Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 21

Pressan - 01.02.1990, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 1. febr. 1990 21 I^Éýja áfengisútsalan á Eiðis- torgi á Seltjarnarnesi verður áfram „dálítið rússnesk" um óákveðinn tíma. Verslunin var opnuð til bráða- birgða rétt fyrir jólin og hefur nú op- ið eftir hádegi á fimmtudögum og föstudögum. Öll innréttingavinna í húsnæðinu er ógerð og væntanlega verður útsölunni lokað aftur þegar sú vinna hefst. Sem stendur fást að- eins fáar tegundir í útsölunni, aðal- iega bjór og léttvín en einnig eitt- hvað af íslensku sterku víni. Að sögn Þórs Oddgeirssonar, fram- leiðslu- og sölustjóra ÁTVR, er búð- in vel sótt miðað við úrval tegunda og léttir töluvert á hinum afgreiðsl- unum. Næsta fullbúna áfengisútsala verður opnuð í Miklagarði, senni- lega í febrúar. Af öðrum stöðum þar sem íbúar vilja fá áfengisútsölu má nefna Egilsstaði, Garðabæ og Kópa- vog, en engin ákvörðun hefur verið tekin um að opna útsölur á þessum stöðum á næstunni... ^Fyrir skemmstu ákvað borgar- ráð að breyta lokunartíma sölu- vagna í miðborginni um helgar. Leyfilegt hefur verið að hafa opið til klukkan fjögur að nóttu, en eftir breytinguna átti að loka fyrir sölu á mat og drykk í miðbæ Reykjavíkur eftir klukkan tvö. Eigendur sölu- vagnanna voru afar óhressir með þessa breytingu og nú virðist sem þeim hafi orðið eitthvað ágengt í baráttunni. Að minnsta kosti hefur ákvörðun borgarráðs verið frestað í mánuð, svo það verður þrátt fyrir allt áfram hægt að kaupa kók, pyls- ur og annað matarkyns í miðborg- inni til kiukkan fjögur næstu vik- ur... 1» rátt fyrir rúmlega 230 pró- senta álagningu kveðst Bifreiða- skoðun Islands ekki græða neitt á því að selja nýju skiltin á bíla lands- manna. Hver bíleigandi þarf að borga 5.000 krónur fyrir tvær núm- eraplötur á bíl sinn. Bifreiðaskoðun- in kaupir plöturnar fyrir um það bil 1.500 krónur af Bíinúmerafram- leiðslunni við fangelsið á Litla- Hrauni. Mismunurinn er 3.500 krónur á hverjar tvær plötur. Áður en annar kostnaður er með talinn myndi umskráning eða nýskráning 15.000 bíla gefa 52,5 milljónir í kassa bifreiðaskoðunarinnar. Allt árið í fyrra voru skráðir um 15.000 bílar. Þó álagningin virðist rífleg á hún samkvæmt útreikningum bif- reiðaskoðunarinnar að vera nauð- synleg til þess að standa undir kostnaðinum við nýja kerfið. Af þessari upphæð þarf að greiða virð- isaukaskatt, flutningskostnað, af- greiðslukostnað og afföll. Karl Ragnarsson í Bifreiðaskoðun ís- lands heldur því fram að fyrirtækið hafi engar tekjur af þessari sölu, þó að þeir tapi kannski ekki beinlínis á henni. Hann kvaðst ekki hafa ná- kvæmar tölur fyrir hvern útgjalda- lið, en benti á að bifreiðaskoðunin hefði átt við kostnaðarsama byrjun- arörðugleika að stríða. Sem dæmi um það nefndi hann að þurft hefði að setja rangar stærðir númera á ýmsa bíla og skipta þeim aftur þeg- ar réttu stærðirnar komust í fram- leiðslu á Litla-Hrauni... b ifreiðaeigendur ættu að at- huga að mæta á réttum tíma með bíla sína í skoðun. Ef þeir koma tveimur mánuðum of seint hækkar verð skoðunarinnar hjá Bifreiða- skoðun íslands um 20 prósent. Leyfi fyrir álagningu eða sekt af þessu tagi felst í gjaldskrárákvæði frá dómsmálaráðuneytinu. Án þess gæti einkafyrirtæki ekki sektað fólk með þessu móti. Ákvæðinu var ekki beitt í fyrra til þess að fólk fengi tækifæri til að átta sig á nýja kerf- inu. Ennþá er öllu óhætt, en það var að heyra á Karli Ragnarssyni í bif- reiðaskoðuninni að fólk mætti fara að vara sig þegar líða fer á vetur- inn ... M undanförnum árum hefur framboð á hótelrými í Reykjavík aukist töluvert og líkur eru á því að svo verði áfram á næstu árum. Við- byggingarnar á Hótel Sögu og Holiday Inn eru dæmi um hótel, sem þegar eru komin í gagnið, og á næstu árum má m.a. búast við að Hótel ísland og hótel Eimskipafé- lagsins bætist við. Þetta er auðvit- að gott og blessað, en fólk í ferða- þjónustunni hefur þó áhyggjur af því að þetta eru allt hótel í hæsta verðflokki. Engin aukning hefur hins vegar orðið á gistirými fyrir þá, sem ekki vilja dvelja á svo dýrum hótelum . . . MEIRIHÁTTAR SKEMMTISTAÐUR HLATUR ÞJOÐBJÖRG OG GRIN Margrét Guðmundsd. Bcssi Bjarnason Jóhanna Þórhallsd. Reykvíkingar og aðrir landsmenn, útvegum gistingu á sérkjörum. LEIKENDUR OG AÐRIR: Þjóðbjörg Doddi Sissa Söngkona Pianóleikari Dansarar Búningar og smink: Guðrún og Hildur Höfundar og Ieikstjóri: Hlin Agnarsdóttir Bessi Bjarnason Rúrik Harldsson Margrét Guðmundsdóttir Jóhanna Þórhallsdóttir Bjarni Jónatansson Astrós og Hrafn BORÐAPANTANIR 1 SÍMUM 23333 0G 29099 ÞAR SEM FJÖRIÐ ER MEST SKEMMTIR FÓLKIÐ SÉR BEST / v Rýmingarsala Sturtuklefar og hurðir, baðker og blöndunartæki á rýmingarsölu. Mjög takmarkað magn. Lýkur nk. laugardag. kM VATNSVIRKINN HF. ~ ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Tökum hunda í gæslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagœsluheimili Hundarœktarfélag íslands og Hundavinafélag íslands ARNARSTÖÐUM, Hraungeröishreppi 801 Selfossi - Símar: 98-21031 og 98-21030

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.