Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 23
Föstudagur 29. des. 1989 23 veigu, hún verður oft undir gífurlegu álagi og þarf að sýna þolinmæði. Það mun líka auka á álagið að hún neyðist ósjaldan til að sigla á milli skers og báru og það fellur henni ekki. Hún mun hafa lítinn tíma til að sinna málefnum fjölskyld- unnar. Hún verður að gæta þess að skuldbinda sig ekki of mikið í fjármálum — sérstaklega næst- komandi haust. I heild verður árið henni þó frekar hagstætt, en hún verður að sýna raunsæi í samskiptum við annað fólk og treysta eigin skynsemi. JÓN ÓTTAR RAGNARSSON: Jón Óttar hefur til- hneigingu til að vilja leika hlutverk konungs og hann hefur mikla löngun til að hafa áþreifanleg áhrif á um- hverfið. Hann er að ganga í gegnum tímabil, sem er fjárhagslega erfitt, en tekur hlutunum þó með alveg ótrúlega heim- spekilegri ró. Hann leyfir atburðunum ekki að snerta sig of djúpt, jafnvel þó hann sé nánast kró- aður af. Þetta er sem sagt baráttutími, en hann hefur þrek til að berjast. Bæði nóvember og desember síðastliðnir voru viðurðaríkir í lífi Jóns Óttars og það sama mun eiga við um mars árið 1990. Allur fyrri hluti nýja ársins gæti raunar reynst honum allerfiður. Stór- átökunum er ekki lokið og það getur brugðið til beggja vona. DAVÍÐ ODDSSON: Undanfarin tvö til þrjú ár hafa verið mikið um- breytinga- og uppbygg- ingartímabil í lífi Dav- íðs Oddssonar, en fram- undan er sérlega við- burðaríkur kafli í lífi hans. Hann byrjar þó ekki fyrir alvöru fyrr en árið 1992, en stendur alveg til aldamóta. Ef til vill þýðir þetta að Sjálf- stæðisflokkurinn fer inn í ríkisstjórn og Davíð verður ráðherra og þá fer í hönd mjög mikilvægt tímabil í sögu flokksins. Komandi ár verður í raun auðvelt, jákvætt og þægilegt fyrir Davíð. Þó verður mikið stríð eða valdaátök í kringum hann og embætti hans, en útkoma hans úr þeirri viðureign verður fremur góð. Árið verður viðburðamikið og áhrifaríkt. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON: Árið 1990 gæti reynst Halldóri Asgrímssyni erfitt átakaár. Hann þarf að hafa mikla þol- inmæði, a.m.k. fram yf- ir miðbik sumars, því það eru gerðar gífurleg- ar kröfur til hans. Undir lok ársins á hann þó von á ákveðnum sigri. Raunar er árið svolítið blandað. Að mörgu leyti getur það orðið alveg sérdeilis jákvætt, en á öðr- um vettvangi afskaplega erfitt. Það verða miklar sveiflur tengdar starfi hans og stefnu og tekist verður á af hörku. Apríl verður t.d. ekki auðveld- ur. Hvað einkalífið varðar er árið hagstætt, en hann ofkeyrir sig, því vinnan yfirskyggir allt annað. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON: Jón Baldvin fær mörg góð tækifæri í starfi sínu á fyrri hluta ársins 1990 og þau þyrfti hann að nýta vel. Þetta er hagstæður tími til að taka á öllu, sem snertir önnur lönd og utanrík- ismál. Hann fer hins vegar svolítið sínar eig- in leiðir, en þyrfti að koma meira til móts við skoðanir annarra. Og hann þarf að vinna sérlega vel úr öllum málum á fyrstu mánuðum ársins. Hann er ekki jafnúthaldsgóður og áður og því verður hann að taka meira tillit til heilsunnar en hann hefur áður þurft að gera. Mánuðirnir maí og júní verða allviðburðaríkir, einnig haust og