Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 26.04.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. apríl 1990 13 TÆPLEGA 5.000 í ORLOFSFERÐIR STÉTTARFÉLAGANNA: ÓÁNÆGJA VEGNA KORTAGIALDS Á timabilinu 25. febrúar til 3. april flykktust hátt i tvö þúsund félagsmenn i samtökum launafólks til skrifstofa Sam- vinnuferða-Landsýnar til að verða sér úti um ódýrar orlofsferðir til Evrópu. Ein- stök félög höfðu sina skammta af sætum til að sel ja og sina eigin söludaga og fyrr en varði höfðu 4.T00 sæti selst — sam- dægurs hjá flestum félögunum. EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON - MYND: EINAR ÓLASON skylda hvíldi á Samvinnuferð- um-Landsýn að auglýsa, enda ferða- skrifstofan aðeins milliliður í um- boði stéttarfélaganna. í félagsblöð- unum var ekki tekið fram að kort- hafar ættu að borga ,,skatt“. Það var síðan ekki fyrr en á söludegi, þegar fólk var mætt í biðraðirnar, að fólk- inu var greint frá því að það væri annaðhvort staðgreiðslufólk eða kortafólk. Um 1,3 milljónir í kortaskatt Óánægðir korthafar benda ekki síst á að þeir telja sig hafa staðgreitt vöruna í raun eins og aðrir, þ.e. greitt „vöruna" áður en hún er af- hent; borgað ferðina upp áður en hún er farin. Samkvæmt heimildum blaðsins gætti almennrar óánægju með þetta gjald hjá korthöfum og höfðu margir samband við Alþýðusam- bandið, verðlagseftirlit verkalýðsfé- laganna, Verðlagsstofnun og Neyt- endasamtökin. Samkvæmt þeim upplýsingum sem PRESSAN hefur aflað sér voru seldir alls 4.700 miðar, nær allir og til helminga til Lúxemborg eða til Kaupmannahafnar. Skotið er á að nálægt fimmtungur miðanna sé á barnafargjöldum. Loks lætur nærri að um þriðjungurmiðanna hafi ver- ið greiddur með greiðslukortum. Nánari skipting liggur ekki fyrir á þessari stundu, en ofangreindar nálganir eru samkvæmt upplýsing- um frá Samvinnuferðum-Landsýn. Þetta þýðir að um 74 milljónir króna hafi verið innheimtar í far- gjöldum og ofan á þessa upphæð komu um 5,4 milljónir króna í flug- vallargjald. Greiðslukorthafar voru síðan rukkaðir um alls um 1,3 millj- ónir króna. Fyrst og fremst mistök og klaufaskapur Það skal strax tekið fram að ekk- ert er ólöglegt við gjaldtöku þessa, enda engin sérstök lög í gildi um slíka viðskiptahætti. Þetta eru í raun frjálsir samningarog korthafar gátu einfaldlega neitað að greiða þetta sérstaka gjald og þá hætt við ferð- ina. Mönnum ber hins vegar ekki saman um hverjum það er að kenna að gjald þetta var ekki auglýst eða kynnt greinilega, hverjum hafi bor- ið að gera það og almennt hvers vegna gjaldið er innheimt. Ferðir þessar höfðu ekkert verið auglýstar í hinum hefðbundnu fjöl- miðlum, aðeins kynntar í fagblöð- um stéttarfélaganna. Enda gerðist þess engin þörf að auglýsa ferðirn- ar, þær ruku fyrirhafnarlaust út. Launafólkið las í félagsblöðum sínum að ferð fyrir einstakling kost- aði 17.800 krónur til Lúxemborgar (8.900 krónur fyrir börn) og 16.600 krónur til Kaupmannahafnar (11.300 fyrir böm). Fleiri áfanga- staðir voru í boði, en langflestir pöntuðu ferðir til þessara staða og skiptingin þeirra á milli varð nokk- urn veginn til helminga. Tekið var fram að hægt væri að fá ferðirnar á raðgreiðslum með greiðslukortum. 1.150 króna flug- vallargjald á mann var ekki innifal- ið. Hvergi var minnst á að sérstakt gjald fylgdi notkun greiðslukorts. Korthafar upplýstir í biðröðinni Það er út af fyrir sig eftirtektar- vert að svo margir launþegar skyldu treysta sér til að skella sér í þessar ferðir og bíða jafnvel tímunum sam- an í biðröð. Á hinn bóginn eru þetta vissulega ódýrar ferðir. Hjón með tvö börn undir tólf ára að aldri gátu t.d. fengið flug, bíl og sumarhús í Warsberg í Þýskalandi í þrjár vikur og greitt fyrir það á bilinu 161—194 þúsund krónur. Það kom hins vegar flatt upp á margan væntanlegan ferðalanginn í biðröðunum hjá Samvinnuferð- um-Landsýn þegar upplýsingablaði var dreift, þar sem tekið