Pressan - 01.02.1990, Qupperneq 16
16
Fimmtudagur 1. febr. 1990
sjúkdómar og fólk
Blóðnasir
Ragnar P. kom til mín á stofuna einn
mánudaginn. Hann var þekktur
slagsmálamaður í plássinu og gekk
undir auknefninu Raggi rot. Ég
hafði áður haft með hann að gera á
helgarvakt og búið um aðra hönd-
ina, en hann hafði meitt sig þegar
hann lét hnefann vaða í andlitið á fé-
laga sínum á balli. Þeir komu saman
á slysamóttökuna þessa nótt, báðir
hálfvolandi, Raggi hélt um höndina
en hinn um nefið. Tilefni átakanna
var löngu gleymt og þeir höfðu sam-
einast í reiði og hneykslun yfir því
að þurfa að bíða eitthvað á biðstof-
unni. Þeir létu því ófriðlega, bölv-
uðu og rögnuðu og gáfu hvor öðrum
að drekka úr séneverbrúsa. Eftir
langa mæðu tókst mér að róa þá,
gera að sárum þeirra og þeir gengu
út í faðmlögum sveiflandi sénever-
flöskunni og sungu saman; I can’t
get no satisfaction. — Jæja, sagði
ég, þegar við Raggi vorum sestir,
hvað get ég gert fyrir þig? Raggi var
klæddur í bláar gallabuxur með
breiðu belti, í támjóum rauðbrúnum
stígvélum og rauðleitum bol með
áletruninni Photographers do it
in the dark. Hann var í slitnum leð-
urjakka með kögri. Um hálsinn bar
hann eftirlíkingu af þýskum járn-
krossi í leðurreim og í vinstra eyr-
anu var litill gullhringur. — Ég er
alltaf að fá blóðnasir, sagði hann,
mamma sagði að ég ætti að fara til
þín og láta brenna að innan á mér
nefið. — Já, sagði ég og virti hann
fyrir mér, en ertu ekki alltaf að slást?
Hann var bólginn á nefinu og með
hrufl á enninu. — Jú, sagði Raggi
rot, og þessi helgi var alveg ferleg,
ég lenti í djöfuls fæting við brjálað-
an Akureyring sem skallaði beint í
nefið á mér og ég er búinn að vera
með blóðnasir síðan. Þeir eru alveg
ferlegir þessir utanbæjarmenn. —
Láttu mig kíkja á þetta, sagði ég og
við fórum inn á skoðunarstofuna.
Hann var svo marinn og aumur í
nefinu að ég sendi hann í mynda-
töku vegna gruns um brot en sem
betur fer var allt óbrotið. Ég hreins-
aði nefið að innan eins og best ég
gat, sá blæðingarstað i miðsnesinu
og brenndi fyrir æðina. Síðan tróð
ég grisju í nefið og sagði Ragga að
koma til eftirlits eftir 2—3 daga. —
Svo verðurðu að hætta að slást,
sagði ég. — Já, sagði hann, þetta er
alveg ferlegt. Hann vaggaði út með
þessu skemmtilega göngulagi is-
lenskra slagsmálamanna. Hann
kom ekki aftur, en seinna frétti ég af
Ragga rot á loðnubát austur á fjörð-
um. — Aumingja dreifbýlið, það á
ekki af þvi að ganga, hugsaði ég
með mér, nú fá þeir Ragga rot ofan
á alla aðra óáran!
Algengur kvilli
Flestallir fá blóðnasir einhvern
tímann á lífsleiðinni en sjaldnast
valda þær neinum meiri háttar
vandræðum. Algengast er að ungt
fólk fái blóðnasir, annaðhvort lítil
börn eða táningar, svo og rosknir
einstaklingar. Hjá ungum börnum
er yfirleitt um að ræða endurteknar
sýkingar í efri loftvegum, sem valda
því að slím harðnar og safnast fyrir
í nefinu. Börnin eiga erfitt með að
snýta þessu út, en reyna að losa um
það með fingrunum, og það veldur
blæðingum frá slímhimnum nefsins.
