Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 4
4
Fimmtudagur 26. apríl 1990
litilræði
af hermannaveiki
Þegar ég var yngri og hraustari en ég er í dag
kom þaö stundum fyrir aö ég drakk brennivín
mér til hressingar og heilsubótar.
Þetta var ágætt á meðan á því stóð og allir
í sjöunda himni, sérstaklega mínir nánustu (ef
ég man rétt).
Ölteitin keyröi aö vísu — aö sumra dómi —
stundum úr hófi í sumarfríum, sérstaklega
þegar heimdraganum var hleypt og haldið til
fjarlægra landa til aö höndla gleðina og lífs-
hamingjuna.
Eftir slíkar feröir var maður stundum meira
en lítið lumpinn og satt aö segja jafnvel spítala-
matur.
í þá daga var þetta kallað „timburmenn", ein-
faldlega vegna þessað þá hafði landlæknirenn
ekki komist að því hvað það var sem hrjáði sól-
arlandafara svo sárlega eftir þriggja vikna
heilsubótardvöl á sólarströnd.
Nú þykir það hinsvegar fullsannað að ef
maður kemur heim illa haldinn eftir þrjár vikur
á Spáni í vindlingum, viskíiog villtum meyjum,
þá hafi maður fengið hermannaveiki.
Helst er að skilja á forsvarsmönnum heilsu-
gæslunnar í landinu að hemnánnaveikin sé að-
kenning af „svartadauða" og að það sé mis-
skilningur að svartidauði hafi ekki sífellt verið
að skjóta upp kollinum síðan um aldamótin
fjórtánhundruð.
Sannleikurinn er sá að flestir fá aðkenningu
af hermannaveikinni fljótlega eftir að þeir hafa
stigið uppí flugvélina sem flytur þá suðrábóg-
inn.
Einkennin eru þó væg til að byrja með, en
síðan elnar mönnum sóttin eftir því sem á
dvalartímann líður í sólarlöndum.
Ljóst er að sjúklingar eru verst haldnir þegar
þeir eru að leysa svefninn og má þá einu gilda
hvenær sólarhringsins þeir hafa náð því að
festa blundinn.
Sjúklingurinn vaknar þannig oft mjög þrút-
inn og með blóðhlaupin augu. Hann hefur þá
gjarnan tapað tönnunum, konunni, persónu-
skilríkjum og peningum.
Mjög algengurfylgikvilli hermannaveikinnar
er „algert minnisleysi", sem á fagmáli er kallað
„blackout".
Nú hafa allar ferðaskrifstofurnar í landinu
sameinast um að gefa út leiðbeiningar um það
hvernig hægt sé að halda hermannaveikinni
niðri á meðan verið er í heilsubótarfríi í sólar-
löndum og birti ég þær hérmeð væntanlegum
sólarlandaförum til halds og trausts.
Þjóðráð er að hafa á náttboröinu hjá sér
hálft vatnsglas af koníaki blandað súkkuiaði-
líkjör, rjóma og krem du mint og skutla þessu
í sig um leið og maður leysir svefninn.
Þetta meðal er kallað „Lúmúmba" og hefur
undraverð áhrif.
Ekki sakar að eiga valíum og líbríum til að
slá á hina sálrænu hlið veikinnar, taka síðan
inn sex matskeiðar af rommi, renna því niður
með staupi af kókakóla, taka svo fjórar
amfetamín og skella sér í sund.
Ekki er talið ráðlegt, meðan maður er hald-
inn hermannaveikinni, að fara í sjóinn.
Farið heldur í sundlaug hótelsins þar sem
baðverðir eru jafnan til taks til að draga þá
uppúr lauginni, sem fá aðkenningu af þeim
svefndrunga sem er fylgikvilli hermanna-
veikinnar.
Lífgunartilraunir með „munnviðmunn"-
aðferðinni hafa þá oft bæöi gefið góða raun
og verið fyrsta skrefið að því að stofna til
skyndikynna.
Margir sem haldnir eru hermannaveikinni
eiga það til að fara í laugina í öllum fötunum
og hefur það að sjálfsögðu bæði sína kosti og
galla.
Öruggara er þó að koma skónum í örugga
gæslu áður en sjúklingar varpa sér til sunds
svo þeir týnist ekki og sama er að segja um
tennurnar. Þær má geyma í ölglasinu á sund-
laugarbarminum.
Þegar búið er að fá sér þannig góðan sund-
sprett getur verið ágætt að fara í sturtu og
raka sig en fara þá úr fötunum.
Síðan er farið í slopp á barinn og pantaður
annar „Lúmúmba".
Þá er eiginmaðurinn kominn í leitirnar, eða
eiginkonan ásamt spænskum unglingi sem
hljóp í skarðið á meðan sofið var.
Þegar komið er úr sundinu er höfuðnauð-
syn að halda hermannaveikinni niðri með því
að taka inn sex matskeiðar af rommi og
renna þeim niður með einu vatnsglasi af
„Lúmúmba" til að taka rommbragðið úr
munninum.
Sólbruni er annar fylgikvilli sólarlandaferð-
anna en oft stafar hann af því að sólarlanda-
fari sem haldinn er hermannaveikinni sofnar
oní súpudiskinn eða oní ketkássuna, sem
hefur stundum verið kallað að fá sér kríu-
blund í kássunni.
Ef þess er vandlega gætt að hafa „Lúm-
úmba" alltaf við höndina er semsagt hægt að
halda spænsku veikinni niðri í þær þrjár vikur
sem dvalið er í sólarlöndum.
Lýkur hér leiðbeiningum ferðaskrifstofanna
um varnaðaraðgerðir gegn hermannaveikinni
sem stundum hefur raunar verið kölluð
spænska veikin.
Nú vænta landsmenn þess að landlæknis-
embættið gefi út leiðbeiningar um það hvernig
bregðast eigi við þessari spænsku veiki eftir að
heim er komið og ekki tök á að ná í undrameð-
alið „Lúmúmba".
Hafa verður hugfast að hermannaveikin sem
áður var kölluð „spænska veikin" er læknan-
legur kvilli.
Þess vegna færi vel á því að landlæknir sendi
frá sér þessa gömlu góðu lækningavísu:
Spænska veikin virðist mér
vond og mjög til nauða.
Við henni lækning ein þó er
ögn af svartadauða.
MALLORCA
Dagflug
í allt sumar