var fram að þeir sem ætluðu sér að greiða með greiðslukorti þyrftu að inna af hendi sérstakt 5% gjald af upphæðinni. Sá kurr sem kom upp var og er af ýmsum ástæðum skiljanlegur. Ferð- irnar höfðu ekki verið auglýstar á hefðbundinn hátt, heldur aðeins kynntar i félagsblöðum. Engin I biðröðunum var væn*anlequm fferðo^ löngwm með qreiðslwkort saqt frá 5% qialdi> Þettq qialdl hafði aldrei verið lcynn*. Það var ekki i samninqi. Stéttarfé« löqin voru a móti bvi. Kortatfyrirtækin vor J á moti bvi» Samvinnuferðir-Landsyn tölda ekki sitt aö bera kosftnaöinn. Korthaffar telia siq hafa stadareitt ferð sina, Annað- hvor* varð ad banna notkun kortanna eda að korthafar qreiddu 1#3 milljona krona qjald sem aldrei var auqlyst. Talsmenn Alþýðusambandsins og eins kortafyrirtækisins hafa greint PRESSUNNI frá því að gjaldtaka þessi hafi ekki verið með blessun þessara aðila og því síður er hún að frumkvæði þeirra. í samningi stétt- arfélaganna við Samvinnuferð- ir-Landsýn er ekkert kveðið á um slíka gjaldtöku. Framkvæmdastjóri eins kortafyrirtækjanna tók það fram að það væri hans skilningur að gjaldtaka þessi væri tilkomin að ósk Alþýðusambandsins, en þar er þessu snarlega neitað. Á eitt fallast menn þó; það voru mistök og klaufaskapur að auglýsa þetta gjald ekki skilmerkilega eða gera skýra grein fyrir því á einhvern hátt. Mönnum ber hins vegar ekki saman um hver hefði átt að sjá um þá kynningu. Sem fyrr segir voru ferðirnar ekki auglýstar yfirhöfuð og í félagsblöðunum kom ekkert fram um slíkt gjald, enda byggðu þær greinar á samningnum, þar sem ekkert var kveðið á um slíkt gjald. Launþegasamtökin telja að það liaíi verið hlutverk söluaðilans, ferðaskrifstofunnar, að koma þessu á framfæri. Annaðhvort kortabann eða kortagjald Hjá Samvinnuferðum-Landsýn urðu fyrir svörum' þeir Helgi Jó- hannsson forstjóri og Kristján Gunn- arsson fjármálastjóri. Kristján sagði að gjald þetta væri ofureðlilegt vegna kostnaðar sem fylgdi því að greiða með korti. „Þetta kom hins vegar ekki nógu skýrt fram í stéttarblöðunum. Það er rétt út af fyrir sig að þetta fólk er að greiða ferð sina áður en það fer hana, en við, sem erum milliliðir fyrir stéttarfélögin, áttum um leið að gera upp við Flugleiðir löngu fyr- ir brottför. Það gefur augaleið að þessu fylgir kostnaður. Þann kostn- að voru stéttarfélögin ekki tilbúin til að greiða og það vorum við heldur ekki. En ég skil að einhverjir kort- hafar hafi orðið reiðir, því auðvitað átti þetta að liggja skýrt fyrir," sagði Kristján. Svör Helga voru hin sömu. „Þetta er tvenns konar verð og það höfum við alltaf auglýst í öllum öðrum til- fellum; almennt verð og síðan stað- greiðluverð. Ástæðan fyrir því að ferðirnar eru svona hagstæðar er að þær ber að borga strax. Ef það er ekki gert en greiöslukort reitt fram fylgir því kostnaður. Spurningin varð einfaldlega hvort ætti að banna það, að greiða með kortum eða ekki. í fyrra var ekki leyft að nota kort við greiðslu orlofsferð- anna, en við kusum að banna það ekki nú,“ sagði Helgi. Lög um greiðslukort á Alþingi Það skal ítrekað að í raun er um frjáls viðskipti að ræða og engin sér- stök lög í gildi um hverjum beri að greiða kostnaðinn við notkun á greiðslukortum. Almenna reglan í dag í verslunum er að kortafyrir- tækin innheimta kostnaðinn af verslununum sem hlutfall af korta- viðskiptunum og verslanirnar mæta kostnaðaraukanum með því að hækka álagninguna. Þannig greiða í raun allir viðskiptavinir kostnað- inn, hvernig sem þeir greiða. Al- gengt er á hinn bóginn að veita stað- greiðsluafslátt. í frumvarpi við- skiptaráðherra um greiðslukort, sem nú er statt fyrir Alþingi, er hins vegar kveðið á um að ráðherra geti takmarkað þá þóknun sem korta- fyrirtækin krefja verslanir um og al- menna reglan á að verða að kostn- aðurinn lendi fyrst og fremst á kort- höfum, ekki á viðskiptavinum sem heild.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.