Kvef og aðrar endurteknar sýkingar
í efri ioftvegum virðast veikja slím-
himnurnar svo hættara er við blóð-
nösum. Það er mikilsvert að halda
nefinu hreinu hjá þessum krökkum
og stundum þarf að gefa þeim bakt-
eríudrepandi og mýkjandi krem í
nefið. Hjá táningum og yngra
fólki eru blóðnasir tíðar og þá eru
slys ein algengasta orsökin. Fólk fær
högg á nefið í íþróttum, bílslysum
eða í áflogum. í Gísla sögu Súrsson-
ar er fræg frásögn um blóðnasir eftir
átök, þegar Gísli skellir Þorgrími svo
fast niður á is að blóð-stökk úr
nösum, skinnið gekk af hnúunum
og kjötið af hnjánum. Svo Raggi rot
er ekki fyrsti ofbeldismaðurinn á ís-
landi sem fær blóðnasir eftir áflog.
Stundum eru æðarnar í nefslím-
himnum sérlega viðkvæmar og út-
þandar og þá þarf lítið að koma fyrir
svo af hljótist blæðing. Hjá rosknu
fólki eru orsakir blóðnasa oft aðrar,
eins og háþrýstingur og æðakölkun,
sem valda því að æðarnar verða
viðkvæmar og blóðnasir geta haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Algengast er hjá yngra fólki, að
blóðnasir eigi upptök sín í fremri og
neðri hluta miðsnessins (Little-
svæðið), en hjá eldra fólki er blæð-
ingin oft aftar í nefinu og því erfiðari
viðfangs. Þetta gerir hana hættu-
legri enda getur stundum reynst erf-
itt að stöðva hana. í Sturlungu seg-
ir frá Einar nokkrum Skemm-
ingi sem þótti hinn röskasti maður.
Hann er sagður hafa dáið úr nef-
dreyra eða blóðnösum en tildrögin
ekki skýrð nánar.
Medferd blóönasa
Meðferð blóðnasa er yfirleitt ein-
föld. Þar sem blæðingin kemur
langoftast frá fremri og neðri hlut-
um miðsnessins er nóg að þrýsta
þéttingsfast um nefið frá hliðunum í
3—5 mín. Gott er að láta sjúklinginn
sitja með svamp eða tusku gegn-
vætta í köldu vatni og halda að nefi
og enni til að minnka blóðstreymið.
Ef þetta dugar ekki þarf að troða í
nefið. Best er að deyfa slímhimnurn-
ar fyrst með deyfiefni, síðan er
grisju sem búið er að maka í bakt-
eríudrepandi og mýkjandi smyrsli
troðið upp í nefið þannig að góður
þrýstingur komi á blæðingarstað-
inn. Ef þessar aðgerðir stöðva ekki
blæðinguna og sjúklingnum finnst
blæða stöðugt aftur í kok kemur
blæðingin sennilega úr aftari hluta
nefsins og þá þarf sérstakar aðferðir
til. Best er að slíkt sé framkvæmt af
háls-, nef- og eyrnalækni því oft get-
ur reynst vandasamt að stöðva slíka
blæðingu, sérlega í þeim sem hafa
iélegar æðar. Einar Skemmingur
hefur sennilega haft slika blæðingu
frá aftari hlutum nefsins og sam-
tímamenn hans ekki ráðið við hana
vegna tækjaskorts og kunnáttuleys-
is. Hættulegar blóðnasir geta komið
hjá fólki sem af einhverjum ástæð-
um hefur minnkaða storkuhæfni í
blóði vegna sjúkdóms eða lyfja en
þá blæðir yfirleitt víðar en úr nef-
inu. En hvað á að gera við Ragga rot
og allar þær blóðnasir sem hann fær
og veldur öðrum? Skásti kosturinn
er auðvitað sá, að hann fari í áfeng-
ismeðferð og hætti að stunda böll
og fljúgast á, en fram að þeim sinna-
skiptum þarf að lappa upp á hann
eftir bestu getu, stöðva blæðingar,
brenna fyrir æðar og gera við nef ef
það brotnar.
