Pressan - 01.02.1990, Page 28
PRESSU
l<Sn Óttar Ragnarsson, fyrrver-
andi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, ætlar
að skrifa sögu Stöðvarinnar og
hefur gert samning við bókaforlag-
ið Iðunni um útgáfu. Jón Óttar segir
að í bókinni verði sagan á bak við
stofnun, uppgang og yfirtöku Stöðv-
arinnar sögð eins og hún raunveru-
lega var. Bókin kemur út fyrir næstu
jól og PRESSAN spáir góðri
sölu . ..
landgræðsla ríkisins rekur
nautaeldisstöð í Gunnarsholti
þar sem afrakstur landgræðslunnar
nýtist sem fóður. A sama stað fara
fram fóðurtilraunir sem Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins sér um.
Nautin eru af Galloway-stofni og
ræktuð í samvinnu við nautaéldis-
stöðina í Hrísey. Framleiðsla bús-
ins er um hundrað skrokkar á ári
og er seld til áskrifenda sem eru á
annað hundrað að sögn Sveins
Runólfssonar landgræðslu-
stjóra. Meðal áskrifenda eru
veislusalir ríkisins og Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráð-
herra, en Sveinn bendir á að
áskriftarhópurinn sé breiður hópur,
þverskurður af fólki í þjóðfélaginu,
og áskrift sé öllum opin. Aðeins er
slátrað á haustin en væntanlega er
tekið við pöntunum meðan birgðir
endast. . .
að í stað sokkabandanna komi þátt-
ur af sama toga, nema hvað honum
muni verða stýrt af dagskrárgerð-
armönnum á Stjörnunni. Margrét
er dagskrárstjóri Aðalstöðvarinn-
ar, eins helsta keppinautar útvarps-
stöðva íslenska útvarpsfélagsins . . .
I Kringlunni 4 eru fáar verslanir
starfandi um þessar mundir. Herra-
deild P & Ó, barnafataverslunin
Endur og hendur, Heimaland og
Sparta hafa allar hengt upp tilkynn-
ingu um að verslanirnar verði opn-
aðar að nýju þegar endanlega hef-
ur verið gengið frá húsinu ...
A
^ÉFigendur sendiferðabila eru
óhressir með reglur um álagningu
virðisaukaskatts því þær geta leitt
til ójafnrar samkeppni við leigubíla.
Lögum samkvæmt skal greiða virð-
isaukaskatt af vöruflutningi en ekki
af fólksflutningum. Leigubílar til
fólksflutninga eru því undanþegn-
ir virðisaukaskatti enda eiga þeir
ekki að flytja pakka og bréf. Sam-
kvæmt reglugerð mega leigubilar
þó flytja sendingar án farþega í
undantekningartilvikum. Þegar
um er að ræða flutning á varningi
fyrir einstaklinga geta því leigubílar
sloppið við virðisaukaskatt og
þannig náð lægri gjaldskrá en sendi-
ferðabílar. Sendiferðabílstjórar
reyna nú að fá bót á þessu. Þeir
leggja áherslu á það við stjórnvöld
að þessi undantekningartilfelli séu
ekki misnotuð, en þeir telja það sér-
staklega mikilvægt með tilliti til
þess að varningur er virðisauka-
skattsskyldur. Málið virðist hins
vegar stopp í kerfinu. Bílstjórarnir
ræddu fyrst við fulltrúa fjármála-
ráðuneytis. Hann vísaði á sam-
gönguráðuneyti sem vísaði aftur á
fjármálaráðuneytið og enginn vill
gangast við barninu . ..
c
^vamkvæmt heimildum okkar
keyptu fleiri en Sveinn Úlfarsson
hlut í Óperukjallaranum um síð-
ustu áramót. Einn af nýju eigendun-
um ku vera Þorleifur Björnsson,
fyrrum togaraeigandi og eigandi
verslananna Stefanel og Skæða í
Kringlunni. Þorleifur er einnig eig-
andi nokkurra skemmtistaða og
kráa í Reykjavík, en seldi nýverið
Sportklúbbinn við Borgartún . . .
