Pressan - 29.12.1989, Blaðsíða 20
20
Föstudagur 29. des. 1989
fSumarið 1990 getur reynst
Júliusi jálcvætt. Hann verður
hinsvegar að fara varlega i
umferðinni.#'
Það verður seint lögð of mikil
áhersla á að árin fram til alda-
móta eru gifurlega mikilvæg
fyrir islensku þjóðina. Öll okkar
framtíð ræðst af þvi hvernig
ráðamönnum tekst að nýta þau
tækifæri, sem þá gefast, og
hvernig tekið er á vandamálun-
um á þessum tima.
BREYTINGAR Á UMHVERFI
OG NÁTTÚRU
Kitt af því, sem er hvað mest áríöandi fyrir okkur íslend-
iniia á næstu árum, er að vinna rétt úr ýmsum málum, sem
snerta umhverfismál. 0g |)á á ég viö umhverfismál í mjög
víöum skilningi þess orðs.
Vænta má afar áhrifaríkra breytinga, sem tengjast sjávar-
afuröum, ströndum landsins, náttúruvernd, mengunarvörn-
um og samskiptum okkar við nágrannaþjóöirnar, Umhverfi
okkar — í víöum skilningi — tekur sem sagt töluveröum
breytingum, sérstaklega í sambandi viö gróöur — og veöur-
far, og þetta á bæöi viö um áriö 1990 og 1991.
SUMARIÐ SKÁRRA EN í FYRRA
Kaunar erum viö þegar komin inn í tímabil umbreytinga
í veöurfari og búast má viö meiri úrkomu, bæöi á veturna
og sumrin. (Næsta sumar veröur þó hlýrra en þaö síöasta!)
Viö getum hins vegar nýtt okkur þessar breytingar á næstu
árum, m.a. til þess aö gera þjóöféiagið mannlegra, en þetta
kemur smám saman í Ijós á næstu árum.
Þaö er líka óþarfi aö vera meö áhyggjur af afuröum okkar
úr sjónum, þó mengun verði ofarlega á baugi, því viö mun-
um geta ráöiö viö þau mál. Þar aö auki förum viö aö veiöa
annan fisk en áöur og finnum nýjar afuröir til að selja.
Umferöin veröur sífellt meira áhyggjuefni og þaö er þjóö-
inni ekki til góös aö þjappa sér svona saman á einu horni
landsins. Þaö skapar öngþveiti. Umferö á landi, í lofti og á
sjó — og allt sem tengist henni — getur valdiö erfiöleikum.
Oetta verður þó hagstætt ár fyrir flutningaskipaflota lands-
ins.
Kg gæti trúaö því aö mikið yröi um jarðskjálíta á næstu
þremur árum.
SUMARPÓLITÍK
Janúar og febrúar á næsta ári veröa mjög áhrifamiklir
mánuðir íyrir íslensku þjóðina. Kinnig apríllok og fram yfir
miöbik júní. Haustiö verður síðan frekar rólegt hjá okkur.
Þaö veröa hins vegar óróleiki og ákveðin tilfinninga-
spenna í þjóðfélaginu í júní og júlí. Þetta á aö öllum líkindum
einnig við um mars og þá gæti spennan staðiö t sambandi
við slys eða jafnvel slysaöldu tengda óveðri.
Seinni hluta sumars förum viö inn í léttara tímabil, hvaö
varðar þjóðfélagiö í heild. Þá birtir svolítiö til í myrkrinu. Við
ættum þess vegna að nýta okkur sumariö vel — ekki síst i
utanlandsviðskiptum.
Júlí og ágúst geta hins vegar orðiö nokkuö flóknir mánuö-
ir í stjórnmálum og mikið veröur deilt um sumariö. Pað
hljómar ef til vill ótrúlega, en það veröur að öllum líkindum
heitast í pólitísku kolunum frá vori og fram á haust. Sam-
kvæmt því segi ég að EF þaö kemur til alþingiskosninga á
næsta ári, sem þó er íremur óiíklegt, verður þaö annaöhvort
i vor eða um haustiö 1990.
