður hér áfram. Og í þetta skipti verðurðu barin illa." Þessi orð sanna að skipanir höfðu verið gefnar fyrir- fram um að berja þá sem þátt tóku í mótmælunum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.