Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 26. apríl 1990
_■___. •_____^_______ . ipiliiilili
wffimm
VIKUBLAD Á FIMMTUDOGUM
ÚtKefandi: Blað hf.
Kramkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Kitstjórar: Jónína Leósdóttir Omar Krióriksson
Blaóamemi: Anna Kristine Mai»núsdóttir Björíí Kva Krlendsdóttir Kriórik Þór (iuómundsson
Ljósmyndari: Kinar Olason
Útlit: Anna Th. Rögnvaldsdóttir
l’rófarkalestur: Si^ríöur H. Gunnarsdóttir
Aui»lýsingastjóri: Hinrik (iunnar Hilmarsson
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi: 68 18 66. Auglysingasimi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot. Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöublaöið. 1000 kr. á mánuði. Verö í lausasolu: 150 kr. eintakiö.
BYRÐ PU I DAUÐAGILDRU?
Lög eru ekki til skrauts, heldur eru þau ætluð til hrúks. Sú
virðist þó því miður ekki alltaf vera raunin.
Lf farið hefði verið að landslögum um rafmagnseftirlit, sem
alþingismenn settu væntanlega í góðri trú umað þeir væru að
stuðla að auknu öryggi fólks, hefði t.d. kannski verið hægt að
koma í vegfyrir þrjú dauðsföll og um sextíu slys af völdum raf-
magns — fyrir utanum 260 tjón á eignum. Þetta sýnir, áð þegar
mannslíf eru í veöi er ef til vill skömminni skárra að sleppa því
að setja lög en aðsamþykkja lög, sem síðan er ekki framfylgt.
Þannig er að minnsta kosti ekki ýtt undir falska öryggiskennd.
Samkvæmt landslögum eiga rafmagnsveitur að sinna eftir-
liti með raflögnumí húsum, en eins og fram kemur i þessu tölu-
blaði PRESSUNNAR viðurkenna hins vegar þeir aðilar, sem sjá
eiga um framkvæmdina, að eftirlitinu sé víða mjög ábótavant.
Þeir hafi einfaldlega ekki mannskap til að sinna þessu hlut-
verki. I Reykjavík eiga t.d.tíu starfsmenn aðannast eftirlit með
fimmtíu þúsund heimilum! Það má því ætla aö ástand raflagna
í fjölmörgum gömlum íbúðarhúsum sé afar slæmt. í slíkum
dauðagildrum búa eflaust þúsundir íslendinga, án þess að gera
sér grein fyrir því.
Ætla mætti að tryggingafélögin gegndu í þessu sambandi
hlutverki öryggisventils með því að neita að tryggja húsnæði
nema rafmagnsmá! séu í góðu lagi. En í grein PRESSUNNAR
kemur fram að sw er ekki. Tryggingafélögin gera ekki slíkar
kröfur, vegna innbyrðis baráttu um iðgjöldin.
Rafmagnseftirlit í atvinnuhúsnæði er látið ganga fyrir eftir-
liti í íbúðarhúsum.en það er ekki ná| að fylgst sé með ástand-
inu af hálfu opinberra aðila. Það getur kostað stórfé að endur-
nýja raflagnir í stórum fyrirtækjumog það kemur fyrir að for-
ráöamenn telja sigekki hafa efni á að leggja út í þann kostnaö.
Þeirri staðreynd að um mannslíf geti verið að tefla er ýtt til
hliðar. Mannslíf og jafnvel líka afkomu heilla byggðarlaga. Sé
dæmið sett þannig upp ætti öllum að vera |óst að við höfum
einmitt alls ekki efni á að spara, þegar rafmagn er annars veg-
ar.
pólitisk þankabrot
lYilitisk /Hinkabrot skrifa: /lirifir Arnason. adstoöarinad-
nr riöskipta- oi> ihnaöarrúblwrru, Ilolli Héöinsson. efna-
haifsrúdfljafi forsætisrúölwrra. oi> Einur Karl Haraldsson.
ritstjóri Nordisk Kontakt.
Borgarlíf utan bíldyra
„Það er enginn friður yfir sambýli gamals
og nýs í Reykjavík. Það er eins og mið-
borgin æpi á mann að hér standi yfir
stríð"
I ys og þys flugstöðvarinnar
heyrði ég úr hópi fólks, sem
var að koma frá íslandi, há-
væra rödd, sem sagði:
„Reykjavík er Ijótasta höfuð-
borgin í Evrópu."