Islenskar konur komust eins og
kunnugt er í heimsfréttirnar, þegar
þær tóku upp á því um árið að halda
kvennafrídag. En við fréttum af
því nýverið að konur í norðurhluta
Grikklands eiga kvennafri á
hverju einasta ári. Kallast dagurinn
Gynaikocrateia (kvennaríki eða
kvennastjórn) og er ævagömul há-
tíð, en þá verður jafnrétti kynjanna
að raunveruleika. Konurnar fara á
veitingahús og sitja þar við spjall og
drykkju fram eftir degi, á meðan
karlarnir hugsa um heimilið og
börnin, en um kvöldið dansa kon-
urnar síðan fram á nótt. . .
Þ
að er kreppa víðar en á ís-
landi. Nýverið var t.d. gerð könnun
á því á Bretlandi hve margir hygð-
ust fara í sumarleyfi til útlanda í ár
og kom í ljós að sjötti hluti þeirra,
sem venjulega fara utan, neyðist nú
til að hætta við ferðalagið vegna
fjárhagserfiðleika. Ferðaskrifstofu-
fólk hér á landi hefur þó litlar
áhyggjur af því að mikill afturkippur
komi í Islandsferðir Breta, þar
sem breskir ferðalangar sem hingað
koma hafi yfirleitt nokkuð góð fjár-
ráð. Það er mun líklegra að ferðum
Breta til sólarlanda fækki áberandi
mikið . . .
I tímaritinu Heimsmynd, sem
kemur á götuna um helgina, birtist
safarík 20 bls. úttekt á sögunni á bak
við Stöð 2 og sölu sjónvarpsstöðvar-
innar. Þar ku margt nýtt koma fram
s.s. varðandi leikfléttur á bak við
hlutafjárútboðið, bruðl í kringum
toppana á stöðinni og hugsanlegan
brottrekstur starfsmanna af frétta-
stofunni, sem Jón Óttar á að hafa
lofað ákv. stjórnmálamanni...
A
^^inn þeirra sem keyptu hlut í
Stöð 2 um áramótin er Jón Ólafs-
son í Skífunni. Jón er einn hluthafa
í íslenska útvarpsfélaginu og
fyrrum stjórnarformaður þar, en ís-
lenska útvarpsfélagið rekur eins og
kunnugt er tvær útvarpsstöðvar,
Bylgjuna og Stjörnuna. Eitt af
fyrstu verkum Jóns í lykilstöðu inn-
an Stöðvar 2 var að láta rifta samn-
ingi þeim sem Margrét Hrafns-
dóttir, umsjónarmaður þáttanna
Sokkabönd í stíl, hafði til loka
marsmánaðar og er henni gert að
hætta innan mánaðar. Við heyrum
Vandaður veitingastaður - þægilegt umhverfi og þjónusta eins og hún gerist best.
Á matseðli er lögð áhersla á tilbrigði við hefðbundna matargerð, sem byggð er
á reynslu frönsku meistaranna.
Þú getur valið um þrjá mismunandi matseðla. í fyrsta lagi hinn hefðbundna
„a la carte“, í öðru lagi 3ja rétta matseðil og í þriðja lagi svokallaðan
„smökkunarseðil11, þar sem valdir eru 8 réttir með tilheyrandi úrvals víntegundum.
OPNUNARTÍMÍ
Setrið er opið á fimmtudags-,
föstudags- og laugardagskvöldum
frá kl. 19.00.
Vinsamlega pantið borð tímanlega
í síma 84168.
ASGEIR HELGI ERIiNGSSON
nam matargerðarlist bæði hérlendis og
í Frakklandi. Hann vann í tvö ár hér
heima, undir handleiðslu Frangois
Fons og í Frakklandi vann hann á
þekktum veitingastað í borginni Nime.
-^píjLAay Swa: • SIGTÚNI 38 • SÍMI: 91-689000