Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 26. apríl 1990 17 Greta Garbo — Gurra — þjáðist aff heimþrá ■ Nýlega var opnuð í Stokkhólmi skjalataska Gretu Garbo, sem lést fyrir nokkru. Meðal þess sem í henni fannst var bréf sem Greta hafði skrifað vinkonu sinni Veru Schmiterlov árið 1926, þar sem leikkonan trúir vinkonu sinni fyrir því að hún sé einmana og þrái að komast til heimalands síns. Undir bréfið er ritað nafnið Gurra, en því nafni var Greta Garbo kölluð af vinum sínum á þessum tíma. í bréfinu er einnig að finna teikningu af grátandi stúlku og fyrir ofan er orðið heimþrá skrifað. „Eg bý ein og er einangruð," skrif- aði Greta Garbo. „Ég fer í göngu- Japanskur Jonnnie Walker ■ Fyrirtækið, sem framleiðir Johnnie Walker-viskí, hefur ekki bryddað á neinum nýjungum frá því árið 1910. En nú verður breyting á, því þeir eru að markaðs- setja nýja viskítegund í Japan. Nýja tegundin verður með gyllt- um miða og er sérhönnuð fyrir jap- anskan markað og töluvert dýrari en viskíið með rauða og svarta mið- anum. Japanir dmkku áður mikið af viskíi, en hafa áundanförnum ár- um minnkað þá neyslu og er hinum gyllta Johnnie Walker ætlað að snúa þróuninni við Fyrirtækið áætl- ar að fyrst um sinn seljist árlega um 240 þúsund flöskur af þessu eðal- viskíi. Liffa bandarísku líffi í Japan ■ Japani nokkur lifir góðu lífi á því að aðstoða landa sína við að nálgast öll þau lífsins gæði, sem fáanleg eru í NewYork. Hann gefur út pöntunarlista, þar sem boðið er upp á allt há bómullarbolum með áletruninni „Ég elska New York“ til lúxusíbúða á Manhattan, sem kosta tugi milljóna króna. „Markmiðið er að láta viðskipta- vininum finnast hann bókstaflega vera staddur í New York,“ sagði for- stjóri pöntunarfyrirtækisins í viðtali við fréttamann Reuter í Japan. „Við gerum fólki kleift að nálgast allt, sem til er í borginni, án þess að þurfa að fara þangað!“ Með þessum hætti geta Japanir eignast bandarísk föt, skartgripi, húsgögn og bíla. Þeir geta líka keypt birtingu á auglýsingum í bandarísk- um blöðum, miða a leikrit á Broad- way og yfirleitt allt, sem falt er í New York. Og myndir eftir Andy War- hol eru fáanlegarí gegnum pöntun- arfélagið á tæpar 200 þúsund krón- ur. Forstjórinn viðurkenndi hins veg- ar að enn hefði ekkert selst af dýr- ustu vörunum, sem hægt væri að fá í gegnum pöntunarfélagið, en fyrir- tækið hefur reyndar ekki starfað nema í örfáar vikur — svo það er aldrei að vita. ferðir, horfi á himininn og vatnið og tala við sjálfa mig.“ Eva Dillman bókasafnsfræðing- ur segir að bréfið hafi verið innsigl- að og ekki verið opnað fyrr en eftir andlát Gretu, að ósk þess sem gaf Konunglega bókasafninu í Stokk- hólmi bréfið árið 1972. Af skrifum Gretu Garbo sést að hún hefur unn- að heimalandi sínu, Svíþjóð, og seg- ist þrá gömlu vinina sína. Hún segir jafnframt að sér líki ekki vel að búa í Bandaríkjunum. „Mér á aldrei eftir að þykja vænt um neinn hérna," skrifaði Greta. „Ég fer aldrei í sam- kvæmi, en stundum í kvikmynda- hús og horfi á lélegar kvikmyndir. Ég vildi að það væri ekki svona langt heim.“ Sænskir fjölmiðlar hafa leitt get- um að því að lik Gretu Garbo verði brennt í Bandaríkjunum og askan flutt til Svíþjóðar, þar sem hún verði sett í jörðu við hlið yngri systur leik- konunnar og foreldra, en ekkert hefur verið látið uppi um fyrirhug- aða útför. Mó ég reykja? ■ í Bandaríkjunum hefur verið gerð könnun á viðhorfi fólks til reykinga, sem sýnir m.a. að lang- flestir Bandaríkjamenn eiga bágt með að þola vindlingareyk. Fáir reykingamenn biðja hins veg- ar um leyfi nærstaddra áður en þeir kveikja sér í sígarettu. Það voru bara 14%, sem sýndu þessa lág- markskurteisi. Einnig kom fram í könnuninni að fólk, sem ekki reykir, veigrar sér oft- ast við því að biðja „strompana" að slökkva í vindlingunum. Einungis 4% þeirra sögðust fara fram á að fólk reykti ekki í návist sinni. Sú tala kom aðstandendum könnunarinnar verulega á óvart. m ÓSKIRNAR RÆTAST! (þrettán þúsund tvö hundruð áttatíu og sex) glæsilegir vinningar á samtals kf. 288.900.0@0.&0(- (tvö hundruð áttatíu og átta milljónirog níu hundruð þúsund). - 2Ja haéða iáíjbýlisStiiás • með blómaskála og tvöföldum bflskúr (samt. 253 m2), að Reykjabyggð 18, Mosfellsbæ, á sautján millj. kr. élÍS iieia^yntlirogars M.a. Nissan Pathfinderjepptd)ifreið á 2,5 millj. kr. og Subaru Station 4x4 fólksbifreiðar á 1,2 millj. kr. -1363 utanlandsferiiri so-200 þoskr -11400 húslbánaðarvinningar á 12 þús. kr. ^na ^að,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.