Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 12

Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 12
r r r r . I I 12 TÁKNIN EIGA AÐ MINNA OKKUR Á STRÍÐIÐ segir Dalli auglýsingateiknari sem hefur hannab merki á póstkortog boli, sem hann mun uœntan- lega setja á markab erlendis. Á 45 ára affmœli Myndlista- og hand- iðaskóla Íslands árið 1985 tók einn nem- andi skólans sig til og hannaði merki i til- effni áfangans. Frá þeim tima heffur merki þetta legið niðri i skúffffu og beðið ann- arra merkra áffanga. Einn slikur er ffram- undan: i vor eru liðin 45 ár ffrá striðslok- um. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MYND: EINAR ÓIASON Hönnuðurinn heitir Dalli og er auglýsingateiknari; einn af mönn- um Kátu maskínunnar. Auk 45 ára-merkisins hefur hann hannað fleiri sem tengjast stríðinu, til dæmis mynd af Adolf Hitler í sínu einfald- Dalli i bol með lykiftákninu; hakakrossinn sveigður í form tölustaf- anna 4b. Viö hlið hans: Adolf Hitler í sínu einfaldasta formi. Fimmtudagur 1. febr. 1990 asta formi, en hugmyndin er að koma upp seríu sem tengist stríðinu þar sem koma fram önnur merki, eins og Davíðsstjarnan, Volkswag- en-merkið og friðarmerkið. Dalli segir lykiltáknið vera hakakrossinn, tákn þriðja ríkisins, sveigðan í form tölustafanna 45 og segist sjá þessi merki fyrir sér jafnt á póstkortum sem stutterma-bolum. „Þessar hugmyndir mínar slá fólk misjafnlega," sagði Dalli og lyfti upp bol með Davíðsstjörnunni: „Þessi þykir til dæmis mjög smekklaus... Sumum finnst eins og þetta sé nýtt útlit fyrir einhvern fasistaflokk, en í rauninni er ég að búa til ákveðinn myndheim. Stríði tengjast miklar hörmungar og það má því segja að myndformin tengist mjög alvarlegu máli en eru samt með gamansöm- um undirtóni — eða öfugt. Þessi sería á að minna okkur á stríðið. Á baki bolanna verða ýmsar áletranir á nokkrum tungumáium, til dæmis „War is over", fleyg orð sem féllu á dögum stríðsins, spakmæli og mór- alskar ábendingar um stríð og frið. Það má alveg eins reikna með bol með mynd af Winston Churchill framan á og áletruninni „Aldrei hafa jafnmargir átt jafnfáum jafn- mikið að þakka“.“ Ástæðuna fyrir erlendu tungu- málunum segir Dalli vera þá að Smekkleysa hf. sé að kanna mögu- leikana á að setja bolina á markað erlendis: „Það er verið að kanna þá möguleika um þessar mundir," segir hann. „Ég ætlaði upphaflega bara að setja þetta á markað hér innan- lands, en ég held að í Ijósi þeirra at- burða sem eru að gerast í Evrópu eigi þetta erindi út fyrir landstein- ana. Þetta er í sjálfu sér ekkert stór- mái og ég geri mér engar vonir, en ég hef gengið svo lengi með þessa hugmynd í maganum að ég vil helst ekki að hana dagi uppi.“ Hann segir hugmyndina hafa fengið misjafnar undirtektir fyrir fimm árum, þar sem lykiltáknið var sett á tillögu að veggspjaldi: „Sumir eru hræddir við tákn og litu á þetta sem merki hins illa sjálfs. En mér finnst mjög gaman að velta mér upp úr ýmsum táknum þótt ég viti líka að maður verður að fara varlega. Ég myndi til dæmis ekki senda Davíðs- stjörnuna úr landi þótt hún gæti ver- ið gott söluefni á Vesturbakkanum þar sem Palestínuarabarnir gætu veifað því framan í hermenn. Néi, maður verður að taka tillit til um- hverfisins." Dalli segist hafa ákveðið að end- urvekja þessa fimm ára gömlu hug- mynd núna, þegar 45 ár eru liðin frá stríðslokum: „Við sjáum hvað er að gerast um alla Evrópu. Öll landa- mæri eru að opnast eða brotna og þar sem ég lít á sjáifan mig sem frið- arsinna og er á móti stríði er þetta mitt framlag í tilefni 45 áranna. Frá Austur-Þýskalandi berast okkur fréttir af uppgangi nýnasista og í Frakklandi rísa nýnasistar líka upp. Þessar gömlu hugmyndir eru ennþá við lýði í Evrópu og við verðum að minna okkur á þær. Það er svo stutt síðan stríðinu lauk, bara 45 ár. Und- irtónninn i verkunum mínum er móralskur og á að minna okkur á að við getum forðast að harmleikir af þessu tagi endurtaki sig." BÍLALEIGA meö utibu allt i knngurr, landiö. gera per mogulijgt aö leigja bil a emurn staö og skila honum a oörum Reykjavik 91-31615/31815 Akureyri 96-21715723515 Pöntum bíla erlendis inierRent Btlaieiga Akureyrar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.