Það kemur alltaf illa við
mann að heyra sleggjudóma
um land og þjóð á erlendri
grund. Þeir láta náttúrlega
ekki allir svona illa í eyrum
eins og framhaldið hjá há-
vaðabelgnum bar vitni um:
,,Hitt er svo satt, að það er
hvergi eins fallegt kvenfólk
og á íslandi." Þessi viðhorf
eru ekki óalgeng hjá erlend-
um sleggjudómurum. Mér
kom hins vegar meira á óvart
kenning virts ambassadors,
sem var andseti minn á ís-
lenskri matarkynningu í
Stokkhólmi. Yfir eftirréttin-
um, sem var innbakað skyr
með týtuberjasultu, sagði
hann með veraldarvönum
spekingssvip: ,,Það er á allra
vitorði, að íslenskar konur
eru fegurstar í heimi. En ein-
mitt þess vegna er það svo
einkennilegt að íslenskir
karlmenn, sem mér vitanlega
eru sömu þjóðar, skuli vera
svona ljótir upp til hópa."
Þaö stoðaöi ekkert, þó aö
ég benti honum á myndar-
lega íslenska karlmenn í sam-
kvæminu eins og Sigmar B.
Hauksson og Hrafn Gunn-
laugsson. Hann sagði bara
kurteislega: ,,Ja, það eru
náttúrlega alltaf til undan-
tekningar frá reglunni."
-o-o-o-
Smekkur er alltaf umdeil-
anlegur. Og alhæfingar um
þjóðir eru ákaflega varasam-
ar. Sænski rithöfundurinn og
teiknarinn Albert Engström
sá mann með heljarstórt og
rauðþrútið nef ganga út úr
bjórkrá á Akureyri 1911 og
dró þá ályktun af því, að ís-
lendingar væru aö úrkynjast.
Hvað útlendingum finnst um
Reykjavík getur farið eftir
veðri og fjallasýn. Engu að
síður geta hvatskeytislegir
dómar af áðurgreindu tagi
knúið okkur sjálf til þess að
leita svara við óþægilegum
spurningum.
Er Reykjavík ljót? Hver þor-
ir að svara þeirri spurningu
öðruvísi en neitandi nú þegar
borgarstjórnarkosningar
nálgast?
Breiðholtið og svæðið upp
með Elliðaánum, sem tengist
Kópavogi, er að verða falleg-
asti hluti borgarinnar að mín-
um dómi, með þéttri byggö,
sem veitir skjól, og góðum
heildarsvip. Svæðið vestan
Elliðaáa er á hinn bóginn eins
og línurit yfir íslenskt efna-
hagslíf eftir stríð. Eða eins og
safn yfir sögu Sjálfstæðis-
flokksins. Gamla borgin veit
ekki hvað hún er eða hvað
hún vill verða. Það er eins og
hún komist aldrei af gelgju-
skeiðinu. Eins og hún sé
dæmd til þess að verða ólán-
legur unglingur um aldur og
ævi.
Það er enginn friður yfir
sambýli gamals og nýs í
Reykjavík. Það er eins og
miðborgin æpi á mann að hér
standi stríð. Það er ljótt að sjá
hvernig bárujárnshúsin mörg
hver eru í niðurníðslu. Við
hlið þeirra rís hvert nývirkið
af öðru, hálfkarað og ófrá-
gengið. Margt af liinum nýja
arkitektúr í miðborginni er
spennandi, en hvort nokkurn
timann kemst á friður eða
heildarsamræmi í borgar-
myndina er óráðin gáta. Það
er ljóst að jafna verður marga
steinkumbalda við jörðu og
færa til gömul timburhús, ef
bæta á fyrir gamlar syndir og
gera miðbæinn að augna-
yndi. Er einhver pólitískur
vilji fyrir slíku? Ráðhúsið er
svo dæmi um nýdrýgða synd,
sem kallar á umbyltingu allt
um kring, ef það á nokkurn
tímann að geta notið sín.
-o-o-o-
Miðborgin er samansafn af
óleystum vandamálum og
óunnum verkefnum. I öllum
borgum er bíllinn til vand-
ræða. Víðast hvar er í undir-
búningi að vísa honum út fyr-
ir innsta borgarhring eða
skipta yfir í aðra umferðar-
tækni. Hér virðast hags-
munaaðilar í miðbænum sjá
það helst honum til endurlífg-
unar að fólk fái að böðlast þar
á bílum sínum takmarka-
laust. Eins og það sé til nokk-
urs. í Lundúnum ku meðal-
hraðinn í miðborginni vera
kominn niður í 16 km á
klukkustund og er talinn
verða 8 km að fimm árum
liðnum. Og ekki batnar pest-
in við að bílarnir aki á göngu-
hraða.