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON JT
pressupenm
Pressupennar eru Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar-
firði, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagnfræðingur, Jón Ormur Hall-
dórsson stjórnmálafræðingur, séra Sigurdur Haukur Guðjónsson,
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Lára V. Júlíusdóttir, fram-
kvæmdastjóri ASÍ.
Konur verða ekki barðar til ásta
Að undanförnu hef ég orðið þeirr-
ar blendnu ánægju aðnjótandi að
nafn mitt hefur verið nefnt í tengsl-
um við þær umræður sem nú eru í
gangi um sameiginlegt framboð til
borgarstjórnar Reykjavíkur. Ef því
er að skipta má vel láta slikt kitla
hinar hégómlegri stöðvar í mið-
taugakerfi sínu en mér er einhvern
veginn þannig farið nú um stundir
að þetta vekur fremur með mér ugg
og óróleika. Ugg vegna þess að mér
finnst eins og ég og nafn mitt höfum
orðið viðskila, óróleika vegna þess
að ég hef verið í hlutverki þolanda
en ekki geranda í undarlegri og
flókinni atburðarás og það hlutverk
er mér ekki að skapi. Hið fyrr-
nefnda er ekki á valdi mínu en hið
síðarnefnda er sjálfskaparvíti.
Stærsta ævintýri
lífs míns
Fyrir átta árum var ég gerandinn
í stærsta ævintýri lífs míns til þessa.
Ég var ein í hópi fjölmargra kvenna
sem ákváðu að slíta pólitískri sam-
búð við karla og láta reyna á eigin
mátt og megin í sérstöku kvenna-
framboði til borgarstjórnar vorið
1982. Ástæða þess að við stigum
þetta skref var sú að við vildum
hrinda af stað atburðarás sem gerði
konur, stöðu þeirra, hugmyndir og
heimsmynd sýnilega. Við vildum
freista þess að fá allt fullvaxið fólk til
að taka afstöðu til þess sem konur í
krafti sameiginlegrar reynslu sinnar
hafa fram að færa. Þetta var aðgerð
og hún tókst — um það getur enginn
efast lengur. En hún tókst aðeins
vegna þess að við sem að henni
stóðum vorum ákveðnar í því að
láta hana takast og unnum að því af
heilum hug.
Þetta var þá en nú liggur önnur
aðgerð í loftinu sem enginn veit enn
hvort gufar upp eða fær á sig fast
form og lendir — mjúklega eða með
braki og brestum. Umræður um
sameiginlegt borgarstjórnarfram-
boð allra þeirra sem vilja sjá nýtt
gildismat, breytta stjórnarhætti og
annan forgang í borgarmálum hafa
oft og víða komið upp á undanförn-
um fjórum árum. Voru margir þeirr-
ar skoðunar að gott samstarf minni-
hlutans í borgarstjórn væri frjóangi
sem slíkt framboð myndi vaxa upp
af í fyllingu tímans. Margt hefur hins
vegar unnið gegn þeim vexti og
nægir í því sambandi að nefna
stjórnstíl, launastefnu og ýmsar að-
gerðir ríkisstjórnar „félagshyggju
og jafnréttis” sem hafa vakið litla
hrifningu hjá fjölmörgum konum.
Þá lofaði yfirlýsingagleði kratanna í
„Sjafnarmálinu” sk. ekki góðu og
stöðvaði raunar allar framboðsum-
ræður um tíma.