vetur 1990. ÞORSTEINN PÁLSSON: Árið 1990 verður frem- ur viðburðaríkt hjá honum og alls ekki óhagstætt. Honum gefst hins vegar lítill tími til að sinna eigin málefn- um, því hann mun skorta næði til þess. Það hófust mikil þáttaskil í lífi hans í lok októbermánaðar síðastliðins og þær breytingar, sem eru honum í hag, halda áfram að styrkjast fram til ársins 1991. Mars, júlí og nóvember verða áhrifamiklir mánuðir. ,,Það verða töluverðar breytingar á árinu, og þær verði JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR: Næsta ár verður að mörgu leyti frekar gott hjá Jóhönnu Sigurðar- dóttur og fyrri hluti þess verður tiltölulega rólegur, sem verður léttir fyrir hana. Já- kvætt tímabil ríkir fram yfir haustið og allt sem lýtur að ferðalögum verður henni hagstætt. Hún fer brátt að sjá áþreifanlegan árangur af því, sem hún hefur ver- ið að berjast fyrir. Viðburðaríkustu mánuðir ársins verða apríl og ágúst. Haustið 1990 og árið 1991 verður líka já- kvætt fyrir Jóhönnu varðandi starf hennar og stefnu, þó því fylgi ef til vill mikil átök og vinna. JÓN SIGURÐSSON: Jón Sigurðsson býr yfir ótrúlegri seiglu og gefst aldrei upp, en þetta er mjög erfitt tímabil hjá honum. Það verða mikil átök í kringum hann fram á sumar 1990 og hann veitir sér litla hvíld. Það eru líka tölu- verðar líkur á því að hann hafi erindi sem erfiði og hann fer í margar áhrifaríkar ferðir á komandi ári. Jón þarf, eins og fleiri kollegar hans, að gæta þess að ofkeyra sig ekki á næstu árum. Árið 1990 verður honum sæmilega hagstætt, ekki síst vegna eigin seiglu. Fyrri hluti ársins verður við- burðaríkari en sá síðari, þó raunar dragi til ein- hverra tíðinda um haustið. Jón mun ekki hafa mikinn tíma til að skemmta sér á næsta ári, enda virðist hann hafa takmark- aðan áhuga á slíku. Hann lifir fyrir vinnuna. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON: Steingrími J. Sigfússyni mun takast ágætlega að fá málum sínum fram- gengt árið 1990 og það verður hagstætt til hvers kyns ferðalaga. Þetta verður allvið- burðaríkt ár hvað varð- ar framkvæmdir. Árið verður jákvætt í einkalífi Steingríms, sem er mjög trygglyndur maki, en aðaláherslan er á vinnuna — a.m.k. fram á miðbik ársins 1991, ef ekki lengur. I heild verður árið 1990 honum sem sagt harla gott. Hún þarf hins vegar nauðsynlega að fara betur með sig og hlífa sér meira en hún gerir. ÓLI Þ. GUÐBJARTSSON: í heild verður árið 1990 frekar jákvætt fyrir Ola Þ. Guðbjartsson, þegar starf og stefna eru ann- ars vegar. Hann verður mjög virkur og gæti líka séð einhvern árangur af framkvæmdum sínum. Mars og apríl verða þýðingarmiklir mánuðir í lífi hans og haustið verður honum hagstætt, sérstaklega í einkaiíf- inu. Það geta hins vegar orðið töluverð valda- átök, sem tengjast starfi hans. BORGIR, SEM BÚAST MÁ VIÐ UPPÞOTUM í Á NÆSTA ÁRI: New Orleans, Washini’tort, London. Einnig veröur mikill óróleiki í horgum í Sudur-Frakklandi, ef ekki beinlínis óeiröir vegna kynþáttadeilna. BORGIR, SEM VERÐA í HEIMSFRÉTTUNUM Á NÆSTA ÁRI : New York, Stokkhólmur, Jerúsalem, Lyon, Toulouse. BORGIR, SEM TENGJAST LISTRÆNUM VIÐBURÐUM Á NÆSTA ÁRI: Salzhurg, Hamborg, Miinchen.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.