Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 21

Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 21
Föstudagur 29. des. 1989 21 * ■'m.íí v ff> 'lpt plpip^fgatffe I . ; „Framundan er viðburðaríkur kaffli i líffi Daviðs. Hann byrjar þó ekki i alvöru fyrr en 1992, en stendur alveg til aldamóta . . „Guðrún verður vissulega fremur vinsæl, en það er bara við ofure etja . . . fi er klókur maður, en hefur hlotið þau örlög að vera svolítið misskilinn aff samtíðarmönnum smum „Olafur Ragnar „SPRENGING" TENGD UNGLINGUM Málefni barna og unglinga verða í brennidepli árið 1990 og þetta verður einn af mest áberandi máíaflokkunum í þjóðmálaumræðunni. Það er barátta á milli kynslóðanna og nokkurs konar uppgjör í vændum í náinni framtíð. Stig af stigi nálgast hins vegar einhver málamiðlun og kynslóðirnar ná því að verða betur samstiga. Mikið verður fjallaö um ailt, sem tengist uppeldismálum. Hugsanlegar leiðir til úrbóta verða ræddar og ekki yrði ég hissa þó komið yrði á fót nokkurs konar ráði eða stofnun, sem færi með málefni barna og unglinga. Það veröa a.m.k. gerða einhverjar ráðstafanir til að koma til móts við þarfir unga fólksins. Eiginlega hallast ég að því að það veröi einhver „spreng- ing" út af þessum málaflokki og hann verður ekki bara ofar- lega á baugi árið 1990, heldur næstu sjö ár. Á því tímabili verður hugarfarsbreyting hjá unglingum gagnvart fullorðna fólkinu og hjá þeim eldri gagnvart unglingunum. Slík við- horfsbreyting gæti stðan beinlínis haft áhrif á lífsstíl okkar á mjög bókstaflegan hátt. Það verða einhverjar breytingar í skólamálum og verða þær til þess að styrkja stöðu okkar á alþjóðavettvangi. Ef til o vill verður um aö ræöa endurskoöun eða bætur á mennta- rnálum hér á landi til samræmingar við erlend menntakeríi. Ég held, að þetta snerti aöallega síðustu bekki grunnskóia og framhaldsskólana. PENINGAMÁLIN íslendingar hafa góða möguleika á því að styrkja fjárhags- lega stöðu sína á næsta ári, sem og raunar næstu sex til sjö árum. Svo góða möguleika, að við megum alls ekki láta þá fara til spillis. Þetta kemur sérstaklega í Ijós á tímabiiinu frá maí og fram yfir ágústmánuö. SKYNDIFUNDIR ÆÐSTU VALDASTOFNANA Óvenjumikið veröur um deilur og hörð átök á Alþingi árið 1990. Ríkisstjórnin hefur góða möguleika á því að vinna þessi átök og mál hennar munu njóta brautargengis. Mánuð- irnir apríl og ágúst verða stjórninni sérlega hagstæðir. Stjórnarandstaðan stendur í ströngu gagnvart ríkisstjórn- inni bæði í janúar og febrúar og einnig í maí og júnibyrjun. Þá verða stjórnarflokkarnir að hafa sig alla við í átökunum. Það verður mjög viðburðaríkt á íslandi í maí og júní og sennilega stendur það í sambandi við sveitarsljórnarkosn- ingarnar. Það lítur út fyrir að stjó'-nin haldi velli áriö 1990, en hún lendir samt í gífurlegum átökum og veröur afskap- lega óvinsæl. Það verður líka eitthvað mikið um að vera á árinu, sem veldur því að endurtekið þarf að kalla saman á skyndifundi æðstu valdastofnanir lýðveldisins, t.d. ríkisráðið. Þetta teng- ist einhverjum sérlega mikilvægum ákvarðanatökum og lík- legast er að þetta gerist um haustið eða veturinn 1990. Það geta orðið deilur vegna virðisaukaskattsins frá mars eða apríl og fram í júni. VERKFÖLL Það verða verkföll á árinu. Gæti þar m.a. veriö um að ræða starfsfólk Pósts og síma og að öllum likindum riðlast strætisvagnasamgöngur líka eitthvað af völdum verkfalla. Svo verða heilmiklar deilur í tengslum við bókaútgáfu, blöð og aðra fjölmiðla. Þessar deilur gætu haft áhrif á skólamál hér á landi. KVENNABYLTING í STJORNMALAFLOKKUNUM Kjör kvenna í þjóöfélaginu verða í brennidepli á árinu, engu síður en málef ni unglinga, og geta skapað átök. Jafnvel gæti komið til nokkurs konar uppgjörs á milli karla og kvenna árið 1990 og ég hallast að því að það gerist m.a. inn- an „gömlu" stjórnmálaflokkanna. Konur í stjórnarandstöðuflokkunum munu haía töluvert að segja á næstunni og geta haft úrslitaáhrif á pólitíkina á ár- inu. En þær munu þurfa að berjast hart fyrir sínum málum. Konur munu raunar fá síaukin áhrif við stjórn landsins á komandi árum, bæði konur sem starfa í stjórnmálum og einnig geta konur almennt haft úrslitaáhrif með því hvernig þær nýta atkvæði sín í kosningum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.