Nei, hér þarf að breyta um
stefnu. Því ekki að leggja hita
í götur og gangstéttir í gamla
Austur- og Vesturbænum?
Þar þarf hvort eð er að skipta
um lagnir og leggja nýtt slit-
lag á stagbættar göturnar. Því
ekki að byggja yfir hluta af
helstu verslunarstrætum og
skapa á öðrum stöðum ör-
uggt skjól fyrir þeim næðingi
sem angrar borgarbúa út um
holt og hæðirnar? Að gera
miðbæinn að skjóli fyrir
mannlífið utan bíldyranna
þar sem hægt yrði að ganga
um þurrum fótum ársins
hring. Og því ekki að minnka
Reykjavíkurflugvöll og nýta
Vatnsmýrina til þess að
tengja byggðina í eina heild
og leysa ýmis vandamál
byggðar í miðborginni?
Utlitið, bragurinn og starf-
semin í gamla bænum eru í
hæsta máta pólitískt mál.
Vonandi fá málefni þessa
borgarhluta rækilega umfjöll-
un í komandi kosningabar-
áttu.
hfn pressan
„Fegurð er ekki bara Ijóst hár
og langir leggir."
— Gróa Ásgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni
islands, i viðtali við Morgunblaðið.
,,Og rétt ódur en
kaldur og blautur
vetur er kvaddur
„Fegurð getur verið misjöfn.
Hún skiptist i ytri og innri
fegurð og fer efftir smekk.
Þess vegna er fegurðarsam-
keppni nauðsynleg.##
— Ellert Guðmundsson nemi svarar spumingu DV.
berast þau gledi-
tídindi ad Bjarni
P. er hœttur ad
„Mig dreymdi ekki kórónur í
nótt..."
— Ásta Sigriður Einarsdóttir, ný-
kjörin Fegurðardrottning islands
1990.
vera í fýlu út í
Jón Baldvin. .
- Úr pistli Odds Ólafesonar i þaö er a|,s ekkj á h
limom im
manns færi að koma fram fyrir
fleiri þúsund manns í beinni
útsendingu á sundbol og
brosandi út að eyrum."
— Gróa Ásgeirsdóttir, fram-
Fegurðarsamkeppni
við Morgunblaðið.
„Vegna máttar fjölmiðlaum-
• talsins er ekkert mál fyrir
strákana á Stöðinni að fá Dav-
íð til að leika brandara með
Ragnari Reykás og fá aðra
stjórnmálaforkólfa og stjörnu-
sjúklinga til að henda rjóma-
tertum. Betra að leika fífl en
ekkert."
— Úr grein Birnu Þórðardóttur i
Þjóðviljanum.
„Á svipaöan hátt kom Nýr
vettvangur sér á koppinn í
Reykjavík, án þess að setja
nokkurt málefni á oddinn."
— Ur sömu grein Birnu Þórðardótt-
ur í Þjóðviljanum.
„Ég veit ekki hvort Ólafur vin-
ur minn er að spá í að losna viö
mig um tíma, eða hvaö hann
er aö fara með þessari tillögu."
— Páll Pétursson í Timanum um
sama efni.
„Aldrei skyldi maður treysta
minni sínu."
— Haraldur Ólafsson dósent i kjall-
aragrein i DV.
„Mér fyndist vænlegra að
ræöa þessi mál i flokknum en
í beinni útsendingu i útvarpi."
— Steingrímur J. Sigfusson, vara-
formaður Alþýðubandalagsins, um
viötal við Ólaf Ragnar Grimsson á
rás 2 þar sem hann sagðist fagna
samvinnu ýmissa flokka.
„Þeir eiga kannski eftir að
vinna saman á kössum í
Miklagarði eða Hagkaupum,
Ólafur Ragnar og Magnús L.
Sveinsson."
— Úr sömu grein Birnu i Þjóðviljan-
um.
„Ég hef náttúrulega áhuga
á að keyra hér um. . .##
— Július Sólnes umhverfisráðherra i samtali við Timann um skoðunarferð
sina á jeppanum um nágrenni Reykjavíkur.
„Ég minni á hvað Rússamir
gerðu við þýskan strák sem
heitir Matthías Rust."
— Páll Pétursson, alþingismaðurog
forseti Norðurlandaráðs, um tillögu
Ólafs G. Einarssonar þess efnis að
sendinefnd Norðurlandaráðs sæki
um vegabréfsáritun til Sovétríkj-
anna frá Lithaugalandi.