Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 29. des. 1989 í!IiHiil!ilii!!!íliIi!llll!if PRESSAN VIKUBLAÐ A FIMMTUDÖGUM Útgefandi: Blaö hf. Kitstjórar: Jónína Leósdóttir Omar Friðriksson Hlaóamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Fáll Vilhjálmsson Ljósmyndari: Einar Olason Útlit: Anna Th. Kögnvaldsdóttir Prófarkalestur: Sigríður H. Gunnarsdóttir Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi. 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing. Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþyðublaðið: 1000 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 150 kr. eintakið. HRUN KOMMÚNISMANS OG NÝFRJÁLSHYGGJUNNAR I upphafi níunda áratugarins hófst kuldaskeiö á alþjóðavettvangi og horföi ekki vænlega fyrir friöar- og jafnaðarsinna. í austri ríkti harö- stjórn alræðisins — Bréznev, Chernenko og Andropov héldu þjóöum Sovétríkjanna í rótföstum alræðisgreipum og heittu Afganistan her- valdi. í Póllandi voru sett herlög og barátta Samstööu barin niður. í Kl Salvador og fleiri Mið- og S-Ameríicuríkjum rikti blóðug barátta á milli þjóðfrelsishreyfinga og einræðisafla sem nutu hernaðaraðstoðar hægri öfgasinna í Bandaríkjunum. í Kvrópu kepptust Bandaríkja- menn við að koma upp meðaldrægum kjarnorkueldflaugum í sam- ræmi við samþykkt NATO frá árinu 1979. Sovéski herinn stórjók her- búnað sinn á hafinu. A fyrstu stjórnarárum sinum sem Bandaríkjafor- seti kynti Ronald Reagan undir kaldastríðsáróðri með yfirlýsingum unt „heimsveldi hins illá' — Sovétríkin, og setti ómældar fjárhæðir i Stjörnustríösáætlunina. í efnahagsmálum ríkti geirnegld miðstýring kommúnismans i austri og í vestri reið yfir blómaskeið nýfrjálshyggju Thatcherog Reagans með lilheyrandi niðurskurði ríkisútgjalda til vel- ferðarmála og taumlítils markaðsfrelsis. Umskiptin í heiminum á síðari hluta þessa áratugar sem senn líöur undir lok eiga sér enga hliðstæðu frá striðslokum. Vart |>arf að rifja upp umbótastefnu Gorbatsjovs eða þá stóratburði sem átt hafa sér stað í austantjaldsríkjunum ásíöustu mánuðum. Kjölflokkalýðræði er i buröarliðnum í Póllandi og Ungverjalandi. Alræöisöfl í A-Pýskalandi, Tékkóslóvakíu og nú síðast Rúmeníu hafa horfiöá einni nóttu. A-Kvr- ópubúar hafna stjórnkerfi kommúnismans gjörsamlega — í Kvrópu er hann að renna sitt skeiö á enda. Mikilvægir afvopnunarsamningar hafa náðst á milli stórveldanna og hlýir vindar samvinnu og skilnings rikja í samskiptum austurs og vesturs. í Bandaríkjunum hefur frjáls- hyggjustefna Reagans löngu siglt i strand og nýr forseti fengið það verkefni að rétta landið úr þeim öldudal sem það er i efnahagslega eft- ir skuldasöfnun og gííurlegan fjárlagahalla sem frjálshyggjustefna Re- agan-áranna skildi eftir sig. A Bretlandi eru helstu vígorð nýfrjáls- hyggjunnar þögnuðogThatcher-stjórnineróvinsælli en nokkru sinni fyrr á tiu ára ferli sínum. Pær hugsjónir sem bera uppi þær breytingar sem gengið liafa yfir siðustu ár kalla á umhverfisvernd, öflugt ríkisvald sem viðheldur vel- ferð og skynsamlegri efnahagsstjórnum á sama tíma og markaðslög- málin eru virkjuð með hagsmuni neytenda í huga. Frelsisbyltingin í A-Kvrópu kann að gera þann samruna Kvröpuríkjanna í eina efna- hagsheild sem stendur yfir ennþá stórbrotnari en nokkurn gat grunað fyrr á þessu ári. Með von um áframhaldandi þröun lýðræðis og jafnaðar á nýju ári sendir Pressan lesendum sínum bestu nýárskveðjur. hin pressan I ■ i| ^ Ijt nMrilft Pólitísk þankabrot skrifa Birgir Árna- WH son, aöstoöarmaöur viöskipta- og iön- aöarráöherra, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, og BolliHéð- insson hagfræðingur. Tveir heimar Fyrir nokkrum árum hélt greindur Englendingur, sem var samtíða mér við háskóla einn í Bandaríkjunum, því fram í mín eyru að kommún- isminn hlyti að líða undir lok þar sem undir þvi þjóðskipu- lagi væru engin jólin. Ég lagði þessa kenningu á minn- ið aðallega sem gamanmál en nú þegar ég rifja hana upp á öðrum degi jóla á því herr- ans ári 1989 er ég ekki fjarri því að vinur minn hafi ein- mitt hitt naglann á höfuðið. Annars þykja mér jól og stjórnmál eiga illa saman og ég verð að viðurkenna að mér er heldur óljúft að setjast við skriftir um pólitík á jóla- hátíðinni. Ef ekki kæmu til miklir atburðir úti í hinum stóra heimi á undanförnum dögum og vikum væri mér einnig gersamlega orða vant. Ég á hér auðvitað við atburð- ina í Rúmeníu og Panama. -o-o-o- Það hlýtur að vera hverjum ærlegum manni fagnaðarefni að rúmenska þjóðin skuli hafa