Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 28

Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 28
PRESSU launamunur er þó nokkur milli starfsmanna þeirra banka sem sameinast í íslandsbanka um ára- mót. Stjórn íslandsbanka er enn ekki búin að taka af skarið um hvernig eða bvort laun skuli sam- ræmd þannig að bankastarfsmenn í sambærilegum störfum fái sama kaup. Fulltrúar starfsmanna bank- anna fjögurra munu hittast í dag og reyna að koma sér saman um sam- eiginlega stefnu í þessu máli. . . þOgetur Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til! Ifiíýverið var Birgir Braga- son, sem séð hefur um vinsælan bílasportþátt á Stöð 2, settur út í kuldann í samtökum íþrótta- fréttamanna. Framundan er kjör íþróttamanns ársins og því Ijóst að Birgir mun ekki hafa atkvæðis- rétt i því kjöri íþróttafréttamanna. Er þetta talið til marks um að bif- reiðaíþróttir þyki ekki gjaldgengar þegar greidd eru atkvæði um helstu afreksmenn íþróttanna eftir áriö... ýverið lét Hétur Oigeirsson (faðir Lindu alheimsfegurðardrottn- ingar) af framkvæmdastjórn Tanga hf. á Vopnafirði. Tangi er eitt af stærri Sambandsfrystihúsunum í landinu og er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið til meðferðar hjá at- vinnutryggingaqóði. Við starfi Péturs tekur ungur Breiðdælingur, Friðrik Guðmundsson, kaupfé- lagsstjóri á Stöðvarfirði. . . H^Éörgum ofbýður sölu- mennskan sem ríkir fyrir jólin. Af- greiðslufólk í vetslunum þurfti aö vera í vinnunni langt fram á kvöld síðustu þrjá dagana fyrir jólin. I Kringlunni var til dæmis opiö til klukkan níu að kvöldi á fimmtudag- inn og föstudaginn og á Þorláks- messu var eins og venjan er opið til klukkan ellefu. Hins vegar gekk verslunin Sautján fram af mörgum, meira að segja öðrum kaupmönnum. Sautján haföi nefni- lega opið á aðfangadag sem, eins og flestum mun væntanlega kunn- ugt, bar upp á sunnudag. . . b— sáttir hvað vinsældalista yfir bæk- ur varðar. Fyrir jólin munu nokkrar bókaverslanir í Reykjavík hafa stillt ákveðnum bókum á sérstakt borö, og sett þar upp lista sem sagði til um hvaða bók væri mest seld, hver næst og svo framvegis. Telja ýmsir bókaútgefendur að vinsældalisti af þessu tagi hafi óhjákvæmlega haft áhrif á val fólks. í viðtali í útvarpinu í gær, fimmtudag, við Örlyg Hálf- dánarson útgefanda kom fram að á þeirri stuttu vertið sem hér ríkir í bóksölu bæri að hugleiða af alvöru hvort ekki væri rétt að útgefendur sætu allir við sama borð. Benti Or- lygur á að fullyrðingar um mest seldu bækurnar gætu haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir sölu annarra bóka... HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings ARGUS/SlA

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.