Ósammála
niðurstöðu
stallsystra minna
í haust sem leið komst aftur hreyf-
ing á framboðsmálin þegar Birting-
arfélagar tóku upp þráðinn þar sem
kratarnir höfðu skilið við hann um
vorið. Eftir að umræðan hafði verið
þæfð innan og á milli flokka og sam-
taka í nokkurn tima virtist hún kom-
in í þrot. Þá var það sem einstakling-
ar innan og utan flokka tóku sig
saman, lögðu hina tæknilegu hlið
framboðsmálanna á hilluna og fóru
að ræða þann lágmarksmálefna-
grundvöll sem hægt væri að sam-
einast um. Var hugmyndin sú að
boða til almenns borgarafundar um
málið og kanna hvaða undirtektir
það hlyti meðal Reykvíkinga að
vinna að stofnun sameiginlegrar
framboðshreyfingar flokka, sam-
taka og einstaklinga á þeim grund-
velli. Þar sem Ijóst var að andstaðan
við sameiginlegt framboð var hvað
mest innan Kvennalistans var hann
sérstaklega um það beðinn að taka
þátt í undirbúningi og framkvæmd
fundarins. Bréf þessa efnis var tekið
fyrir á félagsfundi í Kvennalistanum
og rætt mjög ítarlega. Varð niður-
staðan sú að standa utan við fyrr-
nefndan fund og voru meginrökin
þau að hvers konar samruni við
aðra flokka væri í andstöðu við eðli
og tilurð Kvennalistans. Hann hefði
orðið til á sínum tíma sem andóf við
karlaflokkana og sameiginlegt
framboð til borgarstjórnar væri yfir-
lýsing um að því andófi væri lokið.
Kvenfrelsisröddin myndi kafna í
ósamhljóma samfylkingarkór.
Ég er ekki sammála þessari niður-
stöðu og það vita stallsystur mínar í
Kvennalistanum. Það er mitt mat að
Kvennalistinn hafi þarna verið í
óvenjugóðri aðstöðu til að hafa mót-
andi áhrif á það hvernig samfylking
í borgarmálum liti út og hvaða mál
hún setti á oddinn. Hugmyndir okk-
ar, málflutningur og starfshættir
eiga fylgi að fagna langt út fyrir okk-
ar eigin raðir og ég hefði talið það
ómaksins vert að láta reyna á styrk
okkar í nýrri borgarmálahreyfingu.
Ég er þeirrar skoðunar að frum-
kvæði okkar í slíkri hreyfingu hefði
skilað Kvennalistanum og kvenna-
hreyfingunni í heild sinni auknum
liðsafla og eflt okkur til nýrra átaka.
í mínum huga hefði þetta getað orð-
ið ný aðgerð sem enn á ný gerði þá
kröfu til kjósenda að þeir tækju af-
stöðu sína og gildismat til endur-
skoðunar. En eins og fyrir átta árum
þá er það forsenda þess að slík að-
gerð heppnist að þeir sem að henni
standa séu ákveðnir í að iáta hana
heppnast og vinni heilshugar að
því.
Bónorðið
Og þar stendur hnifurinn í kúnni.
Meirihlutinn í Kvennalistanum trúir
ekki á aðgerðina, Framsóknarflokk-
urinn vill og vill ekki og ef marka
má orð formanna A-flokkanna þá
vinna þeir ekki heilshugar að henni.
Þeir bjóða með annarri hendinni og
slá með hinni. Það var vissulega fal-
legt af þeim að játa Kvennalistanum
ást sína og rausnarlegt að bjóða
okkur Guðrúnu Agnarsdóttur borg-
arstjórastólinn í tilgjöf ef til brúð-
kaups kæmi. Orðin sem gjöfinni
fylgdu tóku þó af henni mesta glans-
inn. Það kann ekki góðri lukku að
stýra þegar bónorði er fylgt úr hlaði
með orðum eins og þeim að „niet
frá einhverri fimmtán kvenna gras-
rót” verði ekki tekið sem nei og
skella að auki viðurnefni á hina
væntanlegu brúði.
Það er ekki hægt að þvinga fólk til
fylgilags við hugmyndir og konur
verða ekki barðar til ásta. Ef flokks-
formennirnir hafa hugsað sér að
gerast sporgöngumenn Magnúsar i
Bræðratungu er rétt að benda þeim
á viðbrögð Snæfríðar sem sagði:
„Berðu mig ekki meira núna Magn-
ús minn, — þú grætur annars þeim
mun meira þegar þú vaknar.”