Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 26. apríl 1990 Í EIGNARHALDSFÉLAGINU Efftir atburdi þriðjudagsins virdast nokkur sterkustu peningaöfl landsins hafa náð undirtökunum i stjórn Eignar- haldsf élagsins og um leið oddaaðstöðu á Stöð 2. Hér koma til stórfyrirtæki á borð við Sjóvá/Almennar, Eimskip og Samein- aða verktaka. Meirihluti stjórnar Eign- arhaldsfélags Verslunarbanka íslands hff. hafnaði tilboði i 100 milljóna króna hlut bankans i Stöð 2. Telja má vist að til- boð það sem bankanum barst i hluta- bréfin hafi komið frá vildarmönnum stofnenda og minnihlutaeigenda Stöðv- arinnar, þeirra Jóns Óttars Ragnarsson- ar, Hans Kristjáns Árnasonar og Ólafs H. Jónssonar. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR ÁSAMT ÓMARI FRIÐRIKSSYNI Hans KristjánÁrnason, fyrrum stjórnarformaðurStöðvar 2 og einn eigenda, sagði í samtali við PRESS- UNA í gær að „vildarmennirnir" sem tilboðið gerðu í bréfin væru ekki „þeirra menn“ í þess orðs fyllstu merkingu: „Hins vegar áttum við hugmyndafræðilega samleið. Stærsti tilboðsgjafinn var Gunnar Jóhannsson í Fóðurblöndunni og það var ekkertgefið mál að hann styddi okkur í minnihlutanum frem- ur en aðra. Við vorum allir þeirrar skoðunar að ná yrði breiðu sam- komulagi til að opna stöðina fyrir al- menningi og ná samningum við Sýn um samvinnu." Hann segist harma niðurstöðu fundar Eignar- haldsfélagsins á þriðjudaginn um að hafna kauptilboði í bréfin: „Ég ótt- ast að hún verði örlagarík fyrir framtíð Stöðvar 2 og einkasjónvarp á íslandi," sagði Hans Kristján Árna- son. Yfirlýst markmið að selja hlutabréfin Rétt er að skoða atburðarás síð- ustu vikna í stærra samhengi. Þegar ákveðið var að auka hlutafé Stöðvar 2 úr fimm milljónum króna í 505 milljónir skrifaði bankinn sig fyrir meirihluta hlutabréfanna, eða samtals 350 milljónum króna. Jafnframt lýsti stjórn Verslunar- bankans (sem eftir stofnun íslands- banka heitir Eignarhaldsfélag Verslunarbanka Islands hf.) því yfir, meðal annars í fjölmiðlum, að meiningin væri að selja sem fyrst öll hlutabréf bankans í Stöð 2, enda væri það ekki tilgangur Eignarþaldsfélags Verslunar- banka Islands aðeiga hlutabréf í svo áhættusömum rekstri sem sjónvarpsrekstur væri. Eignarhaldsfélagið afsalaði sér oddastöðu Stnæ í janúarbyrjun seldi Eignar- haldidiO njÉ 250 milljóna króna hlutabaéf i Ofeð 2 til helstu forystu- manna í samtökum kaup- og versl- unarmanna. Þeir vaw. Jóhann J. Ólafsson, formaður Verslunar- ráðs Islands, Haraldur Haralds- son, formaður Felags íslenskra stórkaupmanna, og Guðjón Oddsson, formaður Kaupmanna- samtakanna. Fjórði aðalkaupand- inn var Jón Ólafsson, forstjóri Skíf- unnar _og fyrrverandi stjórnarfor- maður Islenska útvarpsfélagsins (Bylgjan/Stjarnan). Við kaupin var gerður samningur milli Eignar- haldsfélagsins og kaupmannanna um að þeir síðarnefndu fengju þrjá af fimm stjórnarmönnum í Stöð 2, bankinn og eldri hluthafar fengju einn stjórnarmann hvor. Þarna var kaupmönnunum, sem enn áttu minnihluta í Stöð 2 (250 milljónir af 505 milljónum króna), tryggður meirihluti með því að Eignarhalds- félag Verslunarbanka íslands afsal- aði sér oddastöðu sinni í félaginu í hendur kaupmannanna. Eldri hluthöfunum var strax við yfirtöku félagsins sagt að ef þeir greiddu ekki sínar 150 milljónir króna í peningum fyrir 5. febrúar myndi hinn nýi meirihluti í Stöð 2 telja stofnendurna hafa fyrirgert rétti sínum