ÞEGNSKYLDUVINNA OG NYJAR
AÐFERÐIR LÖGREGLU
Samskipti á milli manna geta orðið töluvert vandamál hjá
okkur á árinu 1990. Óánægja, ólga og ofbeidi veröa sífellt
ineira áberandi allt árið, sérstaklega í þéttbýli. Yfirvöld neyð-
ast hins vegar til að bæla þetta niður og lögreglan mun
breytast mikiö og styrkjast á þessu tímabili. Hún mun nota
nýjar aöferðir til að verja borgarana.
Þaö veröur mikiö um aö vera á þeim sviðum, sem tengjast
lögum og rétti. Umbreyting eöa nánast bylting. Kn þaö
munu líöa nokkur ár þar til öryggismál okkar veröa komin
i viöunandi horf. Deilur veröa lika tíðar og alls kyns uppgjör
á milli fólks — t.d. ýmis hneykslismái, eins og á síöasta ári.
Kg verö nú líkast til ekkert vinsæl fyrir aö segja þetta, en
ég yröi ekki hissa þó einhvers konar þegnskylduvinna yrði
tekin upp á lslandi — annaöhvort á næsta ári eða þeim
næstu þar á eftir.
ÁSTRÍÐUGLÆPIR OG TÍÐ
SJALFSMORÐ
I heild verður áriö 1990 ekki rólegt, heldur mikiö vinnuár
fyrir íslensku þjóðina. Hún þarf aö taka á honum stóra sínum
til aö ná sér upp úr þeirri lægð, sem hún er í. Strax árið 1991
fer aö birta meira til, en þaö verður ekki fyrr en um 1992—3
aö allt fer auösjáanlega aö ganga okkur meira í haginn.
Átök á milli kynjanna setja svip á áriö 1990 og því má bú-
ast viö aö þó nokkuð veröi um hjónaskilnaði. Einnig eru lík-
ur á aö einhverjir „skandalar", sem tengjast ástamálum,
komi upp á yfirborðiö. Það gæti jafnvel orðið í formi ástríðu-
morös eöa annars atviks, þar sem tilfinningar og erfiöleikar
eöa ofbeldi blandast saman. Einnig má gera ráö fyrir nokk-
Árið verður honum hag-
stætt, þegar hvers kyns
samningar eru annars veg-
ar, en það vofir slysahætta
yfir honum. Hann gæti t.d.
hugsanlega lent í flugslysi.
Einnig bendir ýmislegt til
þess aö hann veröi fyrir
töluverðri sorg eða áfalli,
sem gerist skyndilega og
tengist fjölskyldu hans á
einn eöa annan hátt.
MARGRÉT THATCHER:
Áriö veröur gott hjá
Thateher hvaö varöar henn-
ar einkalíf, en það verða
mikil átök í kringum starf
hennar og stefnu og gætu
þau átök tengst Evrópu-
bandalaginu.
Hún þarf að gæta vel aö
heilsunni og þaö eru líkur á
því að hún beinbrotni eöa
finni til einhvers krankleika.
Ég tel, að hún dragi sig fyrr
út úr heimi stjórnmálanna
en menn búast viö á þessari
stundu.
GEORG BUSH:
Bush afar heimakær maö-
ur, en hann er harðari en
menn halda í fljótu bragði.
Hann er tilfinningaríkur, þó
skynsemin stjórni alltaf á
endanum.
MIKAEL GORBACHEV:
Þetta er skapmikill maöur,
sem kann að koma baráttu-
málum sínum áleiöis. 1990
verður vinnu- og átakaár
hjá honum, en þegar á
heildina er litið er það hon-
um hagstætt. Þó veröur
meira um þrautir og átök í
lífi hans áriö 1990 en á því
ári, sem er aó líða.
Ég yrði ekki hissa þó að-
stæður neyddu Gorbachev
til aö taka sér mun meiri
vöid en hann hefur nú þegar
og hann má alls ekki sofna á
verðinum. Janúar og vor-
mánuðirnir gætu reynst
honum flóknir, en þó staðan
virðist ef til vill vonlaus, þá
getur ræst úr málum honum
í hag.
urs konar ofbeldisbylgju í þjóöfélaginu, en hún tengist aö öll-
um líkindum írekar unga fólkinu.
Þaö verður mikiö um dauðsföll á næsta ári og því miður
veröa sjálfsmorö tíð. Hér munu ganga margar svokallaöar
umferöarpestir, sem mikill hiti og höfuöverkur fylgir.