tekið höndum saman og hrakiö frá völdum þá fjöl- skylduklíku sem haldið hafði þjóðinni í heljargreipum um aldarfjórðungsskeið. Pó er sorglegt til þess að hugsa að tugir þúsunda manna hafi þurft aö láta líf sitt til að þetta mætti veröa. Valdaskeiði kommúnista- flokkanna í Austur-Evrópu er nú aö heita má lokið nema ef vera skyldi í Sovétríkjunum sjálfum. Þaö sem var nánast „Fámenn þjóð sem á sjálfstæði sitt undir því að farið sé að alþjóðalögum og sjálfs- ákvörðunarréttur smáþjóða sé virtur getur ekki haft annað en skömm á framferði Bandaríkjamanna í þessum málum." óhugsandi fyrir aðeins nokkrum misserum er nú orðið að veruleika í einni svipan. Alræði kommúnista- flokkanna í stjórnmálum og miðstýringu efnahagslífsins hefur verið hent sem hverju öðru skrani á ruslahaug. Friðsamar byltingar hafa verið gerðar í Póllandi, Ung- verjalandi, Austur-Þýska- landi og Tékkóslóvakíu í nafni borgaralegs lýðræðis og markaðsbúskapar. Hug- myndafræðileg rökræða síð- ustu hundrað ára í Norðurálfu hefur þannig verið til lykta leidd á vettvangi veruleikans með ótvíræðri niðurstöðu, a.m.k. fyrir Evrópuþjóðirnar. Helsta undrunarefnið er í raun hversu langan tíma þaö hefur tekið. Það væri hins vegar fjarstæða að halda því fram að öfgakennd frjáls- hyggja hefði borið sósíalism- ann ofurliöi heldur er það þrá fólksins eftir frelsi, frelsi frá fátækt og til að ráða sér sjálft og kalla forystumenn sína til ábyrgðar sem hefur sigrað. -o-o-o- Yfirlýstur tilgangur Banda- ríkjamanna meö innrás sinni í Panama var einnig a.m.k. í aðra röndina að þjóna lýð- ræðinu. Að mér setti hins vegar óhug þegar ég heyrði Bush Bandaríkjaforseta lýsa þessu yfir í sjónvarpsávarpi. Bandarísk stjórnvöld eru enn við sama heygarðshornið í af- skiptum sínum af málefnum Mið- og Suður-Ameríku og þau hafa verið frá því að bóf- inn Walker leiddi óþjóðalýð til innrásar í Nigaragua á síð- ustu öld. Ég efast ekki um að engu hafi verið logið upp á þann alræmda hershöfðingja Noriega. En er hann ekki skil- getið afkvæmi langvarandi afskiptastefnu Bandaríkj- anna í þessum heimshluta? Abyrgð Bandaríkjanna á ástandi mála í Vesturálfu sunnanverðri — á örbirgð og kúgun þar — er stór og tæp- ast minni en en Sovétríkj- anna á stöðnun og frelsis- skerðingu í Austur-Evrópu undanfarna áratugi. Það er umhugsunarvert að á sama tíma og Sovétmenn láta af- skiptalausa og kynda jafnvel undir frelsisþróun í ná- grannaríkjum sínum skuli Bandaríkjamenn enn leggja stund á heimsvaldasinnaða ævintýramennsku í óljósum tilgangi. Því er víst að það er ekki lýðræðisástin sem rekið hefur Bandaríkjamenn til að gera innrás í Panama og harla iítinn áhuga virðast þeir hafa á því að hafa hendur í hári Noriega. Helst hafa getur ver- ið að því feiddar að Bush for- seti hafi með innrásinni viljað má af sér aumingjastimpilinn sem lengi hefur við hann loð- að heimafyrir (the whimp factor). Innrás Bandaríkja- manna fyrir nokkrum árum í eitt smæsta þjóðríki veraldar — Grenada — að undirlagi Reagans, þáverandi Banda- ríkjaforseta, var sprottin af svipuðum hvötum. Fámenn þjóð sem á sjálf- stæði sitt undir því að farið sé að alþjóðalögum og sjálfs- ákvörðunarréttur smáþjóða sé virtur getur ekki haft ann- að en skömm á framferði Bandaríkjamanna í þessum> málum. Ég finn betur nú enn nokkru sinni áður aö ég á í stjórnmálalegu og menning- arlegu tilliti fyrst og fremst samleið með öðrum Evrópu- mönnum. Hinn evrópski hug- arheimur er mér meira aö skapi en hinn ameríski. Koniak handa afa — Fyrirsögn á sælkerasíöu DV Kóka kóla breytti jólasveinin- um — Fyrirsögn í DV Þetta var yndisleg jólagjöf — Nýoröin þríburamóöir í DV Ók á lögreglubílinn — Fyrirsögn i Bæjarins besta, isa- firöi Vafalaust má deila um hvort jólahaldið hefur f jarlægst upphaflegan tilgang sinn — Víkverji í Morgunblaöinu Ég er alveg stað- ráðin í því að einn góðan veður- dag œtla ég að bjóða þeim (spaugstofumönn- um) hingað heim til að koma og skoða minn fata- skáp — Guörún Helgadóttir þingmaður í viðtali við Timann Peter, en svo hét hinn rússneski leiðsögumaður okkar, leiddi okk- ur inn í spenn- andi og í senn ógnvekjandi heim kommúnismans — Stúdentafréttir um heimsókn fjölmiðlafræðinema til Sovét- ríkjanna Aldís og Eydis reynast vel Já, það fékkst sko Heineken- — Blaðafulltrúi Flugleiöa i Morgun- bjór í Sovétríkjunum blab'nu — Sama blað um sömu ferö Lögregla og slökkvilið: Klipptu i sundur bil — með nýju klippunum — Fyrirsögn í Bæjarins besta, ísafiröi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.