til að halda áfrarn af- skiptum af stöðinni. Kaupmönnun- um var hins vegar gert að ljúka sín- um hlutafjárgreiðslum fyrir 1. mars. Þrátt fyrir fullyiðingar sjónvarps- stjóra og stjórnarformanns Stöðvar 2 í fjölmiðlum um að hlutaféð væri að fullu greitt fékkPRESSAN trausta staðfestingu á þvíí gær að enn vant- aði milli 70 og 80 milljónir hluta- fjárins. Gísli felldur úr formannssæti? Hér koma málefni íslandsbanka við sögu, því við sameiningu einka- bankanna í Islandsbanka var svo frá hnútum gengið aðstaða bankaráðs- formanns í fslandsbanka færi fyrst til Alþýðubankans og gegnir Ás- mundur Stefánsson þeirri stöðu til mánudagsins 30. apríl nk., en þá verður haldinn aðalfundur Islands- banka. Um það var samið að for- maður Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans, Gísli V. Einarsson, n\yndi þá taka við formannssætinu Ólafur H. Jónsson er ekki á landinu þessa dagana. Ólafur er talinn sá af fyrri eigendum sem mögulega tapar mestu ef illa fer fyrir Stöð 2. # Eimskip og Sjóvá/Almennar blandast inn í átök í stjórn Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans um tilboð í hlutabréf Stöðvar 2 og fyrir aðalfund félagsins á laugardaginn. # Skipti Orri Vigfásson um skoðun eftir að honum var boðin bankaráðsformennska í * Islandsbanka?. * # Jón Ottar og félagar gerðu samning við Sýn í nóvember. Tilboðsgjafarnir og minni- hlutaeigendurnir vildu samvinnu Stöðvar 2 og Sýnar. # Kauptilboðið í Stöð 2 hugsanlega endur- nýjað í næstu viku. „Við vorum alltaf þeirrar skoðunar að ná yrði breiðu samkomulagi við Sýn um sam- vinnu," segir Hans Kristján Árnason. „Með því að ganga ekki að til- boðinu er Ijóst að einkasjónvarp á íslandi er liðið undir lok," segir Jón Óttar Ragn- arsson. rasn í íslandsbanka. Styr hefur hins veg- ar staðið um Gsla og mun sú ákvörðun hafa verið tekin fljótlega eftir áramótin að fella hann úr for- mannssætinu í Eigiarhaldsfélaginu á aðalfundi þess sem haldinn verður næstkomandi laugardag, 28. apríl, þvert ofan í gerðasamninga. Þá hef- ur Haraldur Haraldsson, formað- ur Félags ísl. stórkaupmanna og nú einn af aðaleigendum Stöðvar 2, lýst því yfir að hann verði í kjöri til formanns Eignarhaldsfélagsins á móti Gísla V. Einarssyni. Bak við Harald standa stórir hagsmunaaðil- ar, svo sem Lífeyrissjóður versl- unarmanna undr forystu Guð- mundar H. Garðarssonar alþing- ismanns, Sameinaðir verktakar, Sjóvá-Almennar og Eimskipafé- lag íslands. Þesár aðilar ráða yfir 32% af heildarhlutafé á aðalfundi Eignarhaldsfélags Verslunarbank- ans, sem þýðir umhelming atkvæða á aðalfundinum, þar sem stór hluti af 1300 smáhluthofum mætir ekki á fundinn. Því er taHð augljóst að lyk- ilmennirnir í Stöð2, ásamt Eimskip, Sjóvá-Almennum, Sameinuðum verktökum og LífQirissjóði verslun- armanna, myndu ráða Stöð 2 og Eignarhaldsfélaginu eftir aðalfund- inn. Tilboðið lcom eins og þruma 100 milljóna kr tilboðið í hluta- bréf Eignarhaldsfélagsins í Stöð 2 kom sem þruma úr heiðskíru lofti fyrir þann hóp sem vildi tryggja áfram völd sín yfir félögunum, þ.e.a.s. Eignarhaldsfélagið og sjón- varpsstöðin. Búið var að ákveða að það þjónaði best kaupmönnunum og þeim sem með þeim stóðu í valdabaráttunni að hætta við að selja hlutabréfin í Stöð 2, því þá gæti ný stjórn Eignarhaldsfélagsins ráðið lögum og lofum innan Stöðvarinnar án þess að þurfa aðkaupa hlutabréf-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.