BJARTSYNI í HÚSNÆÐISMALUM
Kjölskyldumunstriö í þessu þjóöfélagi verður að breytast
og viö veröum aö rækta meira mannleg samskipti. Þetta
snertir síðan allt, sem tengist húsnæði fólks, því húsnæöis-
mál tengjast auövitaö á vissan hátt umhveríinu og mann-
eskjulegum aöstæðum þjóöarinnar. Húsnæðismál veröa
þess vegna rrieðal þeirra inálaflokka, sem verða í brenni-
depli, og útlit er fyrir aö ástæöa sé til bjartsýni hvaö þau
varðar. Skrefin í jákvæða átt koma hins vegar smám saman,
hægt og sígandi.
NOSTALGÍA í LIST OG
ASTARSAMBONDUM
Þaö veröa miklar breytingar í listum, sem veröa ofarlega
á baugi á næsta ári. Listamenn líta meira til fortíðarinnar en
þeir hafa gert að undanförnu, áhrif popplistarinnar dvína og
nokkurs konar ný-klassísk stefna mun njóta vinsælda. Þessa
mun líka gæta á fieiri sviðum, því menn almennt fara aö
hyggja meira aö öllu, sem er gamalt. Listalíf stendur með
miklum blóma seinni hluta sumars — sérstaklega tónlist.
söngur og leiklist.
Þessi „nostalgía" kemur einnig fram í tilfinningasambönd-
um. Tryggð innan ástarsambanda veröur í tísku, ef svo má
að oröi komast, og fólk verður yfirleitt varkárt í samskiptum
viö aöra.
MÁLMAR í JORÐU?
Eg vil endurtaka þaö, sem ég sagöi i fyrra, um að Islend-
ingar verði aö nýta sér vel alla þá möguleika. sem þeir hafa
til hvers kyns rannsókna. Þetta á m.a. við um hugsanlega ol-
iuleit eða möguleika á því aö málmar fyndust hér í jörðu —
þó líkurnar virðist viö fyrstu sýn ekki ýkja miklar. Þetta gæti
t.d. gerst í tengslum við nágrannaþjóöir okkar, en nú hefur
komiö í Ijós aö gull er aö finna á Græriiandi.
MÖGULEIKAR í AUSTRI
Þaö veröur mun meiri kröftum variö í utanríkismá! en inn-
anríkismál á næstu árum. Mikilvægir tímapunktar í þessurn
málaflokki eru vor og sumarbyrjun, en einnig árslok 1990.
Þegar líða fer að sumri árið 1990 lítur út fyrir aö íslending-
ar fái stuöning frá utanaökomandi aöilum, ef til vill í formi
einhvers konar samstarfs vió nágrannaþjóöir eöa þá aö þær
standa með okkur i einhverju deilu- eða baráttumáli.
Þaö sést á plánetuafstööunni aö hingaö til hafa enskumæl-
andi lönd haft mikil áhrif á Isiand, en nú er þessi afstaða aö
breytast. Þær breytingar hafa það i för með sér aö við tengj-
umst meira löndum í Mið-ogÁustur-Evrópu. Áriö 1990 ætt-
um við því aö vera vakandi fyrir möguleikum i austri jafnt
sem vestri. Þaó er hins vegar Ijóst að þjóðin og þeir sein
stjórna henni þurfa mikla seiglu til þess að þetta takist. Viö
þurfum að hafa gifurlega mikiö fyrir öllum þeim samning-
um, sem viö kunnum aö ná, og þaö getur tekiö mun lengri
tima en menn höfðu gert ráó fyrir.
JÖN BALDVIN STENDUR SIG
Varðandi samningaviöræöurnar úti í Evrópu, sem Jón
Baldvin Hannibalsson stendur nú í, þá held ég aö hann hafi
erindi sem erfiði. Það verður ekki fyrirhafnarlaust, en það
tekst.
íslendingar munu standa í samningum viö tvö lönd á síð-
ari helmingi ársins og reynast þeir okkur hagstæöir, þó við
þurfum aö láta undan á vissum sviðum. Annaö landiö er
Bandaríkin, en hitt er í austri. ísland nær tvöföldum saming-
um viö lönd í Evrópu.
ísland mun eignast bandamann, sem styður okkur á einn
eða annan hátt. Þess vegna mun landið ails ekki einangrast,
heldur mun